Morgunblaðið - 04.05.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.05.1984, Blaðsíða 28
í>8Cl \i M í' v;uOAC MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4 MAl 1984 Dóttir okkar, ÞÓRUNN FINNSDÓTTIR, hjúkrunarfræóingur, er látin. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Sigríöur Erlendsdóttir, Finnur Eyjólfsson. t Litla dóttir okkar og systir, ANNA GUÐRÚN, lést þann 24. apríl. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey. Matthildur Sif Jónsdóttir, Jóhann Gunnarsson og systkini. + Eiginkona mín og móöir okkar, SALOME JÓHANNSDÓTTIR, Úthlíö 9, Reykjavík, andaöist í Borgarspítalanum aö kvöldi 2. maí. Guöjón Kristinn Bernharösson, Guörún Jórunn Kristinsdóttir, Bernharöur Jóhann Kristinsson. Móöir okkar, tengdamóöir og amma, KRISTJANA VIGDÍS JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, lést 1. maí. Gunnar J. Sigtryggsson, Kristján Sigtryggsson, Ólafur H. Sigtryggsson, Kristinn G. Sigtryggsson, og Guöbjörg Jónsdóttir, Sigrún Guómundsdóttir, Sigrún Daníelsdóttir, Ingunn Ragnarsdóttir barnabörn. + Eiginmaöur minn og afi, KRISTJÁN EINARSSON, Karlagötu 5, lést í Landspítalanum miövikudaginn 2. mai. Elín Pólsdóttir, Elín Davíðsdóttir. + Útför bræöranna, ARNODDARJÓHANNESSONAR, Vesturgötu 25, Keflavík, og JÓNSJÓHANNESSONAR, Ásbraut 9, Keflavík, veröur gerö frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 5. mai kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og systkini hinna lótnu. + Móöir okkar og tengdamóöir, ANNA KR. KRISTINSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Garöakirkju laugardaginn 5. maí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagiö. Unnur Björgvinsdóttir, Kristinn Björgvínsson, Jóhann Björgvinsson, Guörún Helga Agnarsdóttir, Jón Kristjónsson. + Ástkær eiginkona min, móöir okkar, tengdamóöir og amma, KRISTÍN MIKAELSDÓTTIR, Hrafnagilsstræti 28, Akureyri, sem lést 28. apríl veröur jarösungin frá Akureyrarkirkju þriöjudag- inn 8. maí kl. 13.30. Ragnar Sigurósson, Mikael Ragnarsson, Auöur Halldórsdóttir, Emil Ragnarsson, Birna Bergsdóttir, Gunnlaug Hanna Ragnarsd., Gísli Guöjónsson, Brynja Ragnarsdóttir, Ragna Kristin Ragnarsdóttir og barnabörn. Halldóra Halldórs- dóttir — Minning Halldóra Halldórsdóttir fæddist 11. jan. 1903 á ísafirði. Hún var dóttir hjónanna Kristjönu Elías- dóttur og Halldórs Ág. Halldórs- sonar skipstjóra. Halldór faðir hennar fórst með skipi sínu á ísafjarðardjúpi nokkru fyrir fæðingu Halldóru. Hún ólst því upp með móður sinni og Elínu systur sinni, en þær fluttust til Reykjavíkur tveimur árum síðar. Bjó Halldóra síðan með móður sinni og ólst upp hjá þeim frændi þeirra, Jón Sveins- son, frá barnæsku. Voru þau ætíð sem bestu systkin. Eftir lát móður sinnar bjó Hall- dóra alla tíð með systur sinni, Elínu, og manni hennar, Páli Árnasyni, á Bárugötu 21 í Reykja- vík. Var einkar gott samband milli systranna, svo að sjaldgæft má telja. Reyndist Halldóra fjölskyld- unni allri frábærlega vel, enda bú- in þeim mannkostum, sem bestir prýða hvern mann. Fjölskylda