Morgunblaðið - 05.05.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.05.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1984 37 hinstu stundar. Baráttan var bæöi löng og ströng. En nú er henni lokið. Anna Kristjana Kristinsdóttir fæddist 7. apríl 1927 á Vesturgötu 46a, þar sem hún síðan ólst upp í stórum systkinahópi. Hún var yngsta barn afa og ömmu, Krist- ins Péturssonar blikksmíðameist- ara og Guðrúnar Ottadóttur. Anna var sannkallaður Vestur- bæingur. Þegar Anna giftist Björgvini Emil Gíslasyni tré- smíðameistara stofnuðu þau sitt fyrsta heimili á Vesturgötu 41. Eignuðust þau þar sitt fyrsta barn, Unni. Anna hafði áður eign- ast dóttur, Guðrúnu Helgu sem var alin upp hjá afa og ömmu. Guðrún er gift Jóni Kristjánssyni. Eiga Guðrún og Jón tvær dætur sem voru augasteinar ömmu sinn- ar. Seinna fluttust Anna og Björgvin í Garðabæinn og bjuggu lengst af á Tjarnarflöt 7, þar sem Anna frænka eignuðust saman 3 börn, Unni, Kristin og Jóhann, sem öll eru við nám. Fyrir nokkr- um árum veiktist Björgvin af sama sjúkdómi og Anna, og lést fyrir tæpum 2 árum. Aldrei bug- aðist frænka í öllum erfiðleikun- um. Hún stóð eins og bjarg, það var alls ekki hægt að skilja hvaða sálarstyrk hún hafði. Ég var svo lánsöni að fá að vera mikið með Önnu frænku, bæði í vinnu og utan. Það hefur verið mér dýrmætt. Það var margt hægt að læra af slíkri konu sem hún var. Anna frænka var einstaklega jákvæð og raunsæ kona. Hún hafði þá eiginleika að gleðjast með glöðum og finna til með þeim sem bágt áttu. Ég vil að lokum þakka fyrir að hafa fengið að kynnast konu eins og henni. Megi góður Guð vernda og styrkja börn hennar og barnabörn í þeirra miklu sorg. „Margs er að minnast margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð." (V. Briem) Mæja í dag, laugardag 5. maí, fer fram útför Önnu Kristinsdóttur, Tjarn- arflöt 7 í Garðabæ. Anna lést í Landspítalanum 27. apríl síðast- liðinn. Hér verður ekki rakinn æviferill Önnu, heldur er hér kvödd með virðingu og þakklæti ein okkar ágætasta félagskona í Kvenfélagi Garðabæjar. Anna gekk í Kvenfé- lag Garðabæjar árið 1%5. Hún var virkur félagi alla tíð. Starfaði í þrjú ár í aðalstjórn og nokkur ár í varastjórn félags okkar. 011 sín störf í þágu félagsins vann Anna af hógværð og samviskusemi, en var um leið hin síkáta og skapgóða kona, sem smitaði út frá sér lífs- gkði og jákvæðu hugarfari. Anna var mjög fjölhæf kona og kom það víða fram í verkum hennar og hve auðvelt hún átti með að miðla okkur af kunnáttu sinni. Baráttuþrek Önnu við sinn sjúk- dóm var með ólíkindum. Hún var alltaf sú sterka og jákvæða og lét aldrei bugast. Söknuðurinn er mestur hjá börnum hennar, barnabörnum og systkinum, sem nú kveðja elskuríka móður, ðmmu og systur. Megi guð styrkja þau í sorg þeirra. F.h. Kvenfélags Garðabæjar, Ólöf Guðnadóttir Er við í dag kveðjum elskulega vinkonu okkar og skólasystur, Önnu Kristins, eru það einungis góðar minningar, sem koma upp í hugann. Við í saumaklúbbnum finnum til mikils söknuðar því skarð hefur myndast, sem ekki er hægt að fylla, og langar okkur að minnast hennar