Morgunblaðið - 05.05.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.05.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 5. MAl 1984 Genscher til Washington Bonn, 4. maí. AP. ^—tM Hans-Dietrich Genscher utanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands heldur í kvöld til Bandaríkjanna og í Washington mun hann kynna bandarískum valdhöfum áhyggjur ríkja EBE vegna áforma stjórnar Reagans um að færa vígbúnaðarkapp- hlaupið út fyrir gufuhvolf jarðar, að sögn embættismanna í Bonn. Genscher mun einnig hvetja Bandaríkjamenn til að auðsýna á ný vilja sinn til að bæta samskipti aust- urs og vesturs. Mun hann ræða sér- staklega við Reagan og Shultz utan- ríkisráðherra um samband Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna. Ferð Genschers hefur hlotið mikilvægi sakir þess að síðar í mánuðinum fer hann einnig til Moskvu til viðræðna við ráðamenn þar. Embættismaður, sem er náinn samstarfsmaður Genschers, kvað stjórnvöld í Bonn og Washington hafa skiptst á skoðunum varðandi tillogur Bandaríkjamanna um smíði vopna til notkunar úti í geimnum. Áætlun Bandaríkjamanna varðaði ekki einvörðungu samband Banda- ríkjanna og Rússa, heldur einnig ör- yggishagsmuni Evrópuríkja. Sagði embættismaðurinn að stjórnin í Bonn hvetti til þess að Bandaríkjamenn og Rússar hæfu samningaviðræður um geimvígbún- að þegar í stað, þótt vígbúnaður af þessu tagi væri ekki á næstu grösum. Vopnafundi Líbýu- manna vísaö á bug London, 4. maí. AP. STJÓRNVÖLD í Líbýu segjast hafa fundið firnm skammbyssur, skotfæri, táragassprengjur og gasgrfmur í pen- ingaskáp, sem brotinn hafi verið upp í hyggingu peirri þar sem sendiráð Breta í Tripoli var áður til húsa. Var frá þessu skýrt í sjónvarpsútsendingu i Líbýu í dag. Tekið var fram, að tveir starfsmenn ítalska sendiráðsins í Trip- oli hefðu verið viðstaddir er peninga- skápurinn var opnaður. Italía gætir nú hagsmuna Breta í Líbýu eftir að þeir slitu stjórnmálasambandi við landið. Brezka utanrikisráðuneytið vísaði í dag algerlega á bug staðhæfingum Líbýustjórnar um vopnafund í sendi- ráðsbyggingunni. Lýsti talsmaður ráðuneytisins þessum staðhæfingum sem „fáránlegum". Fyrst þegar ít- ölsku sendimennirnir komu til bygg- ingarinnar, þá hefði enginn Líbýu- maður verið þar til staðar til þess að taka á móti þeim. ítalirnir voru svo aftur boðaðir á vettvang í gær eftir að Líbýumenn sögðust hafa fundið vopnin. „Það ert augljóst, að Líbýu- menn komu vopnunum fyrír í sendi- ráðsbyggingunni í millitíðinni," sagði talsmaður brezka utanríkis- ráðuneytisins í dag. íbúar í Langasundi í Noregi æfir: Hvíta ráðhúsið skal rauðmálað < >sló, 4. maí. Krá Jan Krik Lauré, fréltaritara Mbl. ÍBÚARNIR í Langasundi í Noregi ná ekki upp í nef sér fyrir bræði og sjá rautt í bókstaflegri merkingu. Bæjarstjórnin hefur nefnilega samþykkt að niála gamla, hvíta ráðhúsið í bænum rautt, og brjóta með því gamla hefð á þfs.sum slóðum. Langasund er allnokkuð fyrir sunnan Ósló, á Suðurlandinu eins og sagt er, en þar hefur það verið ófrávíkjanleg regla um langan ald- ur, að hús og byggingar séu hvít. Þess vegna er Suðurlandsströndin stundum kölluð „hvíta ströndin". Ráðhúsið í Langasundi er rúm- lega aldargamalt og á lista yfir norskar þjóðminjar, þannig að það má ekki rífa eða breyta nema með leyfi þjóðminjavarðar. Fram að síðustu aldamótum var húsið rautt en þá var það málað hvítt og hefur haft þann lit í rúm 80 ár. Þjóð- minjavörður vill hins vegar hafa það rautt eins og það var fyrir aldamót og bæjarstjórnin féllst á það. íbúarnir í Langasundi voru ekki spurðir ráða og þeir ætla ekki að láta þjóðminjavörð eða nokkurn annan komast upp með að spilla hvíta litnum. Málararnir í bænum hafa neitað að koma nálægt verkinu og margir hafa á orði að komið verði í veg fyrir, að húsið verði vanhelgað með rauðum lit. Frá heimsókn páfa í Suður Kóreu. Jóhannes I'áll páfí II. heilsar kristn- um konum klæddum þjóðbúningi Kóreu. Fordæmdi hryðjuverk Seoul, 4. maf. AP. JÓHANNES Páll páfi II heimsótti í dag holdsveikrabúðir í Suður- Kóreu og sagði, að Jesús hefði framar öðrum borið þá sem þjást fyrir brjósti. I öðru ávarpi, sem páfinn flutti erlendum