Morgunblaðið - 04.05.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.05.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖ3TUDAGUR 4. MAl 1984 19 Dregið í spurninga- leik ESSO YFIR 16 þúsund manns tóku þátt f spurningaleik ESSO á AUTO ’84. Dregið var úr réttum úrlausnum að viðstöddum Þorkeli Gíslasyni, borg- arfógeta, og er myndin tekin þegar Soffía Jóhannsdóttir dregur úr rétt- um úrlausnum. Hjá henni standa Þorsteinn Þorsteinsson og Ármann Eiríksson frá Olíufélaginu hf. Þeir heppnu eru: 1. verðlaun, 3ja vikna ferð fyrir tvo til Danmerkur með Samvinnuferðum: Soffía Guðmundsdóttir, Sólvallagötu 35, Reykjavík. 2. verðlaun, 100 1 bens- ínúttekt á bensínstöðvum ESSO: Linda Björk Ólafsdóttir, Smára- hvammi 1, Hafnarfirði. 3.-5. verðlaun, 50 1 bensínúttekt á bensínstöðvum ESSO: ólafur Ág- ústsson, Hjaltabakka 18, Reykja- vík; Hjörtur Ásgeirsson, Dalbergi, Djúpavogi; Angelíka Guðmunds- dóttir, Selbrekku 17, Kópavogi. Auk þessara verðlauna áttu allir þátttakendur kost á að fá 10% af- sláttarkort sem gilti við kaup á öllum vörum nema eldsneyti og smurolíum á bensínstöðvum ESSO um allt land til 31. apríl. John Peterson ÞAU MISTÖK urðu í Morgunblað- inu í gær að með frétt um sam- komur séra John Petersons frá Kaliforníu birtist mynd af Krist- jáni Elís Jónassyni, barítonsöngv- ara, en hún átti að birtast með frétt af tónleikum Kristjáns á Akranesi og í Norræna húsinu. Um leið og Mbl. biðst afsökunar á þessum mistökum birtist hér með mynd af John Peterson. Minningar- dagskrá í Bæjarkirkju Minningardagskrá verður í Bæj- arkirkju næstkomandi sunnudag og hefst hún klukkan 14. Minnst verð- ur Björns Jakobssonar organista og tónskálds frá Varmalæk. Dagskráin er flutt vegna 90 ára afmælis Björns heitins, sem var organisti í Bæjar- kirkju í 65 ár og annaðist auk þess organistastörf við fjölda kirkna í héraðinu. Öll lögin, sem flutt verða, eru eftir Björn. Flytjendur verða blandaður kór úr sveitum Borgarfjarðarhéraðs ásamt söngstjórunum Bjarna Guðráðssyni, Ólafi Guðmundssyni og Pétri Jónssyni. Einsöngvari verður Gísli Þorsteinsson og pianóundirleik annast Sverrir Guðmundsson. Að dagskrá lokinni verður boðið til kaffiveitinga í fé- lagsheimilinu Brún. JK*Y9miÞIaMfe Meisokibkid á hverjum degi! Opið hús hjá Líffræði- stofnun Háskólans f TILEFNI af 10 ára afmæli Líffræði- stofnunar háskólans efnir stofnunin til kynningar á starfsemi sinni nk. sunnu- dag, 6. maí. Húsakynni stofnunarinnar að Grensásvegi 12 og 11 verða opin frá kl. 14—19 og munu kennarar og nem- endur veita gestum leiðsögn. Fluttir verða fjórir stuttir fyrir- lestrar um rannsóknir sem unnið er að á stofnuninni. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 14.30. Dr. Guðni Alfreðs- son dósent og dr. Jakob K. Krist- jánsson fjalla um liftækni á fslandi, dr. Einar Árnason dósent um hlut- leysiskenningu í þróunarfræði, dr. Þóra Ellen Þórhallsdóttir um vist- fræði Þjórsárvera og dr. Gísli Már Gíslason um vistfræði Mývatns og Laxár. Kl. 17 verður svo sýnd ný kvik- mynd um Mývatn sem Magnús Magnússon hefur gert í samvinni' við Líffræðistofnun. Tónleikar í Stykkishólmi Stvkkisholmi, 3. maí. KIRKJUKÓR Stykkishólms og Lionskórinn hafa starfað vel í vetur. Nú efna þeir til sameiginlegra tón- leika í félagsheimilinu annað kvöld, föstudagskvöld, kiukkan 21. Stjórnendur eru Jóhanna Guð- mundsdóttir og Daði Þór Einarsson. — Árni Nytt Lotus Discret 5 mm é þykktina, en hefur samt alla sömu eiginleika og þykkari bindi 1 ‘ "Vl x * r Gamla reglan var þessi: Þykkara bindi = aukið öryggi + aukin óþægindi. En ekki lengur. Það er samt ótrúlegt, að 5 mm bindi geti veriö sambærilegt viö venjulegt 15 mm bindi. Engu að siöur er það staðreynd, að Lotus discret gerir fullkomlega sama gagn og bindi af gömlu gerö- inni. Svarió er að finna í sérstakri efnasamsetningu bindisins, sem hefur þann eiginleika, aó draga i sig 20 falda þyngd sina af vökva, — og þlasthúðuð bakhlið eykur enn á öryggiö. Yfirborðið er úr nýju, finofnu og mjúku trefjalagi, sem heldur efsta lagi bindisins ótrúlega þurru, og gerir það mun þægilegra en ella. 2" (rntii lotus II! Jtnnr/ 20' extradúnne ’ BiXktéu ultra sottili

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.