Morgunblaðið - 15.05.1984, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ1984
Í4
Garður:
Tónlistarskólanum
B.B. BYGGINGAVÖRUR HE
SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331.
slitið í fimmta sinn
Garti, 13. maí.
TÓNLISTARSKÓLANUM var slitið
( dag að loknum tónleikum nem-
enda. Kom þar fram fjöldi nema
sem spiluðu á píanó, blokkflautur,
fiðlu og klarinett. Þá lék bjöllukór-
inn sem hefir aldrei verið betri en
nú og vakti mikla athygli viðstaddra.
Kiwanisklúbburinn Hof verð-
launaði þann nemanda sem sýndi
hvað mestar framfarir í vetur og
hlaut þau Svanhildur Eiríksdóttir.
Þá verðlaunaði Kvenfélagið Gefn
Herborgu Hjálmarsdóttur fyrir
bestan árangur í undirbúnings-
deild.
Tónlistarskólinn er útibú frá
skólanum í Keflavík. Skólastjóri
er Herbert H. Ágústsson og „úti-
bússtjóri" er Jónína Guðmunds-
dóttir. Arnór
þríþætt: í fyrsta lagi að vatn kemst
að steypunni, í öðru lagi að sement-
ið er alkalívirkt og í þriðja lagi að
sandurinn er virkur. Þessir þrír
þættir snúa að ólíkum aðilum. Sá
fyrsti að verktökum og hönnuðum,
annar að sementsverksmiðjunni og
sá þriðji að steypustöðvunum.
Birgir ísleifur sagði að allt tal
um ábyrgð aftur í tímann væri nú
aðeins „akademísk" spurning, þar
sem Hæstiréttur hefði þegar tekið
af skarið. Það sem bæri að gera,
væri að breyta þessum lögum
þannig að framleiðendur væru
ábyrgir í raun fyrir vöru sinni.
Voru flestir sammála þessu og tal-
aði Pétur Blöndal um 15 ára firr-
ingarfrest sem æskilegan.
Pólitísk lausn
Skoðanir voru mjög skiptar um
það hvort eða hvernig ætti að leysa
vanda þeirra, sem ættu við alkalí-
skemmdir að glíma. Sagði Pétur
ótækt annað en að stjórnmálamenn
legðu höfuðið í bleyti og finndu við-
eigandi lausn. Stakk hann upp á
viðlagatryggingu, þar sem tjónið
hefði verið jafn ófyrirsjáanlegt og
það tjón, sem hlaust af eldgosinu í
Vestmannaeyjum á sínum tíma, og
væri óréttlátt að þeir óheppnu
bæru einir skaðann. Birgir ísleifur
Gunnarsson var á sama máli og
taldi eðlilegt að viðiagatrygging
yrði notuð í þessu tilfelli.
Hvað er til varnar?
Það hefur komið í ljós, að hægt
er að varna alkalískemmdum með
því að nota óvirkan sand, þrátt
fyrir að sement með alkalívirkni sé
haft í steypunni. Og það er sú leið
sem menn hafa farið undanfarið til
að losna við bölið. Hins vegar leysir
þetta ekki vanda þeirra fjölmörgu
húseigenda, sem steyptu hús sín
með „gamla laginu“ og geta því átt
von á því hvenær sem er að alkalí-
skemmda fari að gæta, en alkalí-
skemmdir hafa aðeins fundist í ‘A
þeirra húsa sem steypt voru á
þennan hátt.
Hákon Ólafsson sagði, að
markmið þessara íbúðareigenda
ætti fyrst og fremst að vera að
varna því að vatn kæmist inn í
steypuna. Það mætti gera á tvenn-
an hátt, með notkun sílíkon eða
sílonefna, sem eru vatnsfráhrind-
andi efni, sem borin eru utan á
steinsteypta veggi. Þessi efni eru
þeim eiginleika búin að hrinda frá
sér öllu vatni, en hleypa þó út þeim
raka sem fyrir er í steypunni. Hitt
ráðið væri einfaldlega að klæða
steypuna.
Það kom einnig fram á fundin-
um, að mikill skortur væri á
menntuðu fólki til viðgerða á þessu
sviði og töldu menn nauðsyh á að
bæta úr því og eins að efla ráðgjaf-
arþjónustu, sem gæti veitt upplýs-
ingar um besta viðhaldið í hverju
tilfelli.
