Morgunblaðið - 21.03.1984, Blaðsíða 1
80 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
67. tbl. 71. árg.
MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1984
Prentsmiöja Morgunblaðsins
Engin lausn á
Brussel-fundi
Símamynd/Nordfoto—AP.
Danskir togbátar frá Hirtshals og Esbjerg sigla inn til Kaupmannahafnar í gær.
Hafnbann józkra
í Kaupmannahöfii
Kaupmannahöfn, 20. marz. Frá Ib Björnbak, fréttaritara Mbl.
RÚMLEGA 50 togarar frá hafnar-
bæjum á Jótlandi lögðust við land-
festar við Löngulínu eftir siglingu
frá Esbjerg í mótmælaskyni við
stefnu Efnahagsbandalagsins í fisk-
veiðimálum, og fleiri eru á leiðinni.
Stefnir í að þeir loki höfninni í
Kaupmannahöfn.
Sjómennirnir krefjast þess
einnig af Henning Grove sjávar-
útvegsráðherra að hann beiti sér
fyrir breytingum á reglum um
magn neyzlufisks í afla, en skv.
reglunum má neyzlufiskur ekki
fara yfir 10% af afla bræðslufisks.
Segja sjómennirnir reglur þess-
ar úreltar, en þær voru settar 1970
og taka fyrst og fremst til magns
síldar í afla fisks til bræðslu.
Þannig má síldarmagnið aldrei
fara upp fyrir 10% á spærlings- og
sandsílisveiðum, ellegar eiga sjó-
menn yfir höfði sér háa fésekt.
Ástand stofnanna hafi breytzt frá
1970 og nú sé útilokað að stunda
spærlings- og sandsílisveiðar
nema síldarmarkið verði hækkað.
Sjómennirnir krefjast þess að
Grove verði settur af neiti hann að
tala máli þeirra. Jafnframt hóta
þeir að sigla inn á Eystrasalt til
þorskveiða, en með því munu þeir
stofna fiskvinnslu á Borgundar-
hólmi í hættu. Grove hefur brugð-
ist ókvæða við aðgerðum józku
sjómannanna og hótaði að setja á
allsherjarbann á þorskveiðar í
Eystrasalti ef þeir sigldu þangað.
Grove hefur ekki í hyggju að
óska eftir hækkun á síldarmark-
inu í bræðsluafla á vettvangi EBE,
en embættismenn vinna hins veg-
ar að því að finna pólitíska lausn
þessa máls. Fulltrúar sjómanna
eiga á morgun fund með Grove.
Briissel, 20. marz. AP.
TVEGGJA DAGA fundi leiðtoga ríkja Efnahagsbandalagsins lauk í kvöld án þess
að samkomulag næðist um lausn fjárhagsvanda bandalagsins. Leiðtogana greindi
verulega á í ýmsum efnum, að sögn heimilda, og útlitið talið dökkt.
Mitterrand Frakklandsforseti,
sem sat í forsæti á fundunum, harm-
aði að engin niðurstaða skyldi fást,
en sagði bandalagið ekki vera að rið-
last í sundur, áfram yrði unnið að
lausn deilunnar, sem snýst fyrst og
fremst um endurgreiðslur til Breta í
framtíðinni vegna ofurhás framlags
þeirra til þessa.
Verulega hrikti í er Garrett Fitz-
gerald forsætisráðherra trlands
gekk af fundi i dag í mótmælaskyni
við þá mjólkurkvóta, sem írum eru
ætlaðir i tillögum til að draga úr
umframframleiðslu mjólkur á
bandalagssvæðinu.
VV'alid Jumblatt leiðtogi drúsa í Líbanon ræðir við fréttamenn er hann
yfirgefur þjóðarsáttarfundinn í Lausannc í gær. AP/Simamynd.
Líbanir samþykkja
aö treysta vopnahléð
Lausanne, 20. marz. Frá Onnu Bjarnadóttur, fréttaritara Mbl.
Þjóðarsáttarfundi leiðtoga þjóðar-
brotanna í Líbanon lauk í Lausanne
í gærkvöldi. Leiðtogunum varð ekki
mikið ágengt, en þeir komust að
samkomulagi um fjögur meginatriði.
Leiðtogarnir staðfestu
samkomulagið, en þar sættust
þeir á að Líbanon væri arabískt
ríki, ákváðu að setja á fót nefnd
undir forystu forsetans til að
tryggja frið og öryggi í Líbanon og
önnur nefnd, sem á að hefja störf
Yfirmaður Atlantshafsherstjórnar NATQ:
Efling loftvarna Islands
hefiir algjöran forgang
EFLING loftvarna Islands verður að hafa algjöran forgang á næsta ári, sagði
Wesley L. MrDonald, aðmíráll, yfirmaður Atlantshafsherstjórnar NATO, á
fundi með bandarískri þingnefnd á dögunum. „Við vinnum nú að því að bæta
úr mörgu sem betur hefur mátt fara í langan tíma en margt er enn ógert,"
sagði aðmírállinn á fundi með hermálanefnd öldungadeildarinnar þegar hann
ræddi um málefni íslands þar.
