Morgunblaðið - 05.05.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.05.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1984 ftt»tgtmfrfafrib Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarrítstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnus Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjóm og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakio. Evrópuráðiö byggir á lifandi lýöræöi Idag eru 35 ár liðin frá stofn- un Evrópuráðsins. Dagurinn í dag er helgaður grundvallar- hugtökum þess, frelsi og lýð- raeði. Evrópuráðið er fyrsta póli- tíska fjölþjóðastofnunin sem sett var á fót í Vestur-Evrópu eftir heimsstyrjöldina síðari. í dag eru öll lýðræðisríki álfunn- ar nema Finnland, 21 að tölu með yfir 380 milljónir íbúa, að- ilar að ráðinu. ísland hefur átt aðild að Evrópuráðinu síðan 1950. Sáttmáli aðildarríkjanna byggir á persónulegum réttind- um hverrar manneskju sem undirstöðu frelsis og lýðræðis. Mannréttindanefnd og mann- réttindadómstóll Evrópu hafa frá upphafi fengið fjölda mála til meðferðar. Starfsemi Evrópuráðsins er stjórnað af ráðherranefnd, sem utanríkisráðherrar aðildarríkja eiga sæti í, og fer hvert ríki með eitt atkvæði. Raðgjafaþing Evrópuráðsins, sem er elzta starfandi fjölþjóðaþingið, sitja þingmenn kjörnir af þjóðþing- um aðildarríkia. Alþingi á þar þrjá fulltrúa. Island er og virk- ur aðili að félagsmálasáttmála Evrópu. Starfsvettvangur Evrópu- ráðsins er víðtækur: mennta- og menningarmál, æskulýðs- máJ, umhverfis- og náttúru- verndarmál, heilbrigðismál, bæjar- og sveitarstjórnarmál, samræming í lagasetningu og almenn samskiptamál ríkja heims. í ávarpi Evrópuráðsins, í til- efni 35 ára starfsafmælis Evrópuríkja innan vébanda þess, segir: „Frelsi er frelsi til skoðana- myndunar og tjáningar, ferða- frelsi, og frelsi gagnvart óréttmætum ríkisafskiptum. Frelsi er að búa í réttarríki, sem verndar einnig hagsmuni minnihlutahópa. Frelsi þýðir réttindi til að taka þátt í mótun og vörzlu lýðræðisþjóðfélags. Sá, sem játar frelsinu, er einng samþykkur alþjóðahyggju og margháttaðri menningu. Það er já við Evrópu. Evrópuráðið, sem saman- stendur af 21 ríki, tryggir með mannréttindasáttmálanum vernd og þróun frjáls svæðis sem yfirstígur landamæri. Ibú- ar þessa svæðis geta, gagnstætt því sem tíðkast hjá meirihluta jarðarbúa, beitt sér opinskátt fyrir persónulegum, staðbundn- um, þjóðlegum eða alþjóðlegum málum. Með þessu frelsi á ungt fólk möguleika á að taka sjálft framtíðina í sínar hendur. Virk þátttaka í lifandi lýðræði gefur hinum ófrjálsa heimi vonir — og frelsinu framtíð." Eins og af þessum orðum sést starfar Evrópuráðið í anda há- leitra hugsjóna sem öllum lýð- ræðissinnum eru kærar. Flugstöð — andlit íslands út á við Heildarfarþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var 456 þúsund á sl. ári. Stór hluti þeirra er viðkomufarþegar, sem kynnast landinu aðeins af skammri dvöl. Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli er það and- lit íslands út á við sem þetta fólk kynnist. Meginröksemd þess að reisa nýja flugstöð á Keflavíkur- flugvelli er þó ekki sú, að móta aðlaðandi ásýnd landsins gagn- vart umheiminum. Flugstöðin, sem fyrir er, er löngu úrelt, þjónar hvorki eðlilegum kröf- um farþega, sem um völlinn fara, né lágmarkskröfum um starfsaðstöðu þeirra, er sinna störfum við þann samskipta- þátt við umheiminn sem flugið er. Trékumbaldi sá, sem nú er notazt við, getur við vissar kringumstæður breytzt í slysa- gildru. Bygging nýrrar flugst- öðvar er og forsenda þess að skilja að almenn millilandaflug og varnarliðsstarfsemi, sem ís- lendingar eru sammála um að