Morgunblaðið - 21.03.1984, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1984
Áskorun á Hallvarð
Einvarðsson, rann-
sóknarlögreglustjóra
— eftir Tómas
Gunnarsson
Áskorun á Hallvarö Ginvarðsson,
rannsóknalögreglustjóra, að hann
beiti sér fyrir, að fram fari óhlut-
dræg og fræðileg athugun á því,
hvort rekstur og starfshættir Rann-
sóknalögreglu ríkisins samrýmist
viðurkenndum aðferðum um með-
ferð opinberra mála.
Morgunblaðið birti sunnudag-
inn 4. mars 1984 langt viðtal
Sveins Guðjónssonar við Hallvarð
Einvarðsson, rannsóknalögreglu-
stjóra, undir fyrirsögninni:
„Gagnkvæmt trúnaðartraust
verður að ríkja milli lögreglu og
almennings."
í viðtalinu er greint frá náms-
og starfsferli Hallvarðs, en eink-
um frá Rannsóknaiögreglu ríkis-
ins, sem hann veitir forstöðu,
stöðu stofnunarinnar og starfs-
háttum, auk margs annars, til
dæmis „Skaftamálinu" svonefnda.
Er ræða Hallvarðs frávik frá þögn
og afstöðuleysi, sem oft virðist
ráðandi hjá forstöðumönnum
opinberra stofnana, þegar mál
þeirra eru til umræðu.
Við greinargerð Hallvarðs má
bæta, að Rannsóknalögregla ríkis-
ins hefur á að skipa langflestum
starfsmönnum (47) þeirra ís-
lensku stofnana, sem vinna að
upplýsingu mála, sem síðar er
dæmt í fyrir dómstólunum og
RLR á skipti við mjög marga og
tekur við skýrslum frá fleiri
mönnum en nokkur önnur réttar-
kerfisstofnun í landinu. Áhrif
RLR á afstöðu og hugmyndir al-
mennings til laga og réttar hljóta
því að vera mikil.
Hallvarður víkur að grein minni
í Morgunblaðinu 14. janúar 1984:
„Lögregluríkið fsland". Tekur
hann til umfjöllunar samhengis-
lausar staðhæfingar í greininni.
Telur þær lítið grundaðar og seg-
ist ekki skilja hvað verið sé að
fara. Að því er virðist til að gera
hlut minn betri, skýst inn í viðtal-
— eftir Hallgrím
Hróðmarsson
Ég varð þess vafasama heiðurs að-
njótandi á dögunum að skrif mín í
DV voru tekin til meðferðar í Stak-
steinum Morgunblaðsins. Staksteina-
höfundur brá ekki út af venju sinni
og sleit tilvitnanir í greinina úr öllu
samhengi og bætti síðan við túlkun-
um sinum á skrifum mínum. Þeir
sem lesið hafa greinar minar í DV
eiga auðvelt með að sjá að meðferð
Staksteina er mjög óheiðarleg en
vegna þeirra sem ekki hafa lesið
skrif mín vil ég freista þess að koma
nokkrum athugasemdum til Morgun-
blaðsins.
Til varnar Arne Treholt?
f Staksteinum var gerð að umtals-
efni grein mín frá 7. mars um Arne
Treholt. Látið er að því liggja að ég
hafi komið með „nýstárlega kenn-
ingu“ um orsök stöðuhækkana Tre-
holts hjá norsku utanríkisþjónust-
unni. Ég verð nú að benda Stak-
steinahöfundi á að ég er ekki upp-
hafsmaður þessara „kenninga". Það
eru margir á undan mér sem hafa
undrast hvers vegna stöðugt var ver-
ið að þoka Treholt áfram upp met-
orðastigann þó að hann hafi lengi
legið undir grun.
ið hugmynd um sérstakan stjórn-
skipaðan eða óháðan eftirlitsaðila
innan Rannsóknalögreglu ríkisins
og tekur Hallvarður vel i að vinna
með slíkum aðila, ef til þess komi.
Hafði mér ekki komið þetta í hug.
í viðtali Hallvarðs er margt sem
menn geta verið sammála um, en
þar eru staðhæfingar, sem staldra
verður við. Eftirtektarverðast er
þó þeim sem þekkja til mála, hvað
Hallvarður sneiðir hjá grundvall-
arviðhorfum og -reglum, sem eru
mjög áberandi í umræðu um mál
RLR. Forstöðumaður RLR má
ekki afgreiða umfjöllun um mál
RLR með því að hann skilji hana
ekki, ef almenningur skilur eða
telur sig skilja.