Frásögn af þessum ummælum
yfirmanns Atlantshafsherstjórn-
arinnar, en ísland er á varnar-
svæði hennar innan NATO, birtist
í vikuritinu Jane’s Defence Weekly
sem dagsett er 10. mars síðastlið-
inn. W.L. McDonald, aðmíráll,
sagði þingnefndinni að bráðlega
yrðu F-15 orrustuþotur sendar til
Keflavíkurflugvallar í stað F-4
Phantom-þotnanna sem þar eru
nú. Unnið væri að smíði skýla fyrir
þoturnar og framkvæmdir væru
hafnar við fyrsta áfanga olíu-
birgðastöðvar. Um hana komst
McDonald svo að orði að hún
myndi „tryggja að ávallt yrði til
nægilegt eidsneyti fyrir orrustu-
þotur okkar sem hafa bækistöð á
'slandi".
Aðmírállinn sagði að þessum
framkvæmdum þyrfti að hraða og
fyrir Bandaríkjaþing hefur nú ver-
ið lögð beiðni um fé vegna annars
áfanga olíustöðvarinnar í Helguvík
en í honum á meðal annars að ráð-
ast í hafnarframkvæmdir. Sagði
McDonald þingnefndinni að stöðin
og höfnin væru „lífsnauðsynleg“ og
bætti við: „Ég heiti eindregið á
stuðning ykkar."
McDonald, aðmíráll, „telur mjög
Wesley McDonald aðmíráll
brýnt að endurbæta loftvarnir og
ratsjáreftirlitskerfið á íslandi og á
svæðinu frá Grænlandi um ísland
til Noregs (GIN-hliðið). Tímanleg
og áreiðanleg boð um ferðir sov-
éskra flugvéla ráða úrslitum um
það hvort unnt sé að halda uppi
flotavörnum á Atlantshafi." Sagði
hann að fyrirhugað North Atlantic
Defence System (NADS) — varn-
arkerfi á Norður-Atlantshafi —
„yrði hornsteinn bætts og full-
komnara eftirlits”. I þessu kerfi er
ráðgert að úreltar ratsjárstöðvar
verði endurnýjaðar og komið fyrir
nýjum ratsjám á stöðum þar sem
þær voru áður. Samanber hug-
myndirnar um að reisa tvær nýjar
stöðvar hér á landi. Jafnframt á að
endurnýja stjórn- og fjarskipta-
kerfin á milli ratsjárstöðvanna
þannig að tölvuboð berist milli
stöðvanna allra i og við GIN-hliðið.
innan sex mánaöa með 32 full-
trúum, mun endurskoða stjórn-
arskrána og leggja til breytingar á
henni.
Leiðtogarnir samþykktu eftir-
farandi atriði til að tryggja
vopnahlé og öryggi í Líbanon:
Hinar stríðandi fylkingar verði
aðskildar, stórskotavopn verði
gerð upptæk, hermenn haldi til
síns heima og öryggissveitir haldi
uppi röð og reglu. Þeir samþykktu
og að hætta neikvæðum frétta-
flutningi. Þjóðarleiðtogarnir
munu hittast aftur ef forsetinn
krefst þess, og fulltrúar þeirra
munu áfram bera saman bækur
sínar.
Talsmaöur Gemayels forseta
sagði að andstæðingar hans hefðu
samþykkt að krefjast ekki afsagn-
ar hans. Hann sagði að vopnahléð
ætti að haldast, þar sem öryggis-
nefndin verður sett á laggirnar.
Berri og Jumblatt gengu fyrstir
út af fundinum og voru óánægðir.
Jumblatt vitnaði i Shakespeare og
sagði eitthvað á þá leið að það
bæri að varast 15. marz, hvað sem
hann átti við með því.
Franjie fv. forseti var öllu glað-
legri en varðist frétta. Hann virð-
ist hafa fengið sínu framgengt og
komið í veg fyrir að völd forsetans
yrðu skert en forsætisráðherrans
efld að þessu sinni. Sonur hans
sagði að leiðtogarnir hefðu aðeins
bjargað andlitinu á fundinum og
enn frestað ákvarðanatöku.
Pierre Gemayel sagðist ekki
vita hvort leiðtogunum hefði tek-
ist að bjarga Líbanon. Hann hik-
aði en svaraði síðan játandi að
fundurinn hefði endað í spurn-
ingarmerki.