æskilegt sé að gera. Það er ekki vansalaust, hve seint er brugð- izt við til úrbóta á þessum eina millilandaflugvelli landsins. Heildarkostnaður við bygg- ingu nýrrar flugstöðvar, sem hefur verið endurhönnuð og minnkuð, er áætlaður rúmar 40 milljónir Bandaríkjadala. Þar af greiða Bandaríkjamenn, samkvæmt sérstöku samkomu- lagi, 22 milljónir dala, auk þess sem, greiða að öllu leyti þann kostnað sem leiðir af fram- kvæmdum við gerð flughlaða, ásamt lögnum, aðkeyrslubrauta og vega. Kostnaðarþátttaka þeirra réttlætist af gagnkvæmu hagræði fyrirhugaðra breyt- inga. Flugstöðin verður að öllu leyti íslenzk eign. Alþingi hefur nú samþykkt lántöku að fjárhæð 616 m.kr., eða jafnvirði 22 milljóna Bandaríkjadala, sem er heildarkostnaður íslendinga við þessar framkvæmdir. Það kom engum á óvart að Alþýðu- bandalagið stóð gegn lántók- unni og framkvæmdinni í heild. Þegar öryggi og reisn íslands út á við eiga hlut bregst Al- þýðubandlagið af gömlum vana. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: Stjórnin stendur á tímamótum Grunnur verði lagður að varanlegum úrbótum ÝMIS orð sera Friðrik Sophus- son, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, lét falla á fundi Sjálfstæðisfélagsins á Seltjarnarnesi í fyrrakvöld um innri málefni Sjálfstæðiflokks- ins, stjórnarsamstarfið, stöðu formanns flokksins innan flokksins og nauðsyn þess að endurskoða þyrfti hverjir sætu á ráðherrastólum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, hafa vakið mikla athygli. Blm. Mbl. ræddi í gær við Þorstein Páls- son, formann Sjálfstæð- isflokksins um nokkur þau atriði sem fram komu í máli Friðriks, og hans skoðanir á þeim málum og öðrum: „Það verður ekki sagt eftir þessa ræðu að Seltjarnarnesið sé lítið og lágt," sagði Þorsteinn, er blm. Mbl. spurði hann í gær hvort hann væri sammála þeim orðum Frið- riks Sophussonar, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, að efna- hagsráðstafanir ríkisstjórnarinn- ar væru „lítil mús". „Ég held að auðvitað verði menn að átta sig á því að við búum við mjög erfiðar aðstæður í ríkis- fjármálunum," sagði Þorsteinn, aðspurður hvort orb varafor- mannsins endurspegluðu skoðun hans á stöðu mála. „Það var í önd- verðu markmið ríkisstjórnarinnar að ná jafnvægi í stjórn ríkisfjár- málanna eftir áralanga óstjórn. Það er því kannski ekkert óeðli- legt að menn séu misjafnlega ánægðir með þá stöðu sem nú er komin upp, þegar taka þarf veru- Ieg erlend lán til þess að standa undir almennum rekstrarútgjöld- um ríkissjóðs. Hitt er svo annað mál að það er ekkert hlaupið að því að ná endum saman milli tekna og gjalda, þegar svo langt er komið fram á fjárhagsárið eins og raun ber nú vitni." Ríkisstjórnin stendur nú á ákveðnum tímamótum „Ríkisstjórnin stendur nú á ákveðnum tímamótum," sagði for- maður Sjálfstæðisflokksins. „Ég hygg að það sé óhætt að fullyrða að hún hefur unnið þrekvirki á því ári sem liðið er frá því hún tók við völdum. Hún hefur komið á jafn- vægi í efnahagsmálum, og stendur núna frammi fyrir því verkefni að gera þessi miklu umskipti að var- anlegum veruleika. Til þess þarf mjög markvissa fjármálastjórn, aukið aðhald í ríkisfjármálum og peningamálum og margþættar að- gerðir til þess að örva atvinnu- starfsemina. Framleiðslu- og framleiðniaukning er það verkefni sem nú blasir við. Því verður ekki náð nema með almennum hag- stjórnaraðgerðum þar sem hags- munir atvinnulífsins eru teknir fram yfir góð og gild útgjalda- áform opinberra aðila." — Nú sagði Friðrik í ræðu sinni að þú hefðir ekki þá stöðu sem þér bæri, innan flokksins, og úr því þyrfti að bæta. Hvað vilt þú segja um þessa skoðun og þá skoðun að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að endurskoða það hverjir sitja á ráðherrastólum, því annars leysist Sjálfstæðisflokkurinn upp í óskilj- anlegar öreindir, eins og varafor- maður flokksins orðaði það? „Ég kaus það sjálfur eftir lands- fundinn, að fara ekki í ríkisstjórn. Ég hef notað tímann til þess að treysta samband flokksforyst- unnar við sjálfstæðisfólk í land- inu. Spurningunni um það hvort formaður Sjálfstæðisflokksins kýs að gegna þeim forystuskyldum sínum innan ríkisstjórnarinnar eða utan fer auðvitað eftir mál- efnum og þeim verkefnum sem við er að glíma. Staður formannsins er að veita flokknum forystu og ég mun meta það út frá verkefnum hvort ég vinn mitt hlutverk innan eða utan ríkisstjórnar. Við þurfum nú að leggja grund- völl að nýjum þætti í starfi ríkis- stjórnarinnar og ég mun meta þetta út frá hagsmunum flokks- Varnar- og öryggismál í skýrslu utanríkisráðherra: Varnir íslands ögrun við neina — hlutleysi íslands án varna væri eii Morgunblaðið birtir hér í heild kafla úr skýrsiu Geirs Hallgrímssonar, utanríkis- ráðherra, til alþingis um utan- ríkismál þar sem fjallað er um varnar- og öryggismál. Milli- fyrirsagnir eru blaðsins. Herfræðilegt mikilvægi íslands. Það er réttur sérhverrar þjóðar að að tryggja fullveldi og frelsi sitt af fremsta megni og þar með sjálfs- ákvörðunarrétt sinn. Við íslend- ingar höfum gert okkur grein fyrir þessum rétti, bæði í orði með ákvæðum 75. greinar stjórnarskrár- innar, þar sem sérhver vopnfær maður er skyldur að taka sjálfur þátt í vörn landsins og með aðild að stofnskrá Sameinuðu þjóðanna, þar sem sérhverju aðildarríki er áskil- inn réttur til sjálfsvarnar eitt sér eða með öðrum ríkjum. Ekki verður horft fram hjá þeirri staðreynd, að lega íslands í Norð- ur-Atlantshafi er afar mikilvæg frá herfræðilegu sjónarmiði. I þeim efnum skiptir ekki máli hvort hér er varnarlið eða ekki. Tilvist varnar- liðsins breytir ekki legu landsins eða eðli hugsanlegra styrjaldar- átaka, sem fram færu í grennd þess. Við íslendingar breytum ekki legu landsins. Hernaðarlegt mikilvægi lands okkar er því miður staðreynd og á þeirri forsendu verðum við að trygja frelsi okkar og öryggi. Um þessar mundir eru 35 ár frá því að ísland gerðist stofnaðili að Norður-Atlantshafsbandalaginu, er stofnað var í því skyni að tryggja frelsi lýðræðisríkja í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku, þjóða sem standa okkur næst. Grundvallar- iögmál aðildarríkja bandalagsins hefur alla tíð verið, að litið er á árás á eitt þeirra sem árás á öll og þar með gripið til sameiginlegra varna en engum vopnum NATO verður beitt nema í því skyni. Þetta grundvallarviðhorf var enn áréttað hvc í yfirlýsingu utanríkisráðherra Atl- og antshafsbandalagsríkjanna, kaf Brussel-yfirlýsingunni, sem gefin sýr var út á fundi ráðherranna sem ég að sótti í desember sl. en þar er m.a. þes komist svo að orði: „Bandalag okkar C ógnar cngum. Við munum aldrei og beita vopni nema á okkur verði ráð- lan ist. Við sækjumst ekki eftir yfir- r burðum en munum heldur ekki búi sætta okkur við að aðrir nái yfir- gæ burðum yfir okkur." get Sjálfstæðið tryggt Jjí Við íslendingar höfum talið tírr sjálfstæði þjóðarinnar best tryggt vai með aðild að Atlantshafsbandalag- hvi inu og varnarsamningum við eðl Bandaríkin frá 1951. Enn er þörf bn fyrir dvöl varnarliðsins að áliti mik- anl ils meirihluta fslendinga, enda að myndi skapast óvissa og e.t.v. upp- er lausn í öryggismálum á lar Norður-Atlantshafi, ef ísland yrði me varnarlaust. un Hlutleysi ríkja er ekki virt mikils foi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.