nokkrum orðum. Anna fæddist á Vesturgötu 46a 7. apríl 1927 og voru foreldrar hennar hin mætu hjón Kristinn Pétursson blikksmiður og Guðrún Ottadóttir. Þau hjónin eignuðust 6 börn og var Anna yngst þeirra. Tveir bræður eru látnir, en eftir lifa ein systir og tveir bræður. Var samband þeirra systra alla tíð mjög náið. Æskuheimili Önnu var myndarheimili og ólst hún upp við gott atlæti hjá góðu fólki. Rausnin og myndarskapurinn þaðan fylgdu Önnu alla ævi. Fyrstu kynni okkar flestra við Önnu hófust þegar við 8 ára gaml- ar settumst í 1. bekk Miðbæjar- barnaskólans haustið 1935. Til- hlökkun og eftirvænting var mikil og við börnin í 8 ára bekk A vorum svo lánsöm að fá góðan kennara, Oddnýju Sigurjónsdóttur frá Dalvík, sem leiðbeindi og kenndi okkur svo vel, að enn í dag búum við að kennslu hennar. Margar góðar minningar eigum við frá þessum árum; kennarinn fór með okkur í vor-, skíða- og skautaferð- ir og ferðalóg til þess að kynnast blómum og gróðri, steinum og fl. Á þessu æviskeiði myndast oft þau bönd, sem aldrei rofna. Árið 1941 lá leið okkar í Kvennaskólann í Reykjavík. Strax í öðrum bekk byrjuðum við nokkr- ar með saumaklúbb og hefur hann haldist síðan. Oft var nú kannski gert meira af því að skrafa en sauma og stundum tekið í spil. Sérlega á okkar yngri árum. En allt að einu hefur vináttan haldist óslitin síðan og aldrei fallið skuggi þar á. Átti Anna ekki síst þátt í því að halda þessu gangandi. Tvær af okkur fluttust síðan búferlum til Bandaríkjanna. Bættust þá tvær nýjar í hópinn. Að vísu ekki skólasystur, en ekki síður góðar vinkonur. Og að öllum öðrum ólöstuðum teljum við, að önnur þeirra hafi staðið hvað traustust við hlið Önnu, bæði í veikindum Björgvins manns Önnu og síðar er veikindi Önnu ágerð- ust. Verður það seint fullþakkað. Anna hafði alveg sérstaklega elskulega framkomu og átti gott með að umgangast allt fólk. Hún hreif samferðafólk sitt með sínu prúða en glaða geði, enda var hún vinmörg. Hannyrðakona var hún mikil og allt virtist leika í höndun- um á henni. Enda bar heimili hennar því vitni. Fyrir giftingu vann Anna sem gjaldkeri í Landsbanka íslands. 4. nóvember 1961 giftist Anna Björgvin Emil Gíslasyni trésmiði. Þau reistu hér heimili í Garðabæ. Björgvin lést í ágústmánuði 1982. Þau eignuðust þrjú börn og eina dóttur átti Anna fyrir hjónaband. Barnabörnin eru 2. Stóðu þau öll dyggilega við hlið hennar í erfið- um veikindum. Er börnin stálpuð- ust fór Anna að vinna utan heim- ilis aftur og vann þá í Glerborg í Hafnarfirði nær óslitið að heita mátti fram á seinasta dag. Oft fór hún til vinnu meira af vilja en mætti, því kjarkurinn var óbil- andi. Enda bar hún raunir sínar ekki á torg, en barðist hetjulega fram á seinustu stundu. Það er lánað fá að kynnast góðu fólki og fá að njóta samfylgdar þess í svo mörg ár. Viljum við þakka Önnu samfylgdina. Börnum Önnu, tengdasyni, barnabörnum og systkinum vott- um við dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorg- inni. Blessuð sé minning hennar. Saumaklúbburinn. Hún Anna okkar er dáin. Það er staðreynd sem veldur okkur sársauka og