Morgunblaðið - 21.03.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.03.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1984 7 Hinar margeftirspuröu norsku skíöapeys- ur komnar aftur, kræktar og heilar. Margir nýir litir. Dömu- og herrastæröir. QEÍSÍBf Hin gömlu kynni skemmtun sniðin fyrir aldraða í Broadway fimmtudaginn 22. mars nk. Dagskrá: Ki. 18.00 Húsiö opnaö — fordrykkur Kl. 18.45 Sameiginlegt borðhald. Matseöill: Norölenskt hangikjöt m/uppstúfi og tilheyrandi. íslenskar pönnukökur m/rjóma og sultu. Kl. 18.55 Hljómsveit Gunnars Þóröar leikur þjóölög undir boröum Kl. 20.00 Ingveldur Hjaltested syngur m/undirleik Guöna Þ. Guömundssonar. Kl. 21.15 Tískusýning undir stjórn Hermanns R. Stef- ánssonar. Kl. 21.45 Anna Guðmundsdóttir leikkona flytur gam- anmál. Kl. 22.00 Danssýning undir stjórn Hermanns R. Stef- ánssonar. Kl. 22.15 Siguröur Ólafsson og Þuríöur Siguröardóttir syngja saman. Kl. 22.45 Dansaö til kl. 23.30. Tískusýning: Modelsamtökin sýna. Ávarp Pétur Sigurösson. Dansstjóri og kynnir veröur Hermann Ragnar Stefáns- son. Aö gefnu tilefni er ástaöa til aö vekja athygli á því aö skemmtun þessi er aðallega sniöin fyrir fólk 60 ára og eldri. Aörir dagskrárliðir: Gáta kvöldsins. Lag kvöldsins. Gestur kvöldsins. Félög og einstaklingar eru vin- samlega beöin að tilkynna þátt- töku í síma 77500 sem fyrst. 2,7% lægra skatthlutfall af þjóðarframleiðslu Tekjutap vegna lækkadra skatta 550 m.kr. Iil K— M ■■•Wtmlir akalUf 'betaw *f 77T if •erfn ^jMulrialriMii Skall paarrraakiéato IWI «f JOJT. I«N2. bærn IM2 ea •?•> Maatia lil. afc< aýrri 17.7*5 m kr trfcjar rihMa|Ma aáiaa CT.f. af » Sfcalllrkfar rikuMjMn róm fc.i 2.7S lehjaaæilaa rikaijMa Liraa )«um (Sk formaður íjar.ritinfanefndar frrAi frnn f>rir nrfndaráliti of brr>tmgar tillofum mnrihluta fjirhafS' of . idnkiptanrfndar rfn dnldar Al þinfia. rr frumvarp til brr> tinfa * trkjuakaitalofum kom til 2 um rarÁu i þinadrildinni Hann frnndi frá aýrri trkjuávtlun rik larjóA* fvrir liAandi ár. avohljAA- tolla of vorufjaldv af jmsum nauAt>njum 70 m kr of niburfrll >nf soluakatts af innfluttum vál- um. tvkjum Of tolvum 80 m kr Brrvtinfartillajrur vtjórnarliba. srm áAur hrfur vrriA frré frrin fyrir i þinffrrttum of miAaAar rru vté W.S'T mrAalhmkkun bruttAtrkna milli áranna l*W3 o* !9fU. 'óru samþv kktar Skatttekjur ríkissjóðs í hlutfalli af þjóðarframleiðslu Samkvæmt nýrri tekjuáætlun ríkissjóös fyrir árið 1984 er gert ráð fyrir því að innheimtir skattar, beinir og óbeinir, nemi 27% af áætlaðri vergri þjóðarframleiöslu. Skatttekjur rikissjóðs vóru 28,8% af þjóðarframleiðslu 1981 og 30,2% 1982. Á síðasta heila ári Ragnars Arnalds sem fjármálaráöherra vóru skatttekjur ríkis- sjóös 2,7% hærri — sem hlutfall af þjóð- arframleiðslu — en tekjuáætlun líðandi árs stendur til. Tekjuáætlun ríkissjóds Láru.s Jónsson, formaAur fjárvtitingantfndar. gerði nýlega grein fyrir nýrri tekjuáætlun ríkissjóðn 1984 í efri deild AlþingLs. Samkvæmt þessari nýju tekjuáætlun verða inn- heimtar ríkissjóðstekjur sem hér segir: • BEINIR SKATTAR, þ.e. tekjuskattur, eigna- skattur og sjúkratrygg- ingargjald 2.990 milljónir króna. • ÓBEINIR SKATTAR, þ.e. tollar, vörugjald, sölu- skattur og aðrir verðþyngj- andi skattar, 14.775 m.kr. • SAMTALS SKATT- HEIMTA, beinir