Morgunblaðið - 21.03.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1984
17
hessi mynd var tekin nýverið af tólf af forgöngumónnum Varins lands. Efri röð frá vinstri: Jónatan hórmundsson prófessor, Óttar Yngvason hæstaréttarlög-
maður, llnnar Stefánsson viðskiptafræðingur, Valdimar J. Magnússon framkvæmdastjóri, Ragnar Ingimarsson prófessor, Hörður Einarsson hæstaréttarlög-
maður, Bjarni Helgason jarðvegsfræðingur og Björn Stefánsson fjármálastjóri. Neðri röð frá vinstri: Stefán Skarphéðinsson sýslumaður, horvaldur Búason
eðlisfræðingur, horsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur og hór Vilhjálmsson forseti Hæstaréttar. Ljósm. Cunnar Andrésson.
kynnt. Textinn á listunum var
svohljóðandi:
„Við undirrituð skorum á ríkis-
stjórn og Alþingi að standa vörð
um öryggi og sjálfstæði íslensku
þjóðarinnar með því að treysta
samstarfið innan Atlantshafs-
bandalagsins, en leggja á hilluna
ótímabær áform um uppsögn
varnarsamningsins við Bandarík-
in og brottvísun varnarliðsins."
Að sögn þremenninganna skyldi
þetta vera beinskeyttur og ákveð-
inn texti og engin tilraun gerð til
þess að ná til þeirra sem hefðu
sætt sig við loðið eða óljóst orða-
lag. Á fund þennan kom Eiður
Guðnason frá sjónvarpinu, og
gerði ágæta grein fyrir söfnuninni
í fréttatíma þá um kvöldið. Að
sögn þremenninganna hafði Eiður
fengið miklar ákúrur fyrir og urðu
viðskipti Varins lands við ríkis-
fjölmiðlana á meðan á söfnuninni
stóð kafli út af fyrir sig. Svo dæmi
sé tekið létu forgöngumennirnir
gera sjónvarpsauglýsingu, sem
bönnuð var af forráðamönnum
sjónvarpsins. Bentu þeir félagar á,
að síðan hefðu þeir fylgst með
hliðstæðum auglýsingum í sjón-
varpi, bæði frá herstöðvaandstæð-
ingum og öðrum aðilum, svo sem
BSRB, ASÍ o.fl., en ekki væri að
sjá að þessir aðilar hefðu þurft að
sæta sömu meðferð og Varið land.
Ekki birtust neinir kvikmynda-
tökumenn eða fréttamenn frá
sjónvarpinu þegar undirskrifta-
listarnir frá rúmlega helmingi at-
kvæðisbærra íslendinga voru af-
hentir á Alþingi, og sjónvarpið
sýndi aldrei myndir af listunum
þar sem þeir lágu frammi í Al-
þingishúsinu i 24 innbundnum
bókum.
heir félagar sögðu að ákveðið
hefði verið strax í upphafi að við-
hafa ekki áróður í neinu formi,
þess þyrfti ekki með. Aðeins var
haldinn einn fundur, sögðu þeir,
auglýstur fyrir stuðningsmenn að
Hótel Sögu. Sá fundur varð við-
burðaríkur, því herstöðvaand-
stæðingar fjölmenntu við inn-
göngudyr, reyndu að meina
mönnum inngöngu, en ruddust
síðan inn á fundinn og höfðu uppi
óspektir. Viðbrögð Alþýðubanda-
lagsmanna urðu mjög hörð. Stofn-
uð voru samtök gegn undirskrifta-
söfuninni um allt land og áskoran-
ir birtar í ríkisfjölmiðlunum gegn
henni þindarlaust. í samtökum
þessum voru þó yfirleitt aðeins ör-
fáir menn á hverjum stað.
1.000 undirskriftalistar
„hurfu“ á fyrsta degi
Undirtektir almennings við
söfnunina voru strax mjög
ákveðnar. í upphafi voru prentað-
ir 1.000 undirskriftalistar, fyrir 20
nöfn hver, en þeir voru allir komn-
ir í umferð þegar á fyrsta degi.
Sett var upp skrifstofa í Reykja-
vík, sem Hreggviður Jónsson
veitti forstöðu, og var þar unnið
ósleitilega. Fjöldi manns gaf sig
fram til sjálfboðastarfa, bæði á
skrifstofunni og annars staðar. Á
Akureyri voru stofnuð samtök
stuðningsmanna undir forystu
Árna Bjarnarsonar og Bjarna
Einarssonar. Alls tóku 2.000
manns að sér söfnun undirskrifta.
