Morgunblaðið - 06.03.1984, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984
SIEMENS
NÝTT!
Siemens-
FERÐAVIÐTÆKIN:
Ódýr og handhæg og henta vel til nota
heima og heiman.
SIEMENS-einkaumboð:
SMITH & NORLAND H/F,
Nóatúni 4,
sími 28300.
tfyiung
TRELIMING
ITIU STIGA
sem auðvelt er að vinna með í allt að
10 stiga frosti og þolir geymslu í allt að
40 stiga frosti. Að líma spónaplötur á
grind, kantlíming og hvers kyns önnur
líming utandyra verður leikur einn með
Evonor 620 - enn einni gæðavörunni frá
Evonor.
rt=n Viöbjóóumfleiraengottgler!
m GLERBORG HF
DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRDI - SÍMI53333
!
Forkosningar demókrata í Maine:
Gary Hart bar aftur
sigurorð af Mondale
Skoðanakannanir spá honum sigri í
Vermont, Wyoming og Massachusetts
l'ortland, Maine, 5. mars. AP.
GARY HART, öldungadeildarþingmaður, hrósaði í gær sigri í forkosningum
demókrata í ríkinu Maine og lýsti því yfir á eftir, að hann væri búinn að
koma pólitískum ofureflismanni sínum „á bæði knén“. Átti hann þá við
Walter Mondale, sem nú þykir ekki lengur jafn öruggur um að hljóta
útnefningu Demókratafiokksins sem forsetaframbjóðandi og áður var talið.
Forkosningar í Bandaríkjunum
eru með tvennum hætti, ýmist
leynilegar eða í heyranda hljóði.
Var síðari hátturinn hafður á í
Maine og fékk Hart atkvæði 8.540
manna, rúm 50%, en Mondale
7.364, um 44%. Kosið var í 414
borgum og bæjum og kosninga-
þátttaka lítil en í Maine býr nokk-
uð á aðra milljón manna.
Gary Hart hefur nú unnið í
tveimur ríkjum, New Hampshire
og Maine, og virðist sigurstrang-
legur í Vermont þar sem kosið
verður annan þriðjudag og í Wy-
oming en þar verður kosið annan
laugardag. Auk þess bendir ný
skoðanakönnun í Massachusetts
til, að hann fari þar einnig með
sigur af hólmi.
Walter Mondale bar sig vel
þrátt fyrir ósigurinn og sagði úr-
slitin raunar uppörvandi. Sagði
hann, að ef kosið hefði verið
nokkrum dögum fyrr hefði hann
tapað fyrir Hart með miklum mun
en nú væri byrinn að breytast.
Kvaðst hann hafa gert þá skyssu
að taka Hart ekki nógu föstum
tökum strax en nú yrði honum
ekki hlíft. Mondale bindur vonir
sínar við Suðurríkin fyrst og
fremst.
Norrænt sjónvarpssamstarf:
Tele-X kemur
ÞEIM RANNSÓKNUM, sem nú eru í gangi varöandi
samstarf Norðurlanda á sviði sjónvarpsmála, lýkur
ekki fyrr en seint á þessu ári. Keppt er að því að koma
þessu samstarfi í fastan farveg og framtíð og fyrir-
komulag þessa samstarfs verður vafalítið eitt megin
verkefnið á næsta þingi Norðurlandaráðs, sem haldið
verður í Reykjavík 1985.
Ekki eru nema þrjú ár þangað til nyrsta sjón-
varpshnetti Norðurlanda verður skotið á loft og
hefur hann fengið nafnið „Tele-x“. Nú þegar fara
fram miklar umræður um, hvers konar efni sjón-
varpað skal um þennan hnött. Enn er þó ekki
ákveðið hvort sjónvarpsrásirnar verði tvær eða
þrjár og hvernig þær eiga að skiptast milli Norður-
landa.
Á fundi Norðurlandaráðs í Osló í fyrra leit út
fyrir að það yrðu Svíar einir, er standa myndu að
„Tele-x“. Nú er það hins vegar ljóst, að bæði Norð-
menn og Finnar munu eiga hlutdeild í þessum
sjónvarpshnetti, sem kosta mun marga milljarða
króna að koma upp. Svíar munu standa undir
í stað Nordsat
mesta hluta þessa kostnaðar eða 82%, Norðmenn
15% og Finnar 3%. Ætlunin er að skjóta sjón-
varpshnettinum á loft um áramótin 1986—1987.
Hér verður að nokkru leyti um tilraunahnött að
ræða. Upphaflega var allt önnur áætlun uppi varð-
andi sameiginlegan sjónvarpshnött Norðurlanda,
sem var langtímaáætlun og fengið hafði nafnið
„Nordsat". Ekkert varð hins vegar úr framkvæmd
þessarar áætlunar og varð hugmyndin um „Tele-x“
þá til. Verði rásirnar um þennan hnött þrjár, eiga
Svíar að ráða yfir einni rás, Finnar yfir einni og
Norðmenn og íslendingar saman yfir einni. Svo
kann þó að fara, að rásirnar verði aðeins tvær og
yrði skipting þeirra þá með talsvert öðrum hætti.
