Morgunblaðið - 21.03.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.03.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1984 t Fósturmóöir okkar, MARGRÉT JAKOBSDÓTTIR frá Ásbjarnarnesi, andaöist 19. mars í Sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Jarðarförin auglýst siöar. Hrefna Pétursdóttir, Haukur Ólafsson, Rannveig Guömundsdóttir. t Móöir okkar, ÓLAFÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, Þórufelli 4, éóur til heimilis að Hólmgaröi 10, lést í hjartadeild Landspítalans aö morgni 20. mars. Ólína Jónsdóttir, Guömundur Jónsson, Jóna Guömundsdóttir, Hrafnhildur Guömundsdóttir, Gísli Guómundsson. t Eiginmaöur minn, JÓNATAN BRYNJÚLFSSON, rafvírki, Fögrukinn 14, Hafnarfiröi, lést af slysförum laugardaginn 17. mars. Heiöa Kristjénsdóttir. t Maöurinn minn, Gunnlaugur Marteinsson, pípulagningamaöur, Reykjamörk 10, Hverageröi, andaöist í Borgarspítalanum 20. mars. Sigurrós Líkafrónsdóttir. t Elskulegur eiginmaöur minn, faöir okkar, fósturfaöir og afi, HALLDÓR ÍSLEIFSSON, Meistaravðllum 21, Reykjavík, andaöist í Landakotsspitala mánudaginn 19. mars. Magnea Tómasdóttir, ísleifur Halldórsson, Esther Halldórsdóttir, Birgir Sigurösson, Halldór Bragason, Trausti Bragason. Faöir okkar. HILMAR HELGASON, fyrrverandi formaöur SÁÁ, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 22. mars kl. 13.30. Stefén Hilmar Hilmarsson, Helgí Hrafn Hilmarsson, Hannes Hilmarsson. t Móöir okkar, RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, Sólheimum 35, er látin. Útförin hefur fariö fram. Einlægar þakkir til þeirra er veittu henni hjúkrun og hlýja umönnun i langvarandi sjúkleika. Jón Ólafsson, Siggeir Ólafsson. t Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, ÖNNU GUNNARSDÓTTUR fré Borgum, Þistílfiröi, Sólvallagötu 45, Reykjavík, veröur gerö frá Dómkirkjunni í dag, miövikudag, kl. 13.30. Börn, tengdabörn og barnabörn. Minning — Dagmar Guðrún Árnadóttir Fædd 27. júní 1914. Dáin 10. mars 1984. „Dauðans stríð af þín heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja, meðtak þá, faðir, mína önd, mun ég svo glaður deyja.“ (Hallgr. Pét.) Dagmar Guðrún Árnadóttir fæddist í Reykjavík þ. 27. júní 1914. Hún var dóttir hjónanna Finnbjargar Kristófersdóttur og Árna Pálssonar, prófessors. Elst- ar barna þeirra hjóna eru tvíbura- systurnar Karen og Dagmar, Guð- ný er næst í röðinni og yngstir eru bræðurnir Skúli og Guðmundur. Dagmar ólst upp í góðum systk- inahópi á miklu menningar- og rausnarheimili foreldra sinna að Þingholtsstræti 3 hér í Reykjavík. Þar bjó einnig föðuramma hennar, Margrét A. Þórðardóttir, og mat Dagmar mikils það veganesti sem foreldrar hennar og mamma létu henni í té. Dagmar lauk prófi frá Kvenna- skólanum í Reykjavík árið 1931. Hún kaus að afla sér frekari menntunar og í desember 1933 hélt hún til Kaupmannahafnar að- eins 19 ára gömul og stundaði hjúkrunarnám við Rigshospitalet þar. Þaðan lauk hún prófi 1939. Framhaldsnám í geðhjúkrun stundaði hún við sama sjúkrahús 1939—’40. Síðan lá leið hennar víða. Hún stundaði nám í farsótt- arhjúkrun við Epidemisygehuset í Naskov, nám