Morgunblaðið - 06.03.1984, Side 37

Morgunblaðið - 06.03.1984, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984 45 Prófað flýti — Til Velvakanda. 12 ára telpa skrifar: „Hér á dögunum átti ég að mæta í enskupróf. Hélt ég að þetta væri bara ósköp venjulegt próf en ekki sá skrípaleikur sem raun bar vitni. Ég hafði búið mig eins vel undir prófið eins og tími og geta leyfðu. Hafði kennarinn sagt að meðal annars yrði örugglega spurt út í beygingu sagnarinnar „to be“. Ég var frekar slöpp í þessari beyg- ingu og lærði þess vegna reglur um hana utan að. Daginn eftir mætti ég upp í skóla, glöð og hress — fullviss um að ég gæti heilmik- ið. En þegar ég byrjaði að skoða prófið, þá lá nú við að ég fengi taugaáfall. Duran Duran á Listahátíð „Kæri Velvakandi. Við erum hér nokkrir krakk- ar og viljum koma okkar æðstu ósk á framfæri, en hún er að Duran Duran verði fengin á Listahátíð. Þegar nefnt var að Culture Club ætti kannski að koma í staðinn urðum við alveg orðlaus því Duran Duran er miklu betri hljómsveit. Því vildum við benda Guðbrandi Gíslasyni á að hugsa sig um tvisvar áður en hann velur hljómsveit. Að lokum viljum við senda öllum Duran Duran- aðdáendum frábærar Duran Duran-kveðjur. Nokkrir krakkar. Kolaport BOafiAKRÁÐ Wehr UIIM* iinfttrvwfví*1 ■■ yyg-Lu. wkofMve* Þi wmþykkt- *>r«*5*# •innia aö gjaldtaka fynr bila- hefiast 19- m»ra °« ko9tar hilfor dagur 20 krónur og heill 40 krónur. í viðbragðs- ekki í ensku Prófinu var skipt niður í þrjá hluta og var fyrsti hlutinn þannig: Á blaðið voru teiknaðar 20 klukk- ur, hver með sínu sniði. Þarna ægði saman tölvuklukkum og venjulegum. Einnig voru arm- bandsúr og sumar voru jafnvel með rómverskum tölum. Voru nú lesnir upp tólf mismunandi tímar á tæplega hálfrar mínútu fresti, auðvitað á ensku, og áttum við að númera undir klukkunum í réttri röð. En ég spyr: Hvernig eigum við að fara að því að finna eina ákveðna klukku á svona stuttum tíma? Og auk þess var þetta ekki endurtekið heldur bara lesið upp einu sinni. Ég skildi alveg hvað kennarinn sagði. Ég vissi alveg hvað klukk- urnar voru mikið á íslensku. Hefði verið lesið upp tvisvar, hefði ég geta skilað þessu með sóma. Kannski fengið 9,5 eða 10. Mér finnst þetta vera óréttlátt. Við er- um prófuð í viðbragðsflýti í ís- lenskum skólum þegar við erum að læra ensku. Seinna, þegar við tölum við enskumælandi menn, getum við sagt: Ég gat klárað enskuprófið á afar stuttum tíma, en því miður — ég kann ekki ensku! Ég er ekki að gagnrýna skólayf- irvöld, enda voru hinir tveir hlut- ar prófsins réttlátir, en mér finnst skrítið að kerfið prófi ekki í því sem sett er fyrir og við erum að læra.“ „Þessi blessuð börn“ — gott sjónvarpsleikrit Til Velvakanda. Sigríður P. Blöndal skrifar: „Mig langar að þakka Andrési Indriðasyni fyrir þáttinn „Þessi blessuð börn“, sem fluttur var í sjónvarpinu sl. sunnudagskvöld. Þessi þáttur lýsir svo vel hugsun- um og tilfinningum barnsins, sem sumt fullorðið fólk á svo erfitt með að skilja og sem getur haft varanleg áhrif á líf barnsins. Þátt- urinn var mjög vel leikinn og sér- staklega fannst mér Hrannar Már Sigurðsson skilja sitt hlutverk vel og koma því ágætlega til skila. Mér er minnisstætt hvað kona, sem fædd var fyrir tæpum 100 ár- um og nú er látin, sagði mér skömmu áður en hún dó. Þegar hún var barn drukknaði faðir hennar frá mörgum börnum og skömmu fyrir jól sama ár gaf kennslukonan hennar henni lítinn dúk til að sauma út og gleðja mömmu hennar með á jólunum. Slík áhrif hafði þetta haft á hana sem barn, að henni var það ennþá minnisstætt skömmu fyrir andlát sitt, en hún dó rúmlega áttræð að aldri." Kolaport — fáránleg nafngift — nefnum bflageymsluna Arnarskjól Þorsteinn Jónsson kom að máli við Velvakanda og lýsti hneykslun sinni og félaga sinna á nafngift bílageymslunnar við Kalkofnsveg, Kolaport. „Hvað hefur eiginlega komið yfir þá þarna í borgarráði?" sagði hann, „eru þeir orðnir snar- vitlausir eða hvað? Þetta nafn, Kolaport, er svo mikil fjarstæða sem hugsast getur, og hreint til stórskammar. Arnarhóll er sögu- frægur staður, við verðum að gæta að því. Sjálfur hafði ég hugsað mér nafnið Arnarskjól á bíla- geymsluna, en hvort sem mönnum líst á það eða ekki, þá er nafnið Kolaport gersamlega ótækt.“ MILLIVEGGJA PLOTUR Stærðir: bOxbOx 5 bOxbOx 7 50x50x10 VANDAÐAR PLOTUR VIÐRÁÐANLEGT VERÐ B |y| y^H Fáanlegar úr gjalli eða vikri PANTANIR: Bíldshöfða 3, sími: 91-85833 og hjá Iðnverk h/f Nóatúni 17, 105 Rvk. Símar: 91-25930 og 91-25945 É> Aðalfundur Félags hesthúseigenda í Víðidal verður haldinn í félagsheimili Fáks mánudaginn 12. mars 1984 kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. 1. Kosning fundarstjóra og embættismanna fund- arins. 2. Skýrsla stjórnar (umræöur). 3. Skýrsla gjaldkera (umræður). 4. Kosning. 5. Önnur mál. Ath.: Borin verður fram veigamikil tillaga þess efnis að stjórn félagsins skuli nýta sér framkvæmdavald sbr. 15. grein laga félags- ins til að Ijúka við og snyrta hesthús, tað- þrær og lóðir á kostnað eigenda. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.