Morgunblaðið - 21.03.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.03.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1984 23 Stórnjósnarinn Arne Treholt: Vann fyrir KGB af „hugsjón" en fyrir íraka í ábataskyni? Ósló, 20. mars. Frá Jan Erik Lauré, frcttarilara Mbl. EINS og sagt hefur vcrið frá í fréttum njósnaði Arne Treholt ekki aðeins fyrir Sovétmenn, heldur einnig fyrir írösku leyniþjónustuna. Það hcfur komið fram hjá norsku leyniþjónustunni, að hennar menn hafi verið búnir að ráða dul- málið, sem Treholt og Sovétmcnnirnir notuðu þegar þeir mæltu sér mót erlendis, og þess vegna kom það Norðmönnunum mjög í opna skjöldu þegar Treholt átti fund í Aþenu í fyrra með manni, sem þeir báru engin kennsl á. Norska leyniþjónustan vill ekkert um það segja hvernig henni tókst að ráða fram úr dulmáli Treholts og KGB en það gerði henni hins vegar kleift að fylgja honum eftir til Helsinki, New York, Vínar og Aþenu. Fund- urinn með ókunna manninum í Aþenu var ljósmyndaður í bak og fyrir og þegar leyni- þjónustumönnunum varð ljóst um hvern var að ræða tók málið dálítið óvænta stefnu. Það var ekki aðeins, að Treholt njósnaði fyrir Rússa, heldur var hann einnig á mála hjá írökum og maðurinn á myndinni var Radhi A. Mohammed, einn þeirra helsti njósnari. Treholt hefur ekki verið jafn samstarfsfús í yfirheyrslunum og haldið var og játar ekk- ert á sig nema sannanirnar séu lagðar á borðið. Hann hafði heldur ekkert sagt um samband sitt við íraka fyrr en honum var sýnd myndin af þeim Radhi saman. Þá ját- Arne Treholt með íraska njósnaforingjanum Radhi A. Mohammed. Myndin var tekin í Aþenu 19. október á sl. hausti, en þá var Radhi starfsmaður íraska sendiráðsins þar en er nú fyrsti sendiráðsritari íraska sendiráðsins í Par- ís. Treholt hefur játað að hafa átt marga fundi með honum í báðum þessum borgum. AP aði hann að hafa njósnað fyrir þá í tvö ár, 1981—83, og þegið 50.000 dollara fyrir. Um- samin árslaun hans fyrir þessar njósnir voru 20.000 dollarar. Haft er eftir heimildamönnum innan norsku leyniþjónustunnar, að Treholt hafi sjálfur haft frumkvæðið að njósnunum fyrir Iraka enda er afar ósennilegt, að Rússar hafi viljað deila honum með öðrum. Sovét- menn og írakar hafa að vísu náið samband og láta upplýsingar oft leka hvorir til ann- arra en KGB hefur örugglega ekki viljað láta einhverja íraska „fúskara" eyðileggja feril stórnjósnarans Arne Treholts. Líklegt þykir, að Treholt hafi njósnað fyrir Rússa af „hugsjónaástæðum" og til þessa hefur hann aðeins viðurkennt að hafa þegið af þeim 2.500 dollara upp í ferðakostn- að. Um Iraka gegndi hins vegar öðru máli. Þeir eru kunnir að því að borga sínum njósnurum vel og Treholt hefur sennilega hugsað sem svo, að úr því hann njósnaði fyrir Sovétmenn gæti hann alveg eins selt einhverju öðru ríki upplýsingar fyrir ein- hvern pening. Peningana, sem Treholt fékk fyrir njósn- irnar, lagði hann inn á banka erlendis, eink- um í Sviss. Þessir reikningar hafa nú verið „frystir" en ekki hefur verið upplýst hve margir þeir eru eða hve mikla peninga þeir geyma. Jarðskjálfti í Samarkand Mo.skvu, 20. marz. AP. HARÐUR jarðskjálfti varð í dag í Sovétlýðveldunum llzbekistan og Turkmenistan í Mið-Asíu. Olli jarðskjálftinn tjóni í mörgum borg- um og bæjum, þar á meðal borgun- um Tashkent og Samarkand. Sov- ézka fréttastofan TASS greindi hins vegar ekki frá neinu manntjóni í frásögn sinni af jarðskjálftunum. Jarðskjálftinn var harðastur í Hætt verði vopnasölu til Jórdaníu Washington, 20. marz. AP. GGORGE P. Shultz, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hefur hvatt Reagan forseta til þess að falla frá áformum um að selja loftvarnaeldflaugar til Jórdaníu, þar sem andstæðingar þessarar vopnasölu væru nú að komast í meirihluta í öldungadeild Banda- ríkjaþings. Fulltrúi öldungadeildar- þingmannsins Robert Pack- woods úr Repúblikanaflokknum sagði í dag, að 45 þingmenn í öldungadeildinni hefðu undirrit- að bréf, sem yrði sent Reagan forseta á miðvikudag, en þar væri mælt með því, að hætt yrði við vopnasöluna til Jórdaníu vegna neitunar Husseins kon- ungs við að styðja friðarviðleitni Bandaríkjamanna í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins. Larry Smith, einn af þing- mönnum Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur beitt sér mjög gegn þess- ari vopnasölu. Hann sagðist í dag