Morgunblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 2
3* MWQuyBHnip, Ftiwvm<«W 3,MAl,^ Flugleiðir hefja Detroit-flug síðari verkfallsdaginn: Meðallaun flug- manna Flugleiða rúm 63 þúsund — ein krafan um greiðslu eins aukamánaðar árlega Kolbrún Jónsdóttir, verslunarstjóri, sýnir einum áhugasömum viðskipta- vini kálgarðsdúkku. Ljósm. KÖE. „Kálgarðsbörnin“ KALGARÐSBÖRNIN svonefndu, sem ollu heilmiklu írafári í Banda- ríkjunum fvrir síóustu jól, eru nú komin til Islands, og hefur Leik- fangaverslunin K. Einarsson á Laugavegi í Reykjavík hafió sölu á dúkkum þessum. Dúkkurnar eru bandarísk upp- finning og voru þær settar á markað þar á síðasta ári og urðu svo vinsælar að menn lögðu á sig að ferðast langar vegalengdir í því skyni að komast yfir kál- garðsdúkku. Það sem átti meðal annars þátt í vinsældum dúkk- anna var að engar tvær dúkkur voru eins og þar að auki fylgdu þeim ættleiðingarskjöl þannig að þeir sem keyptu dúkkurnar ættleiddu þær einnig. Kálgarðsbörnin sem hér eru til sölu eru framleidd á Ítalíu og eru seld í innsigluðum blómkáls- höfðum þannig að kaupandinn veit ekki hvort hann fær hár- prúðan strák eða sköllótta stelpu til ættleiðingar. Kvíslaveita og Þórisvatnsmiðlun: Hagvirki með lægstu tilbod FJÓRDI sáttafundurinn í kjaradeilu Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Flugleióa hefur verió boóaður hjá ríkissáttasemjara kl. 9:30 í dag. Þar verður reynt til hins ítrasta aö af- stýra tveggja daga verkfalli flug- manna, sem boðað hefur veriö um aöra helgi, 11. og 12. þessa mánaöar. Þann 11. maí ráðgerir Flugleiðir fyrsta áætlunarflugið til Detroit í Bandaríkjunum. Sæmundur Guð- vinsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði í samtali við blaðamann Mbl., að flugið myndi hefjast á til- settum tíma þótt af verkfallinu yrði; tekin yrði á leigu vél með áhöfnum. Að öðru leyti mætti gera ráð fyrir, að farþegar félags- ins — sem væru bókaðir um 3.000 þessa tvo daga, þar af um 2.000 á N-Atlantshafsleiðinni — verði færðir yfir á önnur flugfélög. Um Evrópuflugið sagði Sæmundur að farþegum yrði væntanlega ráðlagt að reyna að ferðast dagana á und- an og eftir boðuðu verkfalli. { tilkynningu, sem stjórn Flug- leiða sendi frá sér í fyrradag, segir m.a. að vegið meðaltal launa flug- manna hjá félaginu sé rúmlega 63 þúsund krónur. Byrjunarlaun séu 32.924 krónur og hæstu laun 81.221 króna. Þar kemur einnig fram, að félagið hefur boðið Félagi íslenskra atvinnuflugmanna sömu grunnkaupshækkanir og samið hefur verið um milli ASI og VSÍ, eða 13,6% á samningstímanum. Sú grunnkaupshækkun ein kosti Flugleiðir 15,6 milljónir á ári. Þá segir að kröfur FÍA í samn- ingaviðræðunum séu í 29 liðum. Fyrstu ellefu liðirnir myndu þýða 42,6—70,9% launahækkanir. Sam- kvæmt upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, felst t.d. í kröfun- um, að !aun verði jöfnuð þannig að byrjunarlaun flugmanna á Fokk- er-vélum hækki úr 32.924 upp í lið- lega 42 þúsund krónur. Aðrar kröfur eru um hærri dagpeninga, símagjald, ökutæki, næturálag á laun, viðbótarflokk fyrir þá, sem hafa lengstan starfsaldur, og að greiddur verði einn aukamánuður árlega. Sinfóníu- hljómleikar FIMMTÁNDU áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands verða í Háskólabíói í kvöld og hefjast klukkan 20.30. Á tónleikunum verður frumflutt verk eftir Áskel Másson; konsert fyrir lágfiðlu og hljómsveit, sem Unnur Sveinbjarnardóttir leikur einleik í. Önnur verk á tónleikun- um eru svíta nr. 5 eftir Bach og sinfónía eftir Dvorák, Úr nýja heiminum. Stjórnandi á tónleikunum verð- ur Jean-Pierre Jacquillat. Sjá nánar um verk Áskels á bls. 4. IIAGVIRKI gerði lægstu tilboð í gerð 4. áfanga Kvíslaveitu