Morgunblaðið - 05.05.1984, Page 24

Morgunblaðið - 05.05.1984, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1984 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1984 25 JMtogtmMfifeifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Evrópuráðið byggir á lifándi lfðræði Idag eru 35 ár liðin frá stofn- un Evrópuráðsins. Dagurinn í dag er helgaður grundvallar- hugtökum þess, frelsi og lýð- ræði. Evrópuráðið er fyrsta póli- tíska fjölþjóðastofnunin sem sett var á fót í Vestur-Evrópu eftir heimsstyrjöldina síðari. í dag eru öll lýðræðisríki álfunn- ar nema Finnland, 21 að tölu með yfir 380 milljónir íbúa, að- ilar að ráðinu. ísland hefur átt aðild að Evrópuráðinu síðan 1950. Sáttmáli aðildarríkjanna byggir á persónulegum réttind- um hverrar manneskju sem undirstöðu frelsis og lýðræðis. Mannréttindanefnd og mann- réttindadómstóll Evrópu hafa frá upphafi fengið fjölda mála til meðferðar. Starfsemi Evrópuráðsins er stjórnað af ráðherranefnd, sem utanríkisráðherrar aðildarríkja eiga sæti í, og fer hvert ríki með eitt atkvæði. Raðgjafaþing Evrópuráðsins, sem er elzta starfandi fjölþjóðaþingið, sitja þingmenn kjörnir af þjóðþing- um aðildarríkja. Alþingi á þar þrjá fulltrúa. Island er og virk- ur aðili að félagsmálasáttmála Evrópu. Starfsvettvangur Evrópu- ráðsins er víðtækur: mennta- og menningarmál, æskulýðs- mál, umhverfis- og náttúru- verndarmál, heilbrigðismál, bæjar- og sveitarstjórnarmál, samræming í lagasetningu og almenn samskiptamál ríkja heims. í ávarpi Evrópuráðsins, í til- efni 35 ára starfsafmælis Evrópuríkja innan vébanda þess, segir: „Frelsi er frelsi til skoðana- myndunar og tjáningar, ferða- frelsi, og frelsi gagnvart óréttmætum ríkisafskiptum. Frelsi er að búa í réttarríki, sem verndar einnig hagsmuni minnihlutahópa. Frelsi þýðir réttindi til að taka þátt í mótun og vörzlu lýðræðisþjóðfélags. Sá, sem játar frelsinu, er einng samþykkur alþjóðahyggju og margháttaðri menningu. Það er já við Evrópu. Evrópuráðið, sem saman- stendur af 21 ríki, tryggir með mannréttindasáttmálanum vernd og þróun frjáls svæðis sem yfirstígur landamæri. íbú- ar þessa svæðis geta, gagnstætt því sem tíðkast hjá meirihluta jarðarbúa, beitt sér opinskátt fyrir persónulegum, staðbundn- um, þjóðlegum eða alþjóðlegum málum. Með þessu frelsi á ungt fólk möguleika á að taka sjálft framtíðina í sínar hendur. Virk þátttaka í lifandi lýðræði gefur hinum ófrjálsa heimi vonir — og frelsinu framtíð." Eins og af þessum orðum sést starfar Evrópuráðið í anda há- leitra hugsjóna sem öllum lýð- ræðissinnum eru kærar. Flugstöð — andlit íslands út á við Heildarfarþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var 456 þúsund á sl. ári. Stór hluti þeirra er viðkomufarþegar, sem kynnast landinu aðeins af skammri dvöl. Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli er það and- lit íslands út á við sem þetta fólk kynnist. Meginröksemd þess að reisa nýja flugstöð á Keflavíkur- flugvelli er þó ekki sú, að móta aðlaðandi ásýnd landsins gagn- vart umheiminum. Flugstöðin, sem fyrir er, er löngu úrelt, þjónar hvorki eðlilegum kröf- um farþega, sem um völlinn fara, né lágmarkskröfum um starfsaðstöðu þeirra, er sinna störfum við þann samskipta- þátt við umheiminn sem flugið er. Trékumbaldi sá, sem nú er notazt við, getur við vissar kringumstæður breytzt í slysa- gildru. Bygging nýrrar flugst- öðvar er og forsenda þess að skilja að almenn millilandaflug og