Morgunblaðið - 06.03.1984, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 06.03.1984, Qupperneq 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984 Alþjóðaskákmótið Bláa lónið — Festi: Jón L. og Helgi á toppnum Skák Margeir Pétursson ÞKIR Helgi Olafsson og Jón L. Arnason létu síður en svo bugast af mótlætinu í fyrstu umferð, en þá tapaði Helgi jafnteflislegu hróks- endatafli og Jón fórnaði manni í vitleysu í betri stöðu. Þeir koma vafalaust til með að veita útlend- ingunum harða keppni í topp- baráttunni, en eftir fimm umferðir var Jón efstur ásamt Banda- ríkjamönnunum Christiansen og McCambridge og Helgi í 4.-6. sæti ásamt Knezevic og Gutman. Hinir íslendingarnir hafa aft- ur á móti valdið vonbrigðum nema Elvar Guðmundsson. Hann hefur byrjað vel, teflt við sterka menn, en tapaði í fimmtu umferð fyrir McCambridge. Elv- ar stefnir að því að ná sex vinn- ingum á mótinu og sínum fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistara- titli. Það gæti hæglega tekist því Elvar á eftir að tefla við þá Hauk, Ingvar og Björgvin, sem virðast ekki vera í sérlega góðu formi af upphafinu að dæma. Langmestum vonbrigðum hef- ur Jóhann Hjartarson þó valdið eftir frábæra frammistöðu sína að undanförnu. Taflmennska hans í fyrstu umferðum mótsins var ekki svip- ur hjá sjón miðað við það þegar honum tókst sem bezt upp á tveimur síðustu mótum. í báðum fyrstu skákunum missti hann lið á mjög klaufalegan hátt fljót- lega eftir byrjunina. Gegn Ingv- ari Ásmundssyni fór skiptamun- ur fyrir borð, og gegn Jóni L. Árnasyni gerðist einn riddari Jóhanns fulldjarfur. Hann hætti sér alla leið inn í herbúðir and- stæðingsins og átti ekki aftur- kvæmt. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Jón L. Árnason Enski leikurinn 1. c4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Rc3 — g6, 4. g3 — Bg7, 5. Bg2 — e6, 0-0 — Rge7, 7. d3 - 0-0- Jón fetar í fórspor Bobby Fishers sem tefldi þetta afbrigði með góðum árangri fyrir hálfum öðrum áratug. Framhaldið í skák þeirra Sævars og Jóns á Búnaðarbankamótinu varð nú: 8. Hbl - b6, 9. Bf4 - d5, 10. Dcl - Bb7,11. Bh6 - d4,12. Bxg7 - Kxg7, 13. Ra4 - Hb8, 14. a3 - a5! með betri stöðu á svart. 8. a3 — b6, 9. Bf4 — d5, 10. hcl — Bb7, 11. Da4? Hér eða í leiknum á undan átti hvítur að leika 11. cxd5. d4, 12. Rb5? - Dd7, 13. Rd6 • b 13. - g5! Jóhanni virðist hafa yfirsézt þessi öflugi leikur sem slítur tengslin milli hvítu mannanna. 14. Rxg5 — e5, 15. Rxb7 — exf4, 16. b4 - Hab8, 17. bxc5 Eða 17. b5 - re5, 18. gxf4 (18. Dxa7 - f3!) - Rg6, 19. Dxa7 - Rxf4, 20. Bf3 — h6 og vinnur. 17. — Hxb7, 18. cxb6 — Hxb6, 19. gxf4 — Hb2, 20. Hbl — Hfb8 og hvítur gafst upp í þessari von- lausu stöðu. Peðin þrjú sem hann hefur fyrir manninn eru gagnslaus. Framan af skák þeirra Ingv- ars og Jóns L. virtist sem upp- skiptataktík Ingvars myndi ganga eins vel og gegn Jóhanni í fyrstu umferð. En þá var Ingvar gripinn hrikalegri skákblindu, lék tveimur herfilegum afleikj- um í röð og varð að gefast upp eftir þann seinni þegar gífurlegt liðstap blasti við. Jón vann þarna sinn þriðja sigur í röð og komst í efsta sætið: Hvítt: Ingvar Ásmundsson Svart: Jón L. Árnason Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. b3 Þannig hefur Spassky oft teflt. Aðalkostur leiksins er að hann er lítt rannsakaður. 