Morgunblaðið - 03.03.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.03.1984, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 52. tbl. 71. árg._____________________________________LAUGARDAGUR 3. MARS 1984_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Búist yið samnings- rofi á næstu dögum Gemayel undirbýr nýjan þjóðarsáttarfund Beirút, 2. mars. AP. FAOTLEGA er við því búist, að Am- in Gemayel, forseti Lfbanon, til- kvnni innan fárra daga rof samn- ingsins, sem gerður var við ísraela í maí í fyrra um brottflutning er- lendra herja frá landinu. Háttsettur embættismaður í Beirút taldi síðdegis allar líkur benda til þess að forsetinn tæki af skarið í byrjun næstu viku. Þ6 ekki fyrr en hann hefði ráðfært sig við hina ýmsu leiðtoga þjóðar- innar. Um leið mun hann þá tiÞ kynna vopnahlé, sem binda á endi á skærur stríðandi aðila í landinu. Sýrlendingar munu sjá um að framfylgja vopnahléinu. Þá er jafnframt búist við því að Gemayel boði leiðtoga kristinna og múhammeðstrúarmanna til nýs þjóðarsáttarfundar í Montre- aux í Sviss dagana 8.—10. þessa mánaðar. Þar mun forsetinn hafa í hyggju að leggja fram róttækar tillögur um breytingar á stjórn- arskrá landsins. Fela þær m.a. í Danskt leitarskip snýr heim eftir 5 vikna leit: Eitrið í Norðursjó er enn á hafsbotni Kaupmannahöfn, 2. mars. AP. DANSKT rannsóknarskip sneri í dag til hafnar eftir fimm vikna árangurslausa leit að eiturefnum, sem fóru í Norðursjó þegar flutn- ingaskip fékk á sig brotsjó í janúarmánuði. Umhverfismálaráðuneytið í Kaupmannahöfn sagði í dag, að leitinni hefði verið hætt að sinni, en útilokaði ekki að henni kynni að verða haldið áfram síðar. Alls fóru um 16 tonn af eitr- inu Dinoseb í sjóinn. Eitur þetta er banvænt, enda notað í framleiðslu á skordýra- og ill- gresiseitri. Þessi fimm vikna leit hefur verið mög yfirgripsmikil og kostnaðarsöm þótt ekki hafi hún skilað þeim árangri, sem vænst var. Eitt þúsund ferkíló- metra svæði á hafsbotninum var kannað, en allt kom fyrir ekki. Alls fóru 39 vörugámar fyrir borð í slysinu. Tólf þeirra tókst að finna með neðansjávar- myndavélum, en enginn þeirra reyndist innihalda eiturefnin. Þá fundust 17 til viðbótar með ratsjártækjum, en reyndust heldur ekki innihalda eitrið. sér jafna valdskiptingu á milli beggja trúarfylkinga. Litlar fregnir hafa enn farið af viðræðum þeirra Assads, Sýr- landsforseta, og Gemayels í Dam- askus. Þó hefur frést, að þeir hafi ákveðið að suðurhluti Líbanon verði ekki vettvangur hernaðarað- gerða gegn ísraelum þótt samn- ingnum við þá verði rift. Elie Salem, utanríkisráðherra landsins, hélt i dag áleiðis til Saudi-Arabíu til þess að skýra rík- isstjórn Fahds konungs frá niður- stöðum viðræðufundar Gemayels og Assads. Stokkhólmi, 2. mars. AP. Leitin við Karlskrona enn árangurslaus ÞRÁTT fyrir að enn sé leitað að óþekktum kafbáti og ókunnum kafara í sænska skerjagarðinum utan við Karlskrona, þar sem sænski sjóherinn hefur mikil- væga flotastöð, er engan árangur að sjá af leitinni. Sænskir kafarar köfuðu í dag í nágrenni við flotastöðina en urðu einskis varir. Svo virðist sem hinn ókunni kafari, sem vart varð við í gær, hafi gengið á land á eynni Almo. Eyjan er ein þriggja skammt fyrir utan Karlskrona. Á meðafylgjandi mynd eru