Morgunblaðið - 21.03.1984, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1984
Úrslitakeppni 1. deildar
hefst á föstudagskvöld
ÚRSLITAKEPPNIN í 1. deMd karla
í handknattleik hefst næstkom-
andi föstudag, 23. marz. Þá fara
fram tveir leikir í Seljaskóla.
Klukkan 20.00 leika Stjarnan og
Víkingur og strax á eftir FH og
Valur. Á laugardag leika svo FH
og Stjarnan kl. 14.00 í Seljaskóla
og kl. 15.15 Valur og Víkingur. Á
sunnudagskvöld leika svo kl.
20.00 Víkingur — FH og Stjarnan
— Valur. Fyrsta umferöin veróur
öll í íþróttahúsi Seljaskóla.
Önnur umferö keppninnar fer
j fram í íþróttahúsinu á Digranesi í
Kópavogi og fer hún fram 30., 31.
marz og 1. apríl. Þriðja umferðin
fer fram í Laugardalshöllinni og
fjóröa og síöasta umferöin, þar
sem úrslitin væntanlega ráöast, fer
fram i íþróttahúsinu í Hafnarfiröi.
Keppni í neöri hluta 1. deildar
hefst á Akureyri á föstudagskvöid-
iö og þar veröur leikiö alla helgina.
Keppni í efri hluta 2. deildar
hefst í Vestmannaeyjum á föstu-
dagskvöldiö kl. 20.00 meö leik
UBK og Gróttu. Síðan leika Fram
og Þór. Keppninni veröur svo fram
haldið á laugardag og sunnudag.
— ÞR
VINNUBRÖGÐ stjórnar Knatt-
spyrnusambands islands hafa
löngum veriö til mikils sóma í
hvívetna. Fyrir nokkru sendi
stjórnin frá sér leikjaskrá fyrir
keppnistímabilið 1984. Er þaö til
mikillar fyrirmyndar aö ganga
svona snemma frá mótskrá og
mættu önnur sérsambönd innan
ÍSÍ taka KSÍ sér til fyrirmyndar.
Laugardaginn 12. maí leika ÍA
og ÍBV í meistarakeppni KSI. Fyrsti
leikurinn í 1. deild veröur fimmtu-
daginn 17. maí og er hann á milli
Víkings og KR.
Síðasti knattspyrnuleikurinn
sem leikinn veröur á keppnistíma-
bilinu veröur landsleikurinn gegn
Wales í Wrexham í undankeppni
HM. Hann fer fram 14. nóvember.
Mótanefnd KSÍ skipa Ingvi Guö-
mundsson formaöur, Helgi Þor-
valdsson og Siguröur Hannesson.
— ÞR
• Úrslitakeppni 1. deildar hefst á föstudagskvöldiö í íþróttahúsi Seljaskóla. Fjóróa og síðasta umferö
keppninnar fer fram í Hafnarfiröi og lýkur sunnudaginn 15. apríl. Mikil aösókn var aö úrslitakeppninni í fyrra
og má búast vió fullu húsi áhorfenda í keppninni í ár ef aö líkum lætur.
• Þaö veróur mikiö um að vera hjá knattspyrnumönnum á keppnis-
tímabilinu sem er framundan. Þá stendur íslenska landslióið frammi
fyrir stórum verkefnum. Hér má sjá Ragnar Margeirsson í landsleik
gegn Spánverjum, en þeir verða meðal mótherja íslands í forkeppni
HM sem hefst í haust.
Lijfikjaskrá
KSI komin út
Leikið í Evrópukeppnunum í knattspyrnu í kvöld:
Hvaða lið komast
í 4 liða úrslitin?
Evrópukeppni meistaraliða:
Rapid Wien (Austurríki) — Dundee United (Skotlandi) . 2—1
AS Roma (ftalíu) — Dynamo Berlin (A-Þýskalandi) ..... 3—0
Dynamo Minsk (Sovét) — Dinamo Bukarest (Rúmeniu) .... 1—1
Liverpool (England) — Benfica (Portúgal) ............ 1—0
Evrópukeppni bikarhafa:
Barcelona (Spáni) — Mancheater United (Englandi) ... 2—0
Porto (Portúgal) — Shakhtyor Donetsk (Sovétríkjunum) ... 3—2
Haka (Finnlandi) — Juventus (ftalíu) ....................................._0—1
Ujpest Dozsa (Ungverjalandi) — Aberdeen (Skotlandi) ........................ 2—0
UEFA-bikarinn:
Tottenham (Englandi) — Austria Wien (Austurríki) _....... 2—0
Sparta Prag (Tékkósl.) — Hajduk Split (Júgóslavíu) ... 1—0
Anderlecht (Belgíu) — Spartak Moskva (Sovétríkjunum) ... 4—2
Nottingham Forest (Englandi) — Sturm Graz (Austurriki) . 1—0
í KVÖLD fer fram síðari umferö-
in í átta liða undanúrsfitunum í
Evrópukeppnunum í knatt-
spyrnu. Fjórir leikir í keppni
meistaraliöa, UEFA-keppnínni
og keppni bikarhafa.
