Morgunblaðið - 05.05.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.05.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 5. MAl 1984 25 Þorsteinn l'álsson ins. Ég veit að það er til þess ætl- ast að hann víki sér ekki undan þeim erfiðu verkefnum sem bíða þess að tekist sé á við." — Ertu ekki með þessum orð- um að segja, að þú sért á leið inn í ríkisstjórn? „Ég segi ekkert með þessum orðum annað en það sem í þeim felst." — Er ekki erfitt fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að ná samstöðu- með Framsóknarflokknum um það hvernig skuli staðið að áfram- haldandi stjórnarsamstarfi, þegar ekki er einu sinni innbyrðis sam- staða í flokknum um það hvernig staðið skuli að málum, eins og Priðrik orðaði það? „Nei, en það er auðvitað alveg rétt, sem Friðrik segir, að það nær enginn flokkur árangri í baráttu sinni, nema flokksmennirnir standi saman. Það á ekki síst við þegar þjóð á í erfiðri baráttu við jafnalvarlegan efnahagsvanda og við höfum verið að glíma við. Við slíkar aðstæður er árangur auð- vitað kominn undir samstöðu." Engar dagsetningar — Nú er það að skilja af þínum orðum og orðum varaformanns- ins, að nauðsynlegt sé að endur- skoða stjórnarsáttmálann. Hversu Iangan tíma ætlið þið ykkur til þess að kanna hvort hægt er aö komast að sameiginlegri niður- stöðu með Framsóknarflokknum um slíka endurskoðun? „Ég nefni engar dagsetningar á þessu stigi málsins." — Á að þínu mati að efna til kosninga á nýjan leik, ef slík sam- staða næst ekki? „Menn verða auðvitað að meta þessar aðstæður út frá hagsmun- um þjóðarinnar. Ég tel að það verði að reyna á það að þessari stjórn verði fram haldið. Hún hef- ur alla möguleika til þess ef vilji er fyrir hendi, samstaða og áræði. Það er lakari kostur að efna til kosninga, en þetta verða menn að meta út frá þeim hagsmunum sem í húfi eru fyrir þjóðina." — Friðrik segir að enn þurfi hátt í milljarð í erlendri lántöku, til þess að hægt verði að greiða lausaskuldir útgerðarinnar og húsnæðispakkann svokallaða. Hver er þín skoðun á því? „Það er alveg ljóst að við getum aldrei fullnægt ítrustu kröfum um fjármagnsfyrirgreiðslu til ein- staklinga eða atvinnugreina. Slíkt undanhald myndi hrekja stjórn- ina af leið og veikja hana." — Telur þú að útreikningar Þjóðhagsstofnunar á .erlendu skuldahlutfalli þjóðarinnar séu rangir? „Eg hef enga skoðun á því og veit ekki nákvæmlega hvaða út- reikninga þeir leggja til grund- vallar. Það breytir auðvitað ekki úrslitum í þessu hvort lántökurn- ar eru einu broti yfir 60% eða broti undir 60%. Áhyggjuefnið er að menn hafa nú neyðst til að taka allmiklu meiri erlend lán en stefnt var að." Friðrik Sophusson á fundi Sjálfstæðisfélags Seltjarnarness: „Setja þarf formanninn á þann stað sem honum ber" — en ekki „þann stall", eins og ranglega var sagt í frétt Mbl. ÞAU MISTÖK uröu í frásögn í bak- sfðufrétt Mbl. í gær af ummæluin Friðriks Sophussonar, varaformanni Sjálfstæðisflokksins, á fundi Sjálf- stæðisfélags Seltjarnarness í fyrra- kvöld, að haft var eftir honum, að setja þyrfti formann Sjálfstæðis- flokksins á þann stall sem honum bæri. Varaformaðurinn sagði aftur á móti: „Við verðum að setja formann flokksins á þann stað sem honum ber." Leiðréttist þetta hér með og er Friðrik beðinn velvirðingar á þessum mistökum. Hér á eftir fer orðrétt, unnið af segulbandsupptöku af fundinum, sá kafli ræðu varaformannsins, þar sem