Morgunblaðið - 05.05.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.05.1984, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1984 7—8 ára drengur á hjóli kringum hann — segir Snorri Styrkársson „ÉG VAR búinn að heyra allmarga hvelli fyrir uian og taldi víst að þar væru á ferðinni krakkar með ,,kín- verja". Svo sá ég hylki skoppa eftir götunni — og þá þóttist ég alveg viss um að þetta væru bara krakkar að sprengja," sagði Snorri Styrkárs- son, sem býr á Vesturgötu 53, þegar blaðamaður Mbl. hitti hann að máli þar nærri í gærkvöld um það leyti sem byssumaðurinn var handtek- inn. Bfll Snorra, sem stóð þar fyrir utan, varð fyrir skoti og var illa farinn við aftara hemlaljós. „Skyndilega sá ég hvar maður kom fyrir gluggann hjá mér, sem veit út að Vesturgötunni. Hann skimaði í kringum sig og skaut upp í loftið, að minnsta kosti tveimur skotum. Ég held að þeim hafði báðum verið beint að lög- reglubíl, sem var við hornið á Bræðraborgarstíg og Vesturgötu. Þegar lögreglubíliinn ók í burtu skaut maðurinn einu skoti á hús- horn en síðan gekk hann ailgreitt niður austur Vesturgötuna og niður Bakkastíginn. A leiðinni skaut hann mörgum skotum upp í loftið en fór beint um borð í bát- inn. Þaðan skaut hann svo mörg- um skotum upp eftir Bakkastígn- um, áreiðanlega á annan tug, og höglunum rigndi yfir hús og bíla, sem voru þarna, ýmist kyrrstæðir eða á ferð." Snorri sagðist ekki hafa verið hræddur. „Eg held að menn hafi frekar verið hissa en hræddir meðan á þessu stóð," sagði hann. „Á meðan hann var hérna fyrir utan hjá mér sá ég til dæmis barn á hjóli í kringum hann — 7—8 ára strák, sem var greinilega að furða sig á því hvað væri á seyði. Það var augljóst af því, þótti mér, að maðurinn ætlaði engan að drepa," sagði Snorri Styrkársson. Skotmaður- inn færður til blóðprufu SKOTMADURINN sem handtekinn var í gær- kvöldi, var færður til blóðprufu í slysadeild Borgarspítalans þegar að lokinni handtöku í gær- kvöldi. Hann er liðlega þrítugur skagamaður sem hefur lítillega komið við sögu lögreglunnar vegna afbrota. Að blóðprufu lok- inni var hann fluttur til yfirheyrslna hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Morgunblaðið/ Júlíus Þannig fór eitt haglaskotanna með bfl Snorra Styrkárssonar, þar sem hann var á stæði framan við Vesturgötu 53. Stúlkurnar halda á höglum sem voru á víð og dreif um allar götur í nágrenninu. Fáum mínútum áður en skothríðin hófst voru þær að leik á götunni. Trúði varla að hann væri að skjóta á mig — segir Olafur Indriðason, sjónarvottur ÓLAFUR Indriðason var á leið vestur Vesturgötuna í bfl sínum kl. rúralega 21 í gærkvöld þegar hann sá mann koma að gatnamótum Framnesvegar og Vesturgötu. „Mér fannst eitthvað sérkennilegt við manninn," sagði Ólafur í sam- tali við blaðamann Mbl. í gær- kvöld. „Ég sá að hann hélt á ein- hverju og dró aðeins úr ferðinni á Morgunblaðið/ Júlíus Einu skoti hleypti byssumaðurinn um kjallaradyrnar á horni Vesturgötu og Framnesvegar. Fyrir innan er stigi sem var einnig illa út leikinn. beygjunni. Þá sá ég að þetta var byssa og það skipti engum togum, að hann lyfti byssunni, miðaði á bflinn og hleypti af. Færið hefur verið á að giska 30 metrar." Skotið kom aftarlega í bil Ólafs hægra megin og taldi hann þar ellefu högl þegar skothríð- inni linnti. „Ég held að hann hafi ekki miðað á mig," sagði Ólafur, „en ég ætlaði ekkert að bíða eftir að hann gerði það svo ég rykkti af stað og kom mér í skjól. Það vill svo vel til, að ég er með bíla- síma og hringdi strax í lögregl- una. Tiltölulega skömmu síðar voru komnir lögreglubílar á staðinn, þannig að einhverjir aðrir hafa verið búnir að láta vita. Ég held að ég hafi ekki orðið hræddur — mikiu frekar að ég hafi orðið vondur — hugsaði með mér: Hann er þó ekki að skjóta á mig? Ég trúði þessu varla ..." sagði Ólafur Indriða- son. Fjalakötturinn: Áhugafólk vill standa að viðgerð og endurbyggingu — segir Hulda Valtýsdóttir, sem greiddi atkvæði gegn niðurrifi á borgarstjórnarfundi HULDA Valtýsdóttir, var eini borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem greiddi atkvæði gegn staðfestingu á samþykkt byggingarnefndar um niðurrif Fjalakattaríns á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í fyrrakvöldi. í frétt Morgunblaðsins í gær var ranglega sagt, að borgarfulltrúinn hefði greitt atkvæði með staðfestingunni og er beðist velvirðingar á þeim místökum. Morgunblaðið spurði Huldu Valtýsdóttur í gær, hvað hefði valdið því, að hún hefði ein úr hópi borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins greitt atkvæði gegn niðurrifi Fjalakattarins. Hún kvaðst hafa greitt atkvæði í samræmi við samþykkt um- hverfismálaráðs frá 2. nóvember sl., þar sem segir, að umhverf- ismálaráð geti ekki mælt með því að rífa húsið Aðalstræti 8 og bendir á þá fjölmörgu þætti menningar- og byggingarsögu- legs eðlis, sem húsinu tengjast og vísar til skýrslu og gagna borgarminjavarðar um sögu hússins. Þá taldi umhverfismálaráð nauðsynlegt að friða húsið eins og þjóðminjavörður hefur einnig bent á, endurnýja og koma á fót starfsemi í húsinu, sem hæfir sögu þess. „Ég hef ekki breytt Uiii skoðun frá því að þessi sam- þykkt var gerð," sagði Hulda Valtýsdóttir. „Það er ljóst nú, að borgin mun ekki leysa til sín húsið eða hafa frumkvæði um endurbygg- ingu þess. Hins vegar hafa verið sett á stofn samtök áhugamanna um þetta hús, fólks, sem vill vinna að verndun þess og endur- byggingu. Ég trúi ekki öðru en Mulda Valtýsdóttir að eigandi hússins taki upp við- ræður um þetta við þennan hóp sem er reiðubúinn til að standa að viðgerð og endurbyggingu," sagði Hulda Valtýsdóttir. Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra: Friðriki liggur greinilega mikið á „ÞESSI ORÐ varaformannsins hljóta að þýða það að hann vilji búa til stóra mús, en þjóðrélagið þolir það ekki," sagði Albert Guðmundsson, fjármála- ráðherra, er blm. Mbl. spurði hann í gær hver hans skoðun væri á þeim orðum Friðriks Sophussonar, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, sem hann lét falla á fundi Sjálfstæðisfélagsins á Seltjarnarnesi í fyrrakvöld, þegar hann sagði að efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar væru „lítil mús", og að enn vantaði hátt í milljarð til þess að leysa vandann. „Friðrik hlýtur að vera með Albert, ert þú þessi yfirlýs- sjálfan sig þarna í huga, honum ingaglaði ráðherra, sem Friðrik liggur greinilega mjög mikið á, svaraði Albert þegar hann var spurður álits á orðum Friðriks Sophussonar um að endurskoða þyrfti hverjir sætu í ráðherrastól- um fyrir flokkinn, annars myndi flokkurinn leysast upp í óskiljan- legar öreindir. Fjármálaráðherra sagði um þau orð Friðriks að gífurleg hætta steðjaði að þjóðarbúinu sökum aukinnar erlendrar lántöku, að það væri eflaust rétt athugað hjá varaformanninum, en á það yrði einnig að líta, að það væru ekki margar leiðir sem blöstu við í því ástandi sem nú ríkti. „Þingflokk- urinn hefur valið þessa leið, og við verðum að standa saman um hana," sagði fjármálaráðherra. telur að Þjóðhagsstofnun sé að hjálpa með því að reikna erlent skuldahlutfall niður fyrir 60% af þjóðarframleiðslu og beitir við það að sögn Friðriks „óbúmannslegum reikningum"? „Ég tek þessi ummæli ekki til mín," sagði Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.