söknuði, stað- reynd sem við verðum að sætta okkur við þó erfitt sé. Við sem unnum með Önnu og umgengumst hana nær daglega vitum að skarð- ið sem hún skilur eftir verður aldrei fyllt. Við kölluðum hana Önnu okkar, því hún var nokk- urskonar mamma okkar allra. Hún vakti yfir velferð okkar og gætti hagsmuna okkar eins og þeir væru hennar eigin. Það lýsir henni vel að hún tók alltaf málstað smælingjans og hugsaði mest um þá sem minna máttu sín en hún gleymdi þó engum. Við vinnu var hún mjög áreið- anleg og ótrúlega nákvæm, og sem félagi var hún traust sem bjarg og góður vinur sem gott var að leita til. Hún var hreinskilin, sagði allt- af það sem henni fannst, hafði sín- ar ákveðnu skoðanir og stóð við þær. Anna var félagslynd, lífsglöð og kát. Hún tók þátt í öllum okkar skemmtunum og það var gaman að skemmta sér með henni. Það sem einkenndi Önnu þó mest var hvað hún bar alltaf höf- uðið hátt. Hún stóð alltaf hnar- reist uppúr þeim erfiðleikum sem hún mætti á lífsleiðinni. Aldrei sást hún æðrast og þeir sem þekkja lífshlaup hennar vita að hún var hetja. Hún vann næstum fram á síð- asta dag og bó hún væri ekki að tala um það þá sáum við hvað hún var farin að þjást. Þegar við reyndum að létta henni svolítið lífið síðustu vikurnar, sagði hún að við dekruðum við sig. Hún sagðist líka eiga beztu börnin í heimi sem hugsuðu svo vel um hana heima. Svo uppsker hver sem hann sáir og Anna átti vissulega skilið allt sem fyrir hana var gert og miklu meira. Við sem erum svo lánsöm að hafa fengið að kynnast Önnu og starfa með henni erum þakklát fyrir þann tíma sem hún var hjá okkur. Hún var yndisleg mann- eskja og við hefðum viljað hafa hana svo miklu lengur. En við fáum engu um það ráðið, henni hefur verið ákveðinn æðri staður til að starfa á og við gleðjumst í sorg okkar yfir að þjáningum hennar er lokið. Við geymum minninguna um þessa stórbrotnu konu. Megi algóður Guð geyma hana Önnu okkar sem við öll elskuðum og virtum. Guð gefi börnum hennar og barnabörnum styrk á sorgarstund. Starfsfólkið í Glerborg. Þegar lífshlaupi vina og vanda- manna er lokið, þá vakna í huga manns minningar liðins tíma. Þegar Björgvin frændi minn kynnti unnustu sína á heimili okkar, þar sem hann þá bjó, var móðir mín með efasemdir um að stúlkan væri nógu góð fyrir þenn- an prýðis frænda, en hún var fljót að skipta um skoðun. Anna Krist- ins var þeim náðargjöfum gædd, að fólk laðaðist að henni sökum hispursleysis hennar og mann- kosta og var hún óvenju vinamörg. Meðan móðir mín lifði, sýndi Anna henni slíka umhyggju og vináttu að það verður aldrei full- þakkað. Anna Kristins var sannur Vesturbæingur, alin upp á þekktu myndarheimili vestast á Vestur- götunni. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Ottadóttir og Kristinn Pétursson blikksmíðameistari, kunnir Reykvíkingar þess tíma. Börn þeirra eru: Pétur, Otti, lát- inn, Bjarni, látinn, Helga og Anna, sem var yngst. Um árabil starfaði Anna við Landsbankann og átti þá dóttur, Guðrúnu Helgu, f. 1948. 