Morgunblaðið - 06.03.1984, Síða 28

Morgunblaðið - 06.03.1984, Síða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984 Anna Matthías- dóttir — Fædd 24. ágúst 1905 Dáin 21. febrúar 1984 Látin er, eftir þunga legu, kær vinkona. Hún var fædd í Grímsey, dóttir heiðurshjónanna sr. Matthíasar Eggertssonar sókn- arprests og eiginkonu hans Guð- nýjar Guðmundsdóttur. Anna var ein margra barna þeirra, og eru nú aðeins á lífi af þeim stóra systkinahópi systurnar Agnes og Rannveig. Sr. Matthías, faðir þeirra systra, var bróðursonur þjóðskáldsins okkar sr. Matthías- ar Jochumssonar. Anna var vel gerð og vönduð kona og yndisþokki og fáguð fram- koma voru hennar meðfæddu eig- inleikar. f æsku hafði Anna slæma heilsu og fram eftir aldri, en kynni hennar af Jónasi Kristjánssyni lækni, stofnanda heilsuhælis NLFÍ í Hveragerði og ritum Are Waerlands varð til þess, að hún breytti mataræði sínu og komst til svo góðrar heilsu, að varla féll dagur úr vinnu i fjöldamörg ár. Nokkur ár starfaði Anna í gömlu loftskeytastöðinni, sem þá var staðsett á Melunum, en vann síðar í Landssímahúsinu, iengst af við skeytaafgreiðslu, þar til hún lét af störfum sakir aldurs. Af litl- um efnum og með því að láta á móti sér ýmislegt, sem í dag er talið nauðsynlegt og sjálfsagt, auðnaðist Önnu að kaupa sér litla íbúð við Birkimel í Byggingar- samvinnufélagi símamanna, þar sem hún bjó lengst af. Áður bjó Anna með foreldrum sínum á Freyjugötu. Seinna flutt- ist Rannveig systir hennar ásamt dóttur sinni nýfæddri, Hjördisi, til þeirra. Síðan fluttist fjölskyldan á heimili Önnu að Birkimel. Þar lét- ust foreldrarnir í hárri elli, eftir að hafa notið mikillar umönnunar, hjúkrunar og ástúðar dætra sinna. Einnig naut veikur bróðir þeirra systra umhyggju og urpönnun, þeirra undir það síðasta. Seinna bættist Rannveig Ásta, dóttir Hjördísar, í fjölskylduna. Síðar fluttist fjölskyldan á Kapla- skjólsveg 65. Þessari litlu fjöl- skyldu reyndist Anna sem besta móðir. Þrátt fyrir að hún væri útivinn- andi alla tíð og ekki síður heima- vinnandi gaf Anna sér tíma til að stunda félagsstörf, því áhugamál hennar voru margvísleg. Lista- kokkur var hún. Margan góðan málsverðinn úr náttúrulegu fæði fengum við vinkonur hennar hjá henni í Munaðarnesi fyrir 11 ár- um, er við vorum þar hvítasunnu- vikuna í dýrðlegu en köldu veðri í húsi símamanna í boði Önnu. Hún var fjarskalega listræn. Það ber hið fagra heimili hennar vott um, þ.á m. sófasett, sem hún lét smiða og yfirdekkja og skreytti með ísaumi, þar sem hún hafði ekki efni á að kaupa slíka gripi. Er hún seldi íbúð sína á Birkimel var hún svo falleg og nýtízkuleg, að við undruðumst yfir, að hún skyldi einfaldlega tima að selja hana. Er hún bjó á Birkimel var hún frumkvöðull að því að breyta garði blokkarinnar í unaðsfagran reit með hjálp sambýlisfólks. Af sama dugnaði úmbreytti Anna garðin- um á Kaplaskjólsvegi 61—65 að hluta með hjálp íbúanna þar. Þekking hennar á grænmeti, gróðri og jurtum var víðtæk. Hún var líka góð tungumálamann- eskja. Anna var frá byrjun félagi í Náttúruiækningafélagi íslands og var í nokkur ár formaður NLFR og önnur ár ritari. Vann hún því félagi mikið og vel og fór í margar ferðir á vegum þess, s.s. að tína fjallagrös og margt fleira. Þá voru andans mál líklega mesta áhugamál önnu, og vann hún lengi fyrir Guðspekifélag fs- lands á bösurum þess og var í öðr- um andlegum félögum og víðlesin í andans málefnum. Örugg trúar- vissa og traust á guðlegri hand- leiðslu, ásamt djúpum skilningi andlegra verðmæta, brást henni Minning aldrei. Hennar mun verða sárt