í rannsóknum í Sví- þjóð og barnahjúkrunarnám stundaði hún við The Children Hospital í Birmingham og The Royal National Hospital í London. Auk námsins stundaði hún hjúkr- unarstörf í þessum löndum og einnig í Frakklandi, Belgíu og Bandaríkjunum. En Dagmar fýsti að sjá meira af heiminum og í frítíma sínum ferð- aðist hún til fjarlægra staða, sem sjaldgæft var að fslendingar heimsæktu á þeim tíma. Þannig lá leið hennar m.a. til ftalíu, Spánar og Grikklands. Engan þarf því að undra hversu víðsýn Dagmar var. Eftir rúmlega tuttugu ára dvöl erlendis kom Dagmar alkomin heim í október 1957. Þá hóf hún hjúkrunarstörf á Barnadeild Landspítalans en árið 1961 réð hún sig á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur þar sem hún starfaði sem meinatæknir og þegar Rann- sóknadeild Borgarspítalans tók til starfa árið 1968 hóf Dagmar störf þar. Þar starfaði hún síðan óslitið af einstakri samviskusemi og dugnaði allt þar til 3. febrúar sl., en daginn eftir lagðist hún á sjúkrahús og þaðan átti hún ekki afturkvæmt. Hún lést í Borgar- spítalanum 10. mars sl. Kynni okkar af Dagmar hófust þegar við réðumst til starfa á Rannsóknadeild Borgarspítalans. Okkur varð fljótlega ljóst að Dagmar hafði að geyma sérstakan persónuleika sem lærdómsríkt var að fá að kynnast. Hún hafði margt að segja okkur yngri konunum og frásagnargáfa hennar var slík að unun var á að hlusta. Þá gáfu átti hún ekki langt að sækja. Árni fað- ir hennar var sérstakur frásagn- arsnillingur. Strax í bernsku vaknaði áhugi hennar á bókmenntum og sögu þjóðar sinnar. Þar hefur hvatning foreldranna haft mikið að segja, en þau hjón voru bæði sérlega vel að sér í þeim efnum. Þau frækorn sem þau hjónin sáðu féllu sannar- lega ekki í grýttan jarðveg hjá börnunum. Þótt Dagmar væri sannkallaður heimsborgari var hún fyrst og fremst fslendingur og hún var mjög víðlesin og vel að sér um allt sem varðar sögu þjóðar- innar, bókmenntir og aðrar hliðar menningar hennar. Dagmar var stórlynd kona, sannur vinur vina sinna. Aldrei kom hún svo heim úr ferðalagi að hún kæmi ekki hlaðin gjöfum til vina og vandamanna og gott var að eiga hana að. Á þakkir vildi hún ekki heyra minnst. Það sem hún gerði fyrir aðra gerði hún af heilum hug án þess að ætlast til nokkurs í staðinn og oft hjálpaði hún mönnum án þess að þeir vissu nokkurn tíma hvaðan hjálpin kom. Við teljum okkur lánsamar að t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, RAGNARS TÓMASAR ÁRNASONAR, fyrrverandi útvarpsþuls. Jónína Vigdís Schram, Kristjén Tómas Ragnarsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Léra Margrét Ragnarsdóttir, Ólafur Grétar Guömundsson, Árni Tómas Ragnarsson, Selma Guómundsdóttir, Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, Valgeir Guöjónsson, Hallgrímur Tómas Ragnarss., Helga Matthildur Jónsdóttir og barnabörn. t Alúöar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, HARALDAR G. KRISTJÁNSSONAR, Ljósheimum 14. Margrét Guömundsdóttir, Agnar G. Árnason, Hulda Hafsteinsdóttir, Ástrós K. Haraldsdóttir, Pétur Þ. Sigurðsson, Helga Ó. Haraldsdóttir, Ársæll Hauksson og