varnarliðsstarfsemi, sem ís- lendingar eru sammála um að æskilegt sé að gera. Það er ekki vansalaust, hve seint er brugð- izt við til úrbóta á þessum eina millilandaflugvelli landsins. Heildarkostnaður við bygg- ingu nýrrar flugstöðvar, sem hefur verið endurhönnuð og minnkuð, er áætlaður rúmar 40 milljónir Bandaríkjadala. Þar af greiða Bandaríkjamenn, samkvæmt sérstöku samkomu- lagi, 22 milljónir dala, auk þess sem, greiða að öllu leyti þann kostnað sem leiðir af fram- kvæmdum við gerð flughlaða, ásamt lögnum, aðkeyrslubrauta og vega. Kostnaðarþátttaka þeirra réttlætist af gagnkvæmu hagræði fyrirhugaðra breyt- inga. Flugstöðin verður að öllu leyti íslenzk eign. Alþingi hefur nú samþykkt lántöku að fjárhæð 616 m.kr., eða jafnvirði 22 milljóna Bandaríkjadala, sem er heildarkostnaður íslendinga við þessar framkvæmdir. Það kom engum á óvart að Alþýðu- bandalagið stóð gegn lántök- unni og framkvæmdinni í heild. Þegar öryggi og reisn íslands út á við eiga hlut bregst Al- þýðubandlagið af gömlum vana. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: Stjórnin stendur á tímamótum Grunnur verði lagður að varanlegum úrbótum ÝMIS orð sem Friðrik Sophus- son, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, lét falla á fundi Sjálfstæðisfélagsins á Seltjarnarnesi í fyrrakvöld um innri málefni Sjálfstæðiflokks- ins, stjórnarsamstarflð, stöðu formanns flokksins innan flokksins og nauðsyn þess að endurskoða þyrfti hverjir sætu á ráðherrastólum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, hafa vakið mikla athygli. Blm. Mbl. ræddi í gær við Þorstein Páls- son, formann Sjálfstæð- isflokksins um nokkur þau atriði sem fram komu í máii Friðriks, og hans skoðanir á þeim málurn og öðrum: „Það verður ekki sagt eftir þessa ræðu að Seltjarnarnesið sé lítið og lágt,“ sagði Þorsteinn, er blm. Mbl. spurði hann í gær hvort hann væri sammála þeim orðum Frið- riks Sophussonar, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, að efna- hagsráðstafanir ríkisstjórnarinn- ar væru „lítil mús“. „Ég held að auðvitað verði menn að átta sig á því að við búum við mjög erfiðar aðstæður í ríkis- fjármálunum," sagði Þorsteinn, aðspurður hvort orð varafor- mannsins endurspegluðu skoðun hans á stöðu mála. „Það var í önd- verðu markmið ríkisstjórnarinnar að ná jafnvægi í stjórn ríkisfjár- málanna eftir áralanga óstjórn. Það er því kannski ekkert óeðli- legt að menn séu misjafnlega ánægðir með þá stöðu sem nú er komin upp, þegar taka þarf veru- leg erlend lán til þess að standa undir almennum rekstrarútgjöld- um ríkissjóðs. Hitt er svo annað mál að það er ekkert hlaupið að því að ná endum saman milli tekna og gjalda, þegar svo langt er komið fram á fjárhagsárið eins og raun ber nú vitni.“ Ríkisstjórnin stendur nú á ákveðnum tímamótum „Ríkisstjórnin stendur nú á ákveðnum tímamótum," sagði for- maður Sjálfstæðisflokksins. „Ég hygg að það sé óhætt að fullyrða að hún hefur unnið þrekvirki á því ári sem liðið er frá því hún tók við völdum. Hún hefur komið á jafn- vægi í efnahagsmálum, og stendur núna frammi fyrir því verkefni að gera þessi miklu umskipti að var- anlegum veruleika. Til þess þarf mjög markvissa fjármálastjórn, aukið aðhald í ríkisfjármálum og peningamálum og margþættar að- gerðir til þess að örva atvinnu- starfsemina. Framleiðslu- og framleiðniaukning er það verkefni sem nú blasir við. Því verður ekki náð nema með almennum hag- stjórnaraðgerðum þar