4. nóvember 1961 gengu Anna og Björgvin Emil Gíslason í hjónaband og stofnuðu heimili sitt á Vesturgötunni í næsta nágrenni við gamla heimilið, og þar fæddist fyrsta barn þeirra, Unnur, f. 1963. Fljótlega fluttist fjölskyldan að Maragrund í Garðabæ, þar sem Björgvin hafði byggt þeim hús af mikilum dugnaði og þar fæddust synirnir Kristinn, f. 1964, og Jó- hann, f. 1965. Um þetta leyti voru fyrstu húsin á Flötunum byggð og þar fékk Björgvin lóð við Tjarnar- flöt 7, þar sem hann byggði glæsi- legt hús fyrir fjölskylduna. Björgvin Emil Gíslason var fæddur 25. mars 1928 á Brekku- borg í Breiðdal, S-Múl. og voru foreldrar hans hjónin Jóhanna Jónsdóttir frá Ytri-Kleif og Gísli Stefánsson frá Jórvík. Börn þeirra eru: Rósa, Jón, Einar, látinn, Björgvin Emil og Sigrún. Frá Brekkuborg er mjög fagurt útsýni yfir Breiðdalinn, sem er af mörg- um talinn fegurst sveita hérlendis. í þessu umhverfi elst Björgvin upp. Ungur fer hann að heiman og kemur til Reykjavíkur. Fljótlega fer hann í Laugarvatnsskóla og þar hygg ég að áhugi hans á smíð- um hafi vaknað, þar sem hann stundaði smíðar á verkstæði skól- ans. Síðan liggur leiðin til Hvera- gerðis og þar lýkur hann húsa- smíðanámi á verkstæði Sigurðar Elíassonar og sveinsprófi eftir nám við iðnskóla. Eftir þetta, þá starfaði hann við smíðar við virkj- anir við Steingrímsstöð og víðar. Áður en Björgvin kvæntist Önnu eignaðist hann son, Gisla, f. 1961. Þegar Bjarni mágur Björg- vins stofnar Glerborg þá fer Björgvin til hans sem sölustjóri og féllu þau störf honum vel og munu margir muna hann þaðan. Þegar Bjarni Kristinsson féll frá um aldur fram, þá voru það Björgvin mikil vonbrigði, því mjög vel fór á með þeim mágum. Skömmu síðar byrja veikindi, sem í fyrstu virtust fremur meinlaus, en voru í reynd mjög alvarleg og var hann búinn að gangast undir þrjár stórar aðgerðir þegar hann var allur. Mér er minnisstætt þeg- ar Björgvin kom í heimsókn til okkar og sagði þau tíðindi að Anna kona hans væri haldin al- varlegum sjúkdómi og læknar teldu batahorfur mjóg litlar. Örlögin höguðu síðan málum þannig að hann andaðist sjálfur úr sama sjúkdómi eftir afar erfiða legu, um það bil 20 mánuðum á undan konu sinni 30. ágúst 1982. Anna sýndi fádæma þrek og fórn- fýsi þegar hún oft fársjúk heim- sótti hann daglega. Björgvin var mjög sjálfstæður í skoðunum og mjög í mun að skila skyldum sín- um án hjálpar annarra. Dulur og ef til vill dálítið hrjúfur ókunnug- um. Glaður í vinahópi og drengur góður. Eftir lát Björgvins, skoraði Anna vinkona okkar sannarlega dauðann á hólm og það var hörð barátta og ekkert gefið eftir. Milli aðgerða stundaði hún vinnu í Glerborg, sem hún mat mikils að geta. Hún ætlaði að duga börnum sínum sem lengst. Nú, þegar Anna verður lögð við hlið Björgvins í Garðakirkjugarði skulum við gleðjast í sorginni yfir því að síð- asta skrefið tók ekki lengri tíma. Að leiðarlokum kveðjum við þessa góðu vini okkar, þökkum þeim samfylgdina og biðjum þeim og börnum þeirra blessunar Guðs. Örn Þór Karlsson og fjölskylda. Krossar á leiði Framleiöi krossa á leiöi. Mismunandi geröir. Uppl. ísíma 73513 kl. 7—9 á kvöldin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.