Morgunblaðið - 21.03.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.03.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1984 27 Skýrsla um atvinnumál á Norðurlandi: Atvinnuleysisdagar á Nl-eystra fleiri í ár en í fyrra 146,7% Bátaafli hefur dreg- ist saman um 31,3% Akureyri, 20. mars. „FRAMUNDAN virðast ekki bjartir tímar á Norðurlandi. Atvinnuleysis- dögum hefur fjölgað milli janúar- mánaða 1982 og 1983 um 19,7% á Norðurlandi vestra og 147,7% á Norðurlandi eystra og af heildar- aukningu atvinnuleysisdaga á ís- landi milli mánaðanna áttu 3,3% sér stað á Norðurlandi vestra og 33,1% á Norðurlandi eystra.“ Þetta kemur fram í skýrslu, sem Fjórðungssamband Norðlendinga hefur látið gera um atvinnuástand í fjórðungnum og kynnt var frétta- mönnum í gær. í skýrslunni kemur ennfremur fram, að bátaafli í landinu var 13,4% meiri nú í janúar en á sama tíma í fyrra, en afli sem barst á land á Norðurlandi á þessum tíma nú var 31,3% minni en á sama tíma í fyrra. Öll skýrslan er unnin þannig að sjá má hver hlutur Norðurlands er miðað við landsmeðaltal og þá kemur m.a. í ljós, að til þess að ná landsmeðaltali í fjölgun íbúa vantaði samtals 381 íbúa til svæð- isins á síðasta ári, einnig að með- allaun á árinu 1982 á svæðinu voru 15,1% undir landsmeðaltali, sem aftur leiddi til þess að tekjur sveitarfélaga vegna útsvara voru 18,5% undir landsmeðaltali. Það þýðir að um það bil 44 milljónir króna vantaði upp á tekjur sveit- arfélaga á svæðinu til þess að ná landsmeðaltali. Þá kemur fram að mikill samdráttur hefur orðið í byggingaframkvæmdum á Norð- urlandi á sama tíma og mikillar þenslu gætir á því sviði á höfuð- borgarsvæðinu, sem m.a. hefur leitt til þess að frá síðustu ára- mótum hafa um 40 manns frá Ak- ureyri leitað sér atvinnu við bygg- ingavinnu á höfuðborgarsvæðinu. Sem dæmi um samdráttinn er bent á að á Akureyri var á árun- um 1975—1980 að jafnaði hafin smíði rösklega 190 íbúða á ári en á árinu 1983 var aðeins hafin bygg- ing 22 íbúða. I niðurstöðum skýrslunnar seg- ir: „í heild verður að segja að ástand atvinnumála á Norður- landi er dökkt um þessar mundir. Fjölgun ársverka í fjórðungnum er undir landsmeðaltali, tekjur einstaklinga og sveitarfélaga eru lægri en víðast hvar annars stað- ar, aflabrögð eru léleg og fisk- veiðikvótinn svæðinu óhagstæður, alger ládeyða ríkjandi í bygginga- iðnaði á sama tíma og veruleg þensla er á suðvesturhorninu og atvinnuleysi er mun meira en ver- ið hefur til langs tíma. Og afleið- ingarnar láta ekki á sér standa; fólksfjölgun er undir landsmeðal- tali á svæðinu vegna búferlaflutn- inga á suðvesturhornið og verði framhald á þeirri þróun er ljóst að mjög erfitt verður að snúa blaðinu við til sóknar á ný.“ G. Berg. Skipverjinn á Grundarfossi á góðum batavegi SIGURJÓN Símonarson, 2. stýri- maður á Grundarfossi, er á góðum batavegi eftir að hafa slasast al- varlega þegar hann féll niður í lest skipsins í Lúbeck í V-Þýzkalandi í janúar síðastliðnum. Hann féll um sex metra niður í lestar skipsins og lá um tíma á sjúkrahúsi í V-Þýzkalandi. Umræða um vorkomuna Umræðufundur um vorkomuna verður haldinn að Hótel Borg í kvöld og hefst hann kl. 20.30 skv. því sem segir í fréttatilkynningu frá félagasamtökunum San hygð, sem gangast fyrir þessum fundi. Júgóslavinn Knezevic ad taili á Fáskrúðsfirði. stórmeistaranum Allmargir áhorfendur fylgd- ust með skákum stórmeistar- anna og höfðu gaman af. Albert dóttir, og ungur piltur, Gunnar Larsson. Á sunnudag eftir hádegi var Knezevic með skákskýringar í grunnskólanum og því næst tefldi hann 10 klukkutíma skákir. Þá vann Knezevic sex skákir og gerði fjögur jafntefli. Þeir