Morgunblaðið - 21.03.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.03.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1984 39 verið sammála hérlendis og sýnt það margsinnis með verkum sín- um, þótt þeir láti öðruvísi á stund- um. Með þessu viðurkenna þeir vald rfkisins til afskipta og ákvarðana í þessum málum. Að sjálfsögðu er deilt um það, hvort ástæða sé til slíkra afskipta í einn eða annan tíma, en almennt er víðtækt samsinni fyrir því, að rík- ið hafi hér vissan neyðarrétt. Þessu mótmæla varla nema ein- sýnustu „frjálshyggjumenn", sem hafa það fyrir trúarsetningu, að allt gangi bezt fyrir sig meðal mannanna, ef þeir eru látnir af- skiptalausir um eigin sýslan og ákvarðanir. Þeir frelsistrúarmenn eru vissulega til bæði meðal at- vinnurekenda og verkalýðssinna, en flokkur þeirra er fáskipaður, því að fæstir þeir, sem taka sér orðin „frjálsa samninga!” í munn, reynast sjálfum sér samkvæmir. Tillaga mín býður upp á lausn til að leiðrétta þjóðfélagslegt mis- rétti, bæði meðal þeirra launþega, sem búa við bágustu kjörin, og eins meðal atvinnuveganna sjálfra, sem hafa mjög misjafnt svigrúm til aukinna launa- greiðslna. En hér er það höfuðat- riði, að vinnuveitendur láti ekki hörðustu forystumenn sína kom- ast upp með að skella skolleyrum við öllum réttlætiskröfum um bætt launakjör. Sem sjálfstæðismaður vil ég enda þetta með hvatningu til ráð- herra flokksins, að þeir dragi ekki taum þeirra afla, sem nú um langa hríð hafa notið ávaxta launa- skerðingarlaganna og hyggjast gera það til frambúðar. Ég er illa svikinn af þeim flokki, ef hann ætlar nú að bregðast því hlutverki sínu að gæta hagsmuna allra stétta, eins og hann hefur jafnan haft að leiðarljósi. ísafirði, 30. jan. 1984. Jón Valur Jensson Jón Valur Jensson er cand. theol. og forstöóumaóur Kröldskólans á Isafírði. Sovésku eldflaug- arnar gagnrýndar Vín, 19. mars. AP. TÉKKNESKIR háskólastúdentar og nokkrir sveitasrtjórnamenn eru í hópi þeirra sem að undanfórnu hafa gagnrýnt þá ákvörðun að koma fyrir nýjum sovéskum kjarnorkueldflaug- um í Tékkóslóvakíu, að því er heim- ildarmenn AP meðal tékkneskra út- laga herma. Lesendabréf hafa einnig birst í blöðum þar sem látnar eru í ljós áhyggjur út af eldflaugunum. Stjórnvöld í Tékkóslóvakíu féll- ust seint á síðasta ári á að eld- flaugunum yrði komið fyrir í land- inu. Er það að sögn gert til mót- vægis við hinar meðaldrægu kjarnorkueldflaugar Atlantshafs- bandalagsins í Evrópu. kvæman hátt er alls ekki unnt lengur að líta á menntun sem það eitt að gleypa viðtekna þekkingu, heldur sem tilraun í strangasta skilningi orðsins, þ.e.a.s. menntun er einskonar rökræða við rökvís- ina, menninguna, veröldina, sam- félagið og framtíðina: Hún birtist í vangaveltum um þau örlög sem hver og einn verður að teijast ábyrgur fyrir. Rannsóknir hverskonar og þekkingarleit halda ekki áfram að þróast, dafna og skila árangri af sjálfum sér — og alls ekki ef eng- inn stundar þær. Þær blómstra einungis þar sem aðstæður hæfa þeim og þar sem þær njóta þess frelsis og sjálfræðis sem er þeim nauðsynlegt. Að standa gegn slíkri viðleitni, eins og tíðkast í okkar samfélagi, er að draga allan kraft úr því. Slík framkoma er bæði hættuleg og til skammar. Fram- tíðin krefst þess að menntun og rannsóknir hljóti þann aöbúnað sem gerir okkur kleift að eiga hlutdeild í henni, ella verðum við undir í samfélagi þjóðanna og hættum að skilja sjálf okkur, aðr- ar þjóðir og heiminn. Er einhver á meðal okkar sem óskar þess? 1‘órður Kristinsson er prófstjóri rið Háskóla íslands. Ágúst Pétursson, Úlfar Thoroddsen og Sigríður Kristinsdóttir fyrir miðri mynd við afhendingu baðlyftunnar. Starfsfólk á sjúkrahúsinu