sem hags- munir atvinnulífsins eru teknir fram yfir góð og gild útgjalda- áform opinberra aðila." — Nú sagði Friðrik í ræðu sinni að þú hefðir ekki þá stöðu sem þér bæri, innan flokksins, og úr því þyrfti að bæta. Hvað vilt þú segja um þessa skoðun og þá skoðun að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að endurskoða það hverjir sitja á ráðherrastólum, því annars leysist Sjálfstæðisflokkurinn upp í óskilj- anlegar öreindir, eins og varafor- maður flokksins orðaði það? „Ég kaus það sjálfur eftir lands- fundinn, að fara ekki í ríkisstjórn. Ég hef notað tímann til þess að treysta samband flokksforyst- unnar við sjálfstæðisfólk í land- inu. Spurningunni um það hvort formaður Sjálfstæðisflokksins kýs að gegna þeim forystuskyldum sínum innan ríkisstjórnarinnar eða utan fer auðvitað eftir mál- efnum og þeim verkefnum sem við er að glíma. Staður formannsins er að veita flokknum forystu og ég mun meta það út frá verkefnum hvort ég vinn mitt hlutverk innan eða utan ríkisstjórnar. Við þurfum nú að leggja grund- völl að nýjum þætti í starfi ríkis- stjórnarinnar og ég mun meta þetta út frá hagsmunum flokks- Þorsteinn Pálsson ins. Ég veit að það er til þess ætl- ast að hann víki sér ekki undan þeim erfiðu verkefnum sem bíða þess að tekist sé á við.“ — Ertu ekki með þessum orð- um að segja, að þú sért á leið inn í ríkisstjórn? „Ég segi ekkert með þessum orðum annað en það sem í þeim felst." — Er ekki erfitt fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að ná samstöðu- með Framsóknarflokknum um það hvernig skuli staðið að áfram- haldandi stjórnarsamstarfi, þegar ekki er einu sinni innbyrðis sam- staða í flokknum um það hvernig staðið skuli að málum, eins og Friðrik orðaði það? „Nei, en það er auðvitað alveg rétt, sem Friðrik segir, að það nær enginn flokkur árangri í baráttu sinni, nema flokksmennirnir standi saman. Það á ekki síst við þegar þjóð á í erfiðri baráttu við jafnalvarlegan efnahagsvanda og við höfum verið að glíma við. Við slíkar aðstæður er árangur auð- vitað kominn undir samstöðu." Engar dagsetningar — Nú er það að skilja af þínum orðum og orðum varaformanns- ins, að nauðsynlegt sé að endur- skoða stjórnarsáttmálann. Hversu langan tíma ætlið þið ykkur til þess að kanna hvort hægt er aö komast að sameiginlegri niður- stöðu með Framsóknarflokknum um slíka endurskoðun? „Ég nefni engar dagsetningar á þessu stigi málsins." — Á að þínu mati að efna til kosninga á nýjan leik, ef slík sam- staða næst ekki? „Menn verða auðvitað að meta þessar aðstæður út frá hagsmun- um þjóðarinnar. Ég tel að það verði að reyna á það að þessari stjórn verði fram haldið. Hún hef- ur alla möguleika til þess ef vilji er fyrir hendi, samstaða og áræði. Það er lakari kostur að efna til kosninga, en þetta verða menn að meta út frá þeim hagsmunum sem í húfi eru fyrir þjóðina." — Friðrik segir að enn þurfi hátt í milljarð í erlendri lántöku, til þess að hægt verði að greiða lausaskuldir útgerðarinnar og húsnæðispakkann svokallaða. Hver er þín skoðun á því? „Það er alveg ljóst að við getum aldrei fullnægt ítrustu kröfum um fjármagnsfyrirgreiðslu til ein- staklinga eða atvinnugreina. Slíkt undanhald myndi hrekja stjórn- ina af leið og veikja hana.“ — Telur þú að útreikningar Þjóðhagsstofnunar á .erlendu skuldahlutfalli þjóðarin^iar séu rangir? „Eg hef enga skoðun á því og veit ekki nákvæmlega hvaða út- reikninga þeir leggja til grund- vallar. Það breytir auðvitað ekki úrslitum í þessu hvort lántökurn- ar eru einu broti yfir 60% eða broti undir 60%. Áhyggjuefnið er að menn hafa nú neyðst til að taka allmiklu meiri erlend lán en stefnt var að.