Líklegt er að viðhorf almenn-
ings til starfsemi RLR mótist af
afstöðu til afbrotamanna og
vandamál í sambandi við rekstur
stofnunarinnar verði almennt tal-
in smávægileg samanborin við
ólánsverk hinna kærðu. Megin-
áhrif af upplýsingu afbrota eru þó
samfélagsleg og góður rekstur
opinberra mála er dýrmæti hverju
samfélagi. Sem dæmi um áhrifa-
mátt réttargerða má minna á af-
sögn Richard Nixons, forseta
Bandaríkjanna, sem þá réð fyrir
einu afkastamesta framkvæmda-
valdi og öflugasta her hér á jörð.
Er vafalaust, að aðgerðir banda-
ríska réttarkerfisins, sem komnar
voru vel á veg gagnvart Nixon og
samstarfsmönnum hans hafi átt
stærstan þátt í afsögninni og er þó
ekki gert lítið úr hlut Washington
Post, sem upplýsti málið.
Einnig má minna á hlut ís-
lenskra réttarkerfismanna á ár-
unum 1958 til 1961 og aftur 1971
til 1975, það eru störf Landhelg-
isgæslunnar, sem ásamt ógn af
hörðum vetrarveðrum, torveldaði
mjög veiðar útlendinga við ísland.
Er líklegt að viðhorf Breta og
fleiri þjóða í landhelgismálum
hafi mótast af árangri íslendinga
í þessum störfum. Má því ljóst
vera hve störf réttarkerfismanna
geta verið afdrifarík ekki aðeins
samfélagslega heidur fyrir hvern
og einn, sem sóttur er til saka.
Og þar sem mikið hefur birst af
sönnum frásögnum um aðferðir
valdsmanna í njósnamálum þarf ekki
mikla hugmyndaauðgi til að sjá að
vestrænir valdamenn eru tilbúnir að
nota sér ávirðingar Treholts til hins
ýtrasta í áróðursskyni gegn friðar-
hreyfingum og öðrum hópum sem
þeir telja að ógni valdastöðu þeirra.
Sama er uppá teningnum austan
járntjalds þegar þeir fletta ofan af
leppum CIÁ, bandarísku leyniþjón-
ustunnar.
í grein minni var ég ekki að gera
lítið úr broti Treholts. Ég benti ein-
ungis á að: „Njósnir fyrir erlent ríki
er mjög alvarleg brot en þó að Tre-
holt hafi gerst sekur um njósnir
réttlætir það ekki þær getgátur sem
hægri pressan í Evrópu hefur velt sér
uppúr síðustu mánuði." Og síðar i
greininni segi ég: „I þessum pistli var
ekki ætlunin að leggja endanlegan
dóm á athæfi Treholts — til þess
þurfum við miklu áreiðanlegri heim-
ildir — og hinn endanlegi dómur
verður aðeins kveðinn upp í réttar-
salnum."
„Gráa svæðið“
og Evensen
Sem dæmi um getgátur er hægri
pressan hefur verið með um svik Tre-
holts má nefna samning Norðmanna
Höfuðatriði við rekstur opin-
berra mála verður þó að vera rétt-
aröryggi manna, sem kærðir eru.
Má ekki vera nokkur vafi á að
starfshættir við þau séu í alla
staði forsvaranlegir.
Athugunarverð stjórnarskrár-
ákvæði, ákv. Evrópuráðssamnings
og ákv. alþjóðasamnings um borg-
araleg og stjórnmálaleg réttindi,
sem samþykktur var á 21. Allsherj-
arþingi Sameinuðu þjóðanna.
Ástæður þess, að dregin eru í
efa réttmæti starfa og starfshátta
Rannsóknalögreglu rikisins eru
m.a. ákvæði stjórnarskrárinnar
nr. 33/1944 svo og ákv. í alþjóða-
samþykktum, sem ísland er full-
gildur aðili að.
í 2. gr. stjórnarskrárinnar segir:
„Dómendur fara með dómsvaldið.“
f réttarríki mega opinberir aðilar
ekki setja á stofn og reka stofnun
sem hefur það að markmiði að
vinna að upplýsingum á meintum
refsiverðum brotum einstakra
manna, m.a. með skýrslutökum að
viðlagðri refsiábyrgð, án þess að
menn sem rannsóknin beinist að,
fái öll tækifæri til að kynna sér að
hverju hún beinist, upplýsingar
um stöðu málsins og ráðgerðar
rannsóknaraðgerðir og að þeir
geti borið réttmæti þeirra undir
hlutlausan, þar til bæran dómstól.