hann fjallaði um þetta mál. Hann sagði: „Ég held jafnframt að við þurfum að leysa annað mál inn- an flokksins og það er að við verð- um að setja formann flokksins á þann stað sem honum ber. Það er ekki hægt lengur fyrir Sjálfstæðis- flokkinn að starfa þannig, að for- maður flokksins, sem — ég ætlaði nú að fara að segja, sem við kusum á síðasta landsfundi — sem ein- hverjir ykkar hafa sjálfsagt kosið á síðasta landsfundi, og við ætluðum okkur ekki að fjárfesta í aðeins í eitt eða tvö ár, eða eitt kjörtímabil. — Við þurfum að setja hann á þann stað, að hann geti staðið við stjórn í þessum flokki. Það er ekki hægt, þegar hann þarf að taka við málum öllum úr höndum ráðherranna og eiga fyrst við þau, þegar þeir hafa fjallað um þau á þeim stað, sem er auðvitað mesti valdastaður á Is- landi, innan ríkisstjórnarinnar. Með öðrum orðum. Það kemur til álita, og þar er ég að lýsa minni persónulegu skoðun, sem ég hef ekki rætt, hvorki við þingflokk eða annan. Ég er að lýsa þeirri skoðun minni, að það kemur til greina, ef okkur tekst að setja kaflaskil i okkar stöðu, að við endurskoðum það hvaða þingmenn eða hvaða menn á vegum þingflokksins eiga að fara með ráðherraembætti. Eg segi þetta einfaldlega vegna þess að ef fram heldur eins og hingað til hefur gerst, að hver og einn á að geta sagt það sem honum sýnist, þegar honum sýnist, þá er þessi flokkur að leysast upp í einhverjar öreindir óstjórnanlegar. Það sem hetur áunnist innan flokksins er einmitt það, að okkur hefur tekist að sýna eindrægni á landsfundi og fyrir síðustu kosn- ingar, en það er ekki nóg í orði kveðnu að standa að baki forust- unnar, ef hún á ekki að hafa vald á málum á hverium tíma á vegum Sjálfstæðisflokksins. Ég held þess vegna að aðeins ef við sýnum slíka samstöðu sé möguleiki á því að við getum náð þeim árangri sem við viljum ná, annað hvort innan þess- arar ríkisstjórnar eða í stjórnmála- baráttunni." Varaformaður Sjálfstæðisflokksins: Styð stjórnarfrumvarp- ið en vildi ganga lengra „Ég styð þetta frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum, sagöi Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í gær, „en tel að ekki hafi verið gengið nógu langl í niðurskurði eða tekjuöflun á móti auknum útgjöldum." Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalags, og Kjartan J6- hannsson, formaður Alþýðuflokks, vitnuðu óspart til orða varafor- manns Sjálfstæðisflokksins á flokksfundi á Seltjarnarnesi í fyrradag og á baksíðu Morgun- blaðsins í gær, sem talað hafi um „bandorminn" sem „litla mús" og óeiningu í Sjálfstæðisflokki og milli stjórnarflokka sem orsök þess, hve viðbrögð ríkisstjórnar- innar væru óburðug. Kváðu þeir stjórnarandstöðunni hafa bætzt góður liðsmaður þar sem væri varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins. Friðrik Sophusson kvað nauð- synlegt að gera sér grein fyrir því að orsök erfiðleika í ríkisfjármál- um á líðandi stund væri óstjórn valdaára Alþýðubandalags, þegar erlendar skuldir hækkuðu úr 34,4% (1980) í 60% (1983) af þjóð- arframleiðslu, verðbólga marg-' faldaðizt, ríkissjóður nærðist á að skattleggja eyðslu (innflutning) þjóðarinnar langt umfram út- flutning, viðskiptahalli og erlend- ar skuldir uxu ógnvekjandi og röng fjárfestingarstefna dró úr hagvexti og lífskjörum. Núverandi ríkisstjórn hafi náð stórkostlegum árangri í verðbólguhjöðnun, úr 130 stigum Svavars Gestssonar í 15 stig