Morgunblaðið - 21.03.1984, Blaðsíða 48
EUROCARD
v____________/
TIL DAGLEGRA NOTA
MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
Hús leigt á Fen-
eyja-biennale
„FENEYJA-biennale er stærsta og merkilegasta myndlistarsýningin sem um
getur og því er ánægjulegt að íslenskum myndlistarmönnum hafi verið tryggt
þar sýningarhúsnæði til frambúðar," sagði Einar Hákonarson listmálari í
samtali við Mbl. íslenska ríkið hefur nú tekið á leigu sýningarhúsnæði fyrir
íslenska listamenn á sýningunni og skipað nefnd, sem Einar er formaður fyrir,
til að annast framkvæmd sýningarinnar, undirbúning og til að velja þann
listamann sem boðið er að sýna verk sín þar.
Hefur nú verið ákveðið að 19
verk eftir myndlistarmanninn
Kristján Davíðsson verði send á
sýninguna, en hún hefst þann 7.
júní nk. og stendur fram til ágúst.
„íslenskir listamenn hafa áður
Starfsmannafélag
Reykjavíkurborgar:
Samning-
arnir sam-
þykktir
Starfsmannafélag Keykjavík-
urborgar samþykkti kjarasamn-
ing sinn við Reykjavíkurborg í
atkvæðagreiðslu sem fram fór í
gær og í fyrradag, en talning fór
fram í gær. Atkvæði féllu þannig
að já sögðu 719 eða 59,5%, nei
462 eða 38,5%, 29 seðlar voru
auðir og ógildir. Á kjörskrá voru
2.588,1.210 neyttu atkvæðisrétt-
ar eða 47%.
Haraldur J. Hannesson,
formaður Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar, sagði
þessa kjörsókn sennilega vera
þá bestu frá því 1978. „Ég er
sérstaklega ánægður með
þátttökuna. Munurinn er
ósköp þægilegur. Maður veit
að það er greinilegur meiri-
hluti fyrir samþykkt samn-
ingsins, en jafnframt augljóst
að það eru ekki allir sem eru
ánægðir," sagði Haraldur J.
Hannesson.
Innanlandsflug:
Bann við
reykingum
FYRIRHUGAÐ er að banna
reykingar í innanlandsflugi um
sama leyti og sumaráætlun
flugfélaganna tekur gildi.
Hannið tekur gildi með breyt-
ingu á reglugerð um mann-
flutninga í loftíorum, væntan-
lega um mánaðamótin maí/-
júní, að sögn Ragnhildar
Hjaltadóttur, fulltrúa í sam-
gönguráðuneytinu.
Reykingabannið í innanlands-
flugi mun ekki aðeins taka til
áætlunarflugs, heldur og óreglu-
bundins flugs og leiguflugs.
Ragnhildur sagði að talsvert hefði
verið um kvartanir frá farþegum
vegna reykinga í svo takmörkuðu
rými, sem farþegum er ætlað í
flugvélum. Þá hefði komið í ljós,
að flugrekendur væru almennt
hlynntir reykingabanninu.
Flugleiðir munu á næstunni
gera könnun á afstöðu farþega fé-
lagsins til reykingabannsins.
sýnt verk sín á sýningunni, sem
haldin er á tveggja ára fresti,"
sagði Einar, „og hafa þeir þá fengið
aðstöðu hjá Svíum, Dönum og hjá
yfirstjórn sýningarinnar. Húsið
sem ríkið hefur tekið á leigu er í
eigu finnska Raccorta-sjóðsins, og
er það kennt við Alvar Alto,
finnska arkitektinn sem teiknaði
það. Það er á sama svæði og sýn-
ingarskálar hinna Norðurland-
anna, en tæplega 30 sýningarhús
eru þarna í eigu einstakra þjóða.
Það var mikil barátta um þetta hús
og segja má að við höfum notið
góðs af því að vera Norðurlanda-
þjóð, en tíu þjóðir sóttust mjög eft-
ir því að taka það á leigu. Nutum
við góðs stuðnings Frederick Fogh,
en hann er danskur arkitekt af ís-
lenskum ættum sem býr í Mílanó
og hefur að kalla má yfirumsjón
með þátttöku Norðurlandanna á
sýningunni," sagði Einar Hákon-
arson.
Ásamt Einari eiga sæti í nefnd-
inni þeir Jóhannes Jóhannesson frá
Listasafni íslands og Magnús
Pálsson frá Sambandi íslenskra
myndlistarmanna. Verk Kristjáns
Davíðssonar verða send utan í maí
og mun Gunnar Kvaran, listfræð-
ingur sem jafnframt er ritari
nefndarinnar, sjá um uppsetningu
sýningarinnar og alla framkvæmd
í Feneyjum.
Ljósm. Mbl. RAX.
Tíu ára innsigli
Varins lands rofið
í DAG, 21. mars, eru tíu ár liðin
frá því hópur manna kom saman í
Alþingishúsinu og afhenti þáver-
andi forsætisráðherra og forseta
Sameinaðs alþingis undirskrift
55.522 fslendinga, sera safnað
hafði verið undir kjörorðinu Varið
land.