3. — b6!?, 4. Bb2 — Bb7, 5. Rc3 — Rc6, 6. d4 — cxd4, 7. Rxd4 — Db8, 8. Rxc6 — Bxc6, 9. Bb5 Rétt eins og í skákinni við Jó- 1 2 3 4 — 5 6 7 8 9 — 10 11 ‘1. Haukur Angantýsson, AM 2395 '4 O 0 2. Ingvar Ásmundsson 2405 ;4 *' O 0 1 3. Jón L. Árnason, AM 2500 í 0 / 4. Björgvin Jónsson 2200 0 0 OO 5. Helgi Ólafsson, AM 2445 i 0 /z i & 6. Milorad Knezevic, JUG, SM 2450 '4 /2 'A i 7. Elvar Guðmundsson 2330 '4 % O 8. L. Gutman, ISR, AM 2480 i /z 0 9. William Lombardy, USA, SM 2505 4 '4 'k Vz 0 10. Vincent McCambridge, USA, AM 2465 1 / O'A 4 11. Jóhann Hjartarson, AM 2415 Q 9 / !í\o 12. Larry Christiansen, USA, SM 2550 L 1 % /z '/z S.B. Röð 12 Vinn o hann sækist Ingvar eftir upp- skiptum. Hér er þetta í anda stöðunnar því biskup svarts á :6 stóð ágætlega. 9. — Bxb5, 10. Rxb5 — a6, 11. Rc3 — Rf6, 12. De2 — Bd6, 13. 0-0-0 — Be5, 14. g3 — g5? Eftir þetta er svarti kóngur- inn hvergi óhultur. Betra var þv' 14. — Db7, 15. Hhel — Hc8 með u.þ.b. jafnri stöðu. 15. Kbl — Hg8, 16. f4! Hvítur opnar leiðir að svarta kóngnum með peðsfórn. 16. — gxf4, 17. gxf4 — Bxc3, 18. Bxc3 — Dxf4, 19. Dd3! — Rxe4, 20. Dxd7+ — Kf8 Framhaldið 21. Bb4+ — Kg7, 22. Hhfl með vinningsstöðu blasir nú við augum en Ingvar reynir að stytta sér leið með af- drifaríkum afleiðingum: 21. Hhfl?? - Rxc3+, 22. Kal — Hgl! Þetta yfirsást Ingvari. Nú verður hvítur peði undir eftir 23. Hxgl — Rxdl, 24. Hxdl, en hann á þó góða möguleika á a.m.k. jafntefli því 24. — Dxh2? gengur ekki vegna 25. Dd4! f stað þess kemur annar enn verri afleikur: 23. Db7?? — Hb8 og hvítur gafst upp. Mótið tafðist um l’/2 klukkustund vegna þess að Svíarnir voru ekki mættir. Hér heilsa Sigmundur Stefánsson og Björn Theodórsson þeim í móttöku Hótels Loftleiða. Talið frá vinstri: Pettersson, Göthe (á bak við Björn) Svenzon, Sígmundur og Gullberg. Gífurlegur fjöldi fólks fylgdist með tvímenningskeppninni. Var oft erfitt að komast að „pyttinum“ til að sjá hvað um væri að vera. Hér eigast við Gullberg og Göthe annars vegar og Aðalsteinn Jörgensen og Runólfur Pálsson hins vegar. Morgunblaftið/Arnór. Landinn skaut „meist- urunum“ ref fyrir rass Brldqo Arnór Ragnarsson Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson sigruðu í Bridge- hátíðartvímenningnum sem lauk sl. laugardag. Hlutu þeir 289 stig yfir meðalskor eða tæplega 7 úr hverri setu. Hörkukeppni var milli Guðlaugs og Arnar. Guðmundur og Þórarinn urðu að láta sér lynda annað sætið annað árið í röð. Þeir hlutu 287 stig nú eða tveimur stig- um minna en Guðlaugur og Örn og ef undirritaður man rétt þá voru þeir einnig tveimur stigum frá úr- slitasætinu í fyrra. Það bar lítið á Guðlaugi og Erni í fyrri hluta mótsins og sáust þeir ekki á töflu yfir efstu pörin fyrr en keppnin var hálfn- uð. Aftur á móti voru Svíarnir Tommy Gullberg og Hans Göthe