Morgunblaðið - 21.03.1984, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1984
Atvinniivegirnir verða að kom-
ast að á peningamarkaðnum
— og ríkið að draga saman seglin
*
— Ræða Víglundar Þorsteinssonar, formanns FII, á ársþingi iðnrekenda í gær.
Hér fer á eftir í heild ræða Víg-
lundar l'orsteinssonar, formanns
Kélags ísl. iðnrekenda, á ársþingi
iðnrekenda í gær:
Árið 1983 var íslenskum iðnaði
fremur hagstætt. Þrátt fyrir 5%
samdrátt þjóðarframleiðslunnar,
var víða vöxtur í iðnaði. Jafnframt
batnaði afkoma iðnaðarins í heild á
árinu.
Sá bati sem í iðnaðinum varð á
sl. ári vekur vonir um að honum
takist að fullu að vinna upp tap-
reksturinn 1981 og fyrri hluta árs-
ins 1982 á þessu ári ef ekkert óvænt
kemur upp á.
Þegar litið er á einstakar greinar
iðnaðarins á sl. ári kemur í ljós að
bætt afkoma og vöxtur iðnaðar-
framleiðslunnar er ekki í þeim öll-
um. Góður vöxtur var í útflutnings-
framleiðslunni á árinu. Talið er að
hún hafi aukist um 5%. Þessi vöxt-
ur kemur fram í öllum þáttum út-
flutningsframleiðslunnar, nema
hvað samdráttur er hjá skinnaiðn-
aði og einnig varð verulegur sam-
dráttur í framleiðslu á prjónahandi
og lopa til útflutnings, þannig að
þrátt fyrir aukna framleiðslu á til-
búnum fatnaði úr ull stóð ullar-
vöruútflutningurinn í heild sinni í
stað.
Framleiðsla áls og kísiljárns
jókst á árinu og einnig var góð
framleiðsluaukning í niðursuðu- og
niðurlagningariðnaði. Framleiðsla
á kísilgúr var óbreytt, enda
afkastageta verksmiðjunnar full-
nýtt.
30% af heildarútflutningi
Á síðasta ári var mikill vöxtur í
útflutningi ýmiss konar iðnaðar-
vöru sem verið hefur á nokkru til-
raunastigi undanfarin ár. Hér er
um að ræða iðnaðarvörur fyrir
sjávarútveg, svo sem umbúðir,
veiðarfæri, vélar og plastvörur og
ýmsar aðrar vörur, svo sem máln-
ingu, harðfeiti, þangmjöl og vikur.
Útflutningsaukningin á þessum
vörum í heild varð tæplega 60% og
heildarútflutningur þeirra nam
samtals um 250 milijónum króna
að fob-verðmæti. Þó hér sé ekki um
að ræða háar fjárhæðir, enn sem
komið er, er þetta engu að síður
athyglisverður vöxtur. Ef við lítum
nokkur ár til baka þá var þessi
starfsemi vart mælanleg í heildar-
útflutningi landsmanna, en á síð-
asta ári var hún 1,5% af öllum út-
flutningi.
Heildarútflutningur iðnaðarvöru
á sl. ári jókst hins vegar miklu
meir en sem nam aukningu út-
flutningsframleiðslunnar. Fyrst og
fremst vegna þess að mikið gekk á
birgðir fullunninna iðnaðarvara
einkum áls.
Útflutningsverðmæti iðnaðar-
vöru var samtals 5500 milljónir
króna eða 30% af heildarútflutn-
ingi okkar. Það er hæsta hlutfall
iðnaðarvöruútflutnings frá upp-
hafi. Sambærilegt hlutfall árið
1982 var 23%. Það ár telst mér til
að iðnaðarvöruútflutningur hafi
numið 151 milljón dollara en hann
varð 220 milljónir dollara á síðasta
ári.
Góður vöxtur í
mörgum greinum
Þegar litið er á hinar hefð-
bundnu heimamarkaðsgreinar iðn-
aðarins má segja að skipst hafi á
skin og skúrir. Þannig var góður
vöxtur í mörgum greinum, óbreytt
framleiðsla í öðrum og loks sam-
dráttur í nokkrum.