mín naut velvildar hennar í ríkum mæli og var hún okkur mjög kær. Halldóra starfaði lengi hjá verslun Haraldar Árnasonar og síðustu starfsárin hjá Elliheimil- inu Grund. Síðustu árin hrakaði heilsu hennar og var hún oft þjáð. Samt átti hún því láni að fagna að njóta umönnunar Elínar systur sinnar og Líneyjar systurdóttur sinnar, þar til síðustu tvo mánuðina, er Minning: Jónas S. Jakobs- son myndhöggvari Fæddur 5. nóvember 1909 Dáinn 29. aprfl 1984 Látinn er hér í Reykjavík Jónas S. Jakobsson myndhöggvari, 74 ára að aldri. Hann fæddist á Blönduósi, en þar bjuggu foreldrar hans, Jakob Lárusson Bergstad og eiginkona hans Guðný Ragnhildur Hjartar- dóttir. Hófu þau búskap á Akur- eyri og síðar á Blönduósi. Stóð heimili þeirra í Litla-Enni. Jónas var næstelstur 12 systk- ina. Af þeim lifa Hjörtur, Klara, Helga, Margrét, Unnur og Guð- rún. Þegar í bernsku komu fram hjá Jónasi listrænir, fíngerðir hæfi- leikar. Hann var teiknari og list- rænn til handa og gat snemma gert ljóð. Faðir hans, sem var handverks- maður, hafði auga fyrir þessu og vildi því láta hann læra iðn, sem hann gæti lifað af. Kom honum í læri bæði á Blönduósi og Sauð- árkróki til úrsmíða. Það féll ekki að sálarlífi Jónasar. Kveikjan er kviknaði og benti til þess er verða vildi, kom fram hjá Jónasi er hann var 7—8 ára gam- all. Hann las barnablaðið „Unga Island" og sá þar mynd af „útlaga" Einars Jónssonar. Þá ákvað hann með sjálfum sér að myndhöggvari skyldi hann verða. Árið 1927, er Jónas var 18 ára hleypti hann heimdraganum og hélt til Reykjavíkur. Pyngjan var lítil, en studdur bænum foreldra sinna lagði hann á ókunna stigu. Jónas hóf nám hjá Ríkarði Jóns- syni, í teikningu og myndamótun. Ríkarður rak skóla fyrir nemend- ur sína. Jakob reit Einari Jónssyni myndhöggvara vegna Jónasar sonar síns og bað hann að taka drenginn sinn i læri. Einar setti Jónas í próf og fól honum verkefni næstu daga. Það var að móta hönd. Eftir fjórar klukkustundir kemur Jónas með úrlausn á verk- efninu. Þetta opnaði honum dyr hjá Einari og var Jónas síðasti nemandi hans. 1930 fór Jónas til Noregs og settist í Listaháskólann í Osló. Var hann þar tvo vetur við nám og vann á sumrum á vegum skólans. Lærði Jónas þar list sína undir stjórn færustu prófessora og kennara. Meðal þeirra sem Jónas kynntist við námið var listakonan landsfræga, sú er prýddi ráðhúsið í Osló með myndum sínum, Anne Grimdalen. Hún bauð Jónasi með sér á samkomu hjá hvítasunnu- mönnum í Fíladelfíu, Osló. Ræðu- maður var þá Lewi Pethrus frá Stokkhólmi. Þá urðu afgerandi straumhvörf í lífi Jónasar. Jónas frelsast og eignast afturhvarf til lifandi trúar. Hann tekur skírn eftir Biblíunni í nafni Heilagrar þrenningar 11. desember 1931. Upp frá því var hans andlega heimili í Hvítasunnusöfnuðinum. Með lærdóm sinn og reynslu, en einkanlega þó á vegi trúarinnar heldur hann frá Noregi sumarið 1932. Tekur sér far með Lyru frá Bergen og kemur til Eyja seint að kvöldi. Verða fyrir honum Lárus og Júlíana frá Búastöðum, er buðu honum gistingu og gengu með honum