Morgunblaðið - 05.05.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.05.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLADIÐ, LÁUGARDAGUR 5. MAl 1984 >J tónlistarlífinu Kristinn Sigmundsson Það er ekki á bverjum degi, sem sett er upp ópera á íslandi, og enn sjaldnar gerist það, að skóli standi fyrir slíku. Þegar þetta er skrifao, eru nokkrir nemendur og kennarar N'ýja tónlistarskólans að leggja síðustu hönd á undirbún- ing óperusýningar. Þau hafa valið gamanóperu Mozarts, Brottnámið úr kvennabúrinu. Á sýningunum, sem fyrirhugaðar eru í Hvassaleit- isskóla sunnudaginn 6. maí og mánudaginn 7. maí (kl. 20, báða dagana) leikur hljómsveit skipuð félögum úr Sinfóníuhljómsveit ís- lands undir stjórn Ragnars Björnssonar. Með helstu hlutverk fara þau Jóhanna Linnet, Helga Baldursdóttir, Guðbjörn Guð- björnsson, Oddur Sigurðsson, Magnús Gíslason og Reynir Bjarnason. Leikstjóri er Sigrún Björnsdóttir og um leikmynd sér Gylfi Gíslason. þvinga Konstanze til ásta við sig. Öðru máli gegnir um ruddann Osmin, sem hefur fengið auga- stað á Blonde. Nú koma þau Bassa Selim og Konstanze. Selim spyr Konst- anze hvers vegna hún vilji ekki þýðast hann. f arfunni „Ach, ich liebte, war so glúcklich" segir hún honum, að hún hafi áður elskað Belmonte og verði honum alltaf trú. Þegar hún er farin inn í höllina notar Pedrillo tækifær- ið og kynnir Belmonte fyrir Sel- im og segir að hann sé bygg- ingameistari. Selim ákveður að taka hann í þjónustu sína. Annar þáttur gerist í hallar- garðinum. Osmin reynir að fá Blonde til við sig, en hún segist vera f þjónustu Konstanze, og ef hann geri eitthvað á sinn hluta, þá sé Selim að mæta. Konstanze kemur og syngur um áhyggjur sínar. Blonde reyn- Guðbjörn Guðbjörnsson og Jóhanna Linnet. standi frammi fyrir þvi að deyja vegna ástar sinnar á honum." Guðbjörn Guðbjörnsson (Bel- monte): „Þetta er aðalsmaður, alvarleg og fáguð týpa. Að vísu getur verið að hreyfingar- mynstur 18. aldarinnar virki kómískt á fólk, en þetta á samt sem áður að vera mjög alvarleg- ur og ábyrgur maður. Það er nokkuð erfitt að samræma leik- inn og sönginn. — Að afmá hræðslusvipinn af andlitinu, þegar kemur að innkomum." Magnús Gíslason (Pedrillo): „Þetta er léttur náungi, ófyrir- leitinn bragðarefur. Þetta hlut- verk krefst mikils leiks." Helga Baldursdóttir (Blonde): „Hún er léttlynd frekjudós, sem ber hag húsmóður sinnar fyrir brjósti." Oddur Sigurðsson (Osmin): „Hann er dæmigerð karlremba. Sjálfumglaður og yfirgangssam- ur, en heldur grunnhygginn, án þess að vita af því sjálfur." Þessu næst spurði ég Sigrúnu Björnsdóttur leikstjóra hver henni fyndist vera helsti munur- inn á því að leikstýra óperum og leikritum. „Munurinn er aðallega sá, að í óperu verður tónlistin að vera númer eitt, og það verður alltaf að taka tillit til þess við svið- setninguna. Þetta er viss fjötur, jog það reynir mikið á sðngvar- ana að túlka persónur sínar." Hver er boðskapur verksins? „Þetta er undir áhrifum frá skoðunum um jafnrétti kynj- anna, og almennum hugmyndum um manngildi." „Brottnámið úr kvennabúrinu" — í fyrsta sinn á íslandi Mozart samdi uw tuttugu sviðsverk á sinni stuttu ævi. Flest þeirra hafa gleymst, en fimm óperur hans hafa þó orðið svo lífseigar, að þær eru fluttar í óperuhúsum víðsvegar um heim. Þar á meðal er Brottnámið úr kvennabúrinu. Það var frumsýnt í Vínarborg árið 1782. Það er fyrsta ópera Mozarts sem staðist hefur tímans tönn. Ástæðan fyrir því að fyrri óperur hans náðu ekki meiri hylli en raun bar vitni, er sú að textar þeirra voru ekki nógu góðir. Mozart tók sjálfur þátt í samningu textahandrits Brott- námsins ásamt höfundi þess, Gottlieb Stefanie dem Júngeren. óperan er í þremur þáttum og gerist í Tyrklandi. Persónur hennar eru: Bassa Selim — talhlutverk, Konstanze — sópr- an, Blonde, þerna hennar — sópran, Belmonte, spænskur að- alsmaður — tenór, Pedrillo, þjónn hans — tenór, Osmin, um- sjónarmaour kvennabúrsins — bassi. Efni óperunnar er á þessa leið: Fyrsti þáttur gerist framan við höll Bassa Selims. Konstanze er fangi hans, en Belmonte er kom- inn til að leysa hana úr ánauö- inni. Hann reynir að komast i samband við Pedrillo, sem nú vinnur í höll Selims. Hann hittir fyrst Osmin kvennabúrsvörð. Osmin, sem hatar alla kristna menn, rekur hann í burtu. Um síðir tekst þó Belmonte að hafa upp á Pedrillo. Pedrillo lýsir því þegar Tyrkir rændu honum, Konstanze og Blonde og seldu þau síðan Selim. Hann segir honum einnig að Selim sé orðinn ástfanginn af Konstanze. Selim er göfugmenni og vill ekki Magnús Gíslason og Oddur Sigurðsson. Fri hljómsveitaræfingu. ir að hugga hana með þvi, að hjálpin hljóti að vera á næsta leiti. Selim kemur og er að missa þolinmæðina gagnvart Konst- anze. Hann segir henni að hún fái frest til næsta dags til þess að velja á milli sin og dauðans. Hún er óhrædd. Dauðinn yrði henni kærkominn. Hún syngur ariuna „Martern alle arten", þar sem hún tjáir Belmonte ævar- andi ást sina. Þegar Selim er farinn kem' * Pedrillo og segir henni að Bel- monte sé kominn og ætli að frelsa hana. Pedrillo tekst að hella Osmin fullan og nú nær Belmonte loksins fundum Konst- anze. Þau syngja kvartett ásamt Blonde og PedriIIo, þar sem hin tvö fyrrnefndu tjá hvort öðru ást sína. Pedrillo og Blonde eru ósátt f fyrstu, en sættast að lok- um. Þriðji þáttur gerist fyrir framan höllina um miðnætti. Pedrillo, Belmonte, Konstanze og Blonde reyna að flýja. Á sið- ustu stundu vaknar Osmin úr vímunni og handsamar þau. Hann syngur hefndararíu sína „Ha! Wie will ich triumphieren" þar sem hann hlakkar til að láta snöruna herðast að hálsi þeirra. Bassa Selim kemst að því að Belmonte er sonur erkifjanda síns. Belmonte og Konstanze bíða eftir því að Selim kveði upp dauöadóm yfir þeim. Þau kveðj- ast, að því að þau halda, í siðasta sinn. Selim hikar og allt í einu snýst honum hugur. Hann lætur þau laus og gefur þeim leyfi til að snúa aftur til föðurlands sfns. Osmin tryllist af bræði við þessi tfðindi, en allir aðrir lofa Bassa Selim fyrir göfugmennsku hans. Þessi söguþráður minnir um margt á Töfraflautuna. Það er ekki rúm til að fara út i slíka sálma hér, en allar persónur óperunnar eiga sínar samsvar- anir í persðnum Töfraflautunn- an Bassa Selim — Sarastro, Osmin — Monostatos, Belmonte — Tamino, Konstanze — Pam- ina, Blonde — Papagena og Pe- drillo — Papageno. Ég leit inn á æfingu í sal Hvassaleitisskólans á mánu- dgaskvöldið og tók nokkra þátt- takendur sýningarinnar tali. Ég byrjaði á þvi að spyrja einsöngv- arana hvernig þeim fyndist að syngja og leika þessi hlutverk. Þeim bar ölium saman um að þetta væri mjög kröfuhörð og erfið tónlist. Því næst bað ég þau að segja nokkur orð um persón- urnar sem þau túlkuðu. Jóhanna Linnet, sem syngur Konstanze: „Konstanze er mjög göfug og fáguð persóna. Hún elskar Belmonte og vill ekki bregðast honum, jafnvel þó hún Er þetta dýr uppfærsla? „Ég get nú ekki sagt það. Hér er öllum kostnaði haldið i lág- marki. Til dæmis get ég sagt þér, að efniskostnaður við leikmynd er kominn í 2—300 krónur." Ragnar Björnsson var gðmað- ur i æfingahléi og ég spurði hann hvort þetta væri í fyrsta skipti sem íslenskur skóii setti upp óperu. „Já. — Það má lika geta þess að þetta mun vera í fyrsta sinn sem Brottnámið er tekið til sýn- inga á íslandi. Það er orðið svo mikið af fólki, sem stundar söngnám hér, að skólarnir ættu að hafa svona nokkuð sem lið i námi þeirra nemenda sem lengst eru komnir." Hafið þið leitað eftir sam- vinnu við aðra skóla? „Nei, ekki núna, en mér finnst að í framtiðinni ættu tðnlist- arskólarnir á höfuðborgarsvæð- inu að hafa samstarf um þetta." Með von um að svo verði óska ég Nýja tónlistarskólanum til hamingju með þetta stórmerka framtak, og hvet fólk til að leggja leið sína í Hvassaleitis- skólann á morgun eða mánudag- inn. — Nú, eða bara báða dag- ana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.