Morgunblaðið - 03.03.1984, Síða 21

Morgunblaðið - 03.03.1984, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARS 1984 21 Tillaga á Búnaðarþingi: Hvatt verði til sumar- dvalar barna í sveit Fyrir Búnaðarþingi liggur til- laga þar sem hvatt er til að börn og unglingar fái notið sumardval- ar í sveit. Lagt er til að þingið hvetji bændur til að leggja því máli lið vegna þess uppeldisgildis sem slík sumarvist hefur fyrir börn. Valgarður Egilsson og Sigurð- ur Sigurðarson sendu Búnaðar- þingi tillögu þessa efnis og var hún lögð fyrir þingið af stjórn Búnaðarfélagsins. I greinargerð með tillögunni segir að sumar- dvöl í sveit sé borgarbörnum uppeldislega mjög verðmæt og því sé æskilegt að sem flest börn og unglingar fái notið sveita- dvalar. í greinargerðinni segir ennfremur um ávinning sumar- dvalar barna í sveit: „Aðskilnað- ur er að verða milli mannlífs (kúltúrs) borgarinnar og hinna dreifðu byggða. Gegn því má vinna. Með meiri samskiptum milli borgar og sveita kynni að réna sú tortryggni, sem alið er á gegn landbúnaði sem atvinnu- vegi. Og fleira gæti fylgt já- kvætt: gagnkvæm kynni þýða gagnkvæman skilning og verða aldrei nema til góðs.“ I lokaorðum greinargerðar- innar sem Sigurður og Valgarð- ur nefna kjarna málsins segir: „Sveitadvöl, með umgengni við dýr og náttúruna eins og hún er af skaparanum gerð; þar fær til- finningalíf barns oft hina bestu rækt. Það er kjarni málsins." Höföar til .fólks í öllum starfsgreinum! 2tter£unIiInTuT> Brecht-tíð Leiklist Jóhann Hjálmarsson Stúdentalcikhúsið: „BREYTTU HEIMINUM ...! “ Söngvar og Ijóð eftir Brecht. Dagskrá tekin saman af Hafliða Arngrímssyni og Margréti Pálma- dóttur. Flytjendur: Ástríður H. Ingólfs- dóttir, Bára Lyngdal Magnúsdótt- ir, Guðlaugur Viktorsson, Kristján Viggósson, Margrét Pálmadóttir og Sigríður Eyþórsdóttir. Hljómsveit: Bjarni Jónatansson, Jón Björgvinsson, Joseph Fung, Knútur Birgisson, Richard Korn, Rúnar Vilbergsson og Sigríður Ey- þórsdóttir. Nú má segja að Brecht-tíð sé í Reykjavík. Þjóðleikhúsið sýnir Sveyk í síðari heimsstyrjöldinni, Stúdentaleikhúsið býður að- dáendum skáldsins dagskrá með söngvum þess og ljóðum. Brecht-dagskráin er hin lífleg- asta, ágæt blanda söngva og ljóða. Við fáum að heyra alvöru- gefin ljóð skáldsins á borð við Barnamorðingjann Maríu Farr- ar í þýðingu Halldórs Laxness og til hinna óbornu í þýðingu Sig- fúsar Daðasonar. í Til hinna óbornu yrkir Brecht: Ég vildi einnig feginn vera vitur. í gömlum bókum stendur hvað sé vizka: halda sér utan við þras heimsins og lifa hina stuttu stund án ótta. Að komast af án ofbeldis, að gjalda illt með góðu, að uppfylla ekki óskir sinar heldur gleyma þeim er einnig álitið vizka. Allt þetta er mér ókleift: Sannarlega lifi ég á myrkum tímum. Svo eru hinir léttu og oft mergjuðu söngvar fullir af háði og hlýju í senn. Þannig er til dæmis Vöggubóð Mutter Cour- age í þýðingu Olafs Stefánssonar og Hvað var það sem hermanns- frúin fékk? í þýðingu Þórarins Eldjárns: Hvað var það sem hermannsfrúin fékk frá því risavaxna Rússlandi? Frá Rússlandi aðeins ekkjuslör, eina jarðarför og ekkjuslör. Þetta fékk hún frá Rússlandi. Val þeirra Hafliða Arngríms- sonar og Margrétar Pálmadóttur var að sjálfsögðu ekki tæmandi. Fjöldi þýðenda hefur glímt við Brecht með misjöfnum árangri. En hér fékkst alla vega innsýn í það, sem menn hafa verið að reyna að túlka eftir meistarann. Það er engin launung að Brecht var bestur í ljóðum sínum. Ýmist var sungið á íslensku eða þýsku og var það áberandi eins og löngum áður hve vel samvinna þeirra tónskáldsins Kurt Weill og Brecht tókst. En auðvitað voru þeir líka fyrirferð- armiklir Hanns Eisler og Paul Dessau. Sú kráarstemmning, sem er oft í Stúdentaleikhúsinu átti vel við að þessu sinni. Leikararnir túlkuðu skáldið af innlifun. Ekki held ég að á neinn sé hallað þótt lýst sé þeirri skoðun að einna mest hafi kveðið að Báru Lyng- dal Magnúsdóttur og Kristjáni Viggóssyni hvað framsögn og leik varðar. En hinir leikararnir og söngvararnir áttu lika sinn ríka þátt í að þessi dagskrá heppnaðist. Öryggi í stað áhættu! Hafið þið áttað ykkur á því að í mörgum tilfellum er hagkvæmara að kaupa góðan notaðan MAZDA bíl hjá okkur heldur en nýjan bíl af ódýrari gerðum? Nú höfum við til sölu sérlega gott úrval af notuðum MAZDA bílum í sýningarsal okkar, sem allir seljast með 6 mánaða ábyrgð. £ S «0 f 1 o tt 3 2 o t£> MAZDA eigendur athugið: Okkur bráðvantar allar árgerðir af velmeðförnum MAZDA 323 á sölulista. BILABORG HF Smiðshöfða 23 sími 812 99 Sýnishorn úr söluskra: Gerö Km. Árgerð 626 Sedan 1600 51.000 '80 929 Hardtop 2000 23.000 ’83 929 Sedan 2000 SDX 11.000 ’82 323-S 1300 38.000 ’81 626 Sedan 2000 SDX 13.000 '82 626 Sedan 2000 60.000 '80 626 Sedan 1600 69.000 ’80 929 Sedan 2000 LTD 11.000 '82 929 Sedan 2000 LTD 62.000 '82 929 Station 2000 30.000 ’82 Góðir greiðsluskilmálar. Opiö í dag kl: 10—16 Vörumarkaöurinnhf7{ Vörumarkaðurinn hf. Eiðistorgi 11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.