og undir- búning á stíflugrunnum vegna fyrir- hugaðrar stækkunar á Þórisvatns- miðlun, en tilboðin voru opnuð hjá Landsvirkjun á miðvkudaginn 2. maí sl. Tilboð Hagvirkis í Kvísla- veitu er rúmum 72 milljónum króna undir kostnaöaráætlun verkfræöi- legra ráðunauta Landsvirkjunar og rúmum 2 milljónum króna undir kostnaðaráætlun við undirbúning stíflugrunna við Þórisvatn, en þeir skilmálar fylgja, að tilboðum Ilag- virkis sé tekið í bæði verkin. Alls bárust 5 tilboð í 4. áfanga Kvíslaveitu og virðast þrjú lægstu tilboðin vera þessi: 1. Hagvirki hf. kr. 123.575.672,- (enda sé tilboðum þess tekið í bæði verkin). 2. Ellert Skúlason hf. kr. 126.650.400,-. 3. Hagvirki hf. kr. 127.397.600,-. Kostnaðaráætlun verkfræðilegra ráðunauta Landsvirkjunar, Verk- fræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf kr. 195.920.000,-. I undirbúning stíflugrunna við Þórisvatn bárust alls 6 tilboð og þrjú lægstu tilboðin virðast vera þessi: 1. Hagvirki hf. kr. 8.669.700,- (enda sé tilboðum þess tekið í bæði verkin). 2. Suðurverk sf. kr. 9.445.500,- 3. Hagvirki hf. kr. 9.633.000,-. Kostnaðaráætlun verk- fræðilegra ráðunauta Landsvirkj- unar, Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf., kr. 10.860.000.-. Tilboðin verða nú könnuð nánar með tilliti til útboðsgagna og bor- in endanlega saman. Að því búnu mun stjórn Landsvirkjunar taka afstöðu til þeirra og skýra frá niðurstöðum sínum í því efni, seg- ir í frétt frá Landsvirkjun. Stjórnarfrumvarp um Húsnæðisstofnun ríkisins: Búseta reglum Lánveitingar til eftir almennum — segir í meirihlutaáliti félagsmálanefndar neðri deildar „MEIRIHLUTI nefndarinnar telur að húsnæðissamvinnufélagið Búseti falli hvorki undir ákvæði um félagslegar íbúðir né Byggingasjóð verkamanna heldur fengi lán samkvæmt almennum reglum," sagði Halldór Blöndal, alþingismaður, í gær, er hann flutti álit félagsmálanefndar neðri deildar Alþingis á stjórnarfrumvarpi félagsmálaráðherra um Húsnæðisstofnun ríkis- ins. Félagsmálaráðherra, Alexander Stefánsson, telur, að reynist álit meiri- hluta nefndarinnar rétt, komi til greina að flytja sérstakt frumvarp þess efnis, að byggingasamvinnufélög öðlist hliðstæðan rétt til lána og til félags- legra fbúða. Halldór Blöndal var inntur eftir því á hverju álit meirihluta nefnd- arinnar byggðist, og svaraði hann á þessa leið: „Eins og húsnæðis- samvinnufélagið Búseti er byggt upp, er gert ráð fyrir því, að leigj- andi standi undir vöxtum, afborg- unum af lánum, viðhaldi og öllum sameiginlegum kostnaði, eða greiði með öðrum orðum jafnmik- ið og kaupandi íbúðar í verka- mannabústað. Munurinn er ein- ungis sá, að sá sem er í verka- mannabústað eignast sína íbúð smátt og smátt meðan hinn fær óskilgreindan búseturétt án neinnar tryggingar fyrir því hver staða hans verður, verði viðkom- andi húsnæðissamvinnufélag gjaldþrota. Það er ekki hugsun Sjálfstæðisflokksins að þessi óskilgreindi búseturéttur leysi verkamannabústaðakerfið af hólmi, en meginkostur þess er ein- mitt sá, að viðkomandi lágláuna- maður fær tækifæri til að eignast íbúð á viðunandi kjörum. 1 þeim tölulið, sem oft er vitnað til af misskilningi varðandi Bú- seta, eru opnaðir möguleikar á því, að unnt sé að veita rífleg lán til þeirra sem vilja byggja leiguhús- næði fyrir aldraða eða öryrkja, þó þannig að fullt endurgjald komi ekki fyrir, en eins og allir vita skortir mikið á að húsnæðismál- um þessa hóps þjóðfélagsins hafi verið komið í viðunandi horf. Mað- ur getur hugsað sér, að sveitarfé- lög, stéttarfélög eða Dvalarheimili aldraðra sjómanna nýttu sér þennan rétt. Eins er opnuð sú leið, að fá fé úr félagsmálakerfinu til byggingar hjónagarða fyrir fram- haldsskóla- eða háskólanemendur, enda séu þeir reknir með svipuðu sniði og stúdentagarðarnir. Sjálfstæðisflokkurinn er síður en svo á móti þvf að leiguíbúðir fyrir almennan markað séu reist- ar, en þeir, sem það gera, verða að vera reiðubúnir til að starfa á jafnréttisgrundvelli. Að öðrum kosti eru þeir að fara fram á lána- fyrirgreiðslu, sem hlýtur að bitna á öðrum, og það sjá allir að út í slikt er ekki hægt að fara.