Morgunblaðið - 21.03.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.03.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1984 1 5 Helgi Hálfdanarson: KVADAMAR Það hefur vakið mér nokkra furðu, að umræða sú, sem á síð- ari árum hefur orðið um íslenzkt mál, virðist nú að undanförnu hafa einskorðazt æ meir við framburð. Og þessi umræða um framburð virðist nú ætla að taka stefnu á það eitt sem kallað er „skýr“ framburður. Þá er því haldið fram, að munur á fram- burði eftir mælendum skipti ekki máli, hann sé jafnvel æski- legur, ef menn aðeins tali „skýrt". Vissulega er brýn nauðsyn að ræða um framburð, þó að aug- ljóst ætti að vera, að umræða af þessu tagi snýst ekki nema að litlu leyti um þann vanda sem íslenzk tunga á við að stríða um þessar mundir. En hvað er það sem við er átt með skýrum fram- burði? Ætla mætti að öllu máli skipti hvada málhljóð það eru, sem borin eru skýrt fram; því auðvitað er hægt að hafa skýran framb.urð á hvaða hrognamáli sem vera skal. Þessi skýrleika- kenning virðist til komin og jafnvel látin duga sem andóf gegn samræmdum kennslu- framburði, sem ýmsir telja frumskilyrði þess að unnt sé að kenna skólabörnum að lesa með þokkalegum talanda. Að sjálf- sögðu á sá framburður, sem kenndur er, að vera skýr; um það ætti ekki að þurfa neina um- ræðu. Ég hef haldið því fram, eins og fleiri, að æskilegt væri að „við- urkenndur kennslu-framburður" færi sem næst hugmynd Björns Guðfinnssonar um samræmdan framburð, vegna þess að þar er, svo sem fært má þykja, tekið mið af ritmáli og nútíma-staf- setningu; en til málverndar er fátt brýnna en leitast við að halda bilinu milli talmáls og rit- máls sem minnstu. Einnig hef ég haldið því fram, að viðurkenna beri hvert það mállýzku-fyrir- bæri sem gengur ekki í berhögg við uppruna eða rithefð, og því skuli bæði „vestfirzkur" fram- burður og „skaftfellskur“ talinn jafn-réttur og hver annar, einnig hvort heldur er „raddaður" framburður eða „óraddaður"; hins vegar beri hvorki að kenna í lestri svo kallaðan „norðlenzkan kv-framburð“ né „sunnlenzkt linmæli". Samkvæmt fyrr greindu sjónarmiði yrði börnum þá kennt að lesa k, p, t sem k, p, t, en ekki sem g, b, d, og h sem h, en ekki sem k, þar sem ágreiningur er um þessi atriði. Að þessu leyti ætti þá framburður og stafsetn- ing að fá drjúgan og vel þeginn stuðning hvort af öðru. Um þetta er hægt að ræða. Umræða um „skýran" framburð er hins vegar ekki umræða um málrækt, held- ur einungis um lágmarks mannasiði. En þó að fáir muni mæla því bót, að sagt sé „Kvadamar" fyrir „Hvað er þetta, maður?" þá er ég ekki viss um að allir séu sam- mála um það, hvenær þessi setn- ing er fram borin „nægilega skýrt" og hvenær jafnvel „of skýrt“. Um það mætti ræða. Ýmsir vilja gera sem mest úr því, að erfitt eða jafnvei ógerlegt sé að kenna mönnum annan framburð en þann sem þeir hafi alizt upp við. Auðvitað gæti ver- ið um viss vandkvæði að ræða, ef fullorðið fólk ætti að breyta framburði sínum, enda yrði víst seint eftir því gengið. Öðru máli gegnir um ólæs börn; þá er ekki neinn vandi á ferðum. Sá mállýzku-munur, sem ég gat um hér á undan og taldi sjálfsagt að viðurkenna, þykir ýmsum skemmtilegur og á sinn hátt „þjóðlegur"; hins vegar skil ég ekki hvaða yndi menn geta haft af linmæli eða kv-fram- burði, sem ekki er einu sinni hægt að binda við tiltekna lands- hluta nema mjög lauslega. En þessi tvö atriði mega heita það eina sem hægt væri að orða við afneitun vegna samræmingar á framburði. Ekki hef ég orðið þess var, að mjög sár harmur hafi verið kveðinn að flámælinu sáluga, sem útrýmt var með samstilltu átaki hér um