Ein stærsta heimamarkaðsgrein-
in er matvæla- og drykkjar-
vöruiðnaður. Þar var um verulega
framleiðsluaukningu að ræða. Sú
aukning virðist hafa verið nokkuð
almenn í greininni í heild með
þeirri undantekningu að samdrátt-
ur í öl- og gosdrykkjaframleiðslu
varð um 15%. Þann samdrátt má
fyrst og fremst rekja til þeirrar
ofsköttunar sem beitt hefur verið
af hálfu ríkisins á öl og gosdrykki.
Lætur nú nærri að 50% af smá-
söluverði þessarar vöru renni í rík-
issjóð í formi ýmissa skatta. Með
sama áframhaldi er ekki annað að
sjá en að gengið verði af þessari
framleiðslu dauðri innan fárra ára.
í plastiðnaði og umbúðaiðnaði
var mjög góður vöxtur eða rúmlega
10%, sambærilegur vöxtur var í
hreinlætisvöruframleiðslu og um
15% vöxtur í öðrum efnaiðnaði.
Húsgagna- og innréttingafram-
leiðsla stóð líklega í stað á sl. ári,
en hins vegar jók þessi grein veru-
lega markaðshlutdeild sína því um
talsverðan samdrátt var að ræða á
innfluttum húsgögnum og innrétt-
ingum. Þannig að þrátt fyrif
minnkandi eftirspurn eftir hús-
gögnum og innréttingum hefur
innlenda framleiðslan haldið sín-
um hlut og samdrátturinn lent á
innflutningnum.
Á hinn bóginn varð samdráttur á
sl. ári í iðngreinum sem framleiða
fyrir sjávarútveg, einkum í málm-
iðnaði og veiðarfæraiðnaði. Sá
samdráttur á rætur sínar að rekja
til minnkandi sjávarafla og þeirra
erfiðleika sem nú ríkja í sjávarút-
vegi.
Einnig er um nokkurn samdrátt
að ræða í steinefnaiðnaði, raf-
tækjaframleiðslu og málning-
arframleiðslu vegna samdráttar í
byggingariðnaði á síðasta ári.
Munar þar mest um minnkandi
orkuframkvæmdir en einnig var
staðbundinn samdráttur á nokkr-
um stöðum úti á landi.
Samdráttur í
fataframleiðslu
Loks er þess að geta að árið 1983
var enn eitt samdráttarárið í fata-
framléiðslu fyrir heimamarkað, er
það þriðja árið í röð þar sem um
samdrátt er að ræða í greininni.
Erfiðleikar fataiðnaðarins á und-
anförnum árum eiga sér ýmsar
orsakir, en líkiega eru tvær öðrum
þyngri:
1. Erfið samkeppnisstaða á árunum
1981 og 1982 vegna rangrar geng-
isskráningar og að einhverju
leyti vegna aukins innflutnings
frá þriðja heims löndum.
2. f öðru lagi hafa tískubreytingar
leitt til verulegs samdráttar í
stórframleiðslu fatnaðar sem hér
var orðin hjá nokkrum fyrir-
tækjum.
Þrátt fyrir samdrátt hjá fataiðn-
aðinum á sl. ári hefur verið unnið
mikið starf í fyrirtækjunum í
hönnun og vöruþróun, og mörg
þeirra hafa nú lagað sig að breytt-
um markaðsaðstæðum og eru í
vexti á ný. Til marks um þetta er
að þrátt fyrir samdrátt fatafram-
leiðslunnar í heild á síðasta ári var
góður vöxtur hjá sumum fyrirtækj-
anna. Var þar um að ræða fyrir-
tæki sem fyrst urðu til að laga sig
að breyttum aðstæðum og taka upp
fjölbreyttari framleiðslu.
Mestir möguleikar
í útDutningi
Þegar vöxtur iðnaðarframleiðsl-
unnar á árinu 1983 er metinn, er
Ijóst að bætt samkeppnisstaða
samfara efnahagsbata í umheimin-
um hefur haft jákvæð áhrif á út-
flutningsframleiðslu iðnaðarvara.