Ekki er nægjanlegt að leggja fram
gögn þegar rannsókn er lokið,
hvernig hún hafi farið fram. í lýð-
ræðisríki verður að gera ráð fyrir
að menn geti ráðið því hvað þeir
láta yfir sig ganga og ekki komi til
aðgerða af hálfu hins opinbera,
nema að undangengnum dómi
lögmælts dómstóls, liggi ekki fyrir
samþykki viðkomandi. Og hvaðan
kemur löggjafa í lýðræðisríki, sem
sækir umboð sitt til kjósenda og
sætir eftirliti kjósenda, a.m.k. á
fjögurra ára fresti, vald til að
setja á stofn og starfrækja lokaða
lögreglustofnun? Stofnun, sem
fjallar um mikilverðustu hags-
muni manna, sem mjög erfitt get-
ur verið að meta hvort ólöglega er
brotið gegn, nema með atbeina
viðkomandi manns. Stofnun, sem
skilar ekki heildargreinargerð um
við Rússa um veiðar i Barentshafi.
Höfundur Staksteina fullyrðir að ég
haldi uppi vörnum fyrir þennan
samning! Mér er óskiljanlegt hvernig
hægt er að lesa það útúr grein minni
og vil ég pví birta smátilvitnun úr
henni: „Er kannski hugsanlegt að Ev-
ensen og Treholt hafi látið Rússana
snúa á sig i samningunum — það
hefur nú skeð í alþjóðasamningum þó
að menn hafi nú ekki beinlínis verið
að svíkja föðurlandið með því. Mér
dettur til dæmis í hug samningurinn
sem Jóhannes Nordal og Steingrímur
Hermannsson gerðu við Alusuisse
um byggingu álvers á tslandi. Allir
hugsandi menn eru nú farnir að sjá
að þeir sömdu hrapallega af sér en
maður vænir þá ekki um föðurlands-
svik — eða hvað? í mesta lagi er
hægt að segja að þeir hafi greinilega
fengið soldið í hnén þegar þeir voru
að ræða við stórlaxa auðhringsins."
Já, Staksteinahöfundur góður, þetta
er stórkostleg vörn fyrir þá sem
semja af sér við erlenda valdsmenn!
Subhu.skapur
Morgunblaðsins
Að lokum fjallar höfundur Stak-
steina um ásakanir minar í garð
Morgunblaðsins um subbuskap vegna
birtingar hluta af skýrslu þremenn-
inganna Stefáns Jónssonar, Braga
Tómas Gunnarsson
„Þess vegna leyfi ég
mér að beina áskorun
til þín, Hallvarður Ein-
varðsson. Hún er sú, að
þú, sem rannsóknalög-
reglustjóri, beitir áhrif-
um þínum til þess að
fram fari óhlutdræg og
fræöileg athugun á því
hvort rekstur og starfs-
hættir Rannsóknalög-
reglu ríkisins samrýmist
viðurkenndum aðferð-
um um meðferð opin-
berra mála og niður-
stöður athugunarmanna
verði birtar opinber-
lega.“
rannsókn fyrr en henni er lokið og
er þá stundum löng bið á umfjöll-
un fyrir dómi. I starfsemi RLR
eins og hún er nú, felst frávik frá
þeirri meginreglu opinberrar
starfrækslu að unnt sé að gera
áætlun um framkvæmd einstakra
starfa og koma við eftirliti með
störfum samtímis því sem þau eru
unnin.
í þessu sambandi skal minnst á
ummæli Hallvarðs í viðtalinu: „En
auðvitað geta alltaf orðið slys. Það
koma stundum fyrir slys og auð-
vitað geta allir menn gert mistök,
verkamaðurinn gerir mistök, lög-
reglustjórar gera mistök, ráðherr-
ann gerir mistök, ritstjóranum
verða á mistök. Það eina sem við
getum gert er að reyna að hafa
Hallgrímur Hróðmarsson
Jósepssonar og Hannesar Pálssonar
frá 1971 til þáverandi utanríkisráð-
herra Einars Ágústssonar. Tilvitn-
unin í grein mína er mjög snubbótt
og útlegingar Staksteinahöfundar
mjög viliandi og vil ég því birta
gleggri tilvitnun í grein mína: „Ef
marka má frásagnir blaða af skýrsl-
unni (aðallega er hér stuðst við
Morgunblaðið) var hún 20 síður, þar
af 17 um það sem þremenningarnir
höfðu út á utanríkisþjónustuna og
embættismenn hennar að setja. En á
þremur síðum var greint frá fundi
þremenninganna með þremur full-
trúum Norðmanna á þingi Samein-
þau sem fæst og auðvitað að læra
af þeim.“ Þetta er viðurkennt. En
þegar komið er að störfum RLR er
mögulegt að starfsmönnum þar
verði ekki ljóst að þeim hafi orðið
á mistök fyrr en mál hafa verið
skoðuð frá öðrum sjónarhóli, og
menn utan RLR fá jafnan ekki
tækifæri til að meta störf RLR
fyrr en löngu eftir að þau hafa
verið unnin. Brýnt er því að veita
sakborningum eða réttargæslu-
mönnum þeirra aðgang að rann-
sóknarstörfum í opinberum mál-
um um leið og þau eru unnin og
hlýtur það einnig að vera ein virk-
asta aðgerðin til að koma í veg
fyrir mistök og hafa þau sem fæst.