sýnir viðstöddum notkun lyftunnar. Lions gefur baðlyftu á Patreksfirði Patreksfjördur. LAIJGARDAGINN 18. febrúar var sjúkrahúsi Patreksfjarðar færð að gjöf baðlyfta af Arjo-gerð frá Lions-klúbbi Patreksfjarðar, er klúbburinn hefur að undanförnu safnað fyrir. Ágúst H. Pétursson, formaður Lions afhenti Úlfari B. Thorodd- sen, stjórnarmanni í stjórn Sjúkra- húss og Heilsugæslustöðvar Pat- reksfjarðar, gjöfina en Úlfar síðan í umsjón Sigríðar Karlsdóttur, hjúkrunarforstjóra sjúkrahússins. Bolli Ólafsson, forstöðumaður Heilsugæslustöðvar og Sjúkra- húss Patreksfjarðar, þakkaði fyrir góða gjöf og gat þess um leið að nýlega hefðu sjúkrahús- inu verið gefin sex ný sjúkra- rúm, er að frumkvæði starfs- mannafélags sjúkrahússins hafði verið safnað til af kvenfé- lögum í V-Barðastrandarsýslu ásamt framlagi nokkurra ein- staklinga til þeirra kaupa. Elstu sjúkrarúm sem þessi nýju leysa af hólmi eru orðin allt að 50 ára gömul. Krétt»rit»ri. Leikritið „Eilíf veizla" frumsýnt á Reyðarfirði Reyðarnröi, 14. marN. HJÁ Leikfélagi Reyðarfjarðar er nú verið að æfa nýtt íslenskt leikrit. Höf- undur þess og leikstjóri er Margrét Traustadóttir sem er formaður leikfé- lagsins hér. Leikritið heitir „Eilíf veisla". Leikrit þetta er fyrsta verk höfundar og hefur hún unnið að því sl. þrjú ár. Margrét hefur við gerð þessa leikrits notið aðstoðar tveggja systra sinna þeirra Sólveigar og Vilborgar. Vilborg sem býr fyrir norðan hefur samið ljóð, sem í verkinu eru, og Sólveig, sem býr á Eiðum, hefur aðstoðað Margréti við að koma verkinu upp. Sólveig hefur bæði samið leikrit og sett upp og leikstýrt leikritum hér fyrir austan. Leikritið „Eilíf veisla" fjallar um konu sem giftir sig og eignast fljótlega barn, en úr því fara ýmsir sambúðarerfiðleikar að gera vart við sig hjá ungu hjónunum. Aðal- hlutverk eru í höndum Gerðar Ó. Oddsdóttur og Agnars Bóassonar, en raunveruleg hlutverk í leikrit- inu eru 15. Leikendur eru tíu í þeim hlutverkum og fara fimm með fleiri en eitt hlutverk. Aukapersón- ur eru fjórar og verða þá leikendur alls tólf. Áætlað er að frumsýnt verði á Reyðarfirði föstudaginn 23. mars og að sjálfsögðu mun leikfélagið ferðast með sýninguna „Eilíf veisla" til nágrannastaða hér á Austurlandi. Erfiðlega hefur gengið hjá leik- félaginu undanfarin ár að fá fólk til þess að leika, en það eru fleiri sem bjóða fram aðstoð sína við undirbúning leikrita, og auðvitað er það vel þegið, en leikfélagið vantar tilfinnanlega fólk sem er tilbúið til þess að skella sér upp á svið og leika. Það er viss kjarni í félaginu sem starfað hefur undan- farin ár og engin furða þó það sama fólk vilji fara að hvíla sig aðeins. Margrét hefur verið aðaldriffjöð- urin í leikfélaginu undanfarin ár og á hún mikið lof skilið fyrir dugnað sinn í félagsmálum hér. Margrét er fædd að Djúpuvík á Ströndum, en fluttist þaðan 6 ára gömul að Sauðanesi við Siglufjörð. Til Reyðarfjarðar fluttist Margrét 1979 með eiginmanni sínum, Kjart- ani Arnþórssyni, og börnum. Við óskum Margréti til hamingju og vonum að leikriti hennar verði vel tekið hér á Austurlandi. Gréta. Leikhópurinn á Reyðarfirði, sem nú undirbýr „Eilífa veislu“. Ljósm. Ásfteir Metúsalemsson. Margrét Traustadóttir, höfundur leikritsins, leikstjóri og formaður Leikfélagsins á Reyðarfirði. Aðalleikararnir Gerður og Agnar. ASEA rafmótorar Nú eru ASEA rafmótorar í næsta nágrenni viðskiptavina sinna: — AUSTURLAND: Rafmagnsverkstæði Leifs Haraldssonar, Seyðisfirði VESTMANNAEYJAR: Geisli, Vestmannaeyjum. SUÐURNES: Rafiðn, Keflavík VESTFIRÐIR: Póllinn, ísafirði Sölumenn okkar veita frekari upplýsingar ef óskað er. 'RÖNNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.