Morgunblaðið - 04.05.1984, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1984
Fjarri brambolti heimsins
Leiklist
Bolli Gústafsson í Laufási
Leikfélag Menntaskólans á Akur-
eyri: Bærinn okkar.
Höfundur: Thorndon Wilder.
Þýðandi: Bogi Ólafsson.
Leikstjóri: Jónas Jónasson.
Aðstoðarleikstjóri: Guðrún Bima
Guðmundsdóttir.
Ljósameistari: Viðar Garðarsson.
Leiksviðsstjóri: Sigríður Matthild-
ur Aradóttir.
Leikhljóð: Ragnar Hlynur Jóns-
son.
Búningar og svið: Hópurinn.
Á árunum milli heimsstyrjald-
anna var gróska í leiklist í Banda-
ríkjunum. Hún var borin uppi af
eldmóði, sem ekki á sér nokkra
hliöstæðu í bandarísku menning-
arlífi. Hvert leikhúsið af öðru var
sett á stofn og leikritahöfundar
fylgdust vel með því, sem gerðist
um þær mundir í Evrópu, ekki
síst hjá Antoine í París eða f
Abbey-ieikhúsinu í Dublin. Höf-
undar vestra gátu sér frægðarorð,
frá Maxwell Anderson til Saro-
yans, og í milli þeirra má telja
ýmis nöfn. Þar ber ekki lægst
nafn Thorndon Wilders, enda var
hann maður, sem þorði að fara
sínar eigin götur, óháður stefnum
og straumum. Sérstaða hans i
bandarískum bókmenntum var
tvímælalaus. Hann var hálærður,
fágaður, eilítið gráglettinn á
stundum. Verk hans, bæði skálds-
ögur og leikrit, náðu geysimiklum
vinsældum.
Bærinn okkar (Our town), sem
fyrst var-sett á svið í New York
árið 1938, var ekki fyrsta leikrit
Wilders, en hins vegar var það án
efa talið frumlegast kunnra verka
hans. í einstöku látleysi sínu olli
leikritið straumhvörfum í tækni-
legu tilliti. Nú er svo langt um
liðið, að frumleg framseting Wild-
ers kemur að lfkindum fáum leik-
húsgestum á óvart lengur. Nýj-
ungar hans er birtust fyrst f þessu
fræga leikhúsverki, sem hlaut
Pulitzer-verðlaunin á sfnum tíma,
hafa fjölmargir höfundar og leik-
stjórar notfært sér síðan. Jafnvel
höfum við séð gömul verk yngd
upp með aðferðum Wilders. Tjald-
ið (þ.e.a.s. ef það er fyrir hendi) er
dregið frá auðu sviði, þegar áhorf-
endur eru sestir í sæti sín. Sviðs-
búnaður er nánast enginn allt út f
gegn.
Leikritið hefst á því að sögu-
maður (í hlutverki leikstjóra) sest
niður og spjallar við áhorfendur
um allt það, sem bera mun fyrir
augu þeirra. Síðan eru íbúar
bandarísks smábæjar leiddir
fram, meðan sögumaður útskýrir.
Staðreyndin er þó sú, að í raun og
veru gerist ekkert markvert. Ekki
eru dregnar skarpar línur, sem
áreita áhorfendur, ekkert um
stórbrotna árekstra eða hrika-
legar hetjudáðir. Ung stúlka verð-
ur fullorðin, giftist og deyr af
barnsförum. En þetta „ekkert"
verður þó „allt“. Litli bærinn á
Nýja-Englandi liggur langt frá
brambolti heimsins. Þó ráðast þar
örlög manns, og örlög hvers og
eins verða mikilvægari en átök
hinna stóru, þvf þessi „hver og
einn“ er þú og ég. „Það er eitthvað
djúpt í hugarfylgsnum allra
manna, sem er eilíft." Þessi stíl-
færði leikur um „hvern og einn“
er áreiðanlega ekkert áhrifa-
minni, en mögnuðustu flugrit
stjórnmálanna.
Nemendum Menntaskólans á
Akureyri tekst sérlega vel að
koma vandasömu verki Thorndon
Wilders til skila. Þeir virðast hafa
gengið heils hugar til samstarfs
við leikstjórann, Jónas Jónasson.