Þá hefur hin bætta samkeppnis-
staða haft jákvæð áhrif á margar
heimamarkaðsgreinar. Sá eftir-
spurnarsamdráttur sem varð í
kjölfar efnahagsráðstafananna
hefur hins vegar valdið samdrætti í
greinum sem framleiða fyrir bygg-
ingariðnað. Þá hafa áföllin í sjáv-
arútvegi valdið samdrætti hjá
fyrirtækjum í veiðarfæra- og
málmiðnaði.
Við núverandi aðstæður í efna-
hagsmálum er nokkuð Ijóst að
stærstu vaxtarmöguleikar iðnaðar-
ins eru á sviði útflutningsfram-
leiðslu. Á þetta við um flestar
iðngreinar.
Ef við lítum fram á árið 1984 eru
allar líkur til þess að um áfram-
haldandi vöxt verði að ræða í út-
flutningsframleiðslu iðnaðarvara
samfara efnahagsbatanum í um-
heiminum. Mér sýnist mega gera
ráð fyrir því að útflutningsfram-
leiðslan í ár geti vaxið um 6—8%
og að útflutningur iðnaðarvöru
verði áfram um eða yfir 220 millj-
ónir dollara á þessu ári, þó nú séu
engar birgðir eldri ára til staðar.
Þá má gera ráð fyrir nokkrum
vexti í heimamarkaðsgreinum á ár-
inu. Hvort og hversu mikill hann
verður mun fyrst og fremst ráðast
af aðgerðum á sviði vöruþróunar og
markaðsmála í fyrirtækjunum
sjálfum. En þetta er hvergi nærri
nóg.
Þrátt fyrir aukningu iðnaðar-
framleiðslu á árinu 1983 skulum
við hafa það hugfast að þjóðar-
framleiðslan dróst saman um 5% á
því ári og hún mun enn dragast
saman um 4—5% á þessu ári.
Sitjum við vökina á ísnum
í ræðu minni á síðasta ársþingi
lét ég m.a. svo um mælt að fyrir-
sjáanlegur samdráttur þjóðar-
framleiðslu árin 1983 og 1984 gæti
orðið 6—8%. Ég sagði jafnframt að
ef það gengi eftir yrði þjóðarfram-
leiðslan 12—14% minni á mann í
árslok 1984 en hún var á árinu
1981. Með öðrum orðum þjóðar-
framleiðslan nú í árslok yrði komin
niður í það sama og 1976. Slíkum
samdrætti líkti ég við það að við
yrðum búin að glata öllum ávinn-
ingnum af útfærslunni í 200 mílur.
Ég hef því miður ekki ástæðu til
þess að breyta þessum orðum. I öll-
um meginatriðum sýnist mér að
þessi spá muni ganga eftir. Þessi
samdráttur hefur smátt og smátt
verið að koma fram í lífsafkomu
fólks og lífskjörin hafa versnað í
réttu hlutfalli við hann.
Afleiðingarnar eru síðan þær að
við íslendingar höfum fyllst von-
leysi og óöryggi. Fólk óttast vinnu-
samdrátt og atvinnuleysi og skortir
jákvæða trú og framtíðarsýn til
nýrra og betri tíma.
Við þurfum ekki annað en líta
yfir fyrirsagnir blaða og hlusta á
útvarp og sjónvarp þessa dagana
til þess að sjá hvernig þetta birtist.
Meginviðfangsefni fjölmiðla
þessa dagana eru þau hvort vænta
megi þorskgöngu frá Grænlandi,
nýrrar loðnugöngu upp að Vestur-
landi nú eða hvort unnt sé að fá
kvótann stækkaðan fyrir einstök
byggðarlög.
Með öðrum orðum vonir okkar
íslendinga þessa dagana eru
bundnar við óvæntar guðsgjafir og
„himnasendingar".
