Morgunblaðið - 21.03.1984, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1984
Amarflug:
Mikil aukning á
farþega- og vöru-
flutningum í ár
— segir Magnús Oddsson, sölu- og markaðsstjóri
„ÁRID hefur farið mjög vel af stað í
áætlunarfluginu, sem sést kannski
best á því, að farþegar okkar í janú-
ar voru 959, en til samanburðar 640
á sama tíma í fyrra. Aukningin milli
ára er um 50%,“ sagði Magnús
Oddsson, sölu- og markaðsstjóri
Arnarflugs, í samtali við blm. Mbl.
„Þessi þróun hefur síðan haldið
áfram og í febrúarmánuði var
aukningin á farþegafjölda um
107%, eða 1.137 farþegar á móti
550 á sama tíma í fyrra. Þegar
mars er hálfnaður eru farþegar og
bókanir orðnar liðlega 1.200, en í
mars á síðasta ári fluttum við 970
farþega. Aukningin milli ára er
því þegar orðin um 25%,“ sagði
Magnús ennfremur.
Magnús sagði aðspurður, að
vöruflutningar félagsins hefðu
ennfremur gengið mjög vel það
sem af er árinu og nefndi sem
dæmi, að í febrúarmánuði hefði
félagið flutt tæplega 31,5 tonn,
borið saman við liðlega 12,3 tonn á
sama tíma í fyrra. Aukningin
milli ára er því vel yfir 150%.
„Þá er það mjög ánægjulegt að
hlutur Hollendinga í farþega-
fjölda hefur farið vaxandi og er
aukning hollenskra ferðamanna
til íslands í byrjun ársins um
100%, miðað við sama tíma í
fyrra," sagði Magnús.
Magnús Oddsson sagði, að bók-
anir erlendis fyrir sumarið 1984
Seltjörn
endur-
byggð
SELTJÖRN, sem Seltjarnarnes heit-
ir eftir, verður að líkindum endur-
byggð á næstu árum. Tillaga þar að
lútandi var samþykkt á bæjarstjórn-
arfundi á Seltjarnarnesi sl. miðviku-
dagskvöld.
Seltjörn hvarf að mestu fyrir
um 100 árum þegar rifið hafði
lækkað mikið, skv. upplýsingum
Magnúsar Erlendssonar, forseta
bæjarstjórnar á Nesinu, en hann
var flutningsmaður tillögunnar.
Forsaga málsins er sú, að ný-
lega var gerð athugun á notkun
stórgrýtis til landvarnar á Sel-
tjarnarnesi norðanverðu. Jón Búi
Guðlaugsson, verkfræðingur hjá
Köfunarstöðinni hf., annaðist þá
athugun og telur að hún hafi leitt
í ljós athyglisverðan möguleika —
þ.e. að endurbyggja Seltjarnarrif
fyrir um níu milljónir króna.
Reiknað er með um 700 metra
löngum sjóvarnargarði, 5,5 metr-
um hærri en rifið er nú og 100
metra langri innsiglingarrennu
við Gróttu.
Mat Jóns Búa er, skv. bréfi hans
til bæjarstjórnarinnar, að sjó-
varnargarðurinn myndi m.a.
skapa ákjósanlegar aðstæður fyrir
smábátabryggju í syðri hluta
Seltjarnar. Hann telur að að
kostnaður við verkið verði á bilinu
8,7—9 milljónir króna. Til að stað-
festa þær tölur þurfi að gera
nokkrar rannsóknir, m.a. að hæð-
armæla Seltjarnarnessrif og gera
útreikninga á nauðsynlegri hæð
sjóvarnargarðs með tilliti til öldu-
hæðar og fyrirhugaðrar notkunar
Seltjarnar.
bentu til þess að mjög mikill fjöldi
ferðamanna frá Evrópu hyggði á
íslandsferð í ár. „Nú þegar eru
margar ferðir uppseldar, sérstak-
lega frá Dússeldorf og Zúrich og
hafa verið settar upp aukaáætlun-
arferðir. Þá hefur verið ákveðið að
bæta við 4 áætlunarferðum milli
íslands og Amsterdam í aprílmán-
uði. Þá hefur sú ánægjulega þróun
orðið, að sífellt fleiri fullborgandi
farþegar eru á ferðinni, sérstak-
lega frá Evrópu, sem gefur okkur
að sjáifsögðu meiri tekjur."
