Morgunblaðið - 21.03.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1984
3
Morj^unblaðiö/ ÓI.K.M.
Austurstræti lokað
Austurstræti var lokað fyrir umferð um eftirmiðdaginn sl. mánudag, en þá var þar unnið að endurnýjun á
vatnslögnum. Viðgerðarmenn grófu skurð við suðurhlið Landsbankans og varð vegfaranda sem þar átti leið um
að orði, að íslendingar væru nú farnir að nota fulldjarfar aðferðir við að komast inn í bankana „bakdyramegin“.
Kn víst er að um þessa leið fór enginn inn, enda löggæsla á staðnum, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Greiðsla nýrra húsnæð-
islána hefst á mánudag
Á MÁNUDAG hefjast greiðslur
nýrra lána hjá Húsnæðisstofnun
fyrir árið 1984. I>á verða greiddar
milli 120 og 130 milljónir króna.
Húsnæðisstofnun mun fljótlega
gera útlánaáætlun til húsnæðis-
mála fyrir árið 1984, byggða á ný-
afgreiddri lánsfjáráætlun. Þetta
kom fram í máli Alexanders Stef-
ánssonar félagsmálaráðherra á
Alþingi í gær. Ráðherrann gaf
einnig skýrslu um ráðstafanir rík-
isstjórnarinnar á sl. ári.
Fram kom, að viðbótarlán sem
afgreidd höfðu verið frá lánadeild-
inni til veðdeildar Landsbankans
að kvöldi 14. mars, voru 4.884 og
námu samtals 302.893.000 kr.
Veðdeildin hafði á sama tíma-
bili greitt út 4.714 lán samtals að
fjárhæð 288.640.000 kr.
Húsnæðisstofnunin hefur lokið
við að yfirfara allar umsóknir sem
henni bárust varðandi þessa
hækkun á lánveitingum áranna
1982 og 1983 og eru þetta því end-
anlegar tölur varðandi fjölda og
fjárhæð viðbótarlánanna.
Miðbæjarkjarni
fyrirhugaður
við þjóðveginn
— segir Erla Sigur-
jónsdóttir, oddviti
Bessastaðahrepps
„SAMKVÆMT hugmyndum að aó-
alskipulagi Bessastaðahrepps er
fyrirhugað að reisa miðbæjar-
kjarna vestur og norður með þjóð-
veginum, þar sem hann liggur um
Bessastaðagranda. Þó aðalskipulag
sé enn ekki fyllilega frágengið, er
afar ólíklegt að horfið veröi frá því.
Annars get ég ekki tjáö mig frekar
um þetta mál. Það er á viðkvæmu
stigi og til umræðu innan hrepps-
nefndar," sagði Erla Sigurjónsdótt-
ir, oddviti Bessastaðahrepps, er
Morgunblaðið innti hana eftir því,
hvort fyrirhugað væri að reisa
benzínstöð við þjóðveginn gegnt
Bessastöðum.
Erla sagði ennfremur, að nú
væri unnið að því að ganga fylli-
lega frá umræddu aðalskipulagi
og vonazt væri til að það gæti
legið fyrir hreppsnefnd til um-
fjöllunar í maí eða júní næst-
komandi. Vegna mikillar fjölg-
unar í hreppnum undanfarin ár,
væri mikil nauðsyn á þjónustu-
kjarna, miðbæjarskipulagi, og
væri fyrirhugað að hann risi á
þessu svæði. Hvað varðaði bygg-
ingu benzínstöðvar á þessu svæði
eða nánari þætti skipulagsins
vildi hún ekki tjá sig frekar um.
Klías Sna land
Elías Snæland
ráðinn aðstoð-
arritstjóri DV
KLÍAS Snæland, fyrrum ritstjóri
Tímans, hefur verið ráðinn aðstoð-
arritstjóri Dagblaðsins og Vísis frá
og með 1. apríl næstkomandi.
Elías mun annast fréttastjórn
á D&V ásamt núverandi frétta-
stjórum. Hann hefur starfað við
blaðamennsku frá árinu 1963,
mest á Timanum og Vísi. Hann
var ritstjórnarfulltrúi á Vísi
1978 til 1981 og ritstjóri á Tíman-
um frá 1981 til síðustu áramóta.
Minnum á islands-
mót i vaxtarrækt 25.
mars nk. Gestur
mótsins Mohamed
Makkawy, atvinnu-
maður í vaxtarrækt.
nrásalati.
grlllaö
„ay lrá 3.272 Xronu<r
Gunna^
Guöbergur
Siguröur Rúnar
Sigurdór
Þorsteinn
Garöar
Einar
Stebbi
Astrid
nkKSÝNmG—
S^TMÉGmHIN
k i awÐiWLl