Morgunblaðið - 05.05.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.05.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1984 til United Fré Bob Hannmy, fréttamanni Morgunblaosine i Englendi. ALLT bendir nú tU þess að Manchester United kaupi skoska landsliðsmanninn Gordon Strachan fré Aber- deen fyrir 600.000 pund. Liöin höföu komiö sér saman um verðiö í gær og þá voru for- rádamenn United í Aberdeen og ræddu viö Strachan um harts samning. Alex Ferguson, fram- kvæmdastjóri Aberdeen, hefur sagt aö enginn leikmaöur fari frá félaginu fyrr en eftir úrslita- leikinn í bikarkeppninni viö Celtic síöar í mánuöinum, en búist er vio þvi aö Strachan fari til United þegar aö beim leik loknum. Þessi kaup United viröast opna leiöina fyrir Ray Wilkins til ítalíu, en AC Milan hefur reynt mikið undanfarna viku aö ná í hann. Liðið er tilbúiö aö greiða 1.500.000 pund fyrir hann og er talið líklegt aö forráöamenn United séu tilbúnir til aö láta hann fara ef þeir ná Strachan á Old Trafford. Markalaust hjá Val og Þrótti VALUR og Þróttur geröu jafn- tefli, 0:0, í ReyAJavíkurmótinu í knattspyrnu í fyrrakvöld. Einn leikur er í dag í motinu, KR og Ármann leika á Melavelli kl. 14. Leikið á Grafarholts- velli í dag S DAG, laugardag 5. mai, verð- ur goltvöllurinn í Grafarholti opnaður til leiks. Þá fer fram fyrsta mótið þar. Er það Flaggakeppnin. Ræst veröur út frá kl. 9.00. í fyrstu verða 12 holur tekn- ar í rtotkun, en fljótlega verður hægt að leika allar 18 holurn- ar. Fyrst um sinn veröur æf- ingasvæðið þo lokað. Völlurinn á Kórpúlfsstöðum veröur opínn sem fyrr. Hýi kennarinn hjá Golt- klúbbi Reykjavíkur, John Drummond, kom til landsins sl. mánudag, og er hann um það bil aö hef ja kennslu. Leikið á Hvaleyrinni FYRSTA opna golfmótið í ár á Reykjanessvæðinu fer fram heigina 5.—6. mai 1984 á Hval- eyrinni. SNOKER-OPEN veröur 36 holu keppni, spilaöar verða 18 holur hvorn dag. Keppnisfyrirkorhufag: 7/8 forgjöf (punktakeppni). Góð verðlaun eru í boði, auk þess þrenn aukaverölaun fyrir að vera næstur holu í upphafs- höggi é 5.-7. og 11. holu. B jörn í Þrótt Skagamaöurinn Björn Björnsson, sem leikiö hefur meö ÍA { knattspyrnunni und- anfarín ár, hefur gertgið til liös viö Þróttara. • Ásgeir Sigurvinsson er gjörsamlega óstöövandi um þessar mundir og hefur aldrei leikið jafn vel. Hann skoraði tvö glæsileg mörk í gær er Stuttgart sigraöi Offenbach á heimavelli sínum 5—1. Á myndinni má sjá að allt er gert til aö stöðva Asgeir þegar hann brunar fram, því mótherjarnir vita að þá er jafnan mikil hætta á ferðum. Morgunbiaoi6/Praasfoto/Baumann Ásgeir búinn að skora 11 mörk í deildinni: Stuttgart sigraði 5—1 Frá Jóhanni Inga Gunnaresyni Iréttamanni Morgunblaösins í V-Þýskalandi. STUTTGART vann enn einn stórsigur sinn í „Bundesligunni" í gærkvöldi er liöið gersigraði Kickers Offenbach á heimavelli sinum, 5—1. í hálfleik var staöan 3—0. Stuttgart tók leikinn þegar í sínar hendur og sótti án afláts allan leikinn og átti Ásgeir Sigurvinsson enn einu sinni stórgóðan leik með liðinu. Leikmenn Offenbach lögðu greinilega bara áherslu á aö sleppa með sem minnst tap. Fyrsta mark leiksins kom á 28. mínútu. Þaö skoraöi Makan eftir aö hafa leikið sig í gegn um vðrn Offenbach og skoraöi af stuttu færi. Annaö markið kom á 32. mín- útu. Buchvald skoraöi meö skalla. Reichart skoraöi svo á 38. mínútu eftir sendingu frá Ásgeiri inn fyrir vörnina. í síöari hálfleik lék Stuttgart mjög vel og var þaö Ásgeir sem stjórnaöi leik Stuttgart af snilld. Þulur vestur-þýska sjónvarpsins sagði í gær að síðari hálfleikurinn hefði veriö „hálfleikur Ásgeirs. Þar sannaöi hann rækilega aö hann er besti og mesti leikstjórnandinn í v-þýsku knattspyrnunni í dag," sagöi þulunnn. Síöan sagöi þulurinn: „Hversu margar andvökunætur skyldu for- ráöamenn Bayern Munchen hafa átt aö undanförnu yfir því aö hafa látiö Ásgeir fara frá sér vegna duttlunga þjálfarans Pal Csernai. Hvaö er ég svo sem að segja þetta, Stuttgart getur hrósaö happi yfir því aö hafa hann í sínum röðum." Ásgeir skoraöi bæði mörk Stuttgart í síöari hálfleik. Það fyrra úr vítaspyrnu. Hann framkvæmdi hana af öryggi og þrumuskot hans fór í bláhornið. Síðara markiö kom á 82. mín- útu. Þá kórónaöi Ásgeir leik sinn með glæsimarki. Ásgeir hafði yfir- frakka allan leikinn, var eltur hvert sem hann fór. Hann losaöi sig snilldarlega viö leikmanninn sem elti hann, lék með stuttum sendingum á mót- herja inn fyrir vörnina og skoraði af stuttu færi. Sjónvarpsþulurinn sagði: „Það fer vel á því að yfirburðamaðurinn Ásgeir Sigurvinsson reki enda- hnútinn á stóran sigur Stuttgart." Önnur úrslit í gærkvöldi uröu þau aö Kaiserslautern og 1. FC Köln gerðu jafntefli, 2—2. Uerd- ingen tapaöi óvænt heima fyrir Bochum, 0—1. — ÞR. Ætlum að vinna titilinn « á okkar eigin krafti a „ÞETTA gekk vel hjá okkur, þaö er mjög mikilvægt að ná góðu markahlutfalli því aö veröi lið jöfn aö stigum þá ræður markahlut- fallið í lokin. Viö erum staöráönir í því að vinna meistaratitilinn í ár á okkar eigin krafti. Þaö er eng- inn leikur unninn fyrir fram, viö gerum okkur vel grain fyrir því núna. Við ætlum að leggja allt í sölurnar til þess aö Stuttgart hreppi sinn fyrsta Þýskalands- meistaratitil í knattspyrnu. Þaö er mikil stemmning í kring um liðíð núna, þar sem því gengur svona vel og þaö voru 37 þúsund áhorf- endur á vellinum í kvöld," sagði Ásgeir Sigurvinsson er Mbl. spjallaði við hann í gærkvöldi eft- ir leikinn. „Leikurinn gegn Offenbach heföi hæglega getað endaö 10—1, viö áttum fjöldan allan af tækifær- um. Ég átti mörg góö skot í fyrri hálfleiknum og var þá óheppinn aö skora ekki mark. Boltinn sleikti stöngina en ávallt aö utanveröu. Viö lékum mjög stífa pressu á andstæöingana allan leikinn og eftir aö fyrsta markiö kom á 28. Þriggja stiga forskot Stuttgart fyrir leik Bayern og HSV í dag STÓRLEIKUR helgarinnar í þýsku 1. deildinni er leikur Hamburger SV og Bayern MUnchen í dag í Hamborg. Fyrir þann leik eru bæði liðm með 42 stig úr 30 leikj- um og er leikurinn því gífurlega þýðingarmikill í toppbaráttunni þar sem aoeins fjórir leikir eru effir. Eftir sigurinn í gærkvöldi er Stuttgart efst með 45 stig úr 31 leik. Markatala Stuttgart er 75:29, markatala Bayern er 74:34 og Hamburger SV 66:32. Svo gæti fariö aö markatala ráöi úrslitum í deildinni — verði liö jöfn aö stig- um. — SH. mínútu þá var aðeins spurning um hversu mörg þau yrðu. Þeir vörö- ust af krafti framan af en gáfu síö- an eftir. En þaö er eins og aö viö náum okkur ekki verulega á strik fyrr en aö viö erum búnir að skora fyrsta markiö." Við inntum Ásgeir eftir því hvernig úrslit hann vildi fá í dag í leik Hamborg og Bayern. „Ég vildi helst aö þaö yrði jafn- tefli. Ég hef á tilfinningunni aö Gladbach tapi úti gegn Dortmund. Það yröi ágætt fyrir okkur ef þaö yrði jafntefli í Hamborg. En þaö verður mikil spenna í lokin á milli þessara liða. Þaö yröi stórkostlegt ef viö yröum meistarar heima í síö- asta leik okkar," sagöi Ásgeir. — ÞR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.