„Það verður að finna pólitíska
lausn á vanda þeirra fjölmörgu íbúð-
areigenda á höfuðborgarsvæðinu,
sem hafa orðið fyrir tjóni af völdum
alkalískemmda. Hér er um að ræða
tjón upp á tvo til þrjá milljarða króna
og nú þegar Ijóst er, að Hæstiréttur
hefur firrt framleiðendur ábyrgð,
verður hið opinbera að ganga fram
fyrir skjöldu og hjálpa þessum
óheppnu íbúðareigendum. Væri æski-
legt að vandi þessa fólks yrði leystur
á þann hátt að hið opinbera veitti til
þess lán eða viðlagatrygging tæki að
sér að bæta tjónið," sagði dr. Pétur
Blöndal, formaður Húseigendafélags
Reykjavíkur, á borgarafundi, sem fé-
lagið efndi til á laugardaginn á Hótel
Borg, þar sem fjallað var vítt og breitt
um alkalí og steypuskemmdir f
steinhúsum. Eftir ávarpsorð Péturs
voru fiutt þrjú framsöguerindi, af
þeim Hákoni Olafssyni, yfirverkfræð-
ingi Rannsóknarstofnunar byggingar-
iðnaðarins, Hrafni Bragasyni, borg-
ardómara, og Birgi fsleifi Gunnars-
syni, alþingismanni. Fundinum lauk
síðan með pallborðsumræðum, þar
sem framsögumenn og fleiri svöruðu
fyrirspurnum úr sal. Var fundurinn
vel sóttur.
Umræðan snerist fyrst og fremst
um þrjú atriði: hver bæri ábyrgð-
ina á alkalískemmdum í steinhús-
um, hvernig væri hægt að aðstoða
það fólk sem orðið hefði fyrir tjóni
Frá pallborðsumræðunum á fundinum á Hótel Borg. Frá vinstri: Jóhann Einvarðsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra,
en hann tók þátt i umræðunum í fjarveru Alexanders Stefánssonar félagsmálaráðherra, Guðmundur Guðmundsson,
tæknilegur framkvæmdastjóri Sementsverksmiðju ríkisins, Ögmundur Jónasson, stjórnandi umræðnanna, Pétur Blöndal,
formaður Húseigendafélags Reykjavíkur, Hákon Ólafsson, yfirverkfræðingur, Hrafn Bragason, borgardómari, og Birgir
ísleifur Gunnarsson, alþingismaður. MorgunbiaaM/jíifiu.
af þess völdum og hvað bæri að
gera í framtíðinni til að koma í veg
fyrir frekari skemmdir af þessu
tagi.
Ábyrgðin
Hrafn Bragason sagði að dómur
Hæstaréttar í fyrra í máli Jóns
Sigvaldasonar, sem Jón höfðaði
gegn framleiðanda vegna ótíma-
bærra skemmda í steypu i húsi
sínu, hefði í raun firrt framleiðend-
ur ábyrgð. Úrskurður Hæstaréttar
byggðist meðal annars á 54. grein
kaupalaga, þar sem kveðið er á um
að ábyrgð seljenda sé aðeins til
eins árs þegar um lausafé er að
ræða. Sagði Hrafn að eftir þennan
fólk hefði sett verðið mjög fyrir sig
og þvf hefði Steypustöðin orðið
undir í samkeppninni ef hún hefði
ekki haft ódýrari vöru á boðstólum
einnig. Sveinn spurði síðan hvort
hið opinbera væri ekki ábyrgt í til-
felli eins og þessu, að setja ekki
löggjöf, sem skyldaði notkun efnis
sem ekki væri alkalívirkt.
Hákon Ólafsson svaraði því til,
að á þessum tíma hefðu menn
hreinlega ekki trúað því að notkun
alkalívirks sands í íbúðarhúsnæði
gæti haft svo alvarlegar afleið-
ingar í för með sér, sem raun ber
vitni. Fyrsta alvarlega dæmið um
slíkar skemmdir var árið 1975 og
síðan hefði það tekið menn nokkur
ár að átta sig á umfangi vandans.
Birgir Isleifur Gunnarsson benti
jafnframt á að eftirlitsskylda rikis
og sveitarfélaga firrti ekki fram-
leiðendur vörunnar ábyrgð.
Ennfremur töldu menn að verk-
takar og hönnuðir ættu einnig sinn
þátt f alkalískemmdum, því oft
væri orsök skemmdanna slæleg
vinnubrögð við sjálfa steypuvinn-
una og eins hirtu arkitektar ekki
nóg um að hanna hús út frá end-
ingarsjónarmiði. Pétur Biöndal tók
þetta vandamál saman á eftirfar-
andi hát.t: Orsök alkalískemmda er
Fundur um alkalískemmdir:
Á að bæta tjón með
viðlagatryggingu?
dóm væri það borin von fyrir þá
sem orðið hefðu fyrir barðinu á
alkaliskemmdum að krefja steypu-
stöðvar eða Sementsverksmiðju
ríkisins skaðabóta.
Margir fundarmanna vöktu at-
hygli á því, að spurningin um
ábyrgð væri flóknari en virtist við
fyrstu sýn. Sveinn Valfells, fram-
kvæmdastjóri Steypustöðvarinnar
hf., las upp úr auglýsingu frá
Steypustöðinni árið 1967, þar sem
varað var við notkun virks sands og
mælt með notkun óvirks sands,
sem er ívið dýrari. Sagði Sveinn að