Morgunblaðið - 06.03.1984, Síða 41
Enska knattspyrnan
I íttrðwir l
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984
Charlie Nicholas
til Liverpool?
Sjá nánar/27
Frakkinn Thierry Vigeron setti glæsilegt heimsmet í stangarstökki innanhúss um helgina á Evrópu-
meistaramótinu innanhúss sem fram fór í Stokkhólmi. Thierry stökk 5,85 metra og reyndi síðan við 6
m. Hér má sjá Frakkann fagna meti sínu við Ijósatöfluna sem sýnir methæðina. Sjá frétt af mótinu á
blaðsíóu 25. Símamynd frá Stokkhólmi. AP.
Larus Guómundsson:
„Aldrei tapað
leik viljandi“
„ÉG Á AÐ mæta til yfirheyrslu í j
dag eins og reyndar allir leik-
menn Waterschei. En ég hef ekki
neina trú á því aö ég lendi í leiö-
indum út af þessu máli. Það
veröa fundnir einhverjir tveir, þrír
aöalsökudólgar og þeir fá dóm en
hinir sleppa frá þessu. Þaö er
mitt mat. Yfirheyrslan verður
fyrst og fremst um þá peninga
sem viö fengum frá Standard.
Þeir hafa ekki komið fram og því
tengjast þeir skattsvikum," sagöi
Lárus Guðmundsson í spjalli viö
Mbl. í gær. En í dag veröur yfir-
heyrslum í mútumálinu haldiö
áfram í Belgíu.
Mál þetta er orðið mjög um-
fangsmikið og dragast margir inn í
þaö. Lárus sagöi aö meö öllu væri
útilokaö aö 30 leikmenn myndu fá
stranga dóma. „Þaö er alveg Ijóst
aö ieikmenn Standard liggja illa í
því. Þeir hafa viöurkennt skattsvik
og þurfa núna aö greiöa til baka.
Hafi þeir fengið 1 milljón franka
undir borðið þá verða þeir aö
greiöa 1,6 milljónir til baka. Og ef
þaö nær langt aftur i tímann þá
veröur það mikil upphæð,“ sagöi
Lárus.
„Þaö er mikið um greiðslur und-
ir boröið og margir hér höndla
með svarta peninga. Þá eru margir
hér sem svíkja undan skatti eins
og hægt er. Þaö er ekkert laun-
ungarmál. Viö leikmenn Watersch-
ei erum haröir á því aö viö seldum
ekki leikinn gegn Standard. Viö
geröum eins og viö gátum. En eftir
leikinn og tapiö þá tóku allir viö
peningum sem boönir voru. Nú
hefur þaö komiö í Ijós aö það voru
sjálfir leikmenn Standard, Taham-
ata og félagar, sem lögðu fram
peningana. Fyrirliöinn Gerets kom
þeim svo til okkar.
Ég hef aldrei tapaö leik viljandi
og mun aldrei gera þaö. En ég gat
ekki neitað peningunum þegar allir
aörir í liöinu tóku viö þeim," sagöi
Lárus. — ÞR
Oddur
á 47,62
ODDUR Sigurðsson spretthlaup-
ari úr KR tók þátt í sinni fyrstu
utanhússkeppni á þessu ári á
móti í Laredo í Texas um helgina
og hljóp 400 metra á 47,62 sek-
úndum.
Oddur varö í fimmta sæti í
hlaupinu, sem vannst á um sek-
úndu betri tíma. En þetta var
fyrsta keppni, og spurning hvort
íslandsmetiö stenst átökin þegar
líöur á keppnistímabilið. Oddur á
metiö, 46,49, frá í maí í fyrra.
— Þaö vantar í mann snerp-
una, hef veriö í erfiöum æfingum
og hvíldi ekkert fyrir þetta mót. Er
þreyttur vegna álagsins á æfingum
upp á síökastiö og þaö er líka mik-
iö aö gera í skólanum, sagöi
Oddur í samtali viö Mbl.
Oddur kvaö æfingar hafa geng-
iö vel hjá frjálsíþróttamönnunum
íslenzku í Austin í Texas, og aö
þeir stefndu til stórafreka í sumar.
Nýveriö hlotnaöist Oddi og Einari
Vilhjálmssyni UMSB sá heiður aö
vera kjörnir fyrirliöar skólaliösins
af félögum sínum, en Óskari Jak-
obssyni |R hlotnaöist sá heiöur í
fyrra. — ágás.
13 raðir
með 11
rétta
í 26. leikviku Getrauna
komu fram 13 raðir með 11
réttum og var vinningur fyrir
hverja röð kr. 32.475,- en meö
10 rétta var 151 röö og vinn-
ingur fyrir hverja röð kr. 1.198.
27 ÁRA ÍSLANDSMET í LANGSTÚKKI FALLIÐ:
Morgunblaöiö/ Skapti Hallgrímsson.
Kristján stökk 7,80 m
• Kristján Haröarson úr Ármanni bætti 27 ára gamalt íslandsmet Vilhjálms Einarssonar
um helgina er hann stökk 7,80 metra á móti á Long Beach í Kaliforníu. Þessi mynd var
tekin af honum í Kalott-keppninni í Noregi í sumar þar sem hann sigraði.
Sjá nánar/24.
Klempel
kærður
Fré Jóhanni Inga Gunnaraayni, V-Þýakalandi.
ÞAÐ ERU víðar kærumál á ferðinni í
íþróttum en í Belgíu. Hér í V-Þýskalandi
hefur stjórnvöldum borist kæra á hend-
ur hinum fræga handknattleiksmanni
Jerzy Klempel sem er íslendingum
góðkunnur. Klempel er sakaður um að
vera atvinnumaður í íþrótt sinni og um
leiö tit hann kæröur fyrir að hafa þegið
umtalsveröar upphæöir undir borðið
sem hvergi hafa komið fram í bókhaldi.
Félag hans, Göppingen, gæti hæglega
lent illa í því vegna þess að vitað er að
Klempel hefur fengið alls kyns fríðindi
hjá félaginu fram yffir aðra leikmenn.
Þaö er fyrrum kunningi Klempel, þekktur hand-
knattleiksljósmyndari, Klaus Weigartner, sem
kærir hann. Þaö slettist skyndilega uppá vinskap-
inn hjá þeim félögum meö þessum afleiöingum.
Máliö er nú í rannsókn og verður fariö ofan í
bókhaldið hjá Göppingen og Klempel hefur verið
yfirheyröur. Hann lék ekki meö Göppingen um
helgina út af máli þessu. Margt bendir til þess að
Klempel fari til Spánar eftir aö keppnistímabilinu
lýkur hér í V-Þýskalandi og leiki þar meö A-Ma-
drid. Klempel hefur leikiö vel í vetur og er meöal
markahæstu leikmanna í 1. deild.
Magnús Bergs
skoraði eitt mark
MAGNÚS Bergs skoraöí eitt mark meó skalia
fyrir Santander Racing í spænsku 2. deildinni
um helgína — hann jafnaöi 3:3 á síðustu mínútu
leiksins gegn Rayo Vallecano á útivelli. Magnús
kom inná sem varamaöur í hálfleik. Rayo, sem
er í neösta sæti deildarinnar, var komið í 3:1, en
leikmenn Santander böröust af miklum krafti
og neituðu aö gefast upp. Náöu aó jafna fyrir
leíkslok sem fyrr segir.