“ Friðrik Sophusson á fundi Sjálfstæðisfélags Seltjarnarness: „Setja þarf formanninn á þann stað sem honum ber“ — en ekki „þann stall“, eins og ranglega var sagt í frétt Mbl. ÞAU MISTÖK urðu í frásögn í bak- síðufrétt Mbl. í gær af ummælum Friðriks Sophussonar, varaformanni Sjálfstæðisflokksins, á fundi Sjálf- stæðisfélags Seltjarnarncss í fyrra- kvöld, að haft var eftir honum, að setja þyrfti formann Sjálfstæðis- flokksins á þann stall sem honum bæri. Varaformaðurinn sagöi aftur á móti: „Við verðum að setja formann flokksins á þann stað sem honum ber.“ Leiðréttist þetta hér með og er Friörik beðinn velvirðingar á þessum mistökum. Hér á eftir fer orðrétt, unnið af segulbandsupptöku af fundinum, sá kafli ræðu varaformannsins, þar sem hann fjallaði um þetta mál. Hann sagði: „Ég held jafnframt að við þurfum að leysa annað mál inn- an flokksins og það er að við verð- um að setja formann flokksins á þann stað sem honum ber. Það er ekki hægt lengur fyrir Sjálfstæðis- flokkinn að starfa þánnig, að for- maður flokksins, sem — ég ætlaði nú að fara að segja, sem við kusum á síðasta landsfundi — sem ein- hverjir ykkar hafa sjálfsagt kosið á síðasta landsfundi, og við ætluðum okkur ekki að fjárfesta í aðeins í eitt eða tvö ár, eða eitt kjörtímabil. — Við þurfum að setja hann á þann stað, að hann geti staðið við stjórn í þessum flokki. Það er ekki hægt, þegar hann þarf að taka við málum öllum úr höndum ráðherranna og eiga fyrst við þau, þegar þeir hafa fjallað um þau á þeim stað, sem er auðvitað mesti valdastaður á ís- landi, innan ríkisstjórnarinnar. Með öðrum orðum. Það kemur til álita, og þar er ég að lýsa minni persónulegu skoðun, sem ég hef ekki rætt, hvorki við þingflokk eða annan. Ég er að lýsa þeirri skoðun minni, að það kemur til greina, ef okkur tekst að setja kaflaskil í okkar stöðu, að við endurskoðum það hvaða þingmenn eða hvaða menn á vegum þingflokksins eiga að fara með ráðherraembætti. Eg segi þetta einfaldlega vegna þess að ef fram heldur eins og hingað til hefur gerst, að hver og einn á að geta sagt það sem honum sýnist, þegar honum sýnist, þá er þessi flokkur að leysast upp í einhverjar öreindir óstjórnanlegar. Það sem heiur áunnist innan flokksins er einmitt það, að okkur hefur tekist að sýna eindrægni á landsfundi og fyrir síðustu kosn- ingar, en það er ekki nóg í orði kveðnu að standa að baki forust- unnar, ef'hún á ekki að hafa vald á málum á hverium tíma á vegum Sjálfstæðisflokksins. Ég held þess vegna að aðeins ef við sýnum slíka samstöðu sé möguleiki á því að við getum náð þeim árangri sem við viljum ná, annað hvort innan þess- arar ríkisstjórnar eða í stjórnmála- baráttunni." Varaformaður Sjálfstæðisflokksins: Styð stjórnarfrumvarp- ið en vildi ganga lengra „Ég styð þetta frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum, sagði Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í gær, „en tel að ekki hafi verið gengið nógu langt auknum útgjöldum.“ Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalags, og Kjartan Jó- hannsson, formaður Alþýðuflokks, vitnuðu óspart til orða varafor- manns Sjálfstæðisflokksins á flokksfundi á Seltjarnarnesi í fyrradag og á baksíðu Morgun- blaðsins í gær, sem talað hafi um „bandorminn" sem „litla mús“ og óeiningu í Sjálfstæðisflokki og milli stjórnarflokka sem orsök þess, hve viðbrögð ríkisstjórnar- innar væru óburðug. Kváðu þeir stjórnarandstöðunni hafa bætzt góður liðsmaður þar sem væri varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins. Friðrik Sophusson kvað nauð- synlegt að gera sér grein fyrir því að orsök erfiðleika í ríkisfjármál- í niðurskurði eða tekjuöflun á móti um á líðandi stund væri óstjórn valdaára Alþýðubandalags, þegar erlendar skuldir hækkuðu úr 34,4% (1980) í 60% (1983) af þjóð- arframleiðslu, verðbólga marg- faldaðizt, ríkissjóður nærðist á að skattleggja eyðslu (innflutning) þjóðarinnar langt umfram út- flutning, viðskiptahalli og erlend- ar skuldir uxu ógnvekjandi og röng fjárfestingarstefna dró úr hagvexti og lífskjörum. Núverandi ríkisstjórn hafi náð stórkostlegum árangri í verðbólguhjöðnun, úr 130 stigum Svavars Gestssonar í 15 stig Alberts Guðmundssonar. Þennan árangur ber að verja. Ekki sízt með áframhaldandi aðhalds- aðgerðum, m.a. við gerð næstu fjárlaga. Varnar- og öryggismál í skýrslu utanríkisráðherra: Varnir íslands ekki ögrun vid neina þjóö — hlutleysi íslands án varna væri einskis virði Morgunblaðið birtir hér í heild kafla úr skýrslu Geirs Haligrímssonar, utanríkis- ráðherra, til alþingis um utan- ríkismál þar sem fjallað er um varnar- og öryggismál. Milli- fyrirsagnir eru blaðsins. Herfræðilegt mikilvægi íslands. Það er réttur sérhverrar þjóðar að að tryggja fullveldi og frelsi sitt af fremsta megni og þar með sjálfs- ákvörðunarrétt sinn. Við íslend- ingar höfum gert okkur grein fyrir þessum rétti, bæði í orði með ákvæðum 75. greinar stjórnarskrár- innar, þar sem sérhver vopnfær maður er skyldur að taka sjálfur þátt í vörn landsins og með aðild að stofnskrá Sameinuðu þjóðanna, þar sem sérhverju aðildarríki er áskil- inn réttur til sjálfsvarnar eitt sér eða með öðrum ríkjum. Ekki verður horft fram hjá þeirri staðreynd, að lega íslands í Norð- ur-Atlantshafi er afar mikilvæg frá herfræðilegu sjónarmiði. í þeim efnum skiptir ekki máli hvort hér er varnarlið eða ekki. Tilvist varnar- liðsins breytir ekki legu landsins eða eðli hugsanlegra styrjaldar- átaka, sem fram færu (grennd þess. Við íslendingar breytum ekki legu landsins. Hernaðarlegt mikilvægi lands okkar er því miður staðreynd og á þeirri forsendu verðum við að trygja frelsi okkar og öryggi. Um þessar mundir eru 35 ár frá því að ísland gerðist stofnaðili að Norður-Atlantshafsbandalaginu, er stofnað var í því skyni að tryggja frelsi lýðræðisríkja í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku, þjóða sem standa okkur næst. Grundvallar- lögmál aðildarríkja bandalagsins hefur alla tíð verið, að litið er á árás á eitt þeirra sem árás á öll og þar með gripið til sameiginlegra varna en engum vopnum NATO verður beitt nema í því skyni. Þetta grundvallarviðhorf var enn áréttað í yfirlýsingu utanríkisráðherra Atl- antshafsbandalagsríkjanna, Brussel-yfirlýsingunni, sem gefin var út á fundi ráðherranna sem ég sótti í desember sl. en þar er m.a. komist svo að orði: „Bandalag okkar ógnar engum. Við munum aldrei beita vopni nema á okkur verði ráð- ist. Við sækjumst ekki eftir yfir- burðum en munum heldur ekki sætta okkur við að aðrir nái yfir- burðum yfir okkur." Sjálfstæöið tryggt Við íslendingar höfum talið sjálfstæði þjóðarinnar best tryggt með aðild að Atlantshafsbandalag- inu og varnarsamningum við Bandaríkin frá 