saknað en heimkoman verða henni góð. Þar verður henni vel fagnað. Við teljum að lokum, að það væri Önnu mjög að skapi að flytja læknum og hjúkrunarfólki Landa- kotsspítala kærar þakkir hennar fyrir frábæra umönnun í löngum veikindum, þar sem hún minntist oft á, hve gott það væri við sig. Við undirritaðar vinkonur hennar þökkum henni allar samveru- stundir, sem við nutum ávallt svo vel með henni og þökkum henni trygga vináttu í fjölda ára. Við kveðjum hana að síðustu með skáldskap frænda hennar sr. Matthíasar Jochumssonar: Nú frjáls hjá Guði gleðst þín önd í góðri höfn á friðarströnd. Það gleður þá, sem gladdir þú, að gleðin eilíf skín þér nú. Eftirlifandi systrum svo og öðr- um ættingjum vottum við dýpstu samúð. Ingibjörg og Elín Þú hafftir fagnað meó póudi pösun og grátið hvert blóm sem dó. Og þér hafdi lærst að hlusU uns hjarta í hverjum steini nló. Og hvernig sem syrti í sálu þinni lék sumarió öll sín Ijóó og þér fannst voríó þitt vera svo fagurt og veröldin Ijúf og góó. (T.G.) Sú unaðslega vorbirta sem fram kemur í þessum fögru ljóðlínum skáldsins við „Fljótið helga“ kom í hug minn við andlát elskulegrar frænku minnar, Önnu Matthías- dóttur frá Grímsey. Anna var fædd í Grímsey 24. ágúst 1905. Foreldrar hennar voru hjónin Matthías Eggertsson Joch- umssonar frá Skógum í Þorska- firði og Guðný Guðmundsdóttir frá Svertingsstöðum í Eyjafirði. Þau höfðu flutt þangað nokkrum árum fyrir aldamót frá Helgastöð- um í Reykjadal og gerðust nú út- verðir íslenskrar byggðar á eyj- unni norður við heimskautsbaug. í stórum systkinahópi ólst Anna þar upp í einangrun þeirri sem lega eyjarinnar skóp. En mitt í þeirri einangrun átti unga stúlkan sér víðfeðman heim innri fegurð- ar, sem benti henni á leið til vax- andi þroska og fullkomnunar. Árið 1924 fer hún í Kennara- skólann. Á þeim vettvangi hefur hún talið sig geta fundið sjálfa sig í starfi sem leiðbeinandi. Þar var þá skólastjóri hinn kunni mennta- frömuður sr. Magnús Helgason sem hún virti mjög og dáði síðan alla ævi. Anna hafði mikla námshæfi- leika og samviskusemin var frá- bær. Og þegar hún hóf starfið að námi loknu, setti hún markið hátt, brýndi fyrir nemendum ástundun og hlýðni með velvild, festu og virðuleik. Svo var nú fyrir að þakka að hún réðst fyrst til foreldra minna heimiliskennari að Laugarási í Biskupstungum og nutum við systkinin kennslu hennar þar vet- urinn 1928—29. Það varð okkur sú undirstaða, sem síðan ekki hefur brugðist. En kennslustörf hennar urðu þvi miður skemmri en skyldi. Var við heimiliskennslu annan vetur til og síðan ekki meir. Henni mun hafa fundist að í starfinu risi hún ekki undir þeim kröfum sem hún gerði til sjálfrar sín. Fundum okkar hefur fremur sjaldan borið saman hin síðari ár. En vel ber ég í minni þegar hún kom til min í heimsókn eitt sinn á afmælisdegi mínum á regnþung- um sumardegi í júlí. Þá urðu mér minnisstæð orð hennar er hún sagðist eyja fegurðina gegnum endalausan þokugrámann sem yf- ir öllu grúfði. Og myndin þar sem hún situr á meðal blómanna er enn á veggnum í stofunni minni til vitnis um þau fleygu orð. En nú er Anna frænka mín horfin okkur sjónum, komin yfir landamærin, inn í þá fögru veröld sem hún ávallt eygði gegnum þokugráma þessa jarðlífs. Ég átti því láni að fagna að koma til hennar og ræða við hana í einrúmi nokkru áður en öllu var lokið. Það varð mér hamingjustund sem minningin geymir. Talið snerist ekki um dauðann og lífsins hinstu rök. Heldur um ýmis atvik geng- innar ævi og að missa ekki sjónar á því mikilvægasta, heiðríkju hug- ans, að halda velli í stormviðrum