Morgunblaðið - 04.05.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.05.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 4. MAl 1984 Fyrirliggjandi í birgðastöð EFNIS- PIPUR SKF 280 ooO°°°° ® °OOo Fjölmargir sveiieikar og pykktir. SINDRA STALHF Borgartúni 31 simi 27222 Fyrirliggjandi í birgðastöð STAL Stál 37.2 DIN 17100 Fjölbreyttar stærðir og þykktir sívalt ferkantað flatt SINDRA STALHF Borgartúni 31 sími 27222 Kolombía: Eiturlyfjasal- ar fyrir herrétt BogoU, 3. maí. AP. BELISARIO Betancur, forseti Kólombíu, fyrirskipaði ( dag að herréttur fjallaði framvegis um mál eiturlyfjasala, en fram að þessu hafa slík mál verið lögð fyrir aimenna dómstóla. Jafnframt nam hann úr gildi reglur sem heimila sakborningum að ganga lausir gegn tryggingu. Betancur, sem er fyrsti forseti Kólombíu sem sker upp herör gegn eiturlyfjasölum, lét til skar- ar skríða eftir að Rodrigo Lara, dómsmálaráðherra í stjórn hans, var ráðinn af dögum á mánudag- inn, en Lara hafði barist ötullega gegn framleiðslu og útflutningi eiturlyfja og verið af þeim sökum margsinnis hótað lífláti. Verðfall á selskinmim Kaupmannahöfn, 3. maí. Frá Niels-Jörgen Bruun, Gr«nlandsfréttaritara Mbl. GRÆNLENDINGAR eiga f miklum erfiðleikum með að koma selskinni í verð um þessar mundir. Veiðimenn þar í landi selja skinnin til Konung- legu Grænlandsverslunarinnar, sem setur þau á uppboð í Danmörku. f gær voru 15 þúsund skinn af hringa- nóra boðin til sölu í Glostrup og fengust að meðaltali 62 danskar krónur fyrir hvert skinn. Þaö er lægri upphæð en Grænlandsverslun- in hafði greitt veiðimönnunum. Að sögn talsmanns verslunar- innar er ástæðan fyrir áhugaleysi kaupenda minni eftirspurn eftir vörum úr selskinni í aðal- viðskiptalöndunum, Frakklandi og Þýskalandi. Tískuhús í þessum löndum treysta sér ekki til að hafa á boðstólum kápur og fakka úr selskinni vegna mótmæla um- hverfisverndarsinna. Andúð á selskinnum er rakinn til baráttu leikkonunnar Brigitte Bardot gegn kópadrápi við Nýfundaland og Jan Mayen, og þótt landsstjórnin á Grænlandi hafi eytt miklum fjár- hæðum til að reyna að upplýsa að Grænlendingar veiði ekki kópa og nýti ekki aðeins skinnið af þeim selum sem þeir veiða, heldur kjöt- ið líka, þá hefur það lítinn árang- ur borið. Grænlandsverslunin á í fórum sínum 50 þúsund selskinn, sem hún býður ekki upp að sinni til að verð falli ekki enn frekar. Fréttir frá Kanada herma að Hudson Bay-fyrirtækið eigi í samskonar erfiðleikum og Grænlandsverslun- in. Hafi fyrirtækið orðið að kalla inn á ný allt það selskinn sem til stóð að bjóða upp í byrjun þessar- ar viku, þar sem enginn kaupandi fannst. Eiturlyfjasalar hafa aldrei fyrr þurft að sitja lengur en nokkrar klukkustundir í varðhaldi i Kól- ombíu, og er vitað að þeir ýmist múta dómurum eða hóta að ryðja þeim úr vegi ef þeir eru ekki sam- vinnuþýðir. Áður en klukkustund var liðin frá þvf Lara var myrtur á mánu- daginn lýsti Betnacur forseti yfir neyðarástandi í landinu og kvaðst ætla að efna til allsherjarstríðs gegn eiturlyfjasölum. Hernaðaryfirvöld f Kólombíu staðhæfa, að kommúnistar, sem stunda skæruhernað gegn stjórn- völdum, hafi aðstoðað eiturlyfja- sala og þannig aflað sér fjárs til að kaupa vopn og vistir. Símamynd AP. Veika kynið? Veika kynið? Ó nei, ekki mundi þessi valkyrja taka undir það, enda betur vöðvum búin en flestir af „sterkara kyninu". Þetta er Bev Francis frá Melbourne f Ástr- alíu, sem hefur haslað sér völl sem ein vöðvastæltasta kona ver- aldar, og þeir sem skoða þessa mynd hljóta að sannfærast að það er ekkert fleipur. Hún hefur feng- ið eitt af aðalhlutverkunum í nýrri kvikmynd, sem ber heitið: „Pumping iron 2. The Women". LEGUKOPAR Legukopar og fóðringar- efni í hólkum og heilum stöngum. Vestur-þýzkt úrvals efni. Atlas hf Armúli 7 — Sími 26755. Pósthólf 493, Reykjavík Fjórða tbl.Æskunnar er komið! - Friskt og skemmtilegt efni. M.a.: ★ Glæsileg veggmynd af Michael Jackson. ★ Guðrún Fema í opnuviðtali. ★ Rás 2 heimsótt. ★ Utanlandsferðir í verðlaun fyrir áskrifendur og áskrifendasöfnun. ★ Gagnvegir. ★ Æskupósturinn. ★ Poppmúsik. Allir eiga samleið með Æskunni ' Áskriftarsími 17336 ' Fyrirliggjandi í birgðastöð Galvaniserað plötuiárn é ST 02 Z DIN 17162 Plötuþykktir: 0.5-2mm Plötustærðir: 1000 x 2000 mm og 1250 x 2500 mm SINDRA. lSTÁLHF Borgartúni 31 sími 27222

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.