1951. Enn er þörf fyrir dvöl varnarliðsins að áliti mik- ils meirihluta íslendinga, enda myndi skapast óvissa og e.t.v. upp- lausn í öryggismálum á Norður-Atlantshafi, ef ísland yrði varnarlaust. Hlutleysi ríkja er ekki virt mikils hvort heldur er í friði eða stríði eins og dæmin sannan, þegar sovéskir kafbátar sigla í landhelgi Svía, og sýna þó Svíar myndarlega viðleitni að vernda hlutleysi sitt og kosta til þess miklum fjárfúlgum. Geta má nærri af reynslu okkar og annarra þjóða, að hlutleysi ís- lands án varna væri einskis virði. Hér á landi er enginn sá vopna- búnaður til árásar, sem neinni þjóð gæti stafað hætta af. Varnir íslands geta því ekki talist ögrun við neina þjóð, enda hefur eðli stöðvarinnar sem varnarstöðvar ekki breyst í tímans rás. Varnarliðið er hér til varnar landinu og svæðunum um- hverfis það, komi til átaka. En þótt eðli varnarstöðvarinnar hafi ekki breyst, hefur hlutverki hennar und- anfarin 20 ár færst meira í það horf, að vera eftirlitsstöð, þar sem fylgst er með flugi herflugvéla í nágrenni landsins og haldið er uppi eftirliti með ferðum skipa og leit að kafbát- um. Slíkt eftirlit er að vissu leyti forsenda þess, að ríki Atlantshafs- bandalagsins geti ávallt verið nægi- lega viðbúin að mæta með sameig- inlegum aðgerðum öllum hættum, er steðja að og séu því ekki opin og óvarin fyrir pólitískum þrýstingi annarra ríkja. Aukin þátttaka íslendinga Eftirlitsstarfið umhverfis landið þarf að auka og við Islendingar eig- um eindregið að taka virkan þátt I slíku starfi. Skulu í því sambandi nefnd tvö dæmi um mögulega þátt- töku okkar: — Rætt hefur verið um byggingu nýrra ratsjárstöðva til að bæta út brýnni þörf á eftirliti með herflugvélum, er birtast skyndilega í námunda við lofthelgi Islands án nokkurrar viðvörunar eða tilkynn- ingar. Ljóst er, að íslenskir starfs- menn eru færir um að starfrækja slíkar stöðvar einir. — Kanna þarf gaumgæfilega hlutverk landhelgisgæslunnar í eftirlitsstarfi umhverfis ísland og hvort ekki sé rétt að koma á verk- efnaskiptingu, sem gæti stuðlað að mun nákvæmari upplýsingaöflun um skipaferðir nálægt landinu en nú er fyrir hendi. Ég nefni einungis tvö dæmi að þessu sinni, en grundvöllurinn að virkri þátttöku okkar íslendinga í varnarsamstarfi Atlantshafsbanda- lagsins er að við öðlumst sjálfir meiri reynslu og þekkingu á varn- armálum, er geri okkur betur fært að leggja sjálfstætt mat á þá hern- aðarlegu stöðu, sem þjóð okkar býr við. Með þeim hætti verðum við í stakk búnir til þess að taka fullan þátt í stefnumörkun um fyrirkomu- lag varna landsins. Með slika þekk- ingu að bakhjarli hljótum við að óska úrbóta, ef við teljum vörnun- um að einhverju leyti áfátt — eða hafna hugmyndum og fyrirætlunum á þessu sviði, er við teljum að séu Geir Hallgrímsson ekki í samræmi við þarfir okkar og stefnu í öryggismálum. Stefnt verður því að eflingu varn- armáladeildar bæði með hliðsjón af núverandi umfangi verkefna hennar og ekki síður í þeim tilgangi að á vegum utanríkisráðuneytisins verði ávallt til staðar fullnægjandi sér- fræðileg þekking á varnarmálum. Athugun stendur yfir á því hver sé heppilegust tilhögun þessara mála og ég vænti þess, að geta skýrt frá niðurstöðu hennar síðar á þessu ári. Til þess að geta gegnt hlutverki sínu eins og við ætlumst til og mætt þeim vanda, er við blasir, þarfnast varnarstöðin stöðugrar endurnýj- unar í formi tækja og mannvirkja, eigi eftirlits- og varnargildi hennar