Hofsá hjá Fossi. Séð út eftir Fossdal. Krossavíkurfjöll í baksín.
(Ljósm. Haraldur Jónsson)
HoM í Vopnafirði
— eftir Einar
Hannesson
Fátt er um góðar laxveiðiár á
Austurlandi miðað við aðra lands-
hluta. Stafar þetta fyrst og fremst
af þvi að straumvötnin eru yfir-
leitt frekar köld enda árnar marg-
ar stuttar eða leysingavatns gætir
í þeim fram eftir sumri. Af rúm-
lega 30 vatnsföllum, sem eiga ós í
sjó, eru aðeins níu með laxveiði, en
hinar silungsár. Bestu laxveiði-
árnar eru allar í Vopnafirði: Selá,
Vesturdalsá og Hofsá.
Hofsá í Vopnafirði, sem gerð er
að umtalsefni í grein þessari, er
gjöfulasta laxveiðiáin á Austur-
landi. Hún fellur í sjó í botn
Vopnafjarðar. Efstu drög hennar
eru í norðanverðum Þríhyrnings-
fjallgarði, skammt frá Háfsvatni,
í 553 m hæð yfir sjó. Þaðan eru 85
km til sjávar. Aðrennslissvæði
Hofsár er 1.100 km2 (Vatnamæl-
ingar). Fáar laxveiðiár hér á landi,
er teljast til bergvatnsáa, eru með
stærra vatnasvið en Hofsá.
Hofsá dregur fyrst og fremst til
sín vatn af gróðursælum heiðum;
Jökuldalsheiði og Tunguheiði. Á
vatnakerfinu eru nokkur stöðu-
vötn. Stærst þeirra er Sænauta-
vatn á Jökuldalsheiði. Það er um
2,3 km2 að grunnfleti í 525 m h.y.
sjó og 67 km frá sjó. Á svæðinu
eru auk þess Þuríðarvatn og Nykur-
vatn í Vopnafirði, Geldingavatn og
Langhólmavatn á Tunguheiði og
Smjörvatn á samnefndri heiði.
Auk þess eru mörg smærri vötn og
tjarnir.
Víðáttumikið
vatnasvæði
Vatnasvið Hofsár er ákaflega
víðáttumikið, eins og fyrr er getið.
Fjöldi kvísla og lækja af Jökul-
dalsheiði og fjallgörðum vestan
hennar streymir til Hofsár. Hofsá
sjálf hefur göngu sína á heiðar-
svæði sunnan Fossdals 47 km
frá sjó. Áin fellur fyrst í stefnu
norður en síðar, er hún kemur í
Fossdal, heldur hún í norðaust-
ur. Ain fer síðar um Hofsárdal og
fellur í sjó í Vopnafjarðarbotn.
Margar ár renna í Hofsá sjálfa,
flestar koma að austanverðu í ána.
Tvær þær helstu eru: Sunnudalsá,
sem fellur í Hofsá i 16 km fjar-
lægð frá sjó og er þar í 50 m h.y.
sjó. Vatnasvið Sunnudalsár er 200
km2, mest á Smjörvatnsheiði. Hin
er Tunguá, sem kemur af sam-
nefndri heiði, með 80 km2 að-
rennslissvæði. Tunguá sameinast
Hofsá 25 km frá sjó og eru ármót-
in í 140 m h.y. sjó. Nokkrar ár eru
Veiðihúsið Árhvammur við Hofsá í Vopnafirði.
Veiðifélagið
Veiðifélagið var stofnað 9.