Ákveðið var í upphafi að söfnunin
stæði yfir í fimm vikur, og eftir
nákvæma athugun var ákveðið að
fólk skrifaði einvörðungu nöfn og
heimilisföng. Menn gerðu sér
grein fyrir að yfirfara þyrfti list-
ana til að strika út endurtekn-
ingar og rangfærslur, en til að
fyrirbyggja að unnt yrði að tölvu-
keyra þá í öðrum tilgangi en þess-
um eina var ekki farið fram á að
fólk skrifaði nafnnúmer. Kom á
daginn, að andmælendur gerðu
mikið úr þessum þætti. Fyrst töl-
uðu þeir um víðtækar falsanir og
lýstu undirkriftalistana óáreiðan-
lega, m.a. vegna skorts á nafn-
númerum, en síðar, þegar ljóst
varð að tölva yrði notuð til að bera
saman listana, kúventu sömu
menn og töluðu um persónunjósn-
ir vegna tölvunotkunarinnar.
heim þremenningunum varð
tíðrætt um þá miklu vinnu sem
farið hefði í undirskriftasöfnun-
ina. Unnið var á skrifstofunni alla
daga og stundum á næturnar líka,
og heimili sumra forgöngumann-
anna voru beinlínis undirlögð. En
þeir lögðu jafnframt áherslu á, að
þeirra eigið vinnuframlag eitt sér
hefði ekki nægt til að ná þessum
árangri. „hað sem úrslitum réði
var eindreginn áhugi almennings,
hin mikla samstaða um málefnið,"
sögðu þeir. Sjálfboðaliðar buðu sig
fram og unnu af ósérhlífni. Prent-
un undirskriftalista annaðist
Garðar Sigurðsson hjá Borgar-
prenti, endurgjaldslaust. Bókband
og frágang við afhendingu önnuð-
ust Magnús Brynjólfsson og
Magnús Ó. Magnússon, einnig
endurgjaldslaust, en bindin %'oru
24 að tölu. há gaf Sveinbjörn
Jónsson í Ofnasmiðjunni hina
veglegu stálkistu, sem listarnir
voru afhentir í. Bein fjárframlög,
stór og smá, nægðu fyrir þeim
kostnaði sem eftir var og greiða
þurfti. Forgöngumennirnir báðu
fyrir þakklæti til allra þeirra fjöl-
mörgu sem þarna lögðu hönd á
plóginn, hver með sínum hætti.
Uröu kampakátir er fjöld-
inn komst í 30 þúsund
Söfnunin vakti mikla athygli
stjórnmálamanna. Forustumenn
Sjálfstæðisflokksins sumir hverjir
virtust nokkuð uggandi framan af
um árangur, að sögn þeirra félaga.
hó hafði lyfst á þeim brúnin, þeg-
ar fjöldinn fór yfir 20 þúsund, og
urðu þeir kampakátir þegar fjöld-
inn komst í 30 þúsund. 170
flokksbundnir Framsóknarmenn
úr öllum landsfjórðungum sáu sig
knúna til þess á meðan á söfnun
Varins lands stóð, eða í lok janú-
armánaðar, að árita og afhenda
forsætisráðherra og formanni
flokks síns, Ólafi Jóhannessyni,
ávarp, þar sem þeir lýsa sig and-
víga uppsögn varnarsamningsins,
og þar kemur einnig fram, að þeir
telja samvinnu fslands og Banda-
ríkjanna á sviði varnarmála hafa
orðið landinu til góðs. Af því má
marka, hversu langt áætlanir um
brottför hersins voru komnar inn-
an stjórnarflokkanna, en auk
fyrrgreindra yfirlýsinga utanrík-
isráðherra, Einars Ágústssonar,
og tillagna ríkisstjórnarinnar
varðandi brottför hersins í áföng-
um, sem kynntar voru opinberlega
16. mars, hafði Ólafur Jóhannes-
son lýst því yfir í áramótagrein, að
hann teldi æskilegast, að sam-
komulag næðist um að varnarliðið
hyrfi á brott í áföngum, til dæmis
þremur eða fjórum.
„Fallegur er kassinn, en ekki
veit ég um innihaldið," sagði for-
sætisráðherra síðan 21. mars 1974,
er hann tók við listunum með
55.522 nöfnum. heir félagar höfðu
á orði, er afstaða Ólafs var rædd,
að hann hefði örugglega breytt
mikið um skoðun síðan þetta var,
og fyllilega bætt um með einarðri
afstöðu sinni sem utanríkisráð-
herra gegn Alþýðubandalaginu í
ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen.
F.P.
Við undirrituð skorum é rikisstjórn og Al'þingi að standa vörð um
öryggi og sjélfstÆði íslensku þjóðarinnar með því að treysta sam-
starfið innan Atlantshafsbandalagsins, en leggja á hilluna ótíma-
bær éform um uppsögn varnarsamningsins við Bandarikin og brott -
',sun varnctrliðsins. ___
Texti undirskriftalistanna, sem 55.522 einstaklingar rituðu nöfn sín undir.
Ólafur Jóhannesson fv. forsætisráðherra:
Þátttakan meiri en
ég hafði reiknað með
Var áður búinn að gera mér grein fyrir að ekki
var forsvaranlegt að hafa landið varnarlaust
„ÉG VILDI kanna það, en ég get
sagt það nú að þegar áður en þess-
ir undirskriftalistar voru afhentir
mér var ég búinn að gera mér
grein fyrir, að við ríkjandi aðstæð-
ur var ekki forsvaranlegt að hafa
landið varnarlaust,“ sagði Ólafur
Jóhannesson er blaðamaður Mbl.
spurði hann, hvort hann hefði talið
grundvöll fyrir því að varnarliðið
yfirgæfi ísland er hann gekk frá
málefnasamningi ríkisstjórnar
sinnar, er sat að völdum þegar
undirskriftasöfnun Varins lands
fór fram.
