Morgunblaðið - 03.03.1984, Side 44

Morgunblaðið - 03.03.1984, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARS 1984 „ BaLió, Fi'nnur. KJser trygg\ng]n min y fir brvtnar nÁLar ?u Ast er.... i/ ... að vera börn í ann- að sinn. TM Reg U.S. Pat Ott -jlt rights reserved c1984 Los Angeles Times Syndicate Maður veit þá hver er hinn eini sanni vinur! Með morgnnkaffinu Fj ... hirði það. Ég get ekki opnað verkfærakassann! HÖGNI HREKKVÍSI NANM VAÍ?X MÓTI KjALASrUNGUAPFERÐlMNl." Um fóstureyðingar: „Gerum könnun á sam- visku okkar og hugarfari“ Árný Björg Jóhannsdóttir skrif- ar: „Mig langar til að leggja nokk- ur orð í belg varðandi „fóstur- eyðingar", nánar tiltekið „barns- dráp“ í mínum augum. Kæru lesendur. Hlýtur ekki að vera annað hvort rangt að láta „eyða fóstri" eða rétt. Getur nokkur tekið sér það vald að úr- skurða hvenær það er rétt. Þá meina ég frammi fyrir þeim sem hefur frá byrjun mannkynsins ákveðið að svona yrði einstakl- ingur til — Guði. Auðvitað segja margir að þeir trúi ekki á Guð, en þegar þú hugsar þig um, hvarflar það aldrei að þér að sköpunin, eða hvað sem þú vilt kalla okkur mennina og það sem lifir, er of stórkostlega hönnuð og skipulögð að það hlýtur að vera einhver hugsandi vera á bak við hana. Mér finnst per- sónulega miklu erfiðara að trúa því að kringumstæður og dautt efni, upphaflega sem enginn veit hvaðan kom, eigi hlut að máli. Hversu mikið sem ég hef reynt get ég það ekki. Þetta er alltof vel skipulagt. En segjum að Guð hafi skapað manninn. Finnst þér ekki ótta- legt að hugsa um það að Hann gæti haft eitthvað að segja um „fósturdrápin", eða ætli honum sé nokk sama hvort þau líf sem myndast í móðurkviði fái að lifa eða deyja eða hvort þær mann- eskjur sem hafa fengið að fæðast og lifa, ákveði það, hugsandi ekki um annað en að losna við erfið- leika fyrir sig og barnið. Hvað með þau, sem nú þegar eru í heiminn fædd og eru ekki heilbrigð á sál eða líkama? Eru það ekki jafnmiklir erfiðleikar? Af hverju ekki að losa sig við það fólk. Gamalt fólk, sem þjáist af sjúkdómum væri miklu betra á sig komið ef það yrði bara deytt, eins og „fósturbörnin“. Það er ekki bara eins auðvelt, því að þú hefur kynnst því, séð það og þyk- ir jafnvel vænt um það. Ég get ekki vorkennt þeim sem eiga „óæskileg börn“ í vændum. Á þessum tímum þar sem getnaðarvarnir fást í ýms- um gerðum hefur enginn afsök- un. Það er hreint og klárt kæru- leysi og eigingirni. Afleiðingar gerða. Hvað er það? Eitthvað sem þú átt að horfast í augu við. Jú, ég skal ekki gleyma þeim sem lenda í því að vera nauðgað. „Fósturdráp" er ekki lausnin. Það eru til aðrar. Kannski ekki eins þægilegar og auðveldar, en heilbrigðar. Morð er aldrei lausn. Ég er viss um að ef Guð fengi að ráða þessu væru þessi dráp jafn alvarleg og morð að yfir- lögðu ráði, sem kosta fangelsi og dóm. Þetta er bara hreint morð, er það ekki? Hræðileg undankomu- leið frá miklum erfiðleikum. En hvenær er ekki einmitt hægt að læra og þroskast af erfiðleikum? Mér finnst eins og heimurinn í dag sé fullur af fólki, sem neitar að þroskast eðlilega, takast á við erfiðleika, sem jafnvel geta orðið til góðs. Hugsum ekki bara um það sem gæti orðið erfitt. Það er hægt að finna bjartar hliðar alls staðar ef viljinn er fyrir hendi. Verum heiðarleg, gerum könn- un á samvisku okkar og hugar- fari, lifum ekki aðeins eftir til- finningum okkar heldur stað- reyndum. Það er okkar val, kost- ar aga, en það er svo sannarlega þroskandi!" Þessir hringdu . . . Tyrkja-Gudda áhrifamikið leikrit — væri hægt að bæta við sýningum? 5022-4732 hringdi: „Ég sá ein- hverja síðustu sýningu Þjóð- leikhússins á Tyrkja-Guddu og fannst mér mikið til um leikrit- ið. Þess vegna finnst mér slæmt til þess að hugsa að hætt sé að sýna það og svona gott leikrit sé látið hverfa þegjandi og hljóða- laust. Ég held að þetta leikrit hafi ekki hlotið verðskuldaða at- hygli og því hafi ekki verið hald- ið á loft sem skyldi. Finnst mér að höfundinum hafi tekist að skapa persónur sem maður virkilega finnur að hafi lifað — þ.e. séra Hallgrím og Guðrúnu. I leikritinu finnur maður að Guð- rún er algjörlega jafn stór og Hallgrímur, og voru bæði hlut- verkin afbragðsvel leikin. Leik- húsin ættu að reyna að vekja meiri athygli á svona góðum leikverkum þegar aðsókn minnk- ar i stað þess að láta af sýning- um — eitthvað verður að gera til að bjarga svona góðum verkum. Væri ekki hægt að bæta við sýn- ingum?“ Soramynd í sjónvarpi — hver tekur ákvörðun um svona sýningar? 5176-2665 hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: „Mig langar til að lýsa yfir mikilli óánægju og vanþóknun á mynd Woody Allens, „Allt sem þú vilt vita um kynlífið", sem sjónvarpið sýndi sl. laugardagskvöld, 25. febrúar. Þessi mynd byggði á ruddalegu klámi og útkoman var hreinn viðbjóður. Mynd þessa tel ég sjónvarpinu til mikillar van- sæmdar og eru flestir á mínum vinnustað sammála því — þessi mynd átti ekkert erindi inn á heimilin hér og finnst mér fyrir neðan allar hellur að sjónvarpið sýni svonalagað. Gaman væri að vita hver það er sem tekur ákvörðun um að sýna svona soramyndir, og eins væri gaman að vita hvað formaður Útvarps- ráðs hefur um málið að segja.“ Kartöflur á borð- um flestra löngu fyrir aldamót Eldri kona hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: „Mig langar til að gera athugasemd við full- yrðingu Guðrúnar Helgadóttur alþingismanns vegna þess sem hún sagði í sjónvarpsþætti um íslandssögukennslu á dögunum. Guðrún fullyrti, að hér á landi hefðu ekki verið ræktaðar kart- öflur fyrir almenning fyrr en eftir 1930, sem er alrangt. Ég, sem er miklu eldri en Guðrún, var farin að reita arfa innan 10 ára aldurs, og ólst ég upp á Norðurlandi. Mikið er til af heimildum um kartöflurækt hér á landi á öld- inni sem leið. í bókinni „Þeir gerðu garðinn frægan" eftir Valtý Stefánsson ritstjóra er m.a. að finna viðtal við ólaf Magnússon frá Arnarbæli, áður prest að Sandfelli í Öræfum í 15 ár. Á bls. 265 segir Ólafur: „... fyrstu árin sem við vorum þar voru verst, sérstaklega 1882. Þá sá á sumu fólki af sulti, bein- línis. Annars var það oft svo á þessum árum, að menn höfðu lít- inn kornmat eða haustmat eftir að kom fram á útmánuði. Nema kartöflur og mjólk og fisk sem rak.“ Af þessu má ráða, að allur almenningur hafði kartöflur á borðum löngu fyrir aldamót." Leiðrétting á vísu Þórunnar á Grund Jón Björnsson hringdi: „Vísan, sem eignuð hefur verið Þórunni Jónsdóttur, Arasonar á Grund, birtist töluvert afbökuð í Vel- vakanda á dögunum. Langar mig til að gera á henni leiðréttingu, en rétt er vísan svona: í Eyjafirði upp á Grund, á þeim garði fríða, búið hefur bóndi um stund sem barn kann ekki að smíða. Mér er kunnugt um að sumir hafa aðra hendinguna „á þeim staðnum fríða“ og gæti það verið rétt, en sjálfur lærði ég vísuna svona.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.