árið, og átti það þó engu minni rétt á sér en linmælið. Og undarlegt þykir mér það, að ýmsir þeirra sem sárast myndu sakna þeirrar fjöl- breytni í máli, sem fylgir lin- mæli og kv-framburði, geta með engu móti unað þeirri fjöl- breytni sem felst í einstakl- ingsbundinni áherzlu, sem er þó öllu gleggra persónu-sérkenni en t.d. linmæli, og stríðir ekki gegn neinni rithefð. Ekki er það ætlun mín að amast við samræmingu á þessu atriði framburðar, því fer fjarri, þó að þar hafi stundum verið fram haldið öfgum eigi litl- um. En stöku sinnum hefur flögrað að mér sá syndugi þanki, að þessi skyndilegi vöxtur sem hlaupið hefur í umhyggju manna fyrir framburði, og beinist sér- staklega að áherzlum og „skýr- um“ talanda, hvað sem það merkir, sé að minnsta kosti öðr- um þræði flótti frá þeim vanda sem brýnast er að mæta, og á ég þar við orðaforðann, setninga- gerðina og sjálft beygingakerfið. En þá væri flúið úr sjálfum landamæra-virkjunum og hreiðrað um sig á þeim skika sem auðveldara þætti að verja. Satt að segja vitum við engin ósköp um framburð genginna kynslóða á íslandi, þó að fræði- menn geti ráðið í eitt og annað. En það eigum við ritmálinu að þakka, að við vitum býsna mikið um það sem meira er um vert, orðaforða þeirra og málbeitingu. Og fyrir bragðið vitum við margt af því sem þeim var annast um af reynslu sinni, hugsunum sín- um og kenndum, og getum jafn- an gengið að þeim fjársjóði vis- um, meðan við varðveitum þann eina lykil sem þar fær upp lokið, en sá nefnist íslenzk tunga. Og sú varðveizla á að vera okkur vorkunnarlaus, meðan við förum ekki að dekra við þá hlá- legu firru, sem gert hefur vart við sig, að ekki megi eitt kallast öðru réttara í máli. Enginn neit- ar því, að æði margt orkar tví- mælis, þegar slíkt mat er lagt á málfar. Hins vegar er vandséð, hvernig þjóðtungan yrði varð- veitt án þess sú grein væri þar á gerð, þegar gild rök standa til. Augljóst má vera, að orðin rétt og rangt, sem löngum fá afstætt gildi, eiga sér annan grundvöll í mályrkju en í hegningarlögum. Þegar um málfar er að ræða, hlýtur rétt að eiga við það sem talið er æskilegt, og æskilegt munu flestir telja það sem miðar að varðveizlu málhefðarinnar, ef í orðinu Islendingur skal á annað borð felast eitthvað meira en manneskja sem dregur fram líf- ið á tilteknu eylandi í norðan- verðu Atlantshafi. Ef það mat eitt skyldi lagt á mál íslendinga, hvort „vel er að orði komizt", eins og boðað hefur verið, og þá væntanlega í þeirri merkingu, hvort mál og stíll hæfi tiltekinni hugsun, þá er engin afstaða tekin til þess, h ert yfirleitt er talað nokkurt mál sem kallað yrði íslenzka. Enda kvað vera hægt að komast sæmilega vel að orði t.d. á ensku, eða dönsku. Sannleikurinn er sá, að án þess tekið sé af skarið um rétt mál og rangt, þegar það á við, er ekki einu sinni hægt að kenna börnum að tala „skýrt". Islandsmeistaramotiö i vaxtarrækt a ■ 'iri ,41: sunnudaginn 25. marz nk Sjón ersögu ríkari / Þaö verður ^ mikiö um aö vera á Broadway sunnudaginn 25. marz. Forkeppnin hefst kl. 14 en úrslitakeppn- in hefst kl. 20.30. Tískusýning. Heims- meistarinn í vaxtarrækt Mohamed Makkaway veröur gestur mótsins. Nú tekur Jón Páll þátt í íslandsmeistaramótinu í fyrsta skipti. Forsala aðgöngumiða í Líkamsræktinni Kjör- garði og við inngang á Broadway. Verö aögöngumiöa: Forkeppni kr. 100.- Urslit kr. 450.- Matur sem hefst kl. 19 verö kr. 450.- Miðinn gildir sem happdrættismiði. Vinningarnir eru glæsileg æfingatæki frá hinu heimsþekkta fyrirtæki WEIDER. Borðapantanir í síma 77500. DUGGUVOGI 7 - REVKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.