að Betel daginn eftir. Þar bjó þá Signe og Eric Ericson. Hóf hann þegar liðveislu við litla hóp- inn í Betel og tók á sig trúboða- ferðir um landið. I Eyjum fann Jónas konuefni sitt, Guðbjörgu Guðjónsdóttur frá Skaftafelli, Hafliðasonar skip- stjóra og útgerðarmanns. Þau giftust 28. des. árið 1935. Stóð hjónaband þeirra þvf nærri fulln- uð 49 ár. Eignuðust þau sjö börn. Af þeim lifa sex föður sinn. Jakob, sem andaðist í október 1963, síðan koma Daníel kennari, Dóra foringi í Hjálpræðishernum, Guðjón hár- skerameistari, Ríkarður Bergstað offsettljósmyndari, Rebekka kennari og Guðný Ragnhildur skólastjóri. Jónas átti barnaláni aö fagna. Öll hafa börnin komist vel til manns. Nýtir og góðir borg- arar. Heimili þeirra Jónasar og Guð- bjargar stóð víða um landið, vegna Konan mín. + RAGNHILDUR EYJÓLFSDÓTTIR, Goóalandi 13, lést 3. maí. Ármann Frlöriksson. t Þökkum vináttu og samúö viö andlát og jaröarför fööur okkar, AÐALSTEINS GUOMUNDSSONAR, Bakkavegi 15, Þórshöfn. Helöa Aöalateinsdóttir, Þórunn Aöalsteinsdóttir. Stella Aöalsteinsdóttir, hún dvaldi á sjúkrahúsum. Hall- dóra lést 27. apríl sl. Blessuð sé minning hennar. Hannes Flosason starfa þeirra hjóna í hreyfingu hvítasunnumanna. Áttu þau heima á Blönduósi, f Eyjum, Reykjavík, á Sauðárkróki og Ak- ureyri. Frá árinu 1958 í Reykjavík. Trúboðaár þeirra hjóna voru borin uppi af bjartri hugsjón og sterkri trú. Það var hlutverk þeirra að búa oft við þröngan kost. Jónasi veittist sú náð að eiga neistann, sem kveikir og gefur ljós og yl. Hann var brennandi og skfnandi lampi. Honum var létt um mál. Hræring og hreyfing var um ræðustól hans. Man ég guðsþjón- ustur hans, sem hrærðu marga í Eyjum og urðu mörgum til varan- legrar blessunar. í persónulegri umgengni var hann orðvar, háttvís og lagði aldr- ei öðrum illt til. Hann helgaði sig lestri Biblíunnar og bænalífi. Hann las naumast nokkuð annað en Nýjatestamentið, hin sfðari ár. Hann orkti ljóð og sálma. Gaf þetta út á eigin kostnað. Margir sálmar hans prýða „Hörpu- strengi" sálmabók hvítasunnu- manna og eru sungnir af hundruð- um við guðsþjónustur. Trú Jónas- ar var þannig að sannfæringunni var fylgt eftir og gat því ekkert breytt. Listaverk Jónasar skipta hundr- uðum f málverkum og höggmynd- um. Bæði norðanlands og sunnan, já, út um landið og erlendis. Kynna þau umfram allt fíngerða, eðlilega sköpunargáfu, sem aldrei verður lærð en hlotnast einstökum í vöggugjöf. Jónas var einn þeirra. Fyrir mörgum árum missti Jón- as mátt í hægri hendi. Vann hann mörg sinna afburða listaverka með vinstri hendi. Þótti það mörg- um furðulegt hvílíkum afburða árangri hann náði, svo á sig kom- inn. Við ævilok Jónasar kveður Fíla- delffusöfnuðurinn í Reykjavík einn af frumherjum sfnum, sem bar byrðar og stóð f fylkingar- brjósti. Hann gjörði verk trúboða og fullnaði þjónustu sfna. Nú eru honum geymd sigurlaunin heima hjá Drottni, sem Drottinn mun gefa honum á þeim degi. 2. Tim. 4. 7. Með virðingu, þakklæti og sam- úð. Einar J. Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.