Með þessu er ég ekki að gera lítið
úr guðsgjöfum sem við íslendingar
höfum svo sannarlega notið ríku-
lega. Síður en svo. En það sem
skelfir mig er að hinn ævaforni
hugsunarháttur veiðimannaþjóðfé-
lagsins skuli vera svona áberandi á
íslandi árið 1984.
Þótt ekki sé saman að jafna
koma mér ósjálfrátt í hug lýsingar
heimskautafaranna gömlu á Iífs-
baráttu eskimóa á norðurslóðum,
þar sem tilviljanakennd vetrarsel-
veiði veiðimannsins skipti sköpum.
Réð úrslitum um hungur eða alls-
nægtir.
Nú kann ýmsum að þykja sem
þessi líking sé alisherjar svartsýn-
israus. Víst er að ólíku er saman
jafnað. En spurningin er: Hver er
munurinn á því að sitja við vökina
á ísnum og bíða eftir því að selur
reki upp hausinn, eða að bíða eftir
þorskgöngunni frá Grænlandi? Er
ekki hér á ferðinni sama úrræða-
leysið, sama vantrúin á eigin getu
til að breyta ástandinu?
Pólitískt frum-
kvædi skortir
Hér verður hver að svara fyrir
sig. Eitt er þó víst. Við íslendingar
erum í ákveðinni sjálfheldu í at-
vinnumálum. Okkur vantar póli-
tískt frumkvæði til að brjótast úr
henni.
Niðurstaða fiskifræðinga um
ástand fiskstofnanna við landið
þýðir að við verðum að gera ráð
fyrir lítið breyttum sjávarafla
næstu árin a.m.k. Sú staðreynd
þýðir að störfum í sjávarútvegi
hlýtur að fækka verulega á þessu
og næsta ári.
Þetta er flestum okkar ljóst í
dag. Okkur virðist hins vegar ekki
Ijóst hvernig við ætlum að vinna
okkur út úr þessum vanda.
Að vísu er mikið talað um nauð-
syn alhliða iðnaðaruppbyggingar
til að bæta hér úr og er það vel.
Orð eru til alls fyrst; en orðum
verða að fylgja athafnir.
Það er öruggt að alhliða upp-
bygging iðnaðar getur bætt okkur
upp áföllin á undangengnum árum
og gott betur. Iðnaður hér á landi
mun halda áfram að vaxa. En hann
mun ekki vaxa nógu hratt nema að
til komi ný og stórhuga stefna í
efnahagsmálum.
Meginhlutverk stjórnmála-
manna í dag er að móta slíka
stefnu. Stefnu sem losar um höml-
ur sem lagðar hafa verið á ein-
staklinga og atvinnufyrirtæki á
undanförnum árum og örvar þessa
aðila til fjárfestingar og uppbygg-
ingar í atvinnulífinu.
Við verðum að rífa stjórnmála-
umræðuna upp úr dægurþrasi og
ómerkilegu bagsmunapoti. Við
verðum að beina umræðunni að því
hvernig við getum bætt úr þeim
mörgu þáttum sem úrskeiöis hafa
farið á undanförnum árum og lagt
grunn að traustu og heilbrigðu
efnahagslífi, sem örvi hagvöxt á
næstu árum og bæti lífskjör.
Sú barátta sem háð hefur verið
við verðbólguna á undanförnum
misserum er til lítils nema til komi
ný heildarstefna í efnahagsmálum.
Við verðum að muna það að sá
árangur sem náðst hefur í verð-
bólgubaráttunni er ekki sigur í
stríðinu heldur eingöngu í fyrstu
orrustunni. Stríð er bara rétt að
byrja og það er margra ára barátta
framundan.
Óðaverðbólgan hefur haft marg-
vísleg skaðvænleg áhrif á efna-
hagskerfið sem nú þarf að bæta úr.
Það er kunnugt hvernig innlán í
bönkum og sparisjóðum fóru ört
minnkandi í hlutfalli við þjóðar-
framleiðslu framan af síðasta ára-
tug, vegna vaxandi verðbólgu og
lélegrar efnahagsstjórnar. Þótt
þetta hafi heldur snúist við á síð-
ustu árum með aukinni verðtrygg-
ingu í bankakerfinu, þá er enn
langt í það að innlán séu sambæri-
leg við það, sem þau voru fyrir
1970. Þetta hefur leitt til þess að
bankakerfið er nú gjörsamlega
ófært um að mæta eðlilegri fjár-
þörf atvinnulífsins.