og óbein- ir skattar, 17.765 m.kr. • Þessi skattheimta þýðir 27,5% hlutfall af áætlaðri vergri þjóðarframleiðslu. Samskonar hlutfall 1982 var 30,2% eða 2,7% hærri en nú. Tekjutap vegna skatta- lækkana Formaður fjárveitinga- nefndar sagði tekjutap rík- issjóðs 1983—1984 vegna lækkaðra og niðurfelldra skatta vera 550 m.kr. og sundurliðast þannig: • Vegna lækkunar tekju- skatts einstaklinga (sér- stök hækkun persónuaf- sláttar og barnabóta) 250 m.kr. • Lækkun innflutnings- gjalds af bifreiðum 50 m.kr. • Afnám 10% álags á ferðagjaldeyri 100 m.kr. • Lækkun tolla og vöru- gjalds af ýmsum nauðsynj- um 70 m.kr. • Niðurfelling söluskatts af ýmsum innfluttum vél- um, tækjum og tölvum 80 m.kr. Endurskoðað fjárlaga- dæmi, sem leitt hefur í Ijós vanáætlun útgjalda, m.a. vegna nýrra skuldbindinga er ríkissjóður hefur tekið á sig eftir að fjárlög vóru af- greidd (s_s. vegna samn- inga ASÍ og VSÍ), veldur því, að ekki er hægt að lækka skatta frekar í ár en orðið er, að sögn stjórnar- liða. Fjárlagagötin fyrr og nú Fjárlög hafa, því miður. ekki rcynzt — hin síðari árin — sá marktæki og heldi rammi utan um ríkis- sjóðsútgjöld né það hag- stjórnartæki í þjóðarbú- skapnum sem þau geta orðið og eiga að vera. I>essvegna hefur þurft að grípa til svokallaðra „auka- fjárveitinga" í enda fjár- lagaárs, til að fylla upp í fjárlagagötin. Sé horft til þriggja næstliðinna ára lít- ur dæmið þannig út: • Árið 1981 þurfti síðbún- ar „aukafjárvcitingar" fyrir 546 m.kr. sem var 10% af gjaldatölu ársins. • Árið 1982 þurfti sams- konar gatfyllingu að fjár- hæð 1.100 m.kr. sem var 14% af gjaldatölu þess árs. • \rið 1983 (síðustu fjár- lög Ragnars Arnalds) nam fjárlagahótin hvorki meira né minna en 3.300 m.kr., sem var 25%, eóa fjórðung- ur, af gjaldatölu þess árs. Hagstjórnar- tæki og heldur útgjaldarammi l»að klæðir því fyrrver- andi fjármálaráðherra illa þegar hann „kemur nú af fjöllum" vegna fjárlaga- gats, seni að hluta til a.m.k. á sér eðlilegri skýringar nú en í hans tíð. !>á vóru fjár- lögin gjarnan eins og gata- sigti, þó um þverbak keyrði 1983, þegar fjárlögin vóru nánast sýndarplagg sem enginn gerði neitt með, allra sízt höfundar þess, stefnuvitar Alþýðubanda- lagsins. Hinsvegar er það ámæl- isvert, bæði fyrr og nú, að gagnasöfnun og upplýs- ingastreymi embættis- og stjórnmálamanna, sem við fjárlagagerð fást, skuli ekki haldbetri grunnur að fjárlagagerð en raun ber vitni um. Hér er sýnilega úrbóta þörf. l>aó ríður á miklu að fjárlög séu sem raunhæfastur rammi, og heldur rammi, utan um rík- issjóðsútgjöld, og áhrifa- ríkt hagstjórnartæki i þjóð- arbúskapnum. liagræðing og sparnaður í ríkisbúskapnum, alvöru- fjárlög og „þak" á skatt- heimtu ríkLs og sveitarfé- laga sem hlutfall af þjóðar- tekjum á hverri tíð eru þær kröfur sem vinnandi fólk í landinu, skattgreióendur, sem borga ríkissjóðsbrús- ann endanlega, með einum eða öðrum hætti. gera. Þú kemst það... * Með ARMSTRONG undir bílnum. Ein mest seldu 4X4 dekkin í Bandaríkjunum. Þau grípa vel og eru mjúk, en þó óhemju slitsterk. Útsölustaðir: Hjólbarðastöðin, Skeifunni 5, Reykjavík. Hjólbarðahöllin, Fellsmúla 24, Reykjavík. Hjólbarðaþjónustan, Hvannavöllum 14B, Akureyri. >4rmstrong WE GO THE EXTRA MILE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.