Morgunblaðið - 06.03.1984, Síða 19

Morgunblaðið - 06.03.1984, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984 19 Frú Indira Gandhi, forsætisrádherra Indlands, sést hér ræda við Dmitri Ustinov, varnarmálaráðherra Sovétríkjanna, við komu hans til Indlands í gær. Ustinov í Indlandi Nýju Delhi, 5. marz. AP. DIMITRI Ustinov, varnarmálaráðherra Sovétríkjanna, ræddi í dag við Indiru Gandhi, forsætisráðherra Indlands, í Nýju Delhi. Eftir fundinn sagði Ustinov, að Sovétríkin vildu halda áfram góðum samskiptum við Indverja. Jafnframt væri það „gagnlegt og nauðsynlegt“, að Sovétríkin, scm sæju Indverjum fyrir mestum hluta af vopnabúnaði þeirra, tækju upp meira hernaðarsamstarf við Indverja. Auk Ustinovs eru níu manns í sovézku sendinefndinni og eru á meðal þeirra háttsettir menn á sviði hernaðar- og utanríkis- mála. Síðdegis i dag ræddi Usti- nov við Ramaswamy Venkatar- aman, varnarmálaráðherra Ind- lands, og er talið, að beiðni ind- versku stjórnarinnar um enn meiri hernaðaraðstoð frá Sovét- ríkjunum hafi verið þar til með- ferðar. Um 75 manns frá Afganistan, þeirra á meðal ung börn, gripu til hávaðasamra mótmælaað- gerða fyrir utan sovézka sendi- ráðið í Nýju Delhi vegna heim- sóknar Ustinovs. Héldu mót- mælamennirnir á skiltum þar sem á stóð m.a.: „Rússar, farið frá Afganistan." Barizt í Afganistan: Rússneskir skrið- drekar eyðilagðir Njju Delhí, 5. marz. AP. AFGANSKIR skæruliðar, sem sátu fyrir sovézkum herflokki í síðustu viku í grennd við Kandahar, næst- stærstu borg Afganistan, eyðilögðu fimm skriðdreka í árás. Skýrði afg- anskur útlagi frá þessu í Nýju Delhí í dag. Ekki var greint frá mannfalli á meðal Sovétmanna, en skæruliðum tókst að ná frá þeim talsverðu af hcrgögnum og skotfærum. Bardagar hafa haldið áfram í Kandahar síðustu daga, en borgin er um 450 km suðvestur af Kabúl, höfuðborg Afganistan. Hafa margir stuðningsmenn stjórnar- innar verið felldir í skyndiárásum skæruliða, sem haft hefur í för með sér, að fjöldi félaga í komm- únistaflokki landsins hefðu flúið inn í búðir sovézka setuliðsins í borginni. Hluti borgarinnar er enn í höndum skæruliða og aðal- þjóðvegurinn, sem tengir borgina við vesturhluta landsins, er lokað- ur eftir mikla bardaga á þessu svæði. Orrustan um Bretland Ixmdon, 5. mars AP. „ORRUSTAN um Bretland“ á þotu öld var sett á svið í dag þegar hundr- uð orrustuþotna frá herjum Atlants- hafsbandalagsríkjanna gerðu sýnd- arárásir á loftvarnastöðvar breska hcrsins. Eiga æfingarnar að standa í þrjá daga. Níu aðildarþjóðir NATO taka þátt í æfingunum og breski flug- herinn mun beita í þeim rúmlega 200 flugvélum, fleiri en nokkru sinni frá stríðslokum. „Skotmörk" árásarflugvélanna verða allt frá Hjaltlandi í norðri til Englands í suðri og eru „óvinirnir" þýskar, kanadískar, franskar, belgískar, hollenskar og norskar orrustu- flugvélar. Til varnar Bretlandi verða auk bresku vélanna banda- rískar og danskar orrustuvélar. Þessar heræfingar áttu að fara fram fyrir tveimur árum en var þá frestað vegna Falklandseyja- stríðsins. 50 farast í árekstri Dacca, Bangladesh, 5. mars. AP. TALIÐ er, að a.m.k. 50 manns hafi drukknað þegar árekstur varð á milli flutningapramma og farþega- skips á fljóti um 200 km fyrir austan Dacca. 