Morgunblaðið - 05.05.1984, Blaðsíða 7
i C ^ *■ t * * n,TP> » n fj j t t rrr/'T ‘ T CTT fr j nct r,?f
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MAl 1984
Mercedes Benz árg. 1973
Til sölu
Bifreiðin er blásanseruð (mjög gott lakk), með aflheml-
um, 6. cyl., 130 hestafla og 4ra gira beinsk. í gólfi. Verð
190 þús. Útb. 100—120 þús. afg. á 6 mán. Uppl. í
símum 73737 og 20200.
Lögfræði-
skrifstofa
Hef opnað lögfræðiskrifstofu að Suðurlandsbraut 6,
Reykjavík. Viötalstími eftir hádegi.
Skúli Bjarnason hdl.
ELRIhf.
arðaþjónusta
Getum bætt við nokkr-
um lóðarstandsetning-
um í sumar.
Björn Björnsson skrúö-
garðyrkjumeistari. Jón
Hákon Bjarnason
skógræktartæknir.
Uppl. í síma 15422.
ísverksmiðjur
kæli- og
frystigámar
20 feta og 40 feta ísgámar. isframleiösla frá 2,7 upp í 10 tonn á
sólarhring. Geymslurými frá 13 til 37 rúmmetrar af ís. Djúp-
frystigámar 20 og 40 feta langir. Gerölr fyrir 30 stiga frost
miöaö viö 30 stiga lofthita úti. Stuttur afgreiöslutími og góöir
greiösluskilmálar.
Vesturþýsk gæðavara
Atlas hf
Ármúla 7, sími 2675S,
Reykjavík.
Metsö/ublaó á hverjum degi!
Nicaragua og 1. maí
Myndin sem birt er hér að ofan á að sýna
brottför Kúbuhermanna frá Angóla en
þar hafa þeir barist í nafni heimskomm-
únismans um árabil. I Staksteinum í dag
er minnst á Kúbu í tilefni af Nicaraguaför
ritstjóra Þjóðviljans, þá er einnig getið
um Víetnama sem eins og Kúbumenn
berjast víða um heim í nafni Kremlverja,
Marx og Leníns. Loks er rætt lítillega um
ályktunarorð 1. maí nefndar um utanrík-
ismál.
Nú er það
Nicaragua
Sé litið yfir þjóöviljann í
sogulcgu Ijósi og þaö
hvernig hann hefur skrifaö
um þau lönd sem orðiö
hafa heimskommúnisman-
um aö bráö kemur í Ijós að
í því efni hefur lítið breyst
frá því að Stalín sat á há-
um stalli bæöi í Moskvu og
í blaðinu og beitti ofbeldi
og hervaldi til aö sölsa
undir sig hverja smáþjóð-
ina á eftir annarri. þjóövilj-
inn harmaði ekki ill örlög
Rystrasaltsþjóðanna. Þvert
á móti var innlimun þeirra
í Sovétríkin blaöinu sér-
stakt fagnaðarefni. I»jóö-
viljinn harmaði ekki valda-
töku kommúnista í hverju
Austur-Evrópuríkinu á eftir
öðru á árunum eftir síðari
heimsstyrjöldina. Ailt ann-
að var upp á teningnum og
riLstjórar Þjóðviljans fóru í
langar boðsferðir til
kommúnistaríkjanna og
gátu varla fest lýsingar sín-
ar á blað að þeim loknum
vegna hrifningarskjálfta.
Nú þykir þeim Þjóðvilja-
mönnum að visu blaðinu
fyrir bestu að hafa sem
fæst orð um þetta allt sam-
an og segja að auðvitað sjái
þeir og hafi alltaf séð
hverskyns kúgunaröfl ráði
í Austur-Evrópu.
I»egar ekki þóttf lengur
henta að benda á komm-
únistaríkin í Evrópu sem
hinar björtu fyrirmyndir
beindu Þjóðviljamenn
sjónum sínum annað. I
þann mund sem Fídel
Castró var að innsigla yfir-
stjóm Sovétmanna á Kúbu
fór ritstjóri þjóðviljans
þangað og skrifaði síðan
lofgerðarrollu um þessa
dýrlegu fyrirmynd allra
sannra sósíalista og Al-
þýðubandalagsins. Og þeg-
ar kommúnistum í Norð-
ur-Víetnam var brýnt að
þeirri ftrru vteri haldið sem
ha-st á loft að þeir væru að
leggja grunninn aö eilifð-
arríki friðar og sósíalisma
fór ritstjóri Þjóðviljans
þangað og söng þeim síðan
Íof og dýrð.