Margir
spennandi leikir eru á dagskrá
og fróðlegt veróur aó sjá hvaóa
liö komast áfram.
Úrslit leikja í
fyrri umferöinni uröu þessi hjá
liðunum:
• Bruno Conti til hægri er einn besti leikmaóur Roma og hefur
leikiö mjög vel meó liðinu í Evrópukeppni meistaraliða. Roma er
nokkuð öruggt í fjögurra liöa úrslit keppninnar.
Ef viö lítum fyrst á keppni
meistaraliöa, þá bíöa vist flestir
eftir úrslitum í leik Benfica og
Liverpool. Benfica getur veriö
hættulegt á heimavelli sínum og
ef tekið er miö af því aö Liver-
pool hefur ekki leikiö eins og þaö
getur gert best aö undanförnu
má allt eins búast viö óvæntum
úrslitum í leiknum. En Liverpool
þolir 1—2 tap í leiknum í kvöld
og kæmist samt áfram á marki
skoruöu á útivelli.
Reikna má meö því aö liö
Roma sé öruggt áfram og flestir
spá því aö það veröi lið Roma og
Liverpool sem mætist í úrslita-
leiknum. Þaö er aö segja ef liöin
dragast ekki saman í næstu um-
ferð.
• Fyrirliöi Man. Utd., Bryan
Robson, hefur leikiö af hreinni
snilld í síðustu leikjum og skor-
aö falleg mörk. Man. Utd. má
taka á honum stóra sínum ef
liðið á aó komast áfram og sigra
Barcelona. En takist Robson og
félögum hans vel upp getur allt
gerst og ef miöa á við síðustu
leiki hjá Man. Utd. sigrar liöíö
Barcelona í kvöld, hvort sigur-
inn verði nægilega stór er svo
önnur saga.
Dundee á enn möguleika tak-
ist þeim vel upp í kvöld þar sem
þeim tókst aö skora á útivelli.
j Evrópukeppni bikarhafa
veröa hörkuleikir. Mikiö stuö er á
Manchester United um þessar
mundir og má mikiö vera ef liðið
sigrar ekki Barcelona í kvqld og
kemst áfram j keppninni þrátt
fyrir 2—0 tap í fyrri leik liðanna.
Juventus er alveg öruggt meö
sigur gegn finnska liöinu Haka á
heimavelli sínum. Fyrri leik liö-
anna lauk meö 1—0 sigri Juvent-
us sem þótti lítið. Leikmenn Ju-
ventus reyna því örugglega aö.
laga markatöluna í kvöld.
Aberdeen hefur ekki mikla
möguleika á aö komast áfram
gegn sterku liði Doza frá Ung-
verjalandi. Aberdeen tapaöi fyrri
leik liöanna 0—2. Og þó aö liöiö
leiki vel á heimavelli og hafi Evr-
ópumeistaratitil aö verja fellur
liöiö sennilega út úr keppninni.
I UEFA-keppninni veröur aö
telja líklegt aö bæöi ensku liöin
Tottenham og Notthingham For-
est komist áfram. Þá er næsta
víst aö Anderlecht komist áfram
þó aö leikurinn í Moskvu í kvöld
veröi erfiöur og tapist. En varla
ná Rússar betra markahlutfalli en
Anderlecht sem skoraöi fjögur
mörk í fyrri leiknum. Til gamans
spáir Morgunblaöiö því aö þessi
liö komist í fjögurra liöa úrslit í
Evrópukeppnunum:
Evrópukeppni meistaraliða:
Rapid Vín, Austurríki.
As Roma, Ítalíu.
Dynamo Minsk, Rússlandi.
Liverpool, Englandi.
Evrópukeppni bikarhafa:
Manchester United, Englandi.
Donetsk, Rússlandi.
Juventus, Ítalíu.
Ujpest Doza, Ungverjalandi.
UEFA-bikarinn:
Tottenham, Englandi.
Hjduk Split, Júgóslavíu.
Anderlecht, Belgíu.
Notthingham Forest, Englandi.
— ÞR.