Morgunblaðið - 15.05.1984, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1984
21
Háttsettur sovézkur íþróttaleiðtogi:
Ákvörðunin verður
ekki endurskoðuð
Mo.skvu, 14. maí. AP.
Kússar vinna nú að skipu-
lagningu íþróttamóta í fylgi-
ríkjum sínum er komi í stað
Ólympíuleikanna í Los Ang-
eles, aö sögn pólskra íþrótta-
leiðtoga.
íþ*óttaleiðtogar frá fylgiríkj-
um Sovétríkjanna hittust í
Moskvu í lok síðustu viku til
þess að undirbúa eitt stórmót er
kæmi í stað leikanna. Féllu þeir
frá þeirri hugmynd en ákváðu
að dreifa ólympíugreinunum á
hin ýmsu fylgiríki.
Um helgina ákváðu Tékkar og
Afganir að keppa ekki í Los
Angeles, og búist er við svipaðri
ákvörðun frá Pólverjum seinna
í vikunni.
Marat Gramov forseti sov-
ézku ólympíunefndarinnar
sagði í morgun að ákvörðun
Rússa um að taka ekki þátt í
ólympíuleikunum yrði ekki
haggað. Alþjóðaólympíunefndin
Studdi CIA
Duarte?
14. maí, Al*.
LEIÐTOGI rómver.sk-katólsku kirkj-
unnar í Kl Salvador, séra Arturo Rivera
Y Damas, hefur Tagnaó þeirri yfirlýs-
ingu yfirkjörstjórnar landsins að José
Napoleon Duarte sé réttkjörinn forseti
landsins.
Talsmenn hins hægri sinnaða
Arena-flokks, sem bauð Roberto
d’Aubuisson fram til forsetakjörs-
ins, hafa sakað bandarísku leyni-
þjónustuna, CIA, um að fjármagna
kosningabaráttu Duartes gegnum
auglýsingafyrirtæki i Vestur-Þýska-
landi og Venezuela. Bandarískir
embættismenn hafa vísað þessu á
bug.
Moskva:
Vörður við hús
Irinu Kristi
Moskvu, 14. mal. Al‘.
LÖGREGLUVÖRÐIIR er nú við hús
Irinu Kristi, 46 ára gamals stærðfræð-
ings í Moskvu, sem greindi vestrænum
fréttamönnum frá því að sovéski kjarn-
eðlisfræðingurinn Andrei Sakarov væri
í hungurvcrkfalli og rannsókn færi
fram á mcintum and-sovéskum áróðri
eiginkonu hans, frú Yelenu Bonner.
Fréttamenn, sem reyndu að heim-
sækja frú Kristi segja að heita megi
að hún og eiginmaður hennar séu í
stofufangelsi.
Einnig er lögregluvörður við tóma
íbúð frú Bonner í Moskvu, enda þótt
hún sé í Gorky.
Afganistan:
215 frelsis-
liðar féllu
Nýju Delhí, 14. maí. AP.
HIN opinbera útvarpsstöð í Kahúl, höf-
uðborg Afganistan, greindi frá því sl.
sunnudagskvöld, að 215 liðsmenn
frelsissvcitanna í landinu hefðu fallið í
bardaga við hermenn stjórnarinnar og
Sovétmenn í Herat-héraöi, sem er
skammt frá landamærum írans.
Talið er að þetta sé mesta mann-
fall í röðum frelsissveitanna frá þvi
Sovétmenn réðust inn í Afganistan í
desember 1979.
hefur boðað til neyðarfundar
nk. föstudag með bandarískum
og sovézkum embættismönnum
til þess að reyna að fá ákvörð-
uninni breytt.
Gramov sagði ákvörðunina
hafa verið tekna eftir fund í
Washington 27. apríl þar sem
öllum kvörtunum Rússa um
ólympíuundirbúninginn hefði
verið vísað á bug.
„Þeir lögðu ekki fram neinar
kröfur á þessum fundi og því
var engu hafnað," sagði hátt-
settur embættismaður í banda-
ríska utanríkisráðuneytinu í
kvöld. ítrekaði hann vilja
stjórnvalda til að leysa deiluna
og hefja samstarf við Rússa í
þeim efnum.
Keith Hampson
Nýtt kynvillu-
mál í Bretlandi
liondon, 14. maí. AP.
KEITH Hampson, 48 ára gamall
þingmaður íhaldsflokksins og sér-
legur ritari Michael Heseltines,
varnarmálaráðherra Bretlands,
sagði af sér embætti sínu í varn-
armálaráðuneytinu á laugardag,
eftir að bresk blöð greindu frá því
að nokkrum dögum áður hefði
hann verið handtekinn í fatafellu-
klúbbi kynvillinga í Soho-hverfinu í
London, þar sem kastast hafði í
kekki milli hans og óeinkenn-
isklædds lögregluþjóns.
Kynvilla varðar ekki við lög í
Bretlandi, en yfirvöld þar hafa
ekki talið við hæfi að kynvillingar
gegndu háum embættum, þar sem
miklar líkur eru á því að reynt sé
að kúga út úr þeim fé.
COROLLA
Það þarf hugrekki til að endurhanna bíl sem nýtur
jafn mikilla vinsælda og Toyota Corolla,
- bíl sem í mörg ár hefur verið mest selda
bifreið í hpiini -—■
re/« Nú er komin ný Corolla sem sannar
að enn má bæta það sem best
hefur verið talið. Viðhönnun
hennar hefur þess verið gætt, að
hún hafi til að bera alla þá kosti sem öfluðu eldri gerðum vinsælda, en
aðaláherslan hefur verið lögð á að auka innanrými,draga úr eldsneytis-
eyðslu ogbæta aksturseiginleika. Til þess að ná þessum árangri hefur
Corolla verið búin þverstæðri vél og framhjóladrifi, hjólabil hefur
verið aukið, gólf ækkað, sætum breytt og dregið hefur verið úr loft-
mótstöðu (0.34 Cd á Corolla Liftbackj.Corolla-Breyttur og Betri Bíll.
KVMI!
Corolla DL 4 dyra 327.000,-
Corolla DL 5 dyra 349.000,-
Nybylavegi 8 200 Kópavogi S. 91-44144