að haldast. Vil ég því minnast á eft- irfarandi í því sambandi. Helguvík — Hafin var í nóvember sl. smíði á fyrsta áfanga olíubirgðastöðvar í Helguvík, en heimild fyrir þessum áfanga var veitt í október 1982. Framkvæmdir við annan áfanga, olíuhafnar, hefjast væntanlega á næsta ári, fáist nauðsynlegar fjár- veitingar af hálfu Atlantshafs- bandalagsins og Bandaríkjanna. Seinni áfangar olíubirgðarstöðvar- innar, sem auka geymarými, eru ráðgerðir á næstu 8—10 árum. Heildargeymslurými mun tæplega þrefaldast miðað við núverandi geymslurými, en ekki fjórfaldast eða jafnvel áttfaldast eins og haldið hefur verið fram af ýmsum aðilum. Endanleg afstaða til stærðar geymslurýmisins hefur enn ekki verið tekin en ætlunin með þessum framkvæmdum er að tryggja, að varnarliðið geti betur sinnt hlut- verki sínu hér. Helguvíkurhöfn mun annars vegar leysa vandamál, sem skapast hafa vegna olíuflutninga um Keflavíkurhöfn og hins vegar gefa Suðurnesjamönnum meira svigrúm til hafnarframkvæmda, þegar fram í sækir. Olíubirgðastöð- in mun jafnframt smátt og smátt leysa núverandi geymasvæði fyrir ofan Keflavík og Njarðvík af hólmi, þannig að olíumengunarhætta verð- ur ekki lengur fyrir hendi og geym- arnir standa ekki í vegi fyrir fram- kvæmd aðalskipulags byggðarinnar. Nýjar orustuþotur Áætlað er, að á miðju ári 1985 verði skipt um orustuþotur varnar- liðsins og þá teknar í notkun vélar af gerðinni F-15. Vegna hinna stöð- ugu aukningar á undanförnum ár- um á flugi herflugvéla frá Kola- skaga úr norðri, er ákveðið að fjölga orustuþotum úr 12 í 18 í því skyni að treysta eins og hægt er eftirlit og loftvarnir íslands. Utköll á orustu- þotum varnarliðsins hafa aukist verulega á síðustu árum. Árið 1975 og 1976 voru útköll alls 140 en 1982 og 1983 samtals 290, hafa tæplega tvöfaldast á 7 ára tímabili. Otköll eru að jafnaði töluvert færri en flug sovéskra herflugvéla inn á eftir- litssvæði varnarliðsins. Núverandi orustuþotur varnarliðsins. F-4 Phantom, komu fyrst til Islands ár- ið 1973. Þær voru fyrst teknar í notkun upp úr 1960, en F-15 vélarn- ar fyrir u.þ.b. 9 árum. Vopnabúnað- ur F-15 er áþekkur F-4 Phantom, þ.e. þær eru búnar samskonar flugskeytum, en radartæknin er margfalt betri. Hávaðinn frá F-15 er minni, flugtak styttra og flugþol aðeins meira. Fyrir komu F-15 vél- anna verður lokið við níu flugskýli sem nú eru f byggingu á varnar- svæðinu og hugsanlega byrjað á byggingu fjögurra til viðbótar. Ratsjárstöðvar — Eins og minnst hefur verið á stendur yfir athugun varðandi hugsanlega staðsetningu ratsjár- stöðva á Vestfjörðum og Norð- austurlandi, er bæta myndi úr óvið- unandi ástandi á viðvörunarkerfi landsins. Jafnframt myndu núver- andi stöðvar verða endurnýjaðar með umtalsverðri fækkun starfs- manna, þar sem álitið er, að við nýj- ar stöðvar þurfi aðeins 10—15 manna starfslið og gæti starfræksla þeirra verið í höndum Islendinga, bæði hvað rekstur og viðhald varð- ar. Stöðvarnar myndu koma að miklu gagni við upplýsingamiðlun til flugmálastjórnar og landhelgis- gæslu varðandi skipa- og flugum- ferð. Samið var á sl. hausti um nýjar varnarliðsframkvæmdir fyrir u.þ.b. 9,3 millj. Bandaríkjadala. Sam- þykktar framkvæmdir frá fyrri ár- um, sem eru ýmist í verktöku eða ekki byrjað á, nema samtals 36,7 milljónum Bandaríkjadala. Við- haldsframkvæmdir Keflavíkurverk- taka nema á þessu ári 11,1 milljón Bandaríkjadala.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.