Morgunblaðið - 06.03.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984
29
ir í kindalifur. Varðveitt í formalíni á Keldum.
valdið alvarlegum sjúkdómi og jafn-
vel dregið hýsilinn til dauða. Sulla-
veikisullir geta orðið tugir senti-
metra í þvermál. Þegar hundur étur
sullinn geta allir bandormshausarn-
ir orðið að nýjum bandormum.
Fjöldi hunda er talinn skipta
miklu fyrir viðgang sullaveiki. Árið
1869 var gefin út tilskipun um
hundahald á íslandi. Er það fyrsta
opinbera ráðstöfunin til að hefta út-
breiðslu sullaveiki. Árið 1890 voru
sett lög um hundaskatt o.fl. fyrir
forgöngu þriggja lækna sem þá áttu
sæti á Álþingi. Var þar hert á
skattlagningu vegna hunda og
heimilað að fyrirskipa lækningar á
hundum af bandormum.
Baráttan gegn sullaveiki bar
skjótari árangur en menn höfðu í
upphafi þorað að vona. Ýmsar
ástæður voru færðar fram til skýr-
ingar á því, almenn alþýðufræðsla
um eðli sjúkdómsins, betri afkoma,
bætt húsakynni og meiri þrifnaður.
En ekki var talið áhrifaminnst i
baráttunni að til landsins barst
hundafár sem varð til þess að hund-
um fækkaði mjög og svo hitt að um
svipað leyti voru seldir sullaveikir
sauðir í stórum stíl.
Eins og í öðrum sauðfjárræktar-
löndum er talsverð hætta á að sulla-
veikin væri fljót að ná hér fótfestu á
ný ef slakað yrði á varnaraðgerðum.
Almennt mun fólk nú telja að sulla-
veikin sé að mestu úr sögunni hér á
landi. Sjúkdómstilfellið á Akureyri
sýnir svo að ekki verður um villst að
fullrar varúðar er þörf. Menn ættu
að fara að gildandi lögum um að
sýna árvekni í að eyða sullum og
girða með öllum ráðum fyrir að
hundar komist í sulli eða hráæti á
blóðvelli eða í sláturhúsum. Einnig
að hundar séu hreinsaðir reglulega
eins og heilbrigðisyfirvöld hafa
ítrekað minnt á.
) vinna að
rsviðiw
fram úr ýmisskonar skipulagsmál-
um, en auk þess er gert ráð fyir því
í fjárhagsáætlun, að um töluverða
aðkeypta vinnu verði að ræða í ár,
vegna skipulags gömlu hverf-
anna,“ sagði Vilhjálmur.
Guðrún Jónsdóttir var spurð að
því, hvers vegna hún hefði ekki
sótt um stöðu forstöðumanns
Borgarskipulags. Hún svaraði:
„Mér þótti gaman af að vinna að
uppbyggingu Borgarskipulags, en
mikið af mínum vinnutíma þar fór
í stjórnsýslu og afgreiðslu. Þegar
til greina kom að ég fengi tækifæri
til að taka að mér endurskipulagn-
ingu eldri hverfa Reykjavíkur og
deiliskipulagningu, þótti mér það
fýsilegra, þar sem það gefur mér
miklu fleiri tækifæri til áð vinna
að áhugamálum mínum á minu
sérsviði."
Varðandi spurningu um það,
hvernig samstarfið við yfirstjórn
borgarinnar hefði gengið, sagði
Guðrún, að starf forstöðumanns
Borgarskipulags væri sérfræð-
ingsstarf. Skylda sérfræðings, hér
sem annars staðar, væri að segja
um kosti og galla á málum þeim
sem til úrlausnar væru, út frá
þekkingu sinni. „Á þessum grund-
velli hef ég starfað," sagði Guðrún.
„Það þarf ekki að vera að sjónar-
mið sérfræðings og hinna kjörnu
fulltrúa, hvar sem er í þjóðfélag-
inu, fari alltaf saman, en ég verð
að líta á það sem fullkomna
traustsyfirlýsingu, að mér er falið
þetta verk, því hér er bæði um
mikið og vandasamt verkefni að
ræða,“ sagði Guðrún Jónsdóttir.
- ój.
VERCBÓLGA
ÁRIÐ 1983
án aÓgerða
Þriggja mána&a
hækkun
framfærsluvísi-
tölu reiknuð til
árshækkunar
(Útreikn.
Þjóðhagsstof.)
VERÐBOLGA 1983
OG í JANÚAR 1984
EFTIR EFNAHAGSAÐGERÐIR
Hækkun framfærslu-
vísitölu þriggja mán.
hækkun umreiknuð
til árshækkunar
v> RH ®
Æ 8
297%
Hækkun framf. vísitölu
í jan. reiknuð til
árshækkunar
9%
V erðbólguhrapið
síðan í maí 1983
CTRAX eftir aö rfkisstjórnin tók við
völdum í maí 1983 setti hún bráöa-
birgöalög sem miöuöu að því að
stemma stigu við verðbóigunni.
