Morgunblaðið - 04.05.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.05.1984, Blaðsíða 32
Opið alla daga frá kl. 11.45—23.30. ^ m A ^ 4, Opiö öil fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. ^Jkounn AUSTURSTRÆTI 22, INNSTRÆTI, SÍMI 11633. inrgwiptopiip ^"22, INNSTRÆTI, SÍMI 11633 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. öll áhöfn vélbátsins Kára VE 95 bjargaðist giftusamlega í gærmorgun, þegar hann sökk elt- ir árekstur við Hástein AR 8 skammt undan innsiglingunni í Stokkseyrarhöfn. Á myndinni er Giftusamleg björgun áhöfn Kára f fjöruborðinu f höfninni á Stokks- eyri með Hástein í baksýn, þar sem verið er að gera við stefni skipsins. Talið frá vinstri: Guð- mundur Sæmundsson, Sveinn Magnússon, MorguibMiA/RAX. Kristinn Marvinsson, sem var í fríi í þessari síðstu sjóferð skipsins, Eiríkur Guðmundsson, Sævar Sveinsson, skipstjóri, og Hörður Jónsson. Sjá nánari frásögn á miðsíðu blaðsins. Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, á fundi í gærkvöldi: Setja þarf formanninn á þann stall sem honum ber Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar „lítil mús“ Borgarstjóm: Hundahald leyft með skilyrðum SAMÞYKKT var á borgarstjórnar- fundi í gærkveldi með 14 atkvæð- um, þ.e. atkvæðum sjálfstæð- israanna og framsóknarmanna, að hundahald sé bannað í Reykjavík, en heimilt sé að veita undanþágur frá því banni að uppfylltum ströng- um skilyrðum, og eru þau skilyrði efni í nýja reglugerð um hundahald í Reykjavík, eins og komið hefur áður fram í Morgunblaðinu. 1 greinargerð með þessari sam- þykkt meirihluta borgarstjórnar segir m.a.: „Þá skal hafa í reglu- gerðinni ákvæði til bráðabirgða þar sem ákveðið er að bera ákvörðunina um hundahald inn- an borgarmarkanna undir at- kvæði allra atkvæðisbærra borg- arbúa þegar nokkur reynsla verður komin á hina nýju skipan, en þó ekki síðar en 4 árum eftir staðfestingu reglugerðarinnar." Fjalakötturinn: Niðurrif samþykkt Á borgarstjórnarfundi í gær- kveldi var staðfest samþykkt byggingarnefndar frá því í mars sl. um niðurrif Fjalakattarins með 11 atkvæðum gegn 8. Tveir sátu hjá, þau Sigrún Magnúsdóttir, B, og Sigurður E. Guðmundsson, A. Hulda Valtýsdóttir, formaður um- hverfismálaráðs, greiddi atkvæði með staófestingunni. „Ég fagna því að svar er kom- ið í þessu máli,“ sagði Þorkell Valdimarsson, eigandi Fjala- kattarins, þegar afgreiðsla borgarstjórnar lá fyrir, og Þor- kell bætti við: „Ég er þvi feginn að borgarstjórn hefur borið gæfu til þess að hlusta á hinn þögla meirihluta í borginni." „ÞETTA tók um tvo mánuði og þá fæddist lítil mús,“ sagði Friðrik Soph- usson varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins m.a. í ræðu á fundi Sjálfstæðisfé- lagsins á Seltjarnarnesi í gærkvöldi. Friðrik deildi í ræðu sinni hart á efna- hagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar, að- draganda þeirra og benti á þær hættur sem framundan gætu verið vegna þeirra gífurlegu erlendu lántaka sem fyrirhugaðar væru. Hann fjallaði ennfremur um inn- anflokksmál Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarsamstarfið og sagði grundvallaratriði nú, að flokkurinn næði saman innbyrðis og nefndi landbúnaðarmál sem dæmi um málaflokk sem mikil óeining rfkir um. Þá kvað hann meira en tíma- bært að setja formann Sjálfstæðis- flokksins á þann stall sem honum bæri og endurskoða þyrfti hverjir ættu að sitja i ráðherrastólum fyrir flokkinn, því annars myndi flokkur- inn leysast upp í óskiljanlegar ör- eindir. Varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins sagði, er hann hafði lýst skoðun- um sínum á efnahagsaðgerðunum, að hann teldi að reynslan ætti nú að kenna sjálfstæðismönnum nokkra lexíu. Verið væri að ýta vandanum á undan sér sem þýddi að Sjálfstæðis- flokkurinn „kæmi buxnalaus til næstu kosningabaráttu". Hann sagði að nú ætti að setjast niður og endurskoða stjórnarsáttmálann. Sjálfstæðisflokkurinn yrði síðan að ná samstöðu í mikilsverðum málum, til að mynda landbúnaðarmálum, og ekki væri hægt að ætlast til að unnt yrði að ná samstöðu með Framsókn, þegar samstaða væri ekki fyrir hendi innbyrðis. Hann sagði síðan, að síðan ætti að setjast að samningaborði með Framsókn um hin stóru úrlausnarmál. Ef Fram- sókn væri ekki tilbúin til raunhæfra aðgerða ætti Sjálfstæðisflokkurinn ekki að hika við að tala við aðra flokka og ef ekki næðist saman með þeim ætti hann að leita nýs umboðs frá islenskri þjóð. Þá sagði varaformaðurinn, að í frumvarpi ríkisstjórnarinnar væri ekki gert ráð fyrir stórum útgjalda- liðum, sem fyrirsjáanlega þyrfti einnig að taka erlend lán fyrir. í húsnæðislánapakkann vantaði t.d. enn 300—400 millj. kr. ef standa ætti við digrar yfirlýsingar félagsmálaráðherra. Þá væri óleyst- ur vandi útgerðarinnar, en lausa- skuldir hennar væru nú taldar nema 400—500 millj. kr. Hann sagði ennfremur að nýir útreikningar Þjóðhagsstofnunar á þjóðarfram- leiðslu, sem náð hefði hlutfalli er- lendra skulda af þjóðarframleiðslu niður í 59,6%, væru ekki „búmanns- legar“ og þar teflt á tæpasta vað, hvort sem það væri gert til að hlífa yfirlýsingaglöðum ráðherra eða í öðrum tilgangi. Vetrarvertíðin: „Undir núllinu margfræga" Margir útgerðarmenn vonast eftir búbót af rækjuveiðum f sumar AFKOMA meðalbáts á yfirstandandi vertíð, afli um 500 lestir, virðist sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins vera neikvæð, en um hve mikið ligg- ur ekki fyrir enn. Hásetahlutur út úr slíkum afla nemur rúmum 100.000 krónum miðað við jafna skiptingu milli þorsks og ufsa. Ýmsir bátar hafa náð talsvert meiri afla og af- koma þeirra því betri, en dæmið fer þó eftir skuldastöðu viðkomandi báta. Þeir útgerðarmenn, sem Morg- unblaðið ræddi við, töldu stöðuna ákaflega erfiða, en vonuðust til bú- bótar af rækjuveiðum í sumar. „Það er ljóst að þessi vetrarver- tíð hjá okkur verður undir núllinu margfræga. Við fengum um 500 lestir og miðað við þessa svoköll- uðu fiskverðshækkun, 4%, gengur dæmið ekki upp svona. Mér reikn- ast reyndar til að með flokkabreyt- ingum í verðlagningunni hafi fisk- verð lækkað um 2%,“ sagði Þórður Rafn Sigurðsson, skipstjóri og út- gerðarmaður á Daiarafni VE, í samtali við Morgunblaðið. ■ Þórður Rafn sagði ennfremur, að hann hefði tekið netin upp í gær enda ekkert að hafa í þau allan aprílmánuð. Þeir hefðu náð um 500 lestum og gæfi það um 100.000 krónur í hásetahlut fyrir þrjá og hálfan mánuð. Vertiðin hefði ein- kennzt af slæmum veðrum og af- koman því verið hroðaleg hjá minni bátum. Ármann Ármannsson, fram- kvæmdastjóri Ingimundar hf., sem gerir út Helgu RE og Helgu II RE, sagði í samtali við Morgunblaðið, að Helga væri nú komin með um 845 lestir og afkoman heldur skárri en í fyrra eða rétt ofan við núllið. Þá kæmi saltfiskvinnslan betur út nú en í fyrra og skipti léttsöltunin þar mestu vegna örra útskipana. Þá hefði loðnuafli Helgu II, um 11.000 lestir, munað miklu fyrir útgerðina og gert kleift að grynnka aðeins á skuldunum. Ingimundur hf. væri nú búinn að fá rækjuvinnsluleyfi, fyrst fyrir- tækja í Reykjavík, og færu bæði skipin á rækjuveiðar innan skamms. Hann liti því björtum augum til framtíðarinnar og von- aðist til þess, að rækjuverðið færi að hækka aftur. Hins vegar væri hann mjög óhress með þá ákvörð- un sjávarútvegsráðuneytisins, að loka ákveðnu svæði fyrir norðan fyrir stærri skipum. I því fælist ekkert réttlæti enda segðu sunnan- menn aldrei neitt við því, þó bátar víðs vegar af landinu flykktust á vertíð fyrir Suðurlandi og mokuðu þar upp afla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.