í undirskriftaskjalinu var m.a.
skorað á ríkisstjórn og Alþingi
að leggja á hilluna ótímabær
áform um uppsögn varnar-
samningsins við Bandaríkin og
brottvísun varnarliðsins. í til-
efni af þessum tímamótum
fengu þrír frumkvöðlar að stofn-
un Varins lands að líta undir-
skriftalistana augum á skrif-
stofu skrifstofustjóra Alþingis í
gær, en þeir hafa verið geymdir í
innsiglaðri stálkistu á lögreglu-
stöðinni í Reykjavík. Rætt er við
þá þremenninga og fleiri sem
málið viðkom í Mbl. í dag og á
morgun, en þeir þremenningar
eru, talið frá vinstri: Þorvaldur
Búason, eðlisfræðingur, Ragnar
Ingimarsson, prófessor og Þor-
steinn Sæmundsson, stjörnu-
fræðingur. Sjá bls. 16 og 17.
Reykingabann í flugvélum í innanlandsflugi mun taka gildi um svipað
leyti og sumaráætlanir flugfélaganna. mm./rax.
Bætt aðferð við
fósturgreiningu
NORRÆNIR læknar kynntu fyrir skemmstu í Helsinki í
Finnlandi nýja aðferð við fósturgreiningu. Telja þeir hana
vera mikla hagræðingu frá því sem nú gerist fyrir þær
barnshafandi konur sem þurfa að gangast undir slfka aðgerð,
þar sem hin nýja aðferð er gerð fyrr á meðgöngutímanum og
tekur skemmri tíma.
Fósturgreining er fram-
kvæmd til að ganga úr skugga
um hvort fóstur er vanskapað
eða með aðra galla. Til þessa
hefur þetta verið gert með leg-
ástungu á 16,—18. viku með-
göngu og tveggja vikna leg-
vatnsrannsóknum í framhaldi
af henni.
Verulegur samdrátt-
ur í sölu veiðarfæra
VERtJLEGtTK samdráttur er nú í
sölu veiðarfæra hér á landi og er þar
um framhald þróunar frá síðasta ári
að ræða. Mestur er samdrátturinn í
sölu þorskaneta og á þessu ári lætur
nærri að salan nemi aðeins um 40%
af því, sem hún var árið 1982. Skýr-
inga þessa er helzt að leita í minnk-
andi afla og erfiðri rekstrarstöðu út-
gerðarinnar.
Morgunblaðið ræddi vegna
þessa við þrjá aðila, sem selja og
eða framleiða veiðarfæri og efni í
þau, LÍÚ, Asiaco og Hampiðjuna.
Fulltrúar þeirra allra voru sam-
mála um þessa þróun og töldu all-
ir mestan samdrátt í sölu þorska-
neta. Þeir töldu þó, að einhver
aukning gæti átt sér stað í sölu
þeirra veiðarfæra, sem veiði er nú
beint í af stjórnvöldum, svo sem
dragnót, línu og rækjutrollum.
Hins vegar væri það augljóst, að
menn færu nú betur með veiðar-
færin og fullnýttu þau eins og
unnt væri vegna versnandi stöðu.
Til dæmis væri allur nótaskipa-
flotinn enn með gamlar nætur að
mestu og endurnýjun á þeim varla
fyrirsjáanleg nema með auknum
veiðum. Það væri alveg augljóst,
að menn héldu að sér höndunum í
veiðarfærakaupum eins og mögu-
lega væri unnt. Hins vegar væri
útlit fyrir aukningu í útflutningi
veiðarfæra og efnis í þau.
í viðtali við Mbl. í dag grein-
ir Jóhann Heiðar Jóhannsson,
læknir, frá hinni nýju aðferð,
en hann sat, ásamt Kristjáni
Baldvinssyni, lækni, ráðstefn-
una í Helsinki. Nýja aðferðin
er þannig frábrugðin legás-
tungunni og legvatnsrann-
sóknunum að tekið er örlítið
sýni af fylgjuvefnum í stað
legvatnssýnisins. Fylgjuvefs-
sýnið má rannsaka á einum
degi og það er hægt að taka á
8.-9. viku meðgöngu. Þannig
má ganga úr skugga um hvort
um fósturgalla er að ræða
eður ei á mun skemmri tíma
og helmingi fyrr á meðgöngu-
tímanum. Ef alvarlegur
fósturgalli greinist og viðkom-
andi kona fer í fóstureyðingu
gengur sú aðgerð fyrir sig á
allt annan hátt og fljótari en
þegar fóstureyðing er fram-
kvæmd á 18.—20. viku með-
göngu.
Sjá „Mannlegri aöferð fyrir
þær konur sem í hlut eiga“,
viðtal við Jóhann Heiðar Jó-
hannsson á bls. 53 og 53 í
Mbl. í dag.