Morgunblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 19
mdéMM6tmmmmMí\mu & Þórshöfn, Færeyjum: íslendingur opnar fyrstu fiskbúðina UM MIÐJAN marzmánuð var opnuð í Þórshöfn í Færeyjum fyrsta eiginlega nskbúðin í Færeyj- um, Fiskabúðin. Eigendur hennar eru Rosa Winther og Vigfús Jóns son, en eins og nafnið ber með sér er Vigfús íslenzkur að uppruna, en hann hefur dvalið í Færeyjum í um 8ár. Vigfús Jónsson sagöi í samtali við Morgunblaðið, að það vaeru um 8 ár síðan hann hefði komið til Pæreyja og nær allan tímann hefði hann unnið í fiski hjá Bacalao. Hann hefði verið orðinn heldur leiður á því og því gripið til þess ráðs að stofna fiskbúð með konu sinni. Hann sagði verzlunina ganga vel og fólk ánægt með að fá þessa þjónustu, sem legið hefði niðri síðan Baca- lao hætti að selja ferskan fisk. Hins vegar yrði ekki aðeins ferskur fiskur til sölu í Fiska- búðinni, heldur einnig saltaðar kinnar, siginn fiskur, fugl og grind, svo eitthvað væri nefnt. Þá yrðu einnig seldar þar kart- öflur og fleira sem málsverði heyrði til. Vigfús sagði, að búðinni hefðu þau komið á fót í samstarfi við frystihúsið Bacalao, Fiskasöluna og Heilsufröðiligu Starvsstov- una, en vörurnar fengi búðin frá Fiskasölunni, Bacalao, Samm- Fisk og smáum dagróðrabátum. Vigfús sagðist bjartsýnn á fram- tíðina og bað að lokum að heilsa heim til íslands. , ERTÞU HUSBYGGJANDI? Kalmar-eldhúsiö hetur Iðngum verlö í öndvegi hatt Urvaliö er mikiö og veröið kemur þér a óvart. Raforkuverð á Suðurnesjum lækkar um 15% EÐA EIGANDI HÚSNÆDIS SEM ÞARFNAST VIDHALDS? ÞA LIGGUR LEIÐIN TIL OKKAR. ÞVl A 300 FERMETRA GRUNN- FLETI SÝNUM VIÐ HINAR VIDURKENNDU KALMAR-INNRÉTTINGAR ASAMT FJÖLDA ANNARRA VÖRUFLOKKA SEM TENGJAST HUSBYGGINGUM OG VIDHAL Dl HUSNÆDIS ÞÍNS. Líttu Inn — Sjón er sögu rikari Viftuhálar. hvitlr, svartlr og úr kopar. Fáanlegir á vegg eoa frítt hangandl. Margar geröir E si i -1 i ¦ fflm » msm Múrsteinaklæoningín frá Kalmar er einstök klæöning sem getur húslnu serstakt útllt. Viöhaldslaus, eintötd grandi klæönh RAFVEITUR á Suðurnesjum lækk- uðu taxta sína að meðtaltali um u.þ.b. 15% frá og með 1. inaí. Sagði Sævar Sörensson, rafveitustjóri í Keflavík og formaður stjórnar Rafveitu Reykjaness, að erfill væri að henda reiður á meðaltalslækkun en ofan- greind lala væri nærri lagi. Lækkunin væri þó ekki alls staðar hin sama hjá rafveitunum sex á Reykjanesi. Sumar lækkuðu taxtana eilítið meira, aðrar aðeins minna. Að sögn Sævars er þessi lækkun m.a. afleiðing af mikilli uppstokk- un gjaldskráa rafveitna á Suður- nesjum. Upphaflega átti að sam- ræma taxtana en þegar til kast- anna kom voru ekki allir á eitt sáttir. Frávikin frá meðaltalinu sagði hann þó vera lítil. Hvað Rafv- eitu Keflavíkur snerti sagði hann t.d., að hæsti taxtinn, sem verið hefði kr. 18,80 á Kw-stund, færi nú niður í kr 4,20. Hér væri um 