sendistarfsmönnum, sagði hann, að binda yrði enda á „skefjalaust ofbeldi". Fordæmdi hann sprengjutilræði þau, sem áttu sér stað í Burma í fyrra, en þá biðu margir af helztu stjórnmálamönnum Suður-Kóreu bana. Á morgun, laugardag, er gert ráð fyrir því, að páfinn fari m.a. til borgarinnar Pusan í suðurhluta landsins, þar sem hann hyggst flytja útimessu. Er gert ráð fyrir, að allt að 300.000 manns verði þar viðstaddir. Rás tvö vel tekið í Noregi Osló, 4. mai. Frá Jan Erik Laure fréltaritara Mbl. Rás tvii hjá norska útvarpinu hefur hlotið góðar viðtökur og virðist sem fíeiri hlusti á rás tvö en þá einu sem fyrir var. Samkvæmt skoðanakönnun um páskana tóku 56% Norðmanna rás tvö fram yfir rás eitt, meðan 30% vildu frekar hlusta á rás eitt en tvö. Rás tvö flytur fyrst og fremst léttmeti, þar sem tónlist skipar mikinn sess, meðan rás eitt flytur „alvarlegri" dagskrá. Unnið er að uppbyggingu og skipulagi dagskrár rásar tvö og því eru útsendingar aðeins hluta úr degi enn sem komið er. Eftir um það bil ár verða útsendingar á rás tvö jafn Iengi og á rás eitt. Stjórnendur rásar eitt kveðast ekki undrandi á niðurstöðum könnunarinnar, en hyggjast fara í meiri samkeppni við rás tvö með dagskrárbreytingum til þess að endurheimta hluta hlustendanna. Faraldur dregur 1500 menn til dauða Delhí, 4. maí. AP. RÚMLEGA 1.500 manns hafa dáið og nærri 30 þúsund þjáðst með ýmsum hætti úr sjúkdómi, sem orsakast af menguðu drykkjarvatni, sem inniheld- ur bakteríur er valda bólgum í þörm- um, lifur og maga. Fyrst varð sjúkdómsins vart í febrúar, en hann hefur breiðst út sem faraldur síðan. Flestir hinna látnu eru born á aldrinum eins til þriggja ára. Sjúkdómurinn hefur verið hvað skæðastur í fylkinu Vestur-Bengal í austurhlut' Ind- lands. Fundur frú Thatcher og Mitterrands í gær Tekst að leysa deilurnar í EBE? I'aris. 4. maí. AP. FRÚ Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, kom til Parísar í dag og hélt þegar til Elysée-hallar til afar mikilvægra viðræðna við Víetnamar segjast hafa fellt hundruð hermanna Kína Bangkok, 4. maí. AP. VÍETNAMAR héldu því fram í dag að hundruð kínverskra hermanna hefðu verið felldir, særðir eða teknir til fanga í vikunni, er kínverskar innrásarsveitir réðust inn í landa- mærahéraöið Ha Tuyen í norður- hluta Víetnam. Hið opinbera málgagn komm- únistaflokks Víetnam, Nhan Dan, sagði fjölmennt herlið Kínverja hafa ráðist inn í Víetnam og hafi komið til harðra bardaga. Engar fregnir fóru af mannfalli í liði Ví- etnama eða hvort kínversku inn- rásarsveitirnar, sem svo eru nefndar, hefðu verið hraktar til baka. Blaðið sagði mikla spennu ríkja á landamærunum. Kínverjar hefðu safnað þar saman gífurlega fjölmennu herliði og lýst viðbún- aðarástandi á stróum svæðum. Blaðið sakaði Kínverja um dagleg- ar árásir á víetnamskt land á þessum slóðum frá aprílbyrjun. Segir blaðið árásirnar standa í beinu sambandi við Kínaferð Ron- alds Reagan, Bandaríkjaforseta, sem er nýlokið. Sagði blaðið að í kjölfar Bandaríkjaferðar Dengs Xiaoping 1979 hafi 600 þúsund manna herlið Kínverja ráðist inn í sex landamærahéruð í norður- hluta Víetnam. Á blaðið þar við sex vikna stríðið, sem blossaði upp milli Kínverja og Víetnama í kjölfar innrásar þeirra síðar- nefndu í Kambódíu. Grunnt hefur verið á því góða með Kínverjum og Víetnómum upp frá því. Francois Mitterrand Frakklands- forseta um deilu þá, sem óleyst er varðandi framlög Breta til Efna- hagsbandalags Evrópu (EBE). Geoffrey Howe, utanríkisráðherra Bretlands, og Roland Dumas, Evr- ópumálaráðherra Frakklands, tóku einnig þátt í þessum viðræðum. Frú Thatcher og Mitterrand hittust síðast á fundi æðstu manna EBE í Brussel í marz, en þar náðist ekki samkomulag um þá kröfu Breta, að framlög þeirra til EBE verði minnkuð að mun. Var Mitterrand, sem nú fer með embætti forseta ráðherranefnd- ar bandalagsins, mjög andvígur öllum tillögum frú Thatcher á þessum fundi. Umsóknir Spánverja og Portú- gala um aðild að Efnahags- bandalaginu voru einnig til með- ferðar á fundi þeirra frú Thatch- er og Mitterrands nú. Hvernig mmiki getur gjörbreytt garðinum þínum...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.