Sama gildir um peningalegan
sparnað í heild, hann hefur farið
hlutfallslega minnkandi og þá fyrst
og fremst hinn frjálsi sparnaður.
Lántaka hefur hins vegar ekki
minnkað og munar þar mest um að
hið opinbera hefur í æ ríkara mæli
seilst til lántöku, til að standa und-
ir vaxandi starfsemi og fram-
kvæmdum. Þetta bil milli sparnað-
ar og eftirspurnar eftir lánsfé hef-
ur síðan verið brúað með erlendum
lánum eins og alkunna er.
Þannig var komið í árslok 1982
að innlendur sparnaður stóð aðeins
undir 56% af öllum þeim lánum
sem hið opinbera, fyrirtæki og ein-
staklingar höfðu tekið. Yfir 40% af
útistandandi skuldum þessara að-
ila voru erlend lán. Við höfum
þannig tekið nær helmingi meira
að láni en við gátum staðið undir af
eigin sparnaði. Við skuldum er-
lendis nær jafnmikið og við skuid-
um öllu innlenda lánakerfinu.
Sé litið á heildarskuldir við inn-
lenda og erlenda lánakerfið þá hef-
ur hlutur ríkis og sveitarfélaga
vaxið úr rúmlega 20% árið 1968 í
yfir 35% í árslok 1982. Hlutur at-
vinnuveganna hefur hins vegar
minnkað úr 57% í 46%. Þessi
aukna hlutdeild hins opinbera
kemur fyrst og fremst fram í er-
lendum lánum. Enda er nú svo
komið að nær tveir þriðju hlutar
allra erlendra skulda eru á vegum
þess. Hlutur atvinnufyrirtækjanna
í erlendum skuldum befur minnk-
að, enda hefur aðgangur fyrirtækj-
anna að erlendu lánsfé verði tak-
markaður með opinberu skömmt-
unarkerfi. Þetta kerfi hefur valdið
mismunun milli greina eins og öll
slík kerfi gera en oft látið undan
pólitískum þrýstingi og þá oftast
þar sem síst skyldi.
Nú þegar í óefni er komið í er-
lendum skuldum sækir hið opin-
bera í vaxandi mæli á innlendan
lánamarkað. Er nú veruleg hætta á
að hið opinbera hreinlega ryðji
fyrirtækjunum út af lánamarkaðn-
um með þeirri miðstýringu fjár-
magns sem hér hefur ríkt um ára-
bil. Hér er því ástæða fyrir stjórn-
völd í landinu að staldra við og
íhuga hvert stefnir.
Öll þekkjum við þá baráttu sem
verið hefur í þjóðfélaginu um
lánsfé á undanförnum árum, fyrst
og fremst vegna þess hve innlenda
peningakerfið hefur dregist saman
á verðbólguárunum vegna nei-
kvæðra vaxta.
Heilbrigð samkeppni um fjár-
magn í hverju þjóðfélagi er af hinu
góða og leiðir að öllu jöfnu til þess
að fjármagnið leitar þangað sem
það gefur mestan arð.
Okkar vandi er hins vegar sá að
samkeppnin um fjármagnið hér á
landi á undanförnum árum hefur
ekki farið fram á jafnréttisgrund-
velli. Stjórnmálamennirnir hafa
nefnilega haft rangt til.
í krafti löggjafarvaldsins hafa
þeir lagt undir sig æ stærri hlut
lánsfjár innanlands sem á erlend-
um mörkuðum. í krafti löggjafar-
valds hafa 60 þingmenn tekið sér
það hlutverk að hafa vit fyrir
okkur hinum 240 þúsundunum, um
það hvernig ráðstafa skuli því
lánsfé sem völ er á á hverjum tíma.
Afleiðingarnar sjáum við allt í