langefstir í fyrri hlutanum. Var ekki annað að sjá um tíma en að þeir ætluðu að einoka efsta sætið strax. Staðan eftir 20 umferðir: Göthe — Gullberg 239 Guðmundur Pétursson — Sigtryggur Sigurðsson 135 Aðalsteinn Jörgensen — Runólfur Pálsson 127 Hörður Arnþórsson — Jón Hjaltason 110 Pettersson — Sveinzon 104 Jón Baldursson — Hörður Blöndal 100 Guðmundur Páll — Þórarinn Sigþórsson 97 Eftir þetta fór að draga af Sví- unum á meðan íslenzku pörin tvíefldust. Guðlaugur og Örn skoruðu mikið svo og Guðmund- ur Páll og Þórarinn. Þá komust Guðmundur Sveinsson og Þor- geir Eyjólfsson í röð efstu para. Hitt sænska parið, Pettersson og Sveinzon, spilaði mjög jafnt og hélt sig meðal efstu para út alla keppnina. Það bar lítið á heims- ineistaranum sem virtist ekki ná sér á strik og virtist sem það færi eitthvað í skapið á spilafé- laga hans, Steve Sion. Staðan eftir 33 umferðir: Gullberg — Göthe 267 Guðlaugur — Örn 245 Guðmundur Páll — Þórarinn 195 Guðmundur — Þorgeir 185 Pettersson — Sveinzon 179 Jón B. — Hörður B. 167 Molson — Cokin 161 Þegar hér var komið var kom- in spenna í mótið sem virtist dautt eftir 20 umferðir. Gullberg og Göthe stóðu í stað eða fóru niður á við á meðan okkar menn klifu upp stigann og þegar þrem- ur umferðum var ólokið höfðu Guðlaugur og Örn gott forskot á Þórarin og Guðmund Pál eins og sjá má á eftirfarandi töflu: Staðan eftir 40 umferðir: Guðlaugur — Örn 329 Guðmundur — Þórarinn 289 Gullberg — Göthe 238 Pettersson — Sveinzon 200 Sontag — Sion 195 Aðalsteinn — Runólfur 177 Jón B. — Hörður B. 175 Þetta forskot dugði þeim fé- lögum og langþráður sigur var í höfft. Ég held að þeir hafi ekki unnið stórt tvímenningsmót í nokkur ár og hefir eflaust verið þeim kærkomið. Guðlaugur og Örn hafa spilað saman í árarað- ir, oft verið í íslenzka landsliðinu og ætíð verið meðal efstu para í stærri tvímenningskeppnum hér á landi. Þeir eru margfaldir ís- landsmeistarar í tvímenningi og sveitakeppni. Þeir spila Bláa laufið. Lokastaðan: Guðlaugur R. Jóhannsson — Örn Arnþórsson 289 Guðmundur Páll Arnarson — Þórarinn Sigþórsson 287 Tommy Gullberg — Hans Göthe 238 Alan Sontag — Steve Sion 222 Aðalsteinn Jörgensen — Runólfur Pálsson 199 Göran Pettersson — Leif Sveinzon 187 Tony Forrester — Guss Calderwood 184 Jón Baldursson — Hörður Blöndal 140 Hermann Lárusson — Ólafur Lárusson 110 Gunnar Þórðarson — Kristján Gunnarsson 92 Keppnisstjóri var Agnar Jörg- ensson og reiknimeistarar Vig- fús Pálsson og Hallgrímur Hall- grímsson. Nokkuð var að gera hjá keppnisstjóranum. Einna mest bar á því að spil- ararnir sviku lit í hita leiksins svo ótrúlegt sem það nú er. Guðlaugur og Örn fengu 1200 dali í verðlaun, Guðmundur Páll og Þórarinn 900 dali og Göthe og Gullberg 600 dali. Sveitakeppnin Fjórar umferðir voru spilaðar í sveitakeppninni á sunnudag en þrjár umferðir í gær. Sveit Al- ans Sontag hafði örugga forystu eftir 4 umferðir, 77 stig. í öðru sæti var sveit Hans Göthe með 65 stig en þessar sveitir spiluðu saman í 5. umferð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.