kafarar frá sænska sjóhernum að búa sig undir að taka þátt í leitinni í gær. Aðgerðir hersins hafa nú staðið yfir á 4. viku. Assad, Sýrlandsforseti Tilræði við Assad afstýrt Tel A»iv, 2. mars. AP. DAGBLAÐ Haáretz í ísrael skýrði frá því í dag, að banatilræði við Hafez Assad Sýrlandsforseta hefði verið af- stýrt af bróður hans á elleftu stundu. Það voru háttsettir menn innan hers- ins, sem hugðust ráða forsetann af dögum. Blaðið byggði frétt sína á upplýs- ingum frá Washington og var í henni vitnað í ummæli háttsettra vestrænna leyniþjónustumanna, sem ekki létu nafns getið. Þeir byggðu upplýsingar sínar á „áreið- anlegum heimildum" í Beirút. Þá skýrði Haáretz frá því í frétt sinni, að Assad hefði eflt öryggis- gæslu í Damskus í vikunni á meðan á viðræðum hans og Gemayel, Líb- anonsforseta, stóð. Jafnframt var frá því sagt, að nýlegar tilfærslur herliðs Sýrlendinga í Bekaa-dal í Líbanon ættu rætur sínar að rekja til ágreinings bróður forsetans, Rifaat, og Ali Dubas, yfirmanns leyniþjónustunnar. Loks skýrði blaðið frá því, að Assad forseti hefði boðað til neyð- arfundar í flokki sínum í gær og stóð sá fundur i „marga klukku- tíma“. Seinkaði viðræðunum við Gemayel m.a. af þeim sökum. Chernenko breytti út af opinberum texta — minntist ekki á eitt helsta skilyrði Sovétmanna fyrir áframhaldi viðræðna við Bandaríkin Moskvu, 2. mars. AP. MIKLA athygli hefur vakið, að Konstantin Chernenko, leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins, breytti á einum stað út af skrifuðum texta í 45 mín- útna langri sjónvarpsræðu, sem hann flutti.í dag. Minntist hann ekki á eitt helsta skilyrðið, sem Sovétmenn hafa til þessa sett fyrir frekari viðræðum við Bandaríkjamenn um gagn- kvæma fækkun kjarnorkuvopna. Umrætt skilyrði Sovétmanna, sem þeir hafa hamrað á við öll tækifæri, er á þá leið, að þeir séu reiðubúnir að hefja samningavið- ræður á ný að því gefnu að Banda- ríkjamenn og bandamenn þeirra í NATO leggi sitt af mörkum til að „breyta ástandinu til þess sem það var áður“, eins og segir orðrétt. Þetta er túlkað á þann veg, að Sov- étmenn vilji hinar nýju meðal- drægu flaugar NATO í V-Evrópu burt áður en þeir snúa að samn- ingaborðinu. I ræðu sinni sagði Chernenko ennfremur, að hann væri hlynntur slökunarstefnu og að hann gerði sér góðar vonir um að bæta mætti samskipti stórveldanna. Hann nefndi þó engin dæmi máli sínu til stuðnings. Á meðan á flutningi ræðunnar stóð virtist Chernenko eiga í erfið- leikum á stundum og gerði þá stutt hlé á máli sínu. Enn hefur Konstantin Chernenko ekki fengist staðfest hvort leiðtog- inn breytti út af textanum af ásettu ráði eða hvort honum fip- aðist í flutningi sínum á ræðunni. „Hvað Evrópu varðar erum við hlynntir því að bæði meðal- og skammdrægar kjarnorkuflaugar verði fjarlægðar," sagði Chern- enko. „Við viljum að báðir hlutað- eigandi aðiiar stígi fyrsta skrefið samtímis." í ræðu leiðtogans kom í fyrsta sinn fram, að hveitiuppskera á síðasta ári hefði verið 17% undir því marki, sem sett hefði verið. Sovétmenn hafa ekki skýrt fá ár- legri hveitiuppskeru sinni frá 1980. í ræðunni kom einnig fram, að áfram yrði barist gegn spill- ingu. Þá yrðu smávægilegar efna- hagsbreytingar reyndar áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.