Overjandi er að láta langan tíma
líða frá mistökum starfsmanna
RLR, þar til mögulegt er að leið-
rétta þau.
Önnur meginregla íslensku
stjórnarskrárinnar, sem víða kem-
ur fram, er að þegnarnir skuli
vera jafnir fyrir lögunum. Skulu í
því sambandi nefnd ákv. 78. gr.
„Sérréttindi, er bundin séu við að-
al, nafnbætur og lögtign, má eigi
taka í lög.“ Því er þetta nefnt að í
viðtalinu við Hallvarð segir: „Ég
tel, að samkvæmt gildandi lögum
sé ekkert því til fyrirstöðu að
Rannsóknalögregla ríkisins annist
rannsókn á sakarefnum, sem bein-
ast að lögreglumönnum utan
þessa embættis og það verði að
koma allmikið annað til, til þess
að rannsóknalögreglustjóra beri
að víkja sæti.“ Af þessum orðum
og fleiri í viðtalinu má ljóst vera
að ekki er talið eðlilegt að RLR
rannsaki meint afbrot starfs-
manna RLR og eðlilegt væri að
sömu viðhorf væru gagnvart
dómsmálaráðherra og ríkissak-
sóknara, hverra stjórn stofnunin
er talin lúta. Ef kærur kæmu fram
um refsiverð afbrot einhverra
þeirra, sem að framan er vikið að,
virðist naumast annað koma til
álita en að láta rannsókn á meint-
um brotum þessara manna fara
fram fyrir dómi. En þá verður
þegnum mismunað. Flestir verða
að sæta rannsókn meintra afbrota
hjá RLR, en fámennur hópur
manna fær mál sitt rannsakað
fyrir dómi, komi til kæru.
Alþjóðastofnanir, m.a. Evrópu-
ráðið og Sameinuðu þjóðirnar,
hafa látið sig varða mannréttindi í
aðildarríkjunum. ísland hefur tek-
ist á hendur skuldbindingar um að
fylgja mannréttindaákvæðum
þeirra. Evrópuráðsákvæðin eru í
samningi, sem fylgir auglýsingu
nr. 11/1954, sem birt er í Laga-
safni 1965, en auglýsing um aðild
íslands að samningi Sameinuðu
þjóðanna er birt í C-deild Stjórn-
artíðinda 1979 á bls. 33 og áfram.
Ákvæðin sem lúta að rekstri
uðu þjóðanna. Að sögn Hannesar
Pálssonar var Treholt þeirra yngstur
og hafði lítið til málanna að leggja."
Aðeins síðar í greininni segi ég: „Um-
fjöllun Morgunblaðsins um skýrsl-
una er eitt Ijótasta dæmi um subbu-
skap í íslenskum blaðaheimi nú síö-
ustu árin. Af hverju birta þeir hana
ekki í heild? Af hverju leyfa þeir ekki
lesendum stnum að draga eigin
ályktanir af efni skýrslunnar? Er
Mogginn hræddur um að lesendur
myndu lesa annað út úr henni en
„fréttaskýrendur" blaðsins? Af
hverju eru nöfn hinna Norðmann-
anna strikuð út úr þeim hluta skýrsl-
unnar sem Mogginn birtir? Er það
kannski af því að lesendur myndu sjá
að Treholt hafi bara verið smápeð á
fundinum? Mogginn skýlir sér bakvið
það að ýmislegt ljótt sé sagt um emb-
ættismenn utanríkisþjónustunnar.
En skjólið er haldlítið fyrst umræðan
er komin af stað. Lesendur ykkar
eiga heimtingu á að fá að sjá hvort
fullyrðingar ykkar og túlkanir eru í
samræmi við skýrslu þremenning-
anna. Hræðist þið kannski, Morgun-
blaðsmenn, að í ljós komi að það sem
þremenningarnir segja í skýrslunni
um íslenska embættismenn sé ekkert
annað en kaldranalegur sannleikur?"
I»arf umræða um stjórn-
mál að einkennast af
útúrsnúningum?
Það er rangt hjá höfundi Stak-
steina að ég vilji að umræðan um
Arne Treholt snúist upp í umræður
um ávirðingar islenskra embættis-
manna í utanríkisþjónustunni. Ég vil
að mál Treholts fái heiðarlega um-
Athugasemd vegna útúr-
snúninga Staksteina 8. mars