Með örlög allra þessara
þjóða í huga og hin hörðu
tök kommúnista á þeim
hefði átt að fara hrollur um
íbúa Nicaragua þá 17 daga
fyrir skömmu sem Einar
Karl Haraldsson, ritstjóri
Þjóðviljans, ferðaöist um
landið og safnaði efni í
greinaflokk um ágæti sósí-
alistanna og marxistanna
sem nú fara með völd í
Nicaragua með stuðningi
Sovétmanna, Kúbumanna,
Víctnama og austur-
evrópskra kommúnista.
Einar Karl vitnar í prest
sem sagði: ,,Það er meira
frelsi fyrir alla í Nicaragua
en nokkurn tíma hefur ver-
ið áður svo lengi sem menn
blanda sér ekki með bein-
um hætti í gagnbylting-
una.“ Og í tilefni af þess-
um orðum segir Þjóðvilja-
ritstjórinn fagnandi: „Önn-
ur getur niðurstaðan ekki
verið af feröalagi um land-
ið og upprifjun á sögu þjóð-
arinnar." Og hvað felst í
þessu „frelsi“ i Nicaragua?
Að menn eru „frjálsir" að
gera það í stjórnmálum
sem þeir vilja svo framar-
lega sem það er ekki í and-
stöðu við stjóm sósíalista
og kommúnista. Nlíkt
stjórnarfar hefur um ára-
tugaskeið verið helsta
fagnaðarefni Þjóöviljans
og er enn, nú í Nicaragua.
Verkalýöur
og varnir
í 1. maí ávarpi fulltrúa-
ráðs verkalýðsfélaganna í
Keykjavík, Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja
og lönnemasambands Is-
lands var vikið að utanrík-
is- og öryggismáhim með
þeim hætti að ástæða er til
að íhuga nánar. Þar sagði
meðal annars að „íslensk
verkalýðshreyfing" væri í
andstööu við „hverskonar
hernaöarbrölt og hernað-
arbandalög í austri sem
vestri", styddi „kröfuna
um kjarnorkuvopnalaus
Norðurlönd, cngar her-
stöðvar verði hér á landi og
að fsland standi utan hem-
aðarbandalaga."
Hér er vikið að málum
sem alls ekki hafa vcrið
rædd með þeim hætti inn-
an „íslenskrar verka-
lýðshreyfingar" að menn í
1. maí nefnd hafi umboö til
að komast að þessari
niðurstöðu þegar þeir telja
þaö hæfa miöað við tísku-
fvrirbæri í umra-ðunum um
stríð og frið. læssar kröfur
í I. maí ávarpinu era til
merkis um það að í nefnd-
inni sem samdi það hafi
þeir aðilar orðið ofan á
sem líta á hátíöisdag
verkalýðsins sem flokks-
baráttudag sinn, þeir menn
sem urðu undir í vcrka-
lýðshreyfingunni við gerð
síðustu kjarasamninga.
Enn halda þeir sem sé fast
við minnihlutasjónarmiðin
og að þessu sinni í afstöðu
sinni til öryggis og sjálf-
stæðis þjóðarinnar.
Síðar í ávarpinu er álykt-
að um ástandið í El Salva-
dor þar sem ríkja „skelfi-
legar hörmungar og kúgun
sem alþýða manna þarf þar
að búa við vegna ógnar-
stjórnar í landinu". Jafn-
framt er „minnt" á þær
„hörmungar sem dunið
hafa yfir Afganistan og það
ógnarástand sem ríkir í
skjóli risaveldis". Þegar
þetta orðaval er skoðað
hljóta lesendur að álykta
sem svo að það sé í raun
verra ástand í El Salvador
en Afganistan enda er þaö
tilgangurinn að koma því á
framfæri að Bandaríkin
séu ívið verra risaveldi en
Sovétríkin. Miskunnarlaus
hernaður Sovétmanna á
hendur Afgönum er kallað-
ur „skjól risaveldis" og
hörmungarnar sem leitt
hafa af borgarastyrjöldinni
í El Salvador eru sagðar
stafa af „ógnarstjórn" þar.
Af þessu oröalagi mætti
helst draga þá ályktun að
I. maí nefndin vildi heldur
vera í Afganistan en El
Salvador þar sem menn fá
þó að velja sér forseta t
kosningum nú um helgina
á meðan Afganir mega
sæta einhverjum mestu
árásum sovéska hersins
| síöan í árslok 1979.
Sýnum þennan glæsilega sumarbústaö að Kársnesbraut 128
alla daga kl. 2—6. Bústaðurinn er fullfrágenginn, með hús-
gögnum og öllum innréttingum.
Þú getur einnig pantað sér skoðunartíma þegar þér hentar
með einu símtali. Opið um helgina.
KR SUMARMUS
Kristinn Ragnarsson, húsasmíðameistari,
Kársnesbraut 128, símar 41077 og 44777,
Kópavogi.