Norðmenn hafa þar að auki fengið tilboð um
aðild að evrópska sjónvarpskerfinu ECS. Hefur
norska Stórþingið ákveðið að hagnýta sér þennan
hnött fyrir sjónvarpsútsendingar til Svalbarða og
til olíuborpallanna í Norðursjó. Jafnframt er sú
skoðun orðin útbreidd, að Norðurlönd í heild ættu
að hagnýta sér þetta kerfi í sameiningu.
Bretland:
V er kamannaflokkur
mests fylgis
nýtur
London, 5. m»rs AP.
í FYRSTA sinn frá því fyrir Falk-
landseyjastríð er Verkamanna-
flokkurinn breski með meira fylgi
en íhaldsflokkurinn að því er fram
kemur í skoðanakönnun, sem birt
var í The Sunday Times.
í skoðanakönnuninni, sem gerð
var eftir að Verkamannaflokkur-
inn vann sigur í aukakosningum í
Cheltenham, reyndist 41% styðja
þann flokk en 38% íhaldsflokkinn.
Kosningabandalagið fékk atkvæði
18% og aðrir 3%. í síðustu kosn-
ingum fékk íhaldsflokkurinn
43,5% atkvæða en Verkamanna-
flokkurinn ekki nema 28,5%. Þá
var bandalagið með 26%.
Nokkurrar gagnrýni er nú farið
að gæta á Margaret Thatcher
meðal íhaldsmanna, og þykir
mörgum sem stefna stjórnarinnar
sé ekki nógu markviss og skýr.
Hún er einnig sökuð um ofríki, en
þrátt fyrir það telur meirihluti
flokksmanna hennar, að flokks-
forystan sé best komin í hennar
höndum.
Stultl'réttir...
Hundamál
á Grænlandi
Kaupmannahorn, 5. mars. Frá Nils Jörgen
Bruun, Grænland.srréttariUra Mbl.
HUNDAMÁLIN eru ofarlega á
baugi hjá Grænlendingum. Bæjar-
stjórnin í Nuuk, höfuðstaðnum, hef-
ur nú gert 150 fjölskyldum tvo kosti,
annaðhvort losi þær sig við hundinn
eða flytjist úr leiguhúsnæði bæjarins
fyrir 23. maí nk.
Á Grænlandi eru reglur um, að
aðeins fólk í einbýlishúsum megi
halda hund og aðeins hund en ekki
tík. Þar að auki verður tíkin að
vera komin frá Danmörku og hafa
hlotið blessun Grænlandsmála-
ráðuneytisins. Bæjarstjórnin hef-
ur margoft sent hundafangara til
höfuðs hundunum en eigendur
hundanna hafa mætt þeim með
hótunum um limlestingar og bráð-
an dauða.
ísbirnir staðnir
að „fjöldamorðum"
Mo.skvu, 5. mars. AP.
UM EITT hundrað ísbirnir réðust
nýlega á rostungafiokk á Síberíu-
strönd og gengu þeir svo hart fram í
slátruninni, aö sovéskir þyrluflug-
menn urðu að skerast í leikinn og
stöðva „fjöldamorðin". Sagði frá
þessu í Tass-fréttum sl. laugardag.
Atburðurinn átti sér stað á Nov-
aya Zemlya en þar kom ísbjarna-
hópurinn að rostungum, sem
höfðu safnast saman í einu vök-
inni á stóru svæði. Birnirnir sett-
ust að veislukostinum og voru víst
langt komnir með hjörðina þegar
þyrluflugmennirnir stökktu þeim
á flótta. ísbirnir eru friðaðir í
Sovétríkjunum og taldir vera um
10—13.000 talsins. Þeim hefur
hins vegar fjölgað mjög að undan-
förnu og því talið nauðsynlegt að
fækka þeim eitthvað.
Vaxandi verðbólga
Luxemborff, 5. mars. AP.
VERÐLAG hækkaði í öllum Efna
hagsbandalagsríkjunum nema Bret-
landi í janúarmánuði en meðaltals-
verðbólgan minnkaði hins vegar um
0,1%, úr 8,1% í 8%.
Að meðaltali hækkaði verðlag í
EBE-löndunum um 0,7% í janúar
en mest var hækkunin í Grikk-
landi, 1,2%, á Ítalíu 1,2% og í
Belgíu, 0,9%. í Bretlandi lækkaði
verðlag lítillega í janúar og er það
rakið til útsalanna eftir áramót.
Verðbólgan í aðildarlöndunum er
mjög mismikil en langmest í
Grikklandi, 20,5%, og á Ítalíu,
12,3%. Búist er við, að Spánverjar
og Portúgalir fái aðild að EBE ár-
ið 1986 en hjá þeim fyrrnefndu er
verðbólgan 30,6% og 12,2% hjá
þeim síðarnefndu.