Morgunblaðið - 15.05.1984, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 15. MAÍ 1984
5
MEST SELDIBÍLL Á ÍSLANDI
Frá því FIAT UNO vai kynntui á miöju s.l. áii hefur hann selst meira en nokkui annœ
einstakur bíll hér á landi.
BILL FAGURKERANS
ÍTÖLSK HÖNNUN, KLASSÍSK FEGURÐ
BíU arsins 1984
Unol
EGILL
vilhjAlmsson hf.
Smidjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202.
viku, á þriöjudögum og lostudögum. Á myndinni eru: Sigurlín Margrét Sigurðar-
dóttir, kennari, Jóna Þóröardóttir, Haraldur Erlendsson, Jón Sætran, Steinunn
Sigurþórsdóttir, Bryndís Ploder, Sigrún Hjartardóttir, Súsanna Gunnarsdóttir,
Guórún Árnadóttir, Rannveig Gísladóttir, Bryndís Hannesdóttir og Lilja Viðars-
dóttir. Ljósm. Mbl. KEE.
Námskeið í táknmáli heyrnarlausra:
Læra stafróflð
og dagleg tákn
NÁMSKEIÐ í táknmáli heyrnar-
lausra stendur nú yfir í húsakynnum
félags heyrnarlausra aó Klapparstíg
28 í Reykjavík. Kennari á námskeið-
inu er heyrnarlaus stúlka, Sigurlín
Margrét Sigurðardóttir, og kennir
hún 10 manna hópi tvisvar f viku
næsta mánuðinn, en námskeiðið hófst
8. maí slíðastliðinn.
Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri
elliheimilisins Grundar, veitti
kirkju heyrnarlausra styrk að upp-
hæð 25.000 krónur til að fjármagna
námskeið í táknmáli heyrnarlausra
fyrir almenning. Miyako Þórðarson,
prestur hjá kirkju heyrnarlausra,
hafði samband við vinnuveitendur
þar sem bæði heyrandi og heyrnar-
lausir vinna, og bauð hinum heyr-
andi að taka þátt í námskeiðinu til
að efla mætti samskipti og koma á
tengslum milli hinna heyrandi og
heyrnarlausu.
Fjöldi þátttakanda er takmark-
aður við tíu manns á hverju nám-
skeiði, en ef vel gengur sagði Sigur-
lín Margrét að svo kynni að fara að
fleiri námskeið af þessu tagi yrðu
haldin. Styrkur Gísla Sigurbjörns-
sonar nægir fyrir kennaralaunum
og kennslugögnum, svo námskeiðið
er þátttakendum að kostnaðar-
lausu.
Sigurlín Margrét segist fyrst og
fremst kenna stafrófið og dagleg
tákn, en ennfremur væri áhersla
lögð á látbragð, því það væri stór
hluti tjáningarforms heyrnar-
lausra. Sigurlín sagðist lítil sem
engin kennslugögn hafa í höndun-
um og því þyrfti hún ásamt sr.
Mivni fvrir hveria kennslustund.
40 ára söngafmæli Hauks Morthens:
20 manna Big Band, kórar.
dansflokkur og lúðrasveit
IIIJÓMLEIKAR í tilefni 40 ára arness undir stjórn Stefáns -
HUÓMLEIKAR í tilefni 40 ára
söngæfmælis Hauks Morthens
verða haldnir í Háskólabíói nk.
fímmtudagskvöld og hefjast kl.
23.
Þarna koma m.a. fram Big
Band undir stjórn danska píanó-
leikarans Poul Godske, sem hef-
ur leikið undir með Hauki í ca.
150 lögum, sem hafa verið gefin
út á hljómplötum. Godske var
fyrir nokkrum árum kjörinn
jazz-píanisti ársins í Danmörku
og stjórnar hann nú hljómsveit i
hinum þekkta skemmtistað
Lorry.
Þá mun Sigríður Ella Magn-
úsdóttir, óperusöngkona, koma
fram og Bubbi Morthens mun
koma með gítarinn og taka lag-
ið.
Lúðrasveit Barnaskóla Laug-
arness undir stjórn Stefáns
Stephensens mun leika nokkur
lög og Barnakór Fellaskóla
syngur.
Hrönn Geirlaugsdóttir mun
spila nokkur ragtime-lög á fiðlu.
Lögreglukórinn undir stjórn
Guðna Guðmundssonar, organ-
ista, mun syngja og dansflokk-
urinn Mistakes sýnir nýja
dansa.
Þeir hljómlistarmenn, sem
leika undir söng Hauks Morth-
ens sjálfs, eru allir þekktir úr
ýmsum hljómsveitum í Reykja-
vík, sumir um áratuga skeið, alls
um 20 manns.
Gítarleikarinn Eyþór Þor-
láksson mun leika nokkur klass-
ísk gítarlög. Kynnir kvöldsins
verður útvarpsmaðurinn Jónas
Jónasson.
Haukur Morthens
Þar sem
GÆÐI OG GLÆSILEIKl
eru metin aö # MmmjSSTi
veröleikum er C/«l(l«
í fararbroddi
Eldhús frá
Alþingi í dag:
Þinglausnir
nk. mánudag?
Útvarpað verður árlegum eldhús-
dag.sumra'öum frá Alþingi í kvöld.
Ekki verða fundir í þingdeildum í dag
en nefndir munu starfa af krafti og
línur lagðar um þingstörf næstu daga.
Bjart-sýnismenn treysta enn á þing-
lausnir nk. laugardag en það verður æ
líklegra að þingstörf teygist fram yfir
næstu helgi.
Ræðumenn Sjálfstæðisflokks
verða Þorsteinn Pálsson, formaður
flokksins, Albert Guðmundsson fjár-
málaráðherra, og Sverrir Her-
mannsson, iðnaðarráðherra. Ræöu-
menn hins stjórnarflokksins, Fram-
sóknarflokks, verða Steingrímur
Hermannsson, forsætisráðherra,
Jón Helgason, landbúnaðarráðherra,
og/eða Atexander Stefánsson, fé-
lagsmálaráðherra.
Ræðumenn fjögurra stjórarand-
stöðuflokka verða: frá Alþýðuflokki
Kjartan Jóhansson, formaður
flokksins, Jóhanna Sigurðardóttir og
Karvel Pálmason; frá Alþýðubanda-
lagi Svavar Gestsson, formaður
flokksins, Guðrún Helgadóttir og
Steingrímur J. Sigfússon; frá Banda-
lagi jafnaðarmanna Stefán Bene-
diktsson, Kolbrún Jónsdóttir og
Guðmundur Einarsson og frá Sam-
tökum um kvennalista Guðrún Agn-
arsdóttir, Kristín Halldórsdóttir og
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir.