Morgunblaðið - 04.05.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.05.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MAÍ1984 7 Firmakeppni Fáks veröur haldin á Víöivöllum laugardaginn 5. maí og hefst kl. 14.30. Fáksfélagar sýniö þegnskap og mætiö meö hesta í keppnina kl. 14.00. TAMNINGAR nokkur pláss laus á tamningastööinni. REIÐSKÓLINN síðustu námskeiö eru aö hefjast. Hestamannafélagið Fákur NÚ SPÖRUMVIÐ PENINGA. Og smíðum sjálf! Við eigum fyrirliggjandi flest það efni, sem til þarf þegar þið smíðið sjálf. Til dæmis efni í fataskápa, eldhús- innréttingar, húsgögn, hvers konar vegghillur o.fl. Enn- fremur loftbitaefni, viðarþiljur, límtré og spónaplötur. Þið getið fengið að sníða niður allt plötuefni í stórri sög hjá okkur. Við veitum fúslega Metsölublad á hverjum degi! klippt - -— 11 j i F4K I Sverrir, jarl af Singa Nyfalllnn i dönrku. F-«nn 1-W b* —»n. pore - hinn hrðsunargjarni ráðherra Hönnuðir versnandi lífskjara: fyrrum ráðherrar Alþýðubandalags Ráðherrasósíalisminn 1978—1983 hafði tvær hliöar: • 1)Þjóðarframleiösla, þjóðartekur og almennur kaup- * máttur skrapp verulega saman. Drjúgur hlutur af þeirri kaupmáttarrýrnun, sem reiknast frá „sólstöðusamningum,, 1977, var þegar kominn fram áður en núverandi ríkisstjórn settist að völdum. • 2)Ráðherrar Alþýðubandalagsins streittuzt gegn því að skjóta nýjum stoöum undir atvinnuöryggi og afkomu landsfólksins, m.a. að breyta orku vatnsfalla í störf og útflutningsverðmæti. Þá var þingsályktun um lífefniönað söltuð og hunzuö í iðnaðarráöherratíð Hjörleifs Gutt- ormssonar. Ráöherrar Alþýðubandalags 1978—1983 vóru, ann- arsvegar meö aðgerðarleysi — hinsvegar með þröngsýni, hönnuðir rýrnandi kaupmáttar í landinu. Röng fjár- festing — van- nýtt tækifæri Orsakir lækkandi þjód- artekna og þar med rýrðs kaupmáttar liggja Ijósar fyrin • Samdráttur í sjávarafla, einkum þorsks, sem verður helmingi minni 1984 en 1981. • Röng fjárfesting (s.s. of stór fiskveiðifloti, Krafla o.fl), sem leitt hefur til mun hærri kostnaðar við öflun þjóðartekna en vera þurfti, þ.e. lægri skiptahlut- ar í þjóðarbúskapnum. • Erlend skuldasöfnun. Greiðslubyrði erlendra skulda rýrir útflutnings- tekjur þjóðarinnar um fjórðung. • Vannýtt tækifæri í tilurð nýrra starfa og verðmæta. Nægir að nefna sofanda- háttinn varðandi lífefna- iðnað og stóriðju (það að breyta vatnsafli í útflutn- ingsverðmæti). Þeir sem bera pólitíska ábyrgð á framvindu mála í þjóðarbúskapnum 1978— 1983 geta enganveginn komizt hjá þvf að tengjast: 1) Of stórum fiskveiðiflota miðað við veiðiþol nytja- fiska, 2) Pólitískri ofstjórn í fjárfestingu, sem leiddi til dýrra fjárfestingarmistaka á ýmsum sviðum, 3) er- lendri skuldasöfnun, sem rýrir lífskjör í landinu bæði f bráð og lengd, 4) þröng- sýnisbremsum gegn stór- virkjunum, stóriðju og líf- efnaiðnaði. Ef ísland er láglauna- land, eins og forystumenn Alþýðubandalagsins og Þjóðviljinn halda fram, þá liggur Ijóst fyrir, að rætur versnandi lífskjara liggja í ráðherrasósíalismanum. Leiðin upp úr öldudaln- um liggur um efiingu at- vinnulífs, aukna þjóðar- framleiðlu, efidar þjóðar- tekjur. Sú leið liggur f stór- um sveig FRAM HJÁ AL- ÞÝÐUBANDALAGINU. Árásirnar á Sverri Hermannsson Hvergi var hrotið hærra í pólitískri þröngsýni 1978—1983 en í iðnaðar- ráðuneytinu. Hvergi vóru viðbrigöin meiri en þar, þegar hörkuduglegur ráð- herra tók við af svefn- gengli. Það kemur því ekki á óvart að Þjóðviljinn skuli leggja þcnnan ráðherra f einelti. I gær birtist til hlið- ar við leiðara Þjóðviljans „rökfræðilegt" þunnildi undir yfirskriftinni: „Sverr- ir, jarl af Singapore, hinn hrösunargjami ráðherra." Sverrir Hermannsson hefur um margt sýnt rögg- semi í ráðherrastörfum: • l)Hann hefur gengið fram fyrir skjöldu um sölu ríkisfyrirtækja. Selt Lag- metisiðjuna Siglósfld (sem í höndum nýrra eigenda er annað og gjörbreytt fyrir- tæki til hins betra, vægt orðað), auglýst hhitafjár- eign ríkisins í Iðnaðar- banka til sölu og er opinn fyrír yfirtöku starfsfólks á Landssmiðju. • 2)Hann hjó á þröng- sýnishnút og lokunar- flækju Hjörleifs Gutt- ormssonar gagnvart ÍSAL. Raforkuverð til stórðiðju, sem staðið hafði í stað öll ráðherraár Hjörleifs, hækkaði strax, og stefnt er að enn frekari orkuverðs- hækkun sem og helm- ingsstækkun álversins. Rekstrarstaða járnblendis, sem var mjög slæm, hefur verið stórbætt, m.a. með auknum hlutafjárfram- lögum, japanskri eignar- hlutdeild og nýrri markaðs- tryggingu. Hreyfing er komin á flest mál, sem | snerta möguleika okkar á þessu sviði. Svipað má segja um möguleika okkar á sviði lífefnaiðnaðar. • 3)Frumvarp ráðherra uni jöfnun húshitunar- kostnaðar, sem er stórt mál fyrir fjölmörg byggð- arlög, sýnir Ijóslega, að hann hefur í hyggju að koma til móts við það fólk, sem býr við húshitun marg- falda að kostnaði í sam- anburði við það sem gerist á ódýrari hitaveitusvæðum. Hér er fátt eitt talið af störfum nýs iðnaðarráð- herra. Nóg samt til að skýra grátkonuskrif Össur- ar Skarphéðinssonar í Þjóðviljanum. Hælnagarar þess blaðs vcga þó létt móti áþreifanlegum stað- | revndum veruleikans. Rúmlega þrjátíu manns funda í Stykkishólmi Menningarmálanefnd Norðurlandaráðs: MENNINGARMÁLANEFND Norðurlandaráðs heldur fund á íslandi í dag og á morgun, en í nefndinni eiga sæti 22 þingmenn frá Norðurlöndunum öllum. Tveir íslenskir þingmenn eiga sæti í nefndinni, þeir Eiður Guðnason, sem er formaður nefndarinnar, og Stefán Benediktsson, alþingismaöur. Einnig sitja fundinn nokkrir embættismenn, þannig að fundarmenn verða rúmlega 30 talsins. Af hálfu fslandsdeildar Norðurlandaráðs sitia einnig fundinn Friðjón Sigurðsson, skrifstofustjóri Alþingis, og Snjólaug Olafsdótt- ir, starfsmaður íslandsdeildar. Nefndarmenn koma til Islands í dag, föstudag, og munu i kvöld eiga viðræður við Ann Sandelin, forstjóra Norræna hússins, Guð- mund Sigvaldason, framkvæmda- stjóra Norrænu eldfjallastöðvar- innar, og Þorleif Einarsson, sem sæti á í stjórn Norrænu jarðvís- indaleiðangranna. Á morgun, laugardag, heldur nefndin síðan fund á hótelinu í Stykkishólmi. Meðal mála sem þar verða til umræðu er m.a. undirbúningur fyrir fund með menntamálaráð- herrum Norðurlanda um menn- ingarsamvinnu- og menningar- fjárlög á árinu 1986, menntunar- mál unglinga á aldrinum 16 til 19 ára, en nefndin hefur haft frum- kvæði að því máli á vettvangi Norðurlandaráðs. Beinist umræð- an einkum að því, hvernig unnt sé með aðgerðum á sviði mennta- mála að vinna gegn atvinnuleysi meðal ungmenna á þessum aldri. Þá verða til umræðu þing- mannatillögur, sem vísað hefur verið til nefndarinnar og fjalla meðal annars um stuðning við svæðaskrifstofur Norrænu félag- anna, framtíðarrannsóknir á Norðurlöndum, norrænt efni á námskrám og í námsbókum, stuðning við norræna listaskólann i Karleby og friðarmiðstöð á Norð- urlöndum. Þá verða og ræddar skýrslur frá ýmsum stofnunum sem heyra undir menningarmála- nefndina. Loks eru tillögur um breytingar á starfstilhögun í Norðurlanda- ráði til umræðu. í skýrslu svokall- aðrar fimm manna nefndar um þetta efni er m.a. að finna, að hin almennu fjárlög og menningar- málafjárlögin verði sameinuð, en um það eru skiptar skoðanir og verður umræðan um þetta eitt meginefni fundarins í Stykkis- hólmi, en ráðgert er að fundi menningamálanefndarinnar ljúki á laugardagskvöld, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu hefur borist frá íslandsdeild Norðurlandaráðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.