Alberts Guðmundssonar. Þennan árangur ber að verja. Ekki sízt með áframhaldandi aðhalds- aðgerðum, m.a. við gerð næstu fjárlaga. ekki þjóð inskis virði hvort heldur er í friði eða stríði eins og dæmin sannan, þegar sovéskir kafbátar sigla í landhelgi Svía, og sýna þó Svíar myndarlega viðleitni að vernda hlutleysi sitt og kosta til þess miklum fjárfúlgum. Geta má nærri af reynslu okkar og annarra þjóða, að hlutleysi ís- lands án varna væri einskis virði. Hér á landi er enginn sá vopna- búnaður til árásar, sem neinni þjóð gæti stafað hætta af. Varnir fslands geta því ekki talist ögrun við neina þjóð, enda hefur eðli stöðvarinnar sem varnarstöðvar ekki breyst í tímans rás. Varnarliðið er hér til varnar landinu og svæðunum um- hverfis það, komi til átaka. En þótt eðli varnarstöðvarinnar hafi ekki breyst, hefur hlutverki hennar und- anfarin 20 ár færst meira í það horf, að vera eftirlitsstöð, þar sem fylgst er með flugi herflugvéla í nágrenni landsins og haldið er uppi eftirliti með ferðum skipa og leit að kafbát- um. Slíkt eftirlit er að vissu leyti forsenda þess, að ríki Atlantshafs- bandalagsins geti ávallt verið nægi- lega viðbúin að mæta með sameig- inlegum aðgerðum öllum hættum, er steðja að og séu því ekki opin og óvarin fyrir pólitískum þrýstingi annarra ríkja. Aukin þátttaka íslendinga Eftirlitsstarfið umhverfis landið þarf að auka og við íslendingar eig- um eindregið að taka virkan þátt í slíku starfi. Skulu í því sambandi nefnd tvö dæmi um mögulega þátt- töku okkar: — Rætt hefur verið um byggingu nýrra ratsjárstöðva til að bæta út brýnni þörf á eftirliti með herflugvélum, er birtast skyndilega í námunda við lofthelgi íslands án nokkurrar viðvörunar eða tilkynn- ingar. Ljóst er, að íslenskir starfs- menn eru færir um að starfrækja slíkar stöðvar einir. — Kanna þarf gaumgæfilega hlutverk landhelgisgæslunnar í eftirlitsstarfi umhverfis ísland og hvort ekki sé rétt að koma á verk- efnaskiptingu, sem gæti stuðlað að mun nákvæmari upplýsingaöflun um skipaferðir nálægt landinu en nú er fyrir hendi. Ég nefni einungis tvö dæmi að þessu sinni, en grundvöllurinn að virkri þátttöku okkar íslendinga í varnarsamstarfi Atlantshafsbanda- lagsins er að við öðlumst sjálfir meiri reynslu og þekkingu á varn- armálum, er geri okkur betur fært að leggja sjálfstætt mat á þá hern- aðarlegu stöðu, sem þjóð okkar býr við. Með þeim hætti verðum við í stakk búnir til þess að taka fullan þátt í stefnumörkun um fyrirkomu- lag varna landsins. Með slíka þekk- ingu að bakhjarli hljótum við að óska úrbóta, ef við teljum vörnun- um að einhverju leyti áfátt — eða hafna hugmyndum og fyrirætlunum á þessu sviði, er við teljum að séu Geir Hallgrímsson ekki í samræmi við þarfir okkar og stefnu í öryggismálum. Stefnt verður því að eflingu varn- armáladeildar bæði með hliðsjón af núverandi umfangi verkefna hennar og ekki síður í þeim tilgangi að á vegum utanríkisráðuneytisins verði ávallt til staðar fullnægjandi sér- fræðileg þekking á varnarmálum. Athugun stendur yfir á því hver sé heppilegust tilhögun þessara mála og ég vænti þess, að geta skýrt frá niðurstöðu hennar síðar á þessu ári. Til þess að geta gegnt hlutverki sínu eins og við ætlumst til og mætt þeim vanda, er við blasir, þarfnast varnarstöðin stöðugrar endurnýj- unar í formi tækja og mannvirkja, eigi eftirlits- og varnargildi hennar að haldast. Vil ég því minnast á