hafa stuðning 100 þing- manna, sem væru ákveðnir í að koma í veg fyrir þessa vopna- sölu. Gazli, smáborg, sem varð mjög illa úti í jarðskjálftum 1976. Það er mjög sjaldan sem sovézk stjórn- völd skýra ítarlega frá tjóni og mannsköðum af völdum náttúru- hamfara. Það hefur því gefið til- efni til bollalegginga um, að tjón af völdum jarðskjálftans nú hafi verið umtalsvert, úr því að skýrt var frá honum á annað borð. Borgin Mashhad, sem er í norð- austurhluta Irans nærri sovézku landamærunum, varð einnig fyrir jarðskjálftanum í dag. Samkvæmt frásögn útvarpsins í Teheran var ekki vitað um, að hann hefði haft neitt tjón í för með sér. Bandaríska jarðfræðistofnunin í Golden í Kaliforníu hefur skýrt svo frá, að jarðskjálfti þessi hafi mælzt 7.1 stig á Richtersmæli, sem þýði, að hann hafi verið mjög öflugur og gæti hafa haft mikið tjón í för með sér. Stangaveiði vinsæl meðal Norðmanna Osló, 20. mars. Frá Jan Grik Lauré, fréttaritara Mbl. SKOÐANAKANNANIR SÝNA að 1,2 milljónir Norðmanna eyða frístundum sínum meira og minna við stangaveiðar. Að meöaltali veiða Norðmenn þessir 10 daga ár hvert og er bráðin fyrst og aborri og gedda. Þessar sömu kannanir gátu þess að urriðinn væri vinsælasti fisk- urinn hjá sportveiðimönnum, einkum og þó sér í lagi vegna þess að mjög mikið er víða af honum, svo er veiði hans langt frá því eins dýr og laxveiðin. Norðmenn veiða bæði sjóurriða og vatnaurriða og á það einnig við um bleikjuna. Stangaveiði á vaxandi vinsæld- um að fagna í Noregi og æ fleiri leggja lag sitt við hana. Nóg pláss fremst lax, urriði og bleikja, en einnig er fyrir stangaveiðimenn í Noregi, á skrá eru 408 ár með laxi, sjóbirt- ingi og sjóbleikju og þá eru ótalin öll stöðuvötnin með vatnafiskin- um. Álitið er að norskir stanga- veiðimenn hafi á síðustu 15 árum dregið á land 3,8 milljónir tonna af vatnaurriða og 1,2 milljónir tonna af laxi og sjóurriða. Bleikj- an þykir ekki eins „fínn“ fiskur í Noregi og fer því minni fregnum af þeim afla. Harkan vex í brezka kolanámaverkfallinu London, 20. marz. AP. VERKFALLSMENN í brezkum kolanámum héldu því fram í dag, að ríkisstjórn íhaldsflokks- ins hefði komið á hernaðar- ástandi í landinu með því að skipa fjölmennu lögregluliði til gæzlu við kolanámur í landinu. Enn er unnið við um fjórðung kolanáma í landinu þrátt fyrir verkfallið, sem nú hefur staðið yfir í 9 daga. Foringjar verkfallsmanna í kolanámum í Kent sögðust í dag ætla að fá dómsúrskurð, þar sem lögreglunni yrði bannað að 'setja upp götu- hindranir til þess að koma í veg fyrir, að verkfallsverðir kæmust inn í Nottingham- shire. Þar eru næstmestu kolanámur Bretlands, en námamenn þar hafa neitað að fara í verkfall. „Það ríkir nánast hernaðar- ástand, þar sem fólk verður að sýna persónuskilríki í bók- staflegri merkingu til þess að komast frá einum stað til ann- ars“, sagði Arthur Scargill, leiðtogi samtaka kolanámu- manna, í útvarpsviðtali í dag. Um 8.000 lögreglumenn fylgjast með því, að náma- menn, sem vilja vinna, komist á vinnustað óhindraðir af verkfallsvörðum. Skýrði yfir- stjórn kolanámanna frá því, að 42 kolanámur af 174 væru starfræktar áfram með eðli- legum hætti þrátt fyrir verk- fallið. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Jan ............ 2/4 Jan ........... 16/4 Jan ........... 30/4 ROTTERDAM: Jan ............ 3/4 Jan ........... 17/4 Jan ............ 1/5 ANTWERPEN: Jan ............ 4/4 Jan ........... 17/4 Jan ............ 2/5 HAMBORG: Jan ........... 23/3 Jan ............ 6/4 Jan ........... 19/4 Jan ............ 4/5 HELSINKI/TURKU: Mælifell ...... 22/3 Hvassafell .... 31/3 Hvassafell .... 26/4 LARVIK: Francop ....... 26/3 Francop ........ 9/4 Francop ....... 23/4 Francop ........ 7/5 GAUTABORG: Francop ....... 27/3 Francop ....... 10/4 Francop ....... 24/4 Francop ........ 8/5 KAUPMANNAHÖFN: Francop ....... 28/3 Francop ....... 11/4 Francop ....... 25/4 Francop ........ 9/5 SVENDBORG: Francop .. 29/3 Francop .. 12/4 Francop .. 26/4 Francop .. 10/5 ÁRHUS: Francop ... 30/3 Francop ... 13/4 Francop ... 27/4 Francop ... 11/5 FALKENBERG: Helgafell ... 11/4 Ship ... 25/4 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell ... 24/3 Jökulfell ... 13/4 Skaftafell ... 25/4 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ... 26/3 Skaftafell ... 26/4 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.