sem þá gerðu jafntefli voru Kristinn Bjarnason, Viðar Jónsson, Páll Ágústsson og Þór Árni Jónsson. Mynd Mbl. Albert Kemp. FáNknjðsfirði, 17. marz. Júgósiavneski stórmeistar- inn Milorad Knezevic tefldi fjöltefli í grunnskólanum á Fáskrúðsfirði. Þátttakendur voru 31 og vann Knezevic 24 skákir en 7 náðu jafntefli við stórmeistarann. Meðal þeirra scm náðu jafntefli var 12 ára gömul stúlka, Harpa Pálma- „Vímuefni eru óþörf þegar sönn gleði er annars vegar“ StykkLshólmi, 15. mars. Um leið og ég þakka Morgun- blaðinu og starfsfólki þess sér- stök kynni og samstarf í meira en 40 ár þykir mér hlýða sem fréttaritari að segja nokkuð frá afmæli mínu í gær, sem var svo stórkostlegt að það verður mikill kapítuli í minni ævi. Ég læt af störfum 1. júní nk. sem póst- og símastjóri hér í Stykkishólmi. Hér hefir síminn verið opinn í 72 ár. Við höfum aðeins verið tveir stöðvarstjórar frá upphafi, W.Th. Möller, sem var í 42 ár, og ég síðan í 30 ár, og mun það eins- dæmi hér á landi. Möller var hér mætasti borgari og Stykkis- hólmur á honum margt að unna fyrir störf hans. Hann sá vel til framtíðarinnar. Dagurinn minn hófst á því að allur grunnskólinn, kennarar, skólastjóri og starfslið, mætti hér fyrir utan pósthúsið, söng og skólastjórinn flutti ávarp og kom með góða gjöf. Frændlið mitt, börn og barna- börn, komu í heimsókn og var það tnikið ljós. Veður skartaði Þakkir frá Árna í Stykkishólmi sínu fegursta þótt áður hefði verið vondauft um að veður vetr- arins lægði. Vinir komu hver af öðrum á heimili mitt og handtökin voru hlý. Um kvöldið mættu svo vinir og samstarfsfólk í félagsheimil- inu og þar var gleði allt kvöldið. Lúðrasveit Stykkishólms undir stjórn Daða Einarssonar og Haf- steins Sigurðssonar lék meðan gestir gengu í bæinn. Hafsteinn Sigurðsson og Hinrik Finnsson, gamlir lúðrasveitarfélagar mín- ir, mættu með nikkurnar, léku undir gömlum gamanvísum sem fluttar voru tvö fyrstu árin mín í Hólminum. Var gaman að rifja þetta upp. Árni Emilsson í Grundarfirði var léttur í máli eins og hans var von og vísa, og sveitarstjórinn okkar lét ekki sitt eftir liggja. Jónas vinur minn Kristjánsson í Árnasafni var skemmtilegur í máli, og Ág- úst Bjartmars, oddviti, rifjaði upp fyrstu kynni okkar og færði mér skrautskrifaða gestabók frá Lions-klúbbnum sem ég var stofnandi að fyrir mörgum ár- um. Þá var og gaman þegar Kristjana Hannesdóttir, fyrrum skólastýra, hér um bil níræð, sté í stólinn létt og einbeitt eins og hún hefir alltaf verið, og svo þegar hann vinur minn Jón í Brokey, 88 ára, rabbaði við mig á sviðinu. Og gamlar vinkonur komu og sungu dægurlög frá 1942, en það ár kom ég í Hólm- inn. Sem sagt gleði og fjör og góðvild til miðnættis. Það skal tekið fram að þessi fagnaður san'naði eftirminnilega að vímu- efni eru óþörf þegar sönn gleði er annars vegar. Ég bið mitt góða blað að gefa þessari gleði minni rúm í blað- inu og um leið flytja þakkir öll- um þeim sem sendu mér kveðjur, sem skiptu hundruðum, og bið ég góðan guð að launa þeim og blessa líf þeira. Kær kveðja frá okkur hjónum. Árni Helgason. Fáskrúðsfjörður: Tólf ára stúlka hélt jöfnu gegn OFFSET FJÖLRITUN - Ný tæki gera okkur kleift, aó veita vandaöa og hraövirka þjónustu. Möguleikarnir sem vió getum boðið upp á eru fjölmargir. Auk offsetfjölritunar, Ijósritum vió, seljum pappir, blokkir og minnismiða, silkiprentum á ýmsa hluti, vinnum litglærur fyrir myndvarpa, vélritum og bindum inn. Lítiö viö og kynnió ykkur þjónustu okkar. Byggjum á reynslu, þekkingu á þessu sviði. VIÐ ERUM MIÐSVÆOIS Skíðastatív Verð aðeins kr. 380,- ESíhWftK ÚTILÍF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.