Morgunblaðið - 03.03.1984, Page 5

Morgunblaðið - 03.03.1984, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARS 1984 5 Albert Guðmundsson á fundi með stuðningsmönnum síniim: Geigvænlegt ástand í efnahagsmálunum Býður sig ekki fram til forsetakjörs Á FIMMTÍIJ til sextíu manna fundi sem Albert Guðmundsson fjármálaráðherra sat, ásamt stuðn- ingsmönnum sínum, í fyrradag, lýsti hann því yfir, að hann væri ákveðinn í að bjóða sig ekki fram til forsetakjörs, á móti Vigdísi Finnbogadóttur. Albert gerði grein fyrir ástandinu í efnahagsmálum, sem hann taldi geigvænlegt. Hann skýrði forsendur og mat sitt á samningum við Dagsbrún og svar- aði spurningum fundarmanna um atvinnu- og fjármál. Samkvæmt heimildum blaðsins var ekki ann- að að heyra en Albert hyggðist sitja áfram sem fjármálaráðherra. í umfjöllun Alberts um efna- hagsmálin ræddi hann um 1,7 til 8 milljarða gat í fjárlögunum. Gat um nefnd sem hann hefði skipað undir forystu hagsýslu- stjóra sem ætti að hafa á hrað- bergi nákvæmar upplýsingar um stöðu mála. Hann setti ekki fram raunhæfar hugmyndir um viðbrögð við efnahagsvandanum — aðeins að ríkissjóður yrði að herða sultarólina og vildi ekki heyra minnst á frekari skatt- lagningu. Ekki gerði Albert mikið úr þeim ágreiningi sem varð í þing- flokknum vegna Dagsbrúnar- samningsins, taldi að þegar mEnn hefðu kynnt sér samning- inn vel myndi andstaða hjaðna. Heimildarmenn Mbl. töldu jafn- vel að hann gerði of lítið úr þeim ágreiningi sem upp er kominn. Hann lagði þvert á móti áherslu á gott samkomulag innan þing- flokksins og ríkisstjórnarinnar og fagnaði því að Sjálfstæðis- flokkurinn stæði undir þvi að rúma andstæðar skoðanir. Fram kom hjá heimildar- mönnum ótti við að ef í odda skærist nú, myndi það þýða djúpstæðan og sársaukafullan ágreining, sem ekki myndi leys- ast í náinni framtíð. Ekki var annað að heyra samkv. áliti heimildarmanna en Albert væri þess albúinn að halda áfram starfi sem fjár- málaráðherra. Þó bentu menn á að „Albert væri alltaf Albert", hann gæti snögglega skipt um skoðun teldi hann sig ekki leng- ur gera gagn, eins og einn þeirra komst að orði. Heimildarmenn- irnir lögðu áherslu á að Albert vildi að menn gerðu sér grein fyrir að við núverandi aðstæður gæti horft til mikilla vandræða í efnahagsmálum þjóðarinnar. Hólmadrangur seldi fyrir 8,6 milljónir Kirkjuvika á Akureyri Akureyri, 2. mars. DAGANA 4.—11. mars nk., verður haldin árleg kirkjuvika í Akureyr- arkirkju. Kirkjuvikan hefst meó útvarps- messu frá Akureyrarkirkju á æsku- lýðsdaginn, 4. mars, þar sem séra Þórhallur Höskuldsson prédikar og séra Birgir Snæbjörnsson þjónar fyrir altari. Kór Barnaskóla Akur- eyrar syngur og félagar úr /Gsku- lýðsfélagi kirkjunnar annast upplest- ur og söng. Mánudaginn 5. mars verður samkoma í kirkjunni, sem hefst með orgelforleik Gunnars Gunn- arssonar. Jón Kristinsson flytur ávarp og síðan verður almennur söngur. Þá mun Gunnar Ragnars flytja ræðu og gamlir Geysisfélag- ar syngja. Myndasýning verður og samleikur á þverflautur. Þriðjudaginn 6. mars verður enn samkoma í kirkjunni sem hefst með orgelforleik Ásrúnar Atladóttur. Sumarrós Garðars- dóttir flytur ávarp og Anna Snorradóttir ræðu. Þá verður myndasýning, einsöngur og tví- söngur auk þess sem kammerblás- arar Tónlistarskólans leika. Miðvikudaginn 7. mars verður föstumessa í kirkjunni. Þar mun séra Hannes Örn Blandon prédika og séra Birgir Snæbjörnsson þjóna fyrir altari. Séra Trausti Pétursson fv. prófastur les úr písl- arsögunni og Kirkjukórinn syngur úr Passíusálmunum. Fimmtudaginn 8. mars verður kvöldvaka Æskulýðsfélags Akur- eyrarkirkju, sem hefst með orgel- leik Gunnars Gunnarssonar. Sig- urlaug Skúladóttir kynnir dag- skrána og Björg Þórhallsdóttir flytur ávarp. Birgir Örn Sigþórs- son flytur ritningarorð og bæn og kór Æskulýðsfélagsins syngur. Séra Pétur Þórarinsson flytur hugleiðingu og Jóhanna Guðrún Aðalsteinsdóttir og Birgir Örn Sigþórsson sjá um helgistund. Föstudaginn 9. mars er síðan samkoma í kirkjunni, þar sem Björg Baldvinsdóttir og Gunnar Rafn Jónsson flytja ávarp. Kór Lundarskóla syngur og mynda- sýning verður. Samleikur verður á flautu, píanó og fiðlu og að lokum helgistund. Sunnudaginn 11. mars lýkur svo kirkjuviku með guðsþjónustu í Akureyrarkirkju, þar sem dr. Sig- urbjörn Einarsson, biskup, prédik- ar. Sóknarprestar munu þjóna fyrir altari og Kirkjukórinn syng- ur undir stjórn Jakobs Tryggva- sonar, Gunnlaugur P. Kristinsson, formaður sóknarnefndar, mun svo flytja ávarp í messulok og slíta kirkjuviku. GBerg. Frystitogarinn Hólmadrangur frá Hólmavík seldi 177 lestir af frystum fiski í Hull um miöjan síðasta mán- uð. Köluverð farmsins var um 200.000 sterlingspund eða um 8,6 milljónir íslenzkra króna. 100 lestir aflans voru fryst þorskflök en afgangurinn, 77 lest- ir, að mestu heilfryst grálúða. Afl- ann fékk Hólmadrangur á tæplega einum og hálfum mánuði eða frá áramótum. Það er sölufyrirtæki Sambandsins, Iceland Seafood Limited, sem selur fiskinn fyrir Hólmadrang, en það selur einnig afurðir frystitogarans Akureyjar- innar. Hólmadrangur hefur nú haldið til rækjuveiða og fékk skip- ið 7 lestir fyrsta sólarhringinn djúpt út af Húnaflóa. virðulegur ítalskir listamenn fiafa í gegnum aldirnar skapað fjölda ódauðlegra verka. ítalskir bílahönnuðir fiafa erft listfengi forfeðranna \ ríku mæli og eru í fararbroddi \ sinni grein í heiminum \ dag. UNO er afburða vel fiannaður ítalskur bíll. Glöggt dæmi um næmi ítala fyrir formfegurð, þar sem notagildi er haganlega ofið inní listræna heildarmynd. Uno er fallegur og virðulegur, enda byggður á listaarfi liðinna meistara með háþróaðri tækni nutímans. IEGILL / VILHJÁLMSSON HR Smiðjuvegi 4. Kópavogi. Símar 77200 - 77202

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.