Kjarni þeirrar lagasetningar var að
afnema vísitölubætur á laun. Árang-
urinn lét ekki á sér standa eins og
sést af súiuritinu hér aö ofan, verö-
bólgan hefur hrapaö.
Myndin skýrir sig best sjálf.
Súlurnar þjár til vinstri á mynd-
inni sýna verðbólguna eins og spáð
var að hún yrði á árinu 1983 ef
ekki hefði verið gripið til aðgerð-
anna eftir stjórnarskiptin. Lægri
súlurnar til vinstri sýna þróunina
eins og hún hefur verið. Með
hliðsjón af nýgerðum kjarasamn-
ingum hefur af opinberri hálfu
verið sagt að verðbólgan verði
nokkru hærri en 9% sem mæl-
ingar í janúar gáfu til kynna.
Samkomulag
í deilu bóka-
verslana og
forlaganna
SAMKOMULAG hefur náöst í
deilu bóksala og þeirra fjögurra
bókaforlaga sem aöild eiga aö
bókaklúbbnum Veröld. Felur sam--
komulagið m.a. í sér aö forlögin
taka til baka viðskiptabann viö
búóirnar og bóksalar taka bækur
forlaganna, þær sem eru á tilboös-
verði hjá bókalúbbnum, til sölu
frá og með 1. apríl. Þessar upplýs-
ingar fékk Mbl. hjá Oliver Steini
Jóhannssyni, formanni Félags ís-
lenskra bókaútgefenda.
Sagði Oliver Steinn að stjórn
félagsins hefði lagt fyrir aðila
umrædda sáttatillögu, sem aðii-
ar samþykktu. Þá er það einnig
hluti samkomulagsins að nefnd-
ir bóksala og útgefenda vinna að
gerð samnings um bóksölumál
almennt. Þá er það ennfremur
hluti samkomulags aðila, að ef
komi til ágreiningur um túlkun
samningsins um samskiptaregl-
ur við bókaklúbba, þá skuli visa
ágreiningi til lögmanna Félags
ísl. bókaútgefenda og Félags ísl.
bókaverslana til úrskurðar og
aðilar skuldbindi sig til þess að
hlíta þeim úrskurði. Þá var það
og hluti samkomulagsins að
bókaklúbburinn Veröld sendi
kynningarirt sín öllum meðlim-
um Félags ísl. bókaverslana
hverju sinni.
Stýrimanns-
efni um
borð í Tý
UM þessar mundir eru nemendur
fyrsta stigs í Stýrimannaskóla ís-
lands í starfskynningu um borð í
varðskipinu Tý. Nemendur. fyrsta
stigsins eru alls 33 og eru um borö
í tveimur hópum.
Eru nemendurnir um borð í
um það bil einn sólarhring, 16
voru um borð frá laugardegi til
sunnudags og komu þá til hafn-
ar í Hafnarfirði. 17 fóru svo um
borð í gær og koma aftur til
hafnar í dag, annaðhvort í
Hafnarfirði eða Keflavík.
Bræla hamlar
loðnuveiðum
BRÆLA hefur hamlað loönuveiö-
um frá því á fóstudag og hafa skip-
in verið aö tilkynna um smáslatta
um helgina. Tvö skip, Beitir NK
og Svanur RE, fengu þó fullfermi
við Skarösfjöru á sunnudags-
kvöldiö. Fleiri skip hafa veriö þar,
en ekki náö afla.
Á laugardag tilkynntu þrjú
skip Loðnunefnd um afla, sam-
tals 1.470 lestir: Albert GK 500,
Guilberg VE 590 og Fífill GK
380 lestir. Á sunnudag tilkynntu
eftirtalin skip um afla, samtals
3.710 lestir: Guðmundur Ólafur
ÓF 250, Jöfur KE 200, Sjávar-
borg GK 250, Helga II RE 230,
Rauðsey AK 400, Svanur RE
670, Ljósfari RE 280, Beitir NK
1.230 og Hilmir II SU 200 lestir.
Nú eru þrjú skip búin með
viðbótaraflamark sitt, Hilmir
SU, Hákon ÞH og Jón Kjart-
ansson SU og 4 til 5 skip eru að
ná því marki. Þegar viðbótarafl-
inn, 265.000 lestir, var ákveðinn,
var aðeins skipt 205.000 lestum
milli skipanna, en 60.000 lestir
ákveðnar til veiða utan afla-
marks. Því mega þau skip, sem
fyllt hafa mark srtt, halda
áfram veiðum unz sá skammtur
verður upp urinn.