eft- irfarandi í því sambandi. Helguvík — Hafin var í nóvember sl. smíði á fyrsta áfanga olíubirgðastöðvar í Helguvík, en heimild fyrir þessum áfanga var veitt í október 1982. Framkvæmdir við annan áfanga, olíuhafnar, hefjast væntanlega á næsta ári, fáist nauðsynlegar fjár- veitingar af hálfu Atlantshafs- bandalagsins og Bandaríkjanna. Seinni áfangar olíubirgðarstöðvar- innar, sem auka geymarými, eru ráðgerðir á næstu 8—10 árum. Heildargeymslurými mun tæplega þrefaldast miðað við núverandi geymslurými, en ekki fjórfaldast eða jafnvel áttfaldast eins og haldið hefur verið fram af ýmsum aðitum. Endanleg afstaða til stærðar geymslurýmisins hefur enn ekki verið tekin en ætlunin með þessum framkvæmdum er að tryggja, að varnarliðið geti betur sinnt hlut- verki sínu hér. Helguvíkurhöfn mun annars vegar leysa vandamál, sem skapast hafa vegna olíuflutninga um Keflavíkurhöfn og hins vegar gefa Suðurnesjamönnum meira svigrúm til hafnarframkvæmda, þegar fram í sækir. Olíubirgðastöð- in mun jafnframt smátt og smátt leysa núverandi geymasvæði fyrir ofan Keflavík og Njarðvík af hólmi, þannig að olíumengunarhætta verð- ur ekki lengur fyrir hendi og geym- arnir standa ekki í vegi fyrir fram- kvæmd aðalskipulags byggðarinnar. Nýjar orustuþotur Áætlað er, að á miðju ári 1985 verði skipt um orustuþotur varnar- liðsins og þá teknar í notkun vélar af gerðinni F-15. Vegna hinna stöð- ugu aukningar á undanförnum ár- um á flugi herflugvéla frá Kola- skaga úr norðri, er ákveðið að fjölga orustuþotum úr 12 í 18 í því skyni að treysta eins og hægt er eftirlit og loftvarnir íslands. Útköll á orustu- þotum varnarliðsins hafa aukist verulega á síðustu árum. Árið 1975 og 1976 voru útköll alls 140 en 1982 og 1983 samtals 290, hafa tæplega tvöfaldast á 7 ára tímabili. Útköll eru að jafnaði töluvert færri en flug sovéskra herflugvéla inn á eftir- litssvæði varnarliðsins. Núverandi orustuþotur varnarliðsins. F-4 Phantom, komu fyrst til íslands ár- ið 1973. Þær voru fyrst teknar í notkun upp úr 1960, en F-15 vélarn- ar fyrir u.þ.b. 9 árum. Vopnabúnað- ur F-15 er áþekkur F-4 Phantom, þ.e. þær eru búnar samskonar flugskeytum, en radartæknin er margfalt betri. Hávaðinn frá F-15 er minni, flugtak styttra og flugþol aðeins meira. Fyrir komu F-15 vél- anna verður lokið við níu flugskýli sem nú eru í byggingu á varnar- svæðinu og hugsanlega byrjað á byggingu fjögurra til viðbótar. Ratsjárstöðvar — Eins og minnst hefur verið á stendur yfir athugun varðandi hugsanlega staðsetningu ratsjár- stöðva á Vestfjörðum og Norð- austurlandi, er bæta myndi úr óvið- unandi ástandi á viðvörunarkerfi landsins. Jafnframt myndu núver- andi stöðvar verða endurnýjaðar með umtalsverðri fækkun starfs- manna, þar sem álitið er, að við nýj- ar stöðvar þurfi aðeins 10—15 manna starfslið og gæti starfræksla þeirra verið í höndum íslendinga, bæði hvað rekstur og viðhald varð- ar. Stöðvarnar myndu koma að miklu gagni við upplýsingamiðlun til flugmálastjórnar og landhelgis- gæslu varðandi skipa- og flugum- ferð. Samið var á sl. hausti um nýjar varnarliðsframkvæmdir fyrir u.þ.b. 9,3 millj. Bandaríkjadala. Sam- þykktar framkvæmdir frá fyrri ár- um, sem eru ýmist í verktöku eða ekki byrjað á, nema samtals 36,7 milljónum Bandaríkjadala. Við- haldsframkvæmdir Keflavíkurverk- taka nema á þessu ári 11,1 milljón Bandaríkjadala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.