Morgunblaðið - 03.03.1984, Page 23

Morgunblaðið - 03.03.1984, Page 23
Bandaríkin: Sovéskur ólympíu- fulltrúi fær ekki vegabréfs- áritun Los Angeles, 2. mars. AP. BANDAKÍSKA utanríkisráðuneytið hefur synjað Oleg Yermishkin, sem átti að vera fulltrúi sovéska ólympíu- liðsins á leikunum í Los Angeles í sumar, um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Tilkynning þessa efnis barst á fimmtudag, sama dag og hann var væntanlegur til borgar- innar til að vinna að undirbúningi fyrir komu liðsins. Forráðamenn ólympíuleikanna segjast ekki skilja hvers vegna ákvörðun þessa efnis var tilkynnt svo seint sem raun ber vitni og telja hana ósanngjarna. Fulltrúi ráðuneytisins hefur enga skýringu viljað gefa á synj- uninni, en AP-fréttastofan hefur eftir ónafngreindum sendifulltrúa Bandaríkjanna í Moskvu að Sov- étmenn hafi verið varaðir við því með löngum fyrirvara, að Yerm- ishkin fengi ekki vegabréfsáritun vegna „fortíðar sinnar", og er talið að átt sé við að hann hafi starfað eða starfi í þágu sovésku leyni- þjónustunnar. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARS 1984 23 Jackie Coogan látinn Háttsettur Sovét- ráðherra til Kína Peking, 2. mars. AP. WAN LI, varaforsætisráðherra Kína, staðfesti í dag aö kínversk stjórnvöld hefðu boðið Ivan Arkhipov, varaforsætisráðherra Sovétríkjanna, til viðræðna í Peking. Hann er háttsettasti sendimaður Sovétríkjanna sem komið hefur til Kína síðan 1969. Kínverski ráðherrann gaf í skyn að Kínverjar vonuðust til að við- ræðurnar leiddu til aukinna við- skipta þjóðanna, fremur en að mikil breyting yrði á stjórnmála- samskiptum þeirra, sem verið hafa mjög stirð um árabil. „Við munum halda áfram að gagnrýna heimsvaldastefnu Sov- étríkjanna í nafni friðarins og hagsmuna alþýðunnar," sagði Wan Li við fréttamenn. Vísa fregnum um fjöldamorð á bug Nairóbí, 2. mars. AP. Málgagn stjórnarflokksins í Kenýa sagði í dag að ekkert væri hæft í stadhæfingum þess efnis að stjórnarhermenn hefðu myrt rúm- lega 300 menn af Degodia-ætt- flokknum. Þingmenn og embættismenn af þessum ættflokki hafa sakað lög- reglu og her um að hafa handtekið 5.000 Degodia-menn nærri landa- mærunum við Sómalíu, myrt suma og pyntað aðra. Hersveitir voru sendar til norð- austurhluta Kenýa vegna deilna þar milli Degodia-manna og Aj- uran-ættflokksins um vatnsból og beitarsvæði. Hinir fyrrnefndu eru í nánu sambandi við Sómalíu- menn. Sagði stjórnarblaðið að her- sveitunum hefði tekist að koma á röð og reglu að nýju. Stundum hefði kastast í kekki, en ofbeldi og dauðsföll verið í lágmarki. Santa Monica, Kaliforníu, 2. mars. AP. Kvikmyndaleikarinn Jackie Coogan, sem frægur varð fyrir leik sinni með Charlie Chaplin í myndinni The Kid lést á sjúkrahúsi í Santa Monica í Kaliforníu á fimmtudag, 69 ára að aldri. Banamein hans var hjartabilun. Coogan var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann lék í mynd- inni með Chaplin. Hann var fæddur 26. október 1914. Hann fór með barnahlutverk í fleiri myndum sem frægar urðu, s.s. Oliver Twist, Daddy, Old Clothes og My Boy, og táningahlut- verk í mynd um Stilkisberja-Finn eftir sögu Mark Twain. Á efri árum var hann kunnastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþátt- unum The Adams Family Filippseyjar: Felldu 15 Manila, 2. mars. AP. Stjórnarhermenn gerðu áhlaup á felustað kommúnista á eynni Mind- anao, sem er sunnarlega í Filipps- eyjaklasanum, og felldu 15 skæru- liða í tveggja stunda bardaga. Nokkrir stjórnarhermenn og skæruliðar særðust í átökunum. skæruliða Þetta er í annað skiptið á einni viku að til harðra átaka kemur milli stjórnarhermanna og skæru- liða. Á laugardag féllu 30 aðskiln- aðarsinnar múhameðstrúarmanna og 14 hermenn í fjögurra stunda bardaga. í sýningarsal okkar að Ármúla 7 sýnum við teikningar af 20 nýjum MÁT einingahúsum eftir arkitektana: Albínu og Guðfinnu Thordarson, Arna Friðriksson og Pál Gunnlaugsson. Komið og kynnið ykkur nýjar leiðir í íslenskum byggingariðnaði og lægri byggingarkostnað. Lítil hús — stór hús Vferóáuppsettum húsumírákr.600x)00-lj000j000 Mírp Ármúla 7, símar: 31600 og 31700

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.