harðrar lífsbaráttu. Ég vil að lokum þakka Önnu frænku minni, fyrir ævistarfið. Hún átti þann fágæta innri styrk sem veitir hrelldum og sorgmædd- um hugfró og svölun í stríði. Hún var eins og ljós í myrkum heimi sem vísaði veginn upp á tindinn á fjallinu hvíta. Sig. Sigurmundsson. Frænka skrifar frænku er dvelur í fjarlægu landi, um þriðju frænkuna, Önnu Matthíasdóttur. „Anna litla er hér í vetur sem nemi í Kennaraskólanum. Hún er reyndar vaxin úr grasi þótt ég kalli hana litla. Hún er há og spengileg. Ég man ekki hvort þú hefur séð hana svo ég ætla ögn að lýsa henni frá mínu sjónarmiði. Hún er mjög fríð og svo fínleg að mér dettur ósjálfrátt í hug stórt og fagurt blóm sem muni fölna ef næðir um það eða slitna upp í stormi. Ef ég má segja nokkuð um þetta, þá finnst mér að guð ætti að loa henni að deyja áður en hún lendir úti í hrakviðrum lífsins og ölduróti, annars veit ég ekki hvert hún kann að skolast, litli ljúfi eng- ilinn." Frænkan vissi þá ekki hvílíkur styrkur og blessun bjó í þessu föla blómi, því Anna átti við mikið heilsuleysi að stríða alla sína æsku. Anna var 15 ára er hana bar fyrst fyrir augu mér, en ég var átta ára fávís stelpuhnokki sem starði með ást og aðdáun á svo yndislega frænku. Þessi mynd er bundin grænni þúfu á bakka bæj- arlæksins, en á næstu þúfu sat Elín Matthíasdóttir Jochumsson- ar. Þær ræddust við. Það brá fyrir hvítum höndum, æskubjörtum andlitum, litum á kjólum, bláum himni yfir grænum dal milli lágra heiða. Þær voru að heimsækja for- eldra mína er þá bjuggu að Breiðumýri í Reykjadal, S-Þing- eyjarsýslu. Síðan lágu leiðir okkar Önnu saman að Laugarási í Biskups- tungum er hún kenndi okkur systkinunum. Af þeirri samveru nutum við mikils því Önnu var lagið að kveikja bjarta glóð lífsins og auka fólki burðarþol á þung- bærum stundum. Eftir þetta kom hún síðan til smásumardvalar, fór með á hest- bak, lærði ögn að þekkja það sem í því felst. Hún unni dýrum en hafði ekki tækifæri til að kynnast þeim mikið. Afi okkar var á heimilinu, þá á níræðisaldri. Milli önnu og hans var gagnkvæm virðing og að ég held mikið dálæti frá hans hálfu. Hann var alinn upp við mikla sparsemi, en Önnu gaf hann mikið fé þegar hún fór og sýndi það hug hans til hennar. Anna kenndi í tvo vetur og var Hjónaminning: Vigdís Thoraren- sen Lawrence Austin Þau eru bæði dáin Dísa og Larry. Það er ótrúlegt, því þau voru á fótum til síðasta dags. Þau voru hamingjusöm hjón og voru það samrýnd að þau fóru hvorki eitt né neitt nema saman, stund- um með hús og bát með sér, því þau voru mikið fyrir að veiða. Þau áttu fallegt hús og þar var garður í kring sem þau ræktuðu græn- meti í. Hann var hennar stoð og stytta, en hann féll á undan henni, 10 mánuðum á undan. Hann fékk hægt andlát, sofnaði í stólnum, meðan hún var að taka til meðalið hans, sem hann átti þá að fá. Það hefur erfitt fyrir hana sem var svo tilfinningarík, að standa í þessum sporum. Það var slæmt að þessi ástvinur, sem hún hitti að lokum og unni mest, skyldi fara á undan henni. Hann var góður börnum hennar, það sáum við og heyrðum þegar við heimsóttum þau. Við heimsóttum þau ekki ósjaldan hér heima og við skrifuð- umst á og fylgdumst þannig með. Hún spurði hvort við værum ekki að safna fyrir farinu, því þau hlakkaði til að fá okkur í heim- sókn. Við gleymum ekki hvað honum var sérstaklega umhugað, eins og henni, að okkur liði vel þann tíma sem við vorum hjá þeim og hann sýndi okkur ýmsa staði sem við hefðum annars ekki séð. Við minnumst þeirra nú með þakklæti í hjarta og erum ekki í vafa um að þau hafi hitt hvort