Morgunblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1984 35 starfsfólk þar oft um 10—12 manns. Upp úr 1950 fóru að koma á markaðinn ódýr, hraðsaumuð karlmannaföt, og var því ákveðið að leggja saumastofuna niður í árslok 1953. Eftir það rak Daníel eiginsaumastofu á Austurvegi 19, meðan kraftar entust. Daníel giftist 10. desember 1938 Kristínu Samúelsdóttir frá Hjálmsstöðum í Hrafnagilshreppi og hófu þau búskap á Frakkastíg 15. Þegar þau fluttust að Selfossi, bjuggu þau fyrst í Bankahúsinu en fluttust í mars 1943 í nýbyggt, eig- ið hús á Austurvegi 19, þar sem þau bjuggu næstu 40 árin. Þau eignuðust eina dóttur, Kristínu Emilíu, sem er gift Val Kristni Guðmundssyni, verkfræð- ingi hjá Reykjavíkurborg og eiga þau tvær dætur, Sigrúnu 8 ára og Önnu Dóru 5 ára. I október 1982 fluttu þau Daníel og Kristín frá Selfossi í litla íbúð í húsi dóttur þeirra og tengdasonar á Akraseli 33 í Reykjavík. Daniel var mikill áhugamaður um allt, sem hann lagði hönd að og mjög vandvirkur í öllum verkum sínum. Hann lét málefni iðnað- armanna mjög til sín taka. Var formaður skólanefndar Iðnskólans á Selfossi í 25 ár og barðist mjög fyrir stækkun hans og bættum hag iðnfræðslunnar á Selfossi. Hann átti mjög lengi sæti í stjórn Iðnaðarmannafélagsins á Selfossi og var síðasti formaður þess. Hann var framúrskarandi skyldu- rækinn og samviskusamur og lét ekki auðveldlega þoka sér frá þeim skoðunum, sem hann taldi sannar og réttar. Daníel var í eðli sínu ræktunar- maður. Hann átti fallegan garð við hús sitt á Selfossi, sem hann hafði mikið yndi af að annast. Þau Kristín voru mjög samhent og áttu gott og fallegt heimili, þar sem gott var að koma. Þegar leiðir nú skilja um sinn, vil ég þakka Daníel langa vináttu og ljúft nágrenni. Ég óska honum blessunar í nýjum heimkynnum og sendi Kristfnu og fjölskyldu henn- ar alúðarkveðjur. Guðm. Kristinsson sigrjón þbr sj&lfsmynd hm Ný Ijóðabók ÚT ER KOMIN 20 síðna pappírs- kilja eftir Sigurjón Þór Tryggva- son. Áður hefir komið út Ljóð 76 eftir höfundinn. Það er útgáfufé- lagið Pallas, sem sér um útgáfuna. SVARIÐ Fjárfestingahandbókin svarar ótal spurningum einstaklinga og fyrirtækja um fc Hagkvæmni og arösemi fjárfestinga •& Ávöxtun sparifjár A Möguleika í veröbréfaviöskiptum tfr Skattameöhöndlun Bók sem ALLIR geta haft gagn af. FJÁRFESTINGAHANDBÓKIN ER BÓK SEM ÞÚ NOTAR Fjárfestingarfélag íslands h/f. VHS myndsegulband Á aðeins 34.900 stgr. Þaö er lyginni líkast! Enda bara örfá tæki eftir. Þúkemur ogsemur LAGMULA 7 REYKJAVÍK. SÍMI 85333

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.