Ólafur sagði það rétt vera, að
ákvæðið um endurskoðun varn-
arsamningsins og brottför varn-
arliðsins á kjörtímabilinu -hefði
verið sett í málefnasamninginn
að kröfu Alþýðubandalagsins,
sem var aðili að ríkisstjórn
Ólafs. Um þennan lið málefna-
samningsins sagði Ólafur: „hað
var sagt að stefnt skyldi að því
að þetta ætti sér stað á kjör-
tímabilinu. hað var nú ekki sagt
meira, enda var nú svo mikið að
gera á fyrri árum kjörtímabils-
ins að það var ekki fyrr en á
seinni hluta þess sem utanríkis-
ráðherra fór að vinna að þessu.
Ég taídi og tel að það hafi verið
eðlilegt að gera ráð fyrir endur-
skoðun á þessum samningi. há
voru um 20 ár liðin frá því varn-
arliðið kom og fengin af því
reynsla. há var þetta í samræmi
við samþykktir sem oft hafa ver-
ið gerðar á flokksþingum Fram-
sóknarflokksins."
— En voru ekki miklar deilur
innan Framsóknarflokksins á
þessum tíma, einmitt vegna
þessa máls?
„hað voru skiptar skoðanir
innan Framsóknarflokksins og
hafa alltaf verið, en eigi að síður
held ég að það hafi alltaf verið
ríkjandi skoðun þar, að það ætti
að halda vakandi og lifa eftir því
skilyrði sem sett var, að hér ætti
ekki að vera varnarlið á friðar-
tímum. í kringum 1970 var að
vísu komin talsverð þíða í al-
þjóðaviðskiptum og slökunar-
stefna ríkjandi, þannig að ég
taldi eðlilegt að þetta væri sett í
stjórnarsáttmálann, en þar var
jafnframt tekið fram að við yrð-
um áfram í NATO, því yrði ekki
breytt."
Ólafur sagði síðan eins og að
framan greinir, að hann hefði
verið búinn að gera sér grein
fyrir því, áður en honum voru
afhentir undirskriftalistarnir,
að við ríkjandi aðstæður hefði
ekki verið forsvaranlegt að hafa
landið varnarlaust. Hann var í
framhaldi af því spurður, hvort
hann væri einn af þeim 55.522
íslendingum sem rituðu nöfn sín
á listana. „Nei, ég skrifaði nú
ekki undir," svaraði hann. Hann
var þá spurður, hvort niðurstaða
söfnunarinnar hefði komið hon-
um á óvart sem forsætisráð-
herra. „hátttakan í henni var
meiri en ég hafði reiknað með.“
Aðspurður um hvort hann hefði
orðið fyrir vonbrigðum með
þessa skýru afstöðu landsmanna
sagði hann: „Ja, þátttakan var
heldur meiri en ég hafði reiknað
með.“
Um áhrif söfnunarinnar sagð-
ist Ólafur ekki telja að hún hefði
haft afgerandi áhrif á stjórn-
völd. Hann sagðist sjálfur hafa
verið búinn að mynda sér þessa
sömu skoðun og um afstöðu sína
á síðari árum sagði hann: „t rík-
isstjórn minni 1978—1979 þurfti
samþykki ríkisstjórnarinnar
allrar til meiriháttar fram-
kvæmda. í málefnasamningi rík-
isstjórnar Gunnars Thoroddsen
er síðan ekki minnst einu orði á
þetta og ég túlkaði það að sjálf-
sögðu þannig, að utanríkisráð-
herra hefði þetta vald, eins og
aðrir ráðherrar yfir sínum mál-
efnum." hess má geta að Ólafur
var utanríkisráðherra í ríkis-
stjórn Gunnars Thoroddsen.
Ólafur var spurður, hvort
hann teldi að skoðanir innan
Framsóknarflokksins hefðu
breyst frá þessum tíma varðandi
afstöðuna til varna landsins.
Hann svaraði: „Ég veit það ekki.
Skoðanir innan Framsóknar-
flokksins hafa alltaf verið skipt-
ar í sambandi við varnarliðið.
har hefur alltaf verið hópur
manna sem hefur haft sínar efa-
semdir."
Ólafur Jóhannesson sagði að-
spurður í lokin, að hann væri í
dag þeirrar skoðunar að ekki
væri unnt að láta varnarliðið
fara, aðstæður væru þannig.
Hann sagði síðan: „Ég sé per-
sónulega ekki aðra skárri leið til
að tryggja öryggi íslands sem
best en þessa sem við höfum vai-
ið, að vera í NATO og hafa varn-
arliðið, en alltaf þarf að huga að
öllum samningum og breyta
kannski einhverjum einstökum
atriðum, einnig varnarsamn-
ingnum.