annað aftur. það skaði að ekki varð lengur. Vann síðan á Loftskeytastöðinni og svo á Landsímastöðinni þar til hún hætti að vinna úti og hefir síðan búið með yngri systur sinni, Rannveigu, dóttur hennar og dótt- urdóttur og ætíð verið þeim sem besta móðir og ráðgjafi. Hún starfaði mikið og hafði mikinn áhuga fyrir Náttúru- lækningafélagi tslands. Var um skeið formaður þess. Guðspekifé- lagið studdi hún með ráðum og dáð, sótti fundi og sumarskóla meðan hún gat og vann muni á basarinn. Með undirritaða 13 ára fór hún á fund í húsi þess félags og hefi ég búið að því síðan. Anna var heil og góð í öllum athöfnum sínum, gat þó verið hvöss og föst fyrir ef henni líkaði ekki, reyndi þá að færa til betri vegar. Ætíð viturlega miskunn- söm. Foreldra sína stundaði hún síð- ustu 10 árin sem þau lifðu við mikla vanheilsu. Má nærri geta að þá reyndi á þrek hennar allt en hún steig auðug og ástuðleg úr þeirri vökureynslu. Margir leituðu til hennar með vandamál sín, hún kunni að vekja trú og um leið að létta fólki göngu á veginum. Anna unni jörðinni okkar og ein skærasta gleði hennar var að fegra hana og hlúa að henni. Varfærin og hlý gróðursetti hún jurtir hvar sem hún kom því við og gerðist félagi þeirra, sá um þarfir þeirra svo þær báru fegurð og yndi til fulls. Hún var mikil trúkona, fölskva- laus Kristsdýrkandi sem unni líf- inu. Ég sem þetta skrifa er ákaf- lega þakklát fyrir að hafa átt vel- vild og félagsskap svo göfugrar og tiginnar veru. En nú er Anna farin frá okkur. Ætli hún hafi ekki verið gestur frá sólskinslöndum andlegri heima. Aftur horfin inn í sólskin- ið. Systkinum hennar, ættmennum öllum og þeim sem syrgja hana votta ég samúð mína. Minningin og áhrifin lifa. Ástríður Sigurmundsdóttir Larry hét fullu nafni Lawrence A. Austin, fæddur í Bandaríkjun- um 23. júlí 1926. D. 21. apríl 1983. Hún hét Vigdís Thorarensen Jónsdóttir, fædd á Gjögri í Strandasýslu 12. júní 1927. D. 15. febr. 1984. Þau giftu sig 8. des. 1972. Larry var í ameríska hernum og vann á Keflavíkurflugvelli og áttu þau heimili þar um nokkurt skeið en fluttu 1977 til Pensacola í Florida. Hann hætti í hernum 30. maí 1980, en vann áfram fyrir her- inn til síðasta dags. Við minnumst þess að Dísa ka.ll- aði okkur frænkur sínar, þótt eng- inn okkar vissi að við værum það. Hún átti auðvelt með að slá á létta strengi og koma fólki til að brosa og hún sagði í léttum tón að það færi ekki hjá því að við værum skyldar þar sem við værum allar ættaðar úr Strandasýslu. Önnur okkar var reyndar fædd og uppal- in í sýslunni og seinna kom í Ijós að hin var af Pálsætt eins og Dísa. Dísa var gift áður og átti fjögur börn. Tvö yngstu börnin fóru með henni út, en elsta barnið er búsett í Keflavík. Næstelsta dóttir gift Bandaríkjamanni, þau eru búsett á Long Beach, Mississippi. Nú er næstyngsta barnið (yngri dóttirin) farin að búa í Florida, en sonurinn var eftir í heimahúsum. Við óskum þess af alhug að hann hafi þann kraft og þá guðstrú að hann geti staðið af sér þann storm sem yfir hann gekk, og að hann haldi sér fast I stýrið og sleppi því ekki, því storminn lægir fyrr eða síðar. Og hann gerir það, hann 3tendur af sér þennan brotsjó, því hann veit að systur hans eru þarna og vinirnir líka. Lífið heldur áfram og við sem stöndum eftir getum aðeins beðið Guð að varðveita þá sem farnir eru á undan. Við vottum börnunum, Jóni Olgeiri í Garði, Þórdísi, Hafdísi og Níels, einnig systkinum Dísu og aldraðri móður Larrys sem býr nú í Kaliforníu, okkar dýpstu samúð. Pálína og Stefanía

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.