.febrúar 1%7. Það tók til 18 jarða á
fiskgenga hluta vatnasvæðisins.
Föstu skipulagi var þar með kom-
ið á veiði og fiskrækt. í stjórn fé-
lagsins voru kjörnir: formaður
Gunnar Valdimarsson, Teigi, rit-
ari Sigurður Björnsson, Háteigi,
og gjaldkeri Einar Gunnlaugsson,
Burstarfelli. Gunnar var formað-
ur félagsins í 10 ár, allt til ársins
1977. Þá tók við formennsku
Gunnar Pálsson, Refsstað, en
hann var formaður 1 sjö ár. Séra
Sigfús J. Árnason, Hofi, var kjör-
inn formaður félagsins 1983.
Leigutakar
Við Klapparhyl í Hofsá. Laxinn þreyttur.
þá ótaldar, er koma úr Smjörfjall-
garði, auk tveggja, Þuríðarár og
Teigarár, sem falla í ána að vest-
anverðu.
Hofsá er lax-
geng 31 km
Hofsá er fær göngufiski úr sjo
31 km, að hindrun í ánni hjá bæn-
um Fossi í samnefndum dal. Þá er
Sunnudalsáfiskgeng 7 km. Öæði
lax og silungur er á þessu svæði,
en af silungi er mest sjóbleikja. í
Hofsá hefur veiði verið stunduð
alla tíð og veitt í net: með ádrætti
og lagneti lengst af. í seinni tíð
kom stangarveiði til sögunnar. Til
fróðleiks má geta þess, að Stefán
Eiríksson, myndskeri, stundaði
laxveiði á stöng í Hofsá fyrir 1920
og Englendingar nokkur sumur
um 1930. Um skeið var veitt bæði i
net og á stöng og stunduðu eigend-
ur jarða að ánni veiðina eða henni
var á sumum jörðum ráðstafað til
annarra, sem stunduðu þá stang-
arveiði.
Þörf umbóta
Þróun veiðimála við Hofsá varð
sú á sjöunda áratugnum að vand-
ræðaástand skapaðist vegna þes
að hver og einn veiðieigandi nýtti
veiði fyrir sínu landi án tillits til
heildarafkomu fiskstofnsins í
ánni. Stangarfjöldi fór því úr
böndunum, en netaveiði var
stunduð þar sem óhægt var að
veiða á stöng. Þetta leiddi til þess
að áhugamenn við ána um bætt
ástand beittu sér fyrir stofnun
samtaka um Hofsá á grundvelli
laga um lax- og silungsveiði.
Veiðimálastjórn gaf því út heimild
1966 til þess að stofna veiðifélag
um Hofsá.
Veiðifélagið ákvað í upphafi að
eingöngu skyldi veitt á stöng á fé-
lagssvæðinu og áin leigð út.
Stangaveiðifélagið Flúðir á Akur-
eyri og Major Brian MacDonald
Booth frá Englandi leigðu veiðina
í ánni 1967. Ári seinna, 1968, leigði
Major Booth alla veiði á félags-
svæðinu til sjö ára eða til loka
veiðitímans 1974. Sami aðili var
einnig með ána 1975 til 1980, en
seinustu tvö árin leigði Stanga-
veiðifélagið Ármenn Sunnudalsá
og einnig árið 1981. Veiðifélagið
tók í eigin hendur útleigu á veiði
1981 og hefur svo verið síðan.
Fiskræktin
Gönguseiðum af laxi og sumar-
öldum seiðum hefur verið sleppt
árlega, en framan af voru það
gönguseiði eingöngu, en seinna
hvort tveggja. Veiðieftirlit hefur
verið á svæðinu og auk þess hefur
veiðifélagið haft samvinnu um
margra ára skeið við önnur veiði-
félög í Vopnafirði um eftirlit í sjó
í firðinum.
Umbætur hafa verið gerðar í
ánni og vegir lagðir til að greiða
fyrir för veiðimanna að veiðistöð-
um í ánni.