barnabörn. t Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur, sonar, frænda, afa og bróður, ALFREOS BJÖRNSSONAR, Brekkubraut 19, Akranesi. Sigrún Gísladóttir, Ásta Salbjörg Alfreðsdóttir, Reynir Árnason, Hafdís Alfreösdóttir, Valur Blomsterberg, Steinunn Ágústsdóttir, Björn Björnsson, Jón Ágústsson, barnabörn og systkini. hafa fengið að kynnast svo stór- brotinni gáfukonu sem Dagmar var. Þótt hún sé nú öll mun minn- ing hennar lifa með okkur, minn- ingin um sérstaka konu og góðan dreng. Vonandi berum við gæfu til að tileinka okkur eitthvað af því sem við lærðum af Dagmar og til að koma því áfram til þeirra sem á eftir okkur koma. Eignist tsland margar dætur á við Dagmar þarf ekki að kvíða framtíð þjóðar okkar og menningar. Um leið og við kveðjum Dagmar með innilegu þakklæti fyrir sam- fylgdina vottum við Karenu, tví- buraysystur hennar og sambýlis- konu, og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Ingibjörg og Ragnhildur Richter „Tæpti ég mínum trúarstaf á tréð, sem drýpur hunang af, sjón hjartans öllu angri í upplýsist, nær ég smakka á því.“ (Passíusálmur 32. 21. vers.) Við samstarfsfólk Dagmar hugsum hljóð þessra línur nú eftir hið stutta en þunga dauðastríð Dagmar Árnadóttur. Dagmar fæddist 27. júní 1914 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Árni Páls- son prófessor og Finnbjörg Kristófersdóttir. Að loknu námi við Kvennaskólann í Reykjavík 1931, hélt hún utan og lauk hjúkr- unarnámi við Rigshospitalet í Kaupmannahöfn 1939. Dvöl Dagmar í útlöndum varð löng, hún dvaidist í ýmsum lönd- um, þar á meðal á Norðurlöndun- um, Frakklandi, Englandi, Belgíu, Bandaríkjunum og fleiri löndum. Á þessari löngu dvöl sinni er- lendis starfaði hún við margvísleg hjúkrunarstörf og tileinkaði sér nýjungar á því sviði, svo sem á sviði barnahjúkrunar, geðhjúkr- unar og rannsóknastofustarfa. Með þessa miklu reynslu að baki varð hún ein af fyrstu hjúkrunar- konum sem lögðu fyrir sig rann- sóknastörf hér á landi. Hún starf- aði á rannsóknastofu Borgarspít- alans frá árinu 1961, þar til hún fyrir mánuði síðan lagðist sína hinstu legu á því sama sjúkrahúsi. Dagmar var að eðlisfari mjög skapgóð og gat séð spaugilegu. hliðar mannlífsins á sinn sérstæða hátt. Dagmar hefði orðið sjötug á þessu ári, en var samt létt í spori og ung í anda, og var ekki hægit að merkja að aldurinn færðist yfir hana. Á langri dvöl sinni erlendis Dagmar kynntist mörgu, og var óþreytandi að segja okkur hinum frá ýmsu merkilegu sem fyrir hana bar. Frásagnarhæfileiki hennar var bæði lifandi og skemmtilegur, og margvíslegri reynslu hennar var góðfúslega miðlað til okkar. Skapgerð Dagmar lýsti sér best í hennar stutta dauðastríði. Dagmar var ljóst þegar í byrjun hvers eðlis sjúkdómur hennar var, og nú væri komið að leiðarlokum. Samt sem áður var ekki hægt að merkja neitt þunglyndi. Þegar við litum til hennar var léttleikinn og glaðværðin hin sama til hinstu stundar. Við þökkum Dagmar ánægjulegt samstarf. Minningin um hana mun lifa meðal okkar. Starfsfólk rannsóknastofu Borg- arspítaians.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.