77% lækkun að ræða, en dæmið væri óvenjulegt. Heimilstaxtar lækkuðu úr kr. 4,77 á Kw-stund í 4,20. Með- altalslækkun til heimila væri pó ekki nema um 5% þegar allt væri tekið með í reikninginn, fastagjald, mælaleiga o.fl. Um ástæðu þessarar lækkunar sagði Sævar, að rafveitur á Suður- nesjum hefðu einfaldlega verið me? hærri taxta en víða um land. „Þeii hæstu voru hreinlega óforsvaran- legir," sagði Sævar. Sökum minni útþenslu í raforkukerfinu í Kefla- vík og breyttra efnahagsaðstæðna hefði nú loks gefist tækifæri til lækkunar. Landsvirkjun hækkaði heildsölu- taxta sinn um 5% þann 1. maí op. Rafmagnsveitur ríkisins gerðu slíkt hið sama. Hvorki Rafmagns- veitur ríkisins né Rafmagnsveita Reykjavíkur ætla þó að að hækka smásöluverð raforku til hins al- menna kaupanda. Kalmar-baóinnréttlngar eru fáanlegar í þremur mis- munandi gerðum Skemmtileg hönnun og lett yflr- bragö Hér kemur veröiö þér einnig þægllega á óvart. System Flex-lnnréttlngar tyrir hreyflhamlaoa eru vlo- urkennd vara sem uppfylllr allar kröfur sem < eru til slfkra innréttinga. Perstorp-gólfiö fer sigurför um hefminn. Þaagilegt ao leggja. viöhaldslaust og niösterkt 9 tegundir. ö^ Kalmar-fataskáparnir eru fáanlegir í mörgum geroum og stæröum. sem aolaga má hvaoa rýml sem er Nú bjóöum vfo tréstiga frá slœrstu stigaverksmioju á Noröurtöndum, Trátrappor, i Noröur-Svíþíóö. Stfgar sem standast hæstu gæoakröfur á veröi sem þú rœöur viö. Weland-hringstigarnir eru framleiddir af Stærsta hringstigaframleiOanda i Evrópu og eru fáanlegir í mörgum mismunandi geröum til notkunar innanhúss og utan. Kalmar SKEIFAN 8 - 108 REYKJAVlK - SlMI 82011 Perstorp System 080 er eitt hentugasta veggjakerfio tll þess ao stúka af snyrtiaostöou. buningskleta og ymislegt tleira í stasrrl bygglngum og telagsaostöou Akureyri: Lionsmað- ur bitinn af hundi lög- reglumanns Aklintrr. 30. april LIONSMAÐUR einn á Akur- eyri varð fyrir óskemmtilegri reynslu í gærkvöldi þegar hann var að bera út blað, sem Lionsmenn gefa út í tilefni af landssöfnun sinni til kaupa á augnlækningatækjum til fjórð- ungssjúkrahússins. Er hann kom með blaðið að húsi einu innarlega í bænum tók húsbóndinn þar, sem reyndar er aðstoðaryfirlög- regluþjónn bæjarins, vel á móti honum en það gerði hins vegar ekki tík niikil, sem til- heyrir embættinu. Hún réðst að blaðburðarmanninum og beit hann í handlegginn svo úlpa hans rifnaði án þess þó að hann slasaðist og lá við að t.íkin skellti manninum til jarðar. Hann lagði á flótta, komst inn í bíl sinn og ók á brott. Málið mun vera komið til tryggingarfélags hundsins sem greiða verður skaðabæt- ur vegna skemmda á fatnaði. — GBerg. Hinir vinsœlu handklœða- ofnar í mörgum stœrðum. Nýi Topp-ofninn, gœða ofn á góðu verði. Þil-ofninn, fallegurog vandaður. m H/F OFNASMIÐJAN HÁTEIGSVEGI 7, S: 21220 SMIÐJUBÚÐIN HÁTEIGSVEGI 7, S: 19562-21220