300 manns voru um borð í far- þegaskipinu þegar áreksturinn varð og eru 50 taldir látnir og álíka margra er saknað. Flestir farþeganna komust af eigin rammleik til lands en óttast er, að margar konur og börn séu innilok- uð í skipinu. Embættismenn segja, að flutningapramminn hafi verið ljóslaus með öllu þegar slysið átti sér stað. Frakkland: Hálf milljón mótmælti atlögu að einkaskólum Versölum, 5. mars. AP. RÚMLEGA HÁLF milljón manna gekk í gær um götur í Versölum til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum stjórnar Mitterrands, forseta, á einka- skólum í landinu. Þetta eru fjölmennustu mótmæli í Frakklandi í 16 ár. Mótmælin fóru mjög friðsam- lega fram en aðalkrafa göngu- manna var, að menntamálaráð- herrann, Alain Savary, segði af sér. Sams konar mótmæli hafa farið fram fimm helgar í röð í ýmsum borgum. í síðustu kosning- um var það eitt af stefnumálum Sósíalistaflokksins að auka af- skipti ríkisins af einkaskólum í landinu, sem eru 10.000 talsins, flestir í höndum kaþólsku kirkj- unnar, og eru sóttir af 17% franskra skólanema. Ef stjórnin fengi sínu framgengt yrðu kennar- ar við þessa skóla opinberir ARIANE-eldflaug frá Evrópsku geimferðastofnuninni var í dag skot- ið á loft frá Kourou í Frönsku Guy- ana og gekk allt eftir áætlun. Með eldflauginni var fjarskiptahnöttur, sem kominn var á sinn stað 15 mín- útum eftir flugtak. „Geimskotið tókst eins og til var ætlast," sagði í tilkynningu ESA, Evrópsku geimferðastofnunarinn- ar, en þetta var áttunda og síðasta geimskotið áður en tekin verður starfsmenn, rekstur þeirra yrði háður eftirliti sveitarstjórna á hverjum stað og kennslan og starfshættirnir að öðru leyti háðir samþykki opinberra nefnda. í gær, sunnudag, benti ýmislegt til, að stjórnin vildi komast að samkomulagi um þetta mál, og sagði Pierre Mauroy, forsætisráð- herra, að hann væri maður „sátta og samninga". Andstaðan við breytingar á einkaskólunum hefur stöðugt vaxið síðan Mitterrand, sem sjálfur gekk í kaþólskan einkaskóla, boðaði „einn sam- upp bein samkeppni við Banda- ríkjamenn í því að koma á braut gervihnöttum. ESA áætlar, að á næsta áratug muni verða skotið á loft 200 gervihnöttum á Vestur- löndum og gerir sér vonir um, að i þriðjungurinn falli henni I skaut. Frakkar bera hitann og þungann af framkvæmdum ESA og greiða 60% kostnaðarins. Vestur-Þjóð- verjar bera 20% en önnur ríki 5% eða minna. ræmdan skóla“ í kosningabarátt- unni árið 1981. Síðustu skoðana- kannanir benda nú til, að meiri- hluti landsmanna sé andvígur öll- um breytingum á stöðu skólanna. Reknir frá Tékkó- slóvakíu — eftir aö hafa rætt við meðlimi „Charter 77“ Haag, 5. marz. AP. LEIÐTOGI þekktustu friðarhreyf- ingar Hollands var rekinn frá Tékkóslóvakíu á sunnudag eftir fund hans og meðlima mannrétt- indahreyfíngarinnar „Charter 77“. Jan Faber, aðalritari IKU, sem er friðarhreyfing innan hol- lenzku kirkjunnar, hefur skýrt svo frá, að honum hafi verið vís- að úr landi í Tékkóslóvakíu ásamt öðrum manni, sem er franskur og meðlimur í frönsku friðarhreyfingunni CODENE. Segir Faber, að sér hafi verið fylgt eftir af tékknesku leynilög- reglunni, allt frá því hann kom til Prag á föstudag. „Okkur var tjáð, að við hefðum framið lögbrot með því að ræða við meðlimi í Charter 77,“ sagði Faber í dag. „Jafnframt var okkur sagt, að þessir menn væru hættulegir landi okkar," sagði hann ennfremur. Ariane eld- flaug á loft Kourou, Fronsku Guyana, 5. mars. AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.