Nú vill svo skemmtilega til, að
fyrir 20 árum setti Jónas þetta
sama leikrit á sama svið, en þá
með leikurum Leikfélags Akur-
eyrar. Það var minnileg sýning og
Jónasi og LA til mikils sóma.
Augljóst er að leikstjórinn skilur
verkið út í æsar og veit fullkom-
lega, hvað hann er að gera. Hann
notar nú bættan ljósabúnað leik-
hússins út f æsar og nýtur þar
kunnáttu ljósameistarans, Viðars
Garðarssonar, sem leysir hlut-
verk sitt með mikilli prýði. Af al-
úð hefur Jónas lagt áherslu á
vandaða framsögn hinna ungu
leikara, sem er lofsverð. Leikbeit-
ing svipbrigða og hreyfingar á
sviði eru með þeim hætti, að mað-
ur gleðst yfir góðum árangri.
Lögð er áhersla á hópstilltan
látbragðsleik. Hópurinn er sam-
valinn og það er ljúfur svipur og
mikil birta yfir þessari sýningu.
Þótt freistandi væri að geta
frammistöðu einstakra leikenda
verður það látið hjá líða að þessu
sinni.
Jónas Jónasson hefur áður
komið við sögu Leikfélags MA og
jafnan sýnt að honum lætur vel
að starfa með ungu fólki og laða
fram hæfileika þess. Þess er jafn-
framt vert að geta hér, að hann
hefur bæði til að bera þekkingu og
skáldlegt innsæi, sem Ííklega hafa
aldrei verið virt sem skyldi.
Kannski hefur útvarpsmaðurinn
góðkunni skyggt um of á þessa
ótvíræðu hæfileika á sviði leiklist-
ar og bókmennta. En vel hefur
Jónasi til tekist að þessu sinni og
óhætt er að hvetja Norðanmenn
til þess að sækja sýningar
menntskæiinga á athyglisverðu
verki í samkomuhúsinu á Akur-
eyri.
ÞHNKHSTRIK.
1. maí fagnað f blíð-
viðri á Egilsstöðum
Egitastöðum, 2. maí.
efnt er til almennra hátíðarhalda hér
um slóðir í tilefni 1. maí.
Stefán Guðmundsson, Iðnsveina-
félagi Fljótsdalshéraðs, setti fund,
en barátturæðuna flutti Jón Þórar-
insson, formaður Verkalýðsfélags
Fljótsdalshéraðs.
Þá rifjaði Ásbjörg Þorkelsdóttir í
Sauðhaga á Völlum upp minningar
frá 1. maí-hátíðarhöldum í Reykja-
vík á árum áður. Hópur kennara í
Egilsstaðaskóla og Menntaskólanum
á Egilsstöðum tók lagið — svo og
hópur úr Kvennahreyfingunni á
Héraði. Þá flutti Laufey Eiríksdótt-
ir, kennari, ljóð Jóhannesar úr Kötl-
um „1. maí“.
Fundarstjóri var Jónas Jóhanns-
son, Vörubílstjórafélaginu Snæfelli.
Félagar úr Verslunarmannafélagi
Austurlands stóðu einnig að hátíð-
arhöldum þessum.
Að loknum ræðum og skemmtiat-
riðum þáðu samkomugestir kaffi og
meðlæti. Fundarsalurinn var þétt-
setinn — en líklega hefur blíðviðrið
dregið nokkuð úr fundarsókn.
— Ólafur
FÉLAGAR úr fimm launþegasam-
tökum á Héraði gengust fyrir hátíð-
arsamkomu í Valaskjálf í gær — og
mun þetta vera í fyrsta sinn sem
Ræðukeppni
JC flutt í Mos-
fellssveit
RÖKRÆÐUKEPPNI JC Mosfells-
sveitar og JC Vík, Reykjavík, sem
vera átti í Golfskálanum í Reykjavík
á laugardag hefur verð flutt. Keppn-
in fer fram f barnaskólanum í Mos-
fellssveit og hefst klukkan 14 á laug-
ardag.
_ juglýsinga-
siminn er 2 24 80
26" standard
Verð kr. 35.760.- stgr
26" fjarstýrt, stereó
" rð kr.--------------
Verð kr. 52.490.- stgr.
22" standard
Verð kr. 34.840.- stgr
20" fjarstýrt
rð kr. 31.
Verc
90)