“ Meirihluti félagsmálanefndar neðri deildar flytur breytingartil- lögur þess efnis við frumvarp fé- lagsmálaráðherra, að víkkaðar verði heimildir til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis, þannig að lánveitingar í því skyni verði ekki bundnar við sveitarfélög og að félagsmönnum í byggingarfé- lagi verkamanna, sem annast við- hald á íbúðum félagsmanna sé heimilt að stofna húsfélög í sam- ræmi við ákvæði laga um fjölbýl- ishús, þannig að húsfélögin taki sameiginlegt viðhald í sínar hend- ur. Stjórnarfrumvarp um ríkisfjármál: Skólaskylda verði áfram átta ár f stjórnarfrumvarpi um ráðstafan- ir í ríkis- og lánsfjármálum, sem for- sætisráðherra sagði í viðtali við blm. Mbl. í gærkvöldi, að lagt yrði fram á Alþingi í dag, er sérstök grein sem heimilar stjórnvöldum að fresta enn lengingu skólaskyldu úr átta árum í níu, eins og hin nýju grunnskólalög segja til um. Allt frá samþykkt grunnskóla- laganna hefur heimilda verið afl- að til að fresta því að skólaskyldan verði lengd í níu ár úr þeim átta, sem skólaskylda er í nú. í stjórn- arfrumvarpinu, sem forsætisráð- herra flytur, er enn á ný gert ráð fyrir að afla umræddrar heimild- ar. Skákmótið í New York: Browne fórnaði drottningu þegar Helgi bauð hrókinn JÓHANN Hjartarson vann Banda- ríkjamanninn DeFirmian í 7. umferð alþjóðlega skákmótsins í New York, en Helgi Olafsson tapaði fyrir Walt- er Browne í spennandi skák. Helgi fórnaði hrók, en Browne bætti þá um betur og fórnaöi drottningu sinni og vann og Helgi tapaði þar með sinni fyrstu skák í mótinu, en Jó- hann hefur unnið tvær skákir í röð. Þeir hafa báðir hlotið 4 vinninga, en efstur eru Portisch og Kurevic með 5Vz vinning. „Aðstæður til taflmennsku eru ákaflega slæmar. Mun verri en við' eigum að venjast á íslandi. Þannig er teflt með plasttaflmönnum af ódýrustu gerð. Mjög þröngt er um keppendur, hávaði í skáksal mikill og engin lýsing, dagsbirta er látin nægja," sagði Jóhann í samtali við blm. Mbl. í gær. „Verðlaunin eru mjög há, fyrstu verðlaun 18 þús- und dalir og 2. verðlaun 10 þúsund dalir og það er eins og annað skipti ekki máli fyrir bandaríska skákmenn. Ef verðlaunin eru nógu há, þá skipta aðstæður engu. Það hefur vakið athygli að fimm skák- menn hafa hætt keppni, sjálfsagt verið óánægðir með eigin frammi- stöðu og ekki talið ástæðu til að tefla frekar. Þetta eru Lombardy, Bisguier, Shirage, Byrne og Weinstein," sagði Jóhann Hjartarson. Jóhann vann Ree JÓHANN Hjartarson vann hol- lenska stórmeistarann Hans Ree i 8. og næstsíðustu umferð alþjóð- lega skákmótsins í New York í Bandaríkjunum. Þar með hefur Jóhann unnið þrjár skákir í röð, Bandaríkjamennina Shirage og DeFirmian og Ree nú. Helgi ólafsson gerði jafntefli við Zuck- erman. Jóhann Hjartarson hefur hlotið 5 vinninga og Helgi 4'k. Efstir eru Portisch, Ungverjalandi, Gurev- ich, Bandaríkjunum og Dzhindzi- hashvili, ísrael, með 6 vinninga. Embætti ríkislögmanns: Tveir sóttu um TVEIR menn sóttu um embætti ríkislögmanns. Annar óskaði nafn- leyndar, hinn er Gunnlaugur Claes- sen. Um leið og staða ríkislögmanns var auglýst laus til umsóknar var staða ríkisbókara einnig auglýst. Nöfn umsækjenda um þá stöðu liggja ekki fyrir fyrr en í vikulok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.