Morgunblaðið - 06.03.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984
3
Úrslit í Eðlisfræðikeppni framhaldsskólanema:
Finnur Lárusson MH
hreppti efsta sætið
Moníunblaðið/Kristján.
Hinir fimm framhaldsskólanemar er komust í úrslitakeppni Eðlisfrædikeppninnar. F.v. Hallgrímur Einarsson
MA, Ragnar Guðmundsson MR, Finnur Lárusson MH, Haraldur Olafsson MH og Vilhjálmur Þorsteinsson
MH.
ÚRSLIT í Eðlisfræðikeppni fram-
haldsskólancma voru kunngerð sl.
sunnudag og varð röð hinna fimm
keppenda er komust í úrslita-
keppnina þannig: Finnur Lárus-
son, nemandi við Menntaskólann
við Hamrahlíð, hreppti fyrsta sætið
og hlaut fyrstu verðlaun, 8.000 kr.
í öðru sæti var Vilhjálmur Þor-
steinsson, nemandi við Mennta-
skólann við Hamrahlíð, og hlaut
önnur verðlaun, 4.000 kr. Ragnar
Guðmundsson, nemandi við
Menntaskólann í Reykjavík, var í
þriðja sæti og hlaut þriðju verð-
laun, 2.000 kr. Þeir Hallgrímur
Kinarsson, nemandi við Mennta-
skólann á Akureyri, og Haraldur
Ólafsson, nemandi við Mennta-
skólann við Hamrahlíð.voru í 4. og
5. sæti, hnífjafnir, og hlutu þeir
1.000 kr. í verðlaun hvor.
Þá hlutu allir þessir fimm
framhaldsskólanemar er komust
í úrslitakeppnina bókagjöf frá
Bókaverzlun Snæbjarnar og
Bókaforlaginu Vöku.
Sem kunnugt er voru það
Eðlisfræðifélag Islands og Félag
raungreinakennara sem stóðu að
Eðlisfræðikeppninni með til-
styrk Morgunblaðsins. Hafa fé-
lögin fullan hug á að keppnin
verði haldin árlega framvegis.
Verkefni úr síðari hluta Eðlis-
fræðikeppninnar munu birtast í
blaðinu á morgun, miðvikudag,
og verða þá jafnframt birt viðtöl
við sigurvegarana og greint frá
verðlaunaafhendingu.
Ragnar T.
Árnason
látinn
LÁTINN er í hér í Reykjavík
Ragnar Tómas Árnason, fyrr-
um þulur í Ríkisútvarpinu.
Hann lést að heimili sínu,
Rauðalæk 29, 3. mars. Hann
var 66 ára, fæddur 13. mars
1917 í Reykjavík. Foreldrar
hans voru Árni Benediktsson,
heildsali, sem síðar fluttist til
Vesturheims, og kona hans,
Kristrún (Tómasdóttir), Hall-
grímsson. Ragnar fékkst við
verslunarstörf á árunum
1930—1947, og rak um árabil
heildverslun á þessum árum.
Þulur var hann í Ríkisútvarp-
inu í tæplega 20 ár. Hann hafði
sem ungur maður stundað nám
í söng- og leiklist.
Kona Ragnars T. Árnasonar
er Jónína V. Kristjánsdóttir
Schram. Börn þeirra eru 5 tals-
ins, öll uppkomin.
Hættulegum
naglabyssu-
skotum stolið
UM HELGINA var um 400
naglabyssuskotum stolið úr
verkfærakistu í nýbyggingu í
Breiðholti. Þjófarnir fóru
upp vinnupalla, spenntu upp
glugga og komust þannig inn
í húsið. Þar sprengdu þeir
upp verkfærakistu og höfðu
naglabyssuskotin á brott
með sér.
Naglabyssuskotin geta
verið börnum og unglingum
stórhættuleg og biður lög-
regla foreldra að vera sér-
staklega á verði gagnvart
þessum skotum.
Þægindi - hagkvæmni —
mikið hleðslurými
DAIHATSU 850
CAB/CABVAN
Hafiö samband viö sölumennina strax í dag.
DAIHATSUUMBOÐIÐ ARMULA 23 - S. 85870 - 81733
Cab Van 850
Háþeklusendibfll
á kr. 207.000.00 kominn á götuna með öllu
Viö vorum aö fá nýja sendingu af þessum frábæru og vinsælu
sendibílum. Viö eigum nokkra bíla, sem ekki er búiö aö ráöstafa á
ótrúlegu veröi.
Þeir sem eiga Cab Van 850 segja aö hann sé ótrúlega knár, en
aldeilis ekki smár. Háþekjan gefur þér 1.34.5 m frá gólfi og upp í
loft, 1,66 m lengd hleöslurýmis og 1.25 m breidd. Stórar afturdyr
opnast upp í þak og rennihuröir á hliöum gera vinnuna viö bílinn
ótrúlega auövelda.
Þetta er kjörinn bíll fyrir lítil og stór fyrirtæki, sem vilja flytja vörur
sínar og þjónustu á ódýran, fallegan, hreinlegan og traustan hátt.
DAIHATSUGÆÐI — DAIHATSUÞJÓNUSTA