Morgunblaðið - 15.05.1984, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ1984
Aðalfundur
Vinnuveitendasambands
íslands 1984
verður haldinn í dag, þriðjudaginn 15.
maí, í Kristalssal Hótels Loftleiða
Páll
Sigurjónsson
Jón
Sigurösson
Brynjólfur
Bjarnason
1
Gunnar J.
Friöriksson
Víglundur
Þorsteinsson
Ragnhildur Siguröur R.
Helgadóttir Helgason
Dagskrá:
Kl. 09.30 Fundarsetning.
Ræða: Páll Sigurjónsson formaöur VSÍ
Ræöa: „Hugleiöing um brýn verkefni í atvinnu-
rekstrinum". Jón Sigurðsson framkv. stj. ísl. járnblendi-
félagsins.
PallborösumraBöur: Framtíö atvinnurekstrar á islandi.
Þátttakendur: Brynjólfur Bjarnason framkvæmdastjóri.
Jón Sigurösson framkvæmdastjóri. Siguröur R. Helga-
son framkvæmdastjórl. Víglundur Þorsteinsson formaö-
ur FÍI.
Umræöustjóri: Gunnar J. Friöriksson forstjóri.
Kl. 12.15 Hádegisveröur aöalfundarfulltrúa og gesta.
Kl. 13.30 Ræöa: „Atvinnulíf og menntamál". Ragnhildur Helga-
dóttir menntamálaráðherra.
Kl. 14.15 Aöalfundarstörf skv. ákvæöum 30. gr. laga VSl.
Kl. 17.00 Fundarslit.
HELLA KR. 11.515>
VIFTA 100 sm br KR. 5.323,-
BLÁSTURSOFN KR. 20.958,-
OFN KR. 16.623.-
Víj verös greiðist við móttöku.
Afgangur greiðist á 6-8 mánuðum.
^ SAMBANDSINS
ÁRMÚLA 3 SÍMAR 38 900 - 38 903
Norrænn
seiður
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Það er ekki langt síðan að at-
hygli manna beindist að mál-
verkum Jóhönnu Kristínar Yngva-
dóttur er þessa dagana sýnir 25
myndir í Listmunahúsinu. Fyrst
vöktu verk hennar mikla athygli
á sýningunum „Ungir myndlist-
armenn“ á Kjarvalsstöðum og
„Gullströndin andar" við Sels-
vör, og svo undirstrikaði hún
hæfileika sína með svipmikilli
einkasýningu í Nýlistasafninu,
— allt þetta á sama árinu. Einn-
ig hélt hún sýningu í Landspítal-
anum en af henni hafði ég engar
spurnir.
Jóhanna hafði stundað list-
nám hér heima og í Hollandi í
nær áratug og málað sjálfstætt (
nokkur ár áður en hún kom fyrst
fram opinberlega. Hér var þann-
ig enginn asi á ferð og fyrir vikið
birtist hún sem óvenju þroskað-
ur og fágaður listamaður. Þetta
er eitthvað annað en með létt-
vægar sýningar ungs fólks, sem
helst telur sér til tekna, að það
hafi ekkert lært — jafnvel hefur
það takmarkaðan áhuga á
myndlist almennt. Aðalatriðið
er þá sjálfið og að troða upp með
sýningu. Sem betur fer fer þeim
myndlistarmönnum fjölgandi
sem gera miklar kröfur og eru
auk þess farnir að vakna til vit-
undar um norrænan uppruna
sinn. Jóhanna Kristín er mjög
gott dæmi um listamann sem
meðvitað eða ómeðvitað málar
samkvæmt norrænu upplagi.
Myndir hennar eru margar
dökkar og tormeltar þeim er
leita að björtum litum og glað-
legu myndefni, — en um leið eru
þær gæddar miklu innra lífi og
sálrænum víddum. Það sem
helst hrífur er hve hin mynd-
ræna taug virðist samgróin eðli
listakonunnar. Sjálf segist hún
alltaf vera að mála sjálfa sig og
sínar tilfinningar og það er ber-
sýnilega alveg rétt. Svo er og
með alla sanna málara, að þeir
eru sífellt að mála sitt eigið
sjálf. Hinir eru miklu fleiri, sem
eru að mála samkvæmt gefinni
línu og þar með út frá annarra
tilfinningum. Sennilega er Jó-
hanna skýrasta dæmið um
manneskju er málar eftir eigin
höfði er hér hefur komið fram í
mörg ár.
Það er einkum í hinum dökku
og seiðmögnuðu myndum er
hæfileikar Jóhönnu koma greini-
legast fram en hún getur þó
einnig náð mjög sannfærandi
árangri í ljósum myndum er
hafa yfir sér létt og leikandi
svipmót. Dökku myndirnar virka
miklu frekar á mig sem sterk og
hrifmikii lifstjáning heldur en
að þær veki upp þungar hugsanir
og það sem meginmáli skiptir:
þær vinna stöðugt á við nánari
kynni. Eitt er mjög sláandi við
myndgerð Jóhönnu og það er hve
hún hgusar mikið í heildaráhrif-
unum — smáatriði lætur hún
lönd og leið, — hér er það allt
samanlagt myndverkið sem gild-
ir. — Hér er á ferð listakona er
vafalaust á eftir að taka út mik-
inn þroska, móta og fága stíl
sinn og kanna nýjar leiðir á þeg-
ar skýrt mörkuðu sviði. Það
verður vissulega spennandi að
fylgjast með framvindunni og
Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur
fylgja allar góðar áokir.
Verk eftir Jóhönnu K. Yngvadóttur.