Morgunblaðið - 05.05.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.05.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MAÍ1984 13 Elva Ósk I Ölafsdóttir: Kvikmyndaleikur magnaði upp leiklistarbakteríuna ELVA ÓSK ÓLAFSDÓTTIR er Vestmanneyingur í húð og hár, fædd þar 24. ágúst 1964. Hún er ekki alveg ókunn fegurðarsamkeppni, þótt ekki hafi það verið með hefðbundnu sniði: Hún lék nefnilega Ungfrú Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu í kvikmyndinni „Nýtt líf", sem tekin var í Eyjum. Elva starfar nú við framreiðslustörf á Gestgjafanum í Eyjum en hefur hug á að afla sér frekari menntunar, einkum á leiklistarsviðinu. Leiklistarbakterían magnaðist við kvikmyndatökuna en Elva hefur leikið með Leikfélagi Vest- mannaeyja síðan 1978. „Áhugamálin eru mörg - til dæmis íþróttir. Eg keppti áður fyrr í sundi og handbolta og var talsvert í frjálsum íþróttum þegar ég var yngri. Svo finnst mér gaman að vera úti við, reyni að komast í lax og silung á hverju sumri, mér finnst gaman að vinna með börnum og ýmislegt fleira. Yfirleitt er ég til í hvað sem er," sagði hún. „Keppnin leggst bara vel í mig þótt ég hafi hlegið þegar þetta var fyrst nefnt við mig. Guðný Benediktsdóttir: Hestamennska er aðaláhugamálið GUDNÝ BENEDIKTSDÓTTIR er í miðjum stúdentsprófum í Mennta- skólanum við Sund og tekur síðasta prófið 18. maí, að morgni þess dags sem Fegurðardrottning íslands og Fegurðardrottning Reykjavíkur verða krýndar í Broadway. „Það er óráðið hvað tekur við en ég held þó örugglega áfram námi, annað þýðir ekki," sagði hún. Guðný er fædd 19. september 1964 og verður því tvítug í haust. Hún sagði að keppnin legðist ágætlega í sig og kvaðst ekki kvíða fyrir enda hefði hún um nóg annað að hugsa þessa dagana. Helsta áhugamál hennar er hesta- mennska, sem hún hefur stundað með fjölskyldunni allt frá barnsaldri. „Svo er ég nýlega byrjuð að starfa með Módelsamtökunum og hef mjög gaman af því," sagði Guðný Benediktsdóttir. Sólveig Þórisdóttir: Sölumennskan býður upp á ferðalög ... SÓLVEIG ÞÓRISDÓTTIR er fædd 28. september 1960 og verður því 24 ára í haust. „Ég hef verið sölumaður hjá Skrifstofuvélum síðan í sept- ember, sel ritvélar, ljósritunarvélar og fleira þessháttar. Áður var ég gjaldkeri í Landsbankanum. Mér þykir þetta skemmtilegt og lifandi starf, m.a. vegna þess að það býður upp á ferðalög, sem eru ásamt skíðaíþróttum eitt helsta áhugamál mitt," sagði hún. Sólveig er uppalin í Hafnarfirði og Garðabæ en er nýlega flutt til Reykjavíkur. „Keppnin leggst vel í mig, hún gaeti boðið upp á möguleika, sem maður fengi ekki að öðrum kosti. Aðalatriðið er að vera með og sýna lit. Ég hef verið í Módelsamtökunum í rúm tvö